Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Konmigurínn eftirhallarbylt- inguna í SH er tvímælalaust Róbert Guðfinnsson, verka- mannssonurínnfrá Siglu- firði. Hvererhann þessi mað- ursem veltiformanni úr sessi eftir 15 ára setu? Hug- myndaríkur, réttsýnn og framsækinn. Það erRóbert Guðfinnsson. „Við sem störfum að þessum sjávarútvegs- málum erum flestir á sama báti. Eg geri ráð fyrir að við siglum saman þennan sjó,“ segir Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor- maður Þormóðs ramma-Sæbergs á Siglu- firði, og kveðst ekki búast við neinum sár- indum eða eftirmála þrátt fyrir umskiptin í stjórn SH, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. „Ég reikna ekki með því, nei. Frá- farandi stjórnarformaður er mikill heið- ursmaður og maður sem ég met mikils. Þetta gekk út á stefnu, ekki persónur.“ Tók imgui við Róbert er 42 ára gamall, fæddur og upp- alinn á Siglufirði. Hann er kvæntur Steinunni Ragnheiði Arnadóttur frá Isa- firði og eiga þau fjórar dætur. Hann er stýrimaður og útgerðartæknir frá Tækni- skóla Islands og hefur búið á Siglufirði svo til allt sitt líf, verið á sjónum eða í tengdum störfum. Sjórinn er líf hans og yndi og hann er mikið í vinnunni en sinn- ir fjölskyldunni þess á milli. Hann tók við framkvæmdastjórn hjá Þormóði ramma árið 1985 ungur að árum, aðeins 28 ára gamall, við erfiðar aðstæður í sjávarútvegi enda segir Róbert að það hafi verið „mjög mikil lífsreynsla að ganga í gegnum þau ár og það mótaði mann nokkuð mikið“. Þormóður rammi var í eigu ríkis og bæjar þegar Róbert kom að fyrirtækinu. I desember 1990 keyptu hann og hópur fjárfesta stóran hlut í félaginu af ríkis- sjóði Islands og fóru með fyrirtækið út á almennan hlutabréfamarkað árið 1991. „Við höfum byggt félagið upp og samein- að önnur félög inn í það, til dæmis Sæ- berg hf. í Olafsfirði, Magnús Gamalíels- son ásamt fleiri félögum, og erum nú með eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrir- tækjunum á Islandi,(‘ segir hann. Styrkir minni byggðir Með því að fara með almenningshlutafé- lagið inn á hlutabréfamarkað sýndu þeir framsýni og skilning á þróun og nauðsyn verðbréfamarkaðar á Islandi enda segir Róbert það ekki spurningu að verðbréfa- markaðurinn styrki íslenskt atvinnulíf. „Ég tel að til lengri tíma geti þetta hjálp- að hinum minni byggðum sem hafa heil- brigt og gott atvinnulíf til þess að vaxa og standa sig í samkeppninni við höfuðborg- arsvæðið," segir hann. - Kemur þetta til með að bjarga byggða- þróun í landinu? „Við erum að ganga í gegnum ákveðna tæknivæðingu í sjávarútveginum, sem veld- ur því að störfum fækkar. Á móti kemur betri afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna, sem mun Ieiða til þess að þau munu byggja sig upp enn frekar í þessum byggðum með nýjum störfum, vonandi hærra launuðum og með betur menntuðu fólki.“ Á audvelt með samskipti Nánasti samstarfsmaður Róberts, félagi og vinur, er Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs Ramma-Sæbergs. Þeir hafa unnið náið saman frá 1990, voru báðir framkvæmdastjórar fyrirtækis- ins þangað til í fyrra er Róbert varð „Ég geri ráð fyrir að við siglum saman þennan sjó, “ segir Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma-Sæbergs á Siglufirði og nýkjörinn formaður SH. Hann býst ekki við neinum sárindum eða eftirmála þrátt fýrir umskiptin í stjórn SH, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, það sem menn hafa kallað „hallarbyltingu". Gott að fá fjármagn að utan Þegar talið berst að útrás íslenskra fyrir- tækja kemur í ljós að Róbert hefur mik- inn áhuga á útrásarmálum en hann hefur verið framkvæmdastjóri Iítils eignarhalds- félags sem heitir Isla og er til helminga í eigu Þormóðs ramma - Sæbergs og Granda. Þetta félag á helming í sjávarút- vegsfyrirtæki í Mexíkó. „I ræðu minni á viðskiptaþingi Verslunarráðs um daginn sagði ég að ég vildi sjá íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki hagnast álíka mikið á sjávar- útvegi erlendis eins og þau hagnast á Is- landi." - Margir telja að það sé bara timaspurs- mál hvenær erlendir fjárfestar eignast hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum? „Ef ég á að vera sjálfum mér samkvæm- ur, ég sem er að fjárfesta í sjávarútvegi er- lendis og tel það gott fyrir sjálfan mig, þá hlýt ég að trúa því að það sé gott fyrir ís- lenskan sjávarútveg að fá utanaðkomandi fjármagn." - Hvenær heldurðu að það gerist? „Hlutirnir gerast hratt á Islandi. Við getum alveg séð það gerast innan örfárra ára.“ Ekkert ósætti Þegar talið berst aftur að SH og breyting- unum þar vill Róbert lítið ræða þau mál áður en hann getur sest niður með ný- kjörinni stjórn. „Það er verið að vinna út- tekt á félaginu, út frá því mun ný stefna vera mótuð. Við breyttum fyrirtækinu í hlutafélag fyrir tveimur árum síðan og fórum með það út á markaðinn. Stefna okkar hlýtur því að vera sú að ávaxta fé fyrir fólk,“ segir hann og telur að samein- ing við IS sé ekki uppi á borðinu. „Ég tók þátt í sameiningarviðræðunum í desember. Við stóðum upp frá því borði og það var ekkert ósætti milli aðila og all- ir sammála um að það gæti komið að því einhvern tímann í framtíðinni hugsanlega að sameinast en í dag eru bæði þessi fé- lög að skoða sín mál og hvað þau geta gert í sínu eigin án sameiningar. En verð- um við ekki bara að sjá til hvernig hlut- irnir þróast." - Hvaða markmið seturðu þér? „Rekstrarárið árið 2000 verður félaginu vonandi mjög gott.“ -GHS/Hl ■------------------?"> W/WtM, stjórnar- formaður og Ólafur tók alfarið við fram- kvæmdastjórninni. Saman hafa þeir leitt fyrirtækið gegnum miklar breytingar. Ólafur segir að það sé afar auðvelt að vinna með Róberti og telur helstu kosti hans þá að hann sé „hugmyndaríkur, rétt- sýnn og staðfastur". Sjálfur segir Róbert ljóst að hann hafi alla tíð verið tilbúinn að berjast á móti vindinum. - Samvinna ykkar tveggja hefur gengið vel? „Já, já, mjög vel. Það er auðvelt að vinna með Róberti. Hann á auðvelt með samskipti við fólk.“ - Miðað viðfyrstu kynni afhonum, kem- ur það þér á óvart hvar hann er í dag? „Nei, Róbert er fagmaður í viðskiptum og þetta er eitt af því sem fylgir. Hann gerir það sem þarf og það er kannski eitt af hans einkennum." Síldarhrunið mótaði mig Róbert Guðfinnsson segist vera mjög pólitískur en þó ekki flokkspólitískur. Foreldrar hans eru verkafólk á Siglufirði °g hann bendir á að mótunarár hans hafi verið árin eftir síldarhrunið í bænum. „Sem ungur maður var ég til vinstri í pólitík en það er löngu liðin tíð,“ segir hann og vill sem minnst fara út í flokkapólitíkina. Á þessum árum kynnt- ust Siglfirðingar því Islendinga allra best hvað sjávarútvegurinn getur verið sveiflu- kenndur. „Við kynntumst því líka að vind- urinn blæs stundum á móti þannig að þetta mótar að sjálfsögðu mjög skoðanir manns,“ segir hann. - Er æskilegt eða hægt að draga úr sveiflunum í íslenskum sjávarútvegi eins og mögulegt er? „Það eru ótal þættir sem spila inn í að við munum alltaf þurfa einhvern veginn að dreifa áhættunni. Þess vegna er það mér sem sjávarútvegsmanni ánægja að sjá það hvað iðnaður, hugbúnaðariðnaður, flutningar og fleiri greinar hafa eflst í þjóðfélaginu. Það er mjög gott fyrir sjáv- arútveginn ef hann er ekki alltof stór hluti af hagkerfinu," svarar hann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.