Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 2
18 - FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÚRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON ísólfur Gylfi Pálmason. „Síðasta laugar- dag birtist í Morg- unblaðinu grein eftir tvo hagfræð- inga á jötu launa- fólks...,“ Páll Pétursson félagsmálaráðherra í grein í Mbl.“ Burtséð frá því hvað við kjósum Þegar þeir Isólfur Gylfi Pálmason og Guðni Agústsson alþingismenn predikuðu í Stórólfs- kirkju fyrir nokkru ortu þeir hagyrðingarnir Magúns Halldórsson og Bjarni Helgaon á Hvolsvelli vísur um atburðinn. Síðan gerðist það að Arni Johnsen og Drífa Hjartardóttir, þingmaður og varaþingmaður, predikuðu í kirkjunni 7. mars sl. Þá orti Bjarni: Fagnaðarboðskapinn fluttu þau vel, framtaki sltku við hrósum. Brokkgengan söfnuðinn bættari tel burtséð frá þvt hvað við kjósum. Magnúst orti líka vísu um atburðinn: Með englavængi inn hérfló Eyjapeyinn djatfi. I vangasvip mér virtist þó votta fyrir skarfi. Hraðametið Vestfirsk þjóðsaga segir frá því að Bergur Guðnason, frá Flateyri, kallaður „Bi'labergur", hafi afar gaman af að aka hratt. Hann átti um skeið öll hugsanleg hraðamet á vestfirskum þjóðvegum. Eitt sinn sat hann á veitingastaðn- um Vagninum á Flateyri þegar maður nokkur kom þangað inn og sagði heldur hreykinn: „Ég var að koma frá Isafirði og var ekki nema sautján mínútur á leiðinni." Þetta var fyrir göngin á meðan ekið var yfir Breiðdalsheiði. Bergur lét sér fátt um finnast en leit upp og sagði: „Ha, kom eitthvað fyrir, sprakk hjá þér eða hvað?“ Varla prestaskortur Það gerðist fyrir nokkrum árum meðan fólk til sveita ferðaðist um á hestum en ekki jeppum að bóndi nokkur reið um hlað á prestsetri á sunnudegi rétt fyrir messu. A þeim árum þótti það óhæfa hin mesta að að vanrækja kirkju- ferðir. Prestur stóð út á hlaði þegar bóndi fór hjá og spurði hvort hann ætlaði ekki að vera í messu hjá sér. Bóndi svaraði því neitandi. „Varaðu þig,“ sagði prestur. „Ekki færðu að hlýða á messu þegar þú ert kominn til helvít- is.“ „Varla verður það af prestaskorti,“ svaraði bóndi og reið úr hlaði. Eggjakakan og hænan Tveir kunningjar deildu um ágæti nýútkom- innar bókar. Annar þeirra var rithöfundur og þegar öll rök þraut sagði hann við kunningja sinn: „Þú ert ekki rithöfundur, hefur aldrei skrifað bók og ert því ekki dómbær um þessa hluti.“ Kunninginn svaraði: „Ég hefur heldur aldrei verpt eggi. Samt held ég að mér sé í lófa lagið að dæma betur um eggjaköku en mestu varphænu veraldar." Hér er Marinó í hópi viðskiptavina í sleðaferð á veg- um Sportferða. „Við erum að sýna framá hvað við erum að gera ef það getur passað inn í pakkann." Að hugsa stórt og hratt ísland og kvikmyndagerð er- lendra stórfyrirtækja hefur öðru hvoru borið upp í sömu andrá og núna um helgina verða staddir í Eyjafirðinum fulltrúar banda- rískra stórfyrirtækja úr þessum geira til að skoða aðstæður með kvikmyndagerð ýmiss konar í huga. Marinó Sveinsson fram- kvæmdastjóri Pizza 67 og Sport- ferða greip gæsina þegar hann frétti af komu útsendara erlends tónlistarfyrirtækis í útgáfubrans- anum til Akureyrar til að hlýða á tónleika rokksveitarinnar Dead Sea Apple í Sjallanum. „Það verður mildð um að vera hjá okkur núna um helgina. Við erum að fá amerískt útgáfufyrir- tæki í tónlistargeiranum og kvik- myndafyrirtæki í ferð og gistingu hjá okkur á morgun. Þetta eru fyrirtæki sem ætla sér stóra hluti og eru að skoða aðstæður á Is- landi bæði fyrir kvikmyndatöku, auglýsingamyndatöku, fyrir MIV og fleira. Þau verða hjá okkur í þrjá daga, fara í ferð á föstudeg- inum og það er mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Marinó. Við erum aðfá amer- ískt útgáfujyrirtæki í tónlistargeiranum og kvikmyndafyrirtæki í ferð oggistingu hjá okkurá morgun. Þetta erufyrirtæki sem ætla sérstóra hluti og eru að skoða aðstæður á íslandi bæðifyrirkvik- myndatöku, auglýs- ingamyndatöku,fyrir MTV ogfleira. SPJALL Sýnum okkar aðstæður „Þau eru hér vegna útgáfutón- leika Dead Sea Apple í Sjallanum á föstudagskvöld. Eftir að við komumst í málið óskuðum við eftir að fá kvikmyndatökumenn og framkvæmdastjóra þessa kvik- myndatökufyrirtækis til að skoða aðstæður í samhengi við þetta. Það á ekki að gera neina mynd núna eða taka neitt, heldur ein- göngu að skoða aðstæður.“ - Eru þið þcí að bjóða ykkar eig- in aðstöðu til afnota eftil kemur? „Já, við erum bara að sýna framá hvað við erum að gera ef það getur passað inn í pakkann og sýna hvað er í boði hér en svo er þetta bara þeirra val. Við vitum af stóru fyrirtæki sem ætlar að koma til Islands í sumar til að taka upp myndband um aksturs- íþróttir á vegum Fox fyrirtækisins og við erum svona að gjóa augun- um til alvöru túrisma," segir Mar- inó. - Menn verða bæði að hugsa stórt og hrutt í þessum bransa til að koma sér áfram. „Nákvæmlega!“ - Hi FRA DEGI TIL DAGS „Gerðu aldrei neitt sem óvinur þinn má ekki vita.“ Sencka Þau fæddust 11. mars • 1685 fæddist írski biskupinn og heim- spekingurinn George Berkeley. • 1863 fæddist ítalski rithöfundurinn Gabriele D’Annunzio. • 1889 fæddist Þórbergur Þórðarson rit- höfundur. ® 1890 fæddist rússneski ballettdansar- inn Vaslav Nijinsky. • 1900 fæddist Gustavo Rojas Pinilla, sem var einræðisherra í Kolumbíu 1953-57. • 1922 fæddist bandaríska bítskáldið Jack Kerouack. • 1927 fæddist Þuríður Pálsdóttir söng- kona. • 1928 fæddist bandaríska leikskáldið Edward Albee. • 1959 fæddist baráttukonan Sophia Hansen. Þetta gerðist 11. mars • 1918 var Moskva gerð að höfuðborg Rússlands undir stjórn kommúnista. • 1938 réðst þýski herinn inn í Austur- ríki. • 1965 kom út fyrsta íslenska „bítlaplat- an“. A henni léku Hljómar Bláu augun þín og Fyrsta kossinn eftir Gunnar Þórðarson. • I 982 undirrituðu Menachem Begin og Anwar Sadat friðarsamning í Was- hington. • 1990 lét Augusto Pinochet af embætti forseta Chile, en heldur samkvæmt stjórnarskrá þingsæti til æviloka. Vísan Vísa dagsins er eftir Skáld-Rósu: Engin lái öðrum frekt, einn þó nái aðfalla, heldur gái að sinni sekt, syndin þjáir alla. Afmælisbam dagsins Þýska pönkdrottningin Nina Hagen, sem enn er minnst fyrir sérstæða raddbeitingu og dæma- lausa ósvífni, fæddist í Austur- Berlín árið 1955 og er því 44 ára í dag. Tónlistarferilí hennar hófst með pólsku blúsbandi árið 1972, en síðan nam hún klassískan söng og reyndi einnig íyrir sér með tveimur misheppnuðum austur- þýskum hljómsveitum. Hún llutti til Vestur-Þýskalands árið 1976 og sló þar í gegn með eigin hljómsveit árið 1978. Máttur trúarinnar Nunnan sem vann á heilsugæslustöðinni var að fara í sjúkravitjún þegar hún allt í einu varð bensínlaús. Hún var nýbúin að keyra framhjá bensínstöð og rölti því til baka til að fá bensín í brúsa. Bensínafgreiðslumaðurinn sagði henni að því miður þá hefðu þeir engan brúsa. Hann væri nýbúinn að lána seinasta brús- ann, en ef hún mætti vera að því að bíða kæmi hann inn fljótlega. Þar sem nunnan var að fara að heim- sækja sjúkling ákvað hún að bíða ekki heldur labbaði til baka. Hún Ieitaði í skott- inu eftir einhverju til þess að bera bensín- ið í, þar rakst hún á næturgagn sem hún var að fara með til sjúklingsins. Hún fór því og dældi bensíni í það og gekk til baka. Þegar hún var að hella bensíninu úr koppnum í tankinn bar þar að tvo bændur. Annar þeirra klappaði hinum á öxlina og sagði: „Þetta er það sem að ég kalla að trúa.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.