Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 4
20-FIMMTUDAGUR ll. MARS 1999
LÍFIÐ í LANDINU
íslenska samhjálpin þreytti
stutt skyndipróf um daginn
og féll því miður á prófinu.
Fjölskylda í Hafnarfirði sá á
eftir íbúðarhúsi sínu á bál-
köstinn eftir að náttúru-
hamfarir Iögðu húsið að
velli og gjörðu ónothæft. Að
vísu er hér um að ræða
sjaldséða hvíta hrafna í nátt-
úrunni og hafa þeir aðeins
einu sinni áður komist und-
ir manna hendur svo vitað
sé. Hús fjölskyldunnar varð
ekki fyrir barðinu á hefðbundnu snjóflóði
eða jarðeldum sem skráð eru reglulega í
annála heldur Iitlum bitvörgum sem átu upp
innviði hússins og lögðu í rúst.
Islendingar státa af besta öryggisnetinu í
fjölskyldu þjóðanna og standast nú orðið
snjóflóðum snúning samkvæmt fréttum að
Vestan. Að vísu kosta flóðavarnir meira en
samanlagðar eignir í plássinu en það er nú
önnur saga. I dag stendur samhjálpin hins
vegar lémagna frammi fyrir þessari Iitlu
pöddu.
Hiis komi í húsa stað
Samhjálpin er jafn gömul landnáminu og
var í öndverðu fólgin í því að bændur slógu
saman og reistu nýtt hús ef náungi þeirra
missti hús sitt í eldi eða öðrum hamförum.
Eftir að peningar leystu kvígildi af hólmi
flutti samhjálpin um set og landsstjórnin eða
hreppurinn sáu nú um að miðla henni til
fólks með peningaseðlum.
Andinn að baki samhjálpinni er áfram
hinn sami: Ef fjölskylda missir hús þá slær
samfélagið upp nýju húsi jafngóðu og engar
refjar. Hvort sem það er gert með iðgjaldi
húseiganda að húsatryggingum eða með
skattkrónum nágranna hans til ríkis eða
sveitar. Krafa þjóðfélagsins er enn í fullu
gildi um að fólk fái bætt húsin sín að fullu
þegar náttúruhamfarir leggja heimili þeirra
undir sig. Hvort sem flóð brjóta húsin niður
ofan frá eða pöddur naga þau í sundur neð-
an frá.
Þess má geta hér neðanmáls að á sama
tíma og þessar línur eru slegnar inn á
tölvugarminn fá íslenskir bændur afhentar
fimm sinnum fimm hundruð milljónir króna
úr ríkissjóði til að auðvelda þeim lífsbarátt-
una næstu fimm árin. Er þó ekki vitað um
að nokkur þeirra hafi misst húsið sitt í nátt-
úruhamförum að undanförnu.
UMBÚÐA-
LAUST
Fimmtimgi bregður til fósturs
En allt kemur fyrir ekki. Að minnsta kosti
þrír ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa velt
skaða fólksins fyrir sér og velta honum nú á
undan sér. Komist að raun um að nauðum
statt fólkið komi stjórnvöldum ekki við nema
að einum fimmta hluta og einn bjargráða-
sjóða ríkisins er Iátinn greiða fólkinu sem
því nemur. Og af örlæti sínu hefur Ibúða-
lánasjóður ríkisins hægt á innheimtu hús-
Stjórnvöld eru stærsta
húsfélag landsins og
fólkið verður að geta
treyst þeim til að búa
svo um hnútana að
heimili manna séu ekki
brennd óbætt á báli.
Samhjálpin o
nog
öddu
skríðandi pöddur
samfélagsins
bréfa þangað til eignalaust fólkið kemur sér
upp öðru húsi og þá væntanlega veðhæfu.
Ríkissjóður hefur alið bændur við brjóst
sér í marga áratugi og árum saman gefið út-
vegsmönnum fískinn í sjónum. Dreifbýlis-
styrkir og Byggðastofnanir. Ofanflóðavarnir.
Ríkissjóður réttir hins vegar ekki hlut fólks
sem missir heimili sitt á höfuðborgarsvæð-
inu í náttúruhamförum. „Vestmannaeyjar
skulu rísa!“ var einu sinni kveðið af svipuðu
tilefni en rokkarnir eru nú þagnaðir.
Engan þarf að undra þó láðst hafi að skrá
pöddur þessar í hamfaraskrá náttúrunnar
við hliðina á ofanflóðum og eldgosum. En
pöddurnar éta nú samt hús ofan af fólki og
orðhengilsháttur má ekki kveða íslensku
samhjálpina í kútinn.
Rílásábyrgð á skríðandi pöddum
Tryggingafélög verða tæplega krafin um að
tryggja pöddur og aðra meinvætti sem ekki
er samið um við undirskrift húseigenda-
trygginga. En öðru máli gegnir um ríkið.
Stjórnvöld eru stærsta húsfélag landsins og
fólkið verður að geta treyst þeim til að búa
svo um hnútana að heimili manna séu ekki
brennd óbætt á báli. Annað hvort semur rík-
ið við vátryggjendur um að bæta við smáa
Ietrið í húsatryggingum eða lætur áfallasjóði
sína axla húsatap af þessum toga og öðrum
sjaldgæfum.
Eða hvaðan eru pöddur þessar komnar í
fallna húsið? Jú, þær komu skríðandi utan
úr samfélaginu og yfirvöld samfélagsins bera
ábyrgð á því sem af þeim skríður.
--------
■menningar
LÍFIÐ
Harakhir
IngóHsson
Að skemmta...
Þegar ég var ungur (!) taldi ég
hina einu og sönnu menningu
felast í því að skemmta sér,
gera það ærlega og gera mikið
af því. Vissulega er gott að
skemmta sér en það er ekki
sama hvernig það er gert.
Vissulega má til sanns vegar
færa að athöfnin að skemmta
sér sé einn angi menningar.
Menning er í víðasta skilningi
það að vera maður og hluti af
því að vera maður er að
skemmta sér. En ég endurtek:
Það er ekki sama hvernig það
er gert. Góð skemmtun er
menning en sumt af því sem
fólk kallar „að skemmta sér“
er alls ekki skemmtun, hvað
þá góð skemmtun, og alls ekki
menning.
...eða skenuna
Eitt af því sem oft er tengt við
athöfnina að skemmta sér er
notkun fí'kniefna og sam-
kvæmt fréttum virðist slík
notkun fara vaxandi meðal
ungs fólks á Akureyri. Það er
bara eitt sem valdið hefur
misskilningi: Það að nota
fíkniefni er eldd að skemmta
sér. í notkun fíkniefna felst
athöfnin að skemma en ekki
skemmta. Samkvæmt fréttum
virðist yngri neytendum vera
að Qölga og jafnframt virðast
harðari efnin svokölluðu vera
í vaxandi mæli að teygja sig
inn á Akureyrarmarkað. Hér
er aðgerða þörf og árvekni
Iögreglunnar er hróss verð.
Hitt væri þó enn betra, að ná
árangri áður en þróun þessara
mála kemur inn á starfssvið
lögreglunnar.
V___________________________/
Frumsýning Frumsýnmgar
Laugardaginn
6. mars frum-
sýndi Leikfélag
Dalvíkur, í
Ungó, leikritið
Frumsýningu
eftir Fljörleif
Hjartarson, en
hann samdi
verkið fyrir leik-
félagið, sem
heldur upp á
55. leikár sitt á
þessu ári. Leikmynd er unnin af
Hjörleifi með aðstoð ýmissa,
sem að uppsetningunni koma,
en lýsing er hönnuð af Ingvari
Björnssyni. Um búninga sáu
Hjördís Jónsdóttir, Asrún Ingva-
dóttir, María Jónsdóttir og Auð-
ur Kimberg. Leikstjóri er Sigrún
Valbergsdóttir.
Leikritið gerist á frumsýningu
áhugamannaleikfélags á
Skugga-Sveini. Vettvangurinn
er baksviðs í búningsherbergi
leikaranna og hugmyndin að
verkinu er skemmtileg. Loftið
er þrungið spennu og iðulega
skerst í odda með leikendum og
aðstoðarfólki þeirra. Mjög víða
tekst höfundi prýðilega að setja
saman hnyttinn texta og einnig
að skapa grundvöll kímilegra
samskipta og látbragðs.
Verkið líður fyrir það, að texti
þess er ekki nógu þéttur og
hnitmiðaður. Hann sýnir þó
ljóslega, að höfundur er vel fær
um það að semja gamanverk,
enda þekktur fyrir léttan
húmor. Af Frumsýningu má
ætla, að Hjörleifur Hjartarson
gæti náð skemmtilegum árangri
á þessu sviði.
Leikstjórinn, Sigrún Valbergs-
dóttir, hefur greinilega reynt að
ná þeim hraða, sem verkið þarf
til að njóta sín. Allvíða hefur
þetta ekki tekist sem skyldi.
Verkið fer heldur þunglamalega
af stað og of víða er ferlið held-
ur rólegt auk þess sem nokkuð
ber á leslegri framsögn. Einnig
kemur fyrir, að sama ferlishug-
mynd er ofnýtt. Þá er nokkuð
um dauðar stöður leikenda. Þá
má nefna, að betur hefði mátt
nýta tækifæri til þess að skapa
uppsetningu Frumsýningar bak-
grunn með því að tengja bún-
ingsherbergið því, sem er að
gerast í frumsýningunni á
Skugga-Sveini.
Lovísa María Sigurgeirsdóttir
leikur hárgreiðslukonuna Dísu og
gerir víða vel ekki síst í atriði
með Sigurbimi Hjörleifssyni, sem
leikur Svein (Grasa-Guddu), og
Degi Óskarssyni, sem leikur
Hrafn. Báðir eru allvel samfelldir
í hlutverkum sínum.
Dana Jóna Sveinsdóttir er í
hlutverki Ólínu, sýningarstjóra.
Dönu Jónu tekst víða vel. Einnig
nær Guðný Helga Bjamadóttir
víða skemmtilegum tökum á
kaffíkonunni, Þrúði. Júlíus G.
Júlíusson leikur Gunnlaug (Har-
ald). Hann nær góðum sprettum.
Linda Björk Holm, sem leikur
Sigurlaugu Beck (Astu) gerir víða
vel.
Björn Björnsson Ieikur Kjart-
an Beck (Skugga-Svein). Hann
nær talsverðum tilþrifum ekki
síst með þróttmikilli raddbeit-
ingu. Einnig á Auður Helga-
dóttir, sem er í hlutverki Helgu
(Ketils skræks) allgóða spretti í
túlkun sinni.
Elsa Heimisdóttir í hlutverki
leikarans, (Gvends smala,
Lárenzíusar og Jóns sterka), er
lipurleg þrátt fyrir nokkra ein-
hæfni í leikferð á stundum. Sig-
urður Gísli Lúðvíksson, sem
leikur Sigurð (Ögmund) er
vörpulegur á sviði, en nokkuð
stirður í túlkun. Hjörleifur
Halldórsson í hlutverki Jóns
asna (Sigurður í Dal) á allgóða
þætti í atriðum sínum, en þó
nokkuð staðlaða.
Friðrik Gígja nær skemmti-
legum töktum í hlutverki hins
nærsýna lögregluþjóns, Frikka.
Aðrir Ieikarar, Steinþór Trausta-
son, EgiII Einarsson, Eyþór
Antonsson, Lárus Sveinsson,
Katrín Sif Arnadóttir, Sergej
Kuzenzov, Olga Albertsdóttir og
Friðrik Ómar Hjörleifsson, skila
hlutverkum sínum allvel.
Frumsýning vakti verulega
kátínu í Ungó á Dalvík. Verkið
býr að miklu af kímilegum at-
riðum, sem ekki síst birta næma
tilfinningu höfundar fyrir því,
sem skoplegt er. Þrátt fyrir ým-
islegt, sem vissulega hefði mátt
betur fara, er uppsetningin
skemmtileg og vekur eftirvænt-
ingu eftir meiru sama eðlis úr
penna höfundar.
Haukur
flgústsson
skrifar