Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 3
Xk^iir. LIFIÐ I LANDINU Alltaf dálítiö brjálað íslendingar eru orðnir öflugasta efnahags- veldi heims,fremstir allra á sviði geimferða og sjávarútvegs. Árið er2099 ogstaðurinn erlðnóíkvöld. Spunaleiklist hefur notið nokk- urrar vinsældar, og útbreiðslu, í íslensku leiklistarlífí undanfarið árið. I kvöld frumsýnir Iðnó spunaleikritið Hneta sem kallað er geimsápa (þ.e. sápuópera sem gerist útí geimnum) af aðstand- endum. Við skruppum niður í Iðnó og náðum tali af sænska leikstjóranum Martin Geijer, þar sem hann sat laslegur með trefil bundinn um hálsinn á kaffihús- inu í Iðnó. Martin flutti Ieikhús- sportið, sem hefur verið í gangi í Iðnó á mánudagskvöldum í vet- ur, inn til landsins en hann stofnaði spunaleikhús í Stokk- hólmi árið 1992 og hefur helgað sig þessum anga leiklistar. Grimm samkeppni í Stokkhólmi „Eg kynntist spunanum í Cal- gary í Kanada fyrir 10 árum í frægu spunaleikhúsi, sem Keith Johnstone rekur. Keith er eins konar frumkvöðull þessarar spunaaðferðar, en ég hafði Iesið bókina hans Impro, sem er mjög þekkt meðal Ieikhúsfólks og fékk mikinn áhuga á þessu. Eg lærði þar og nam spunastefnuna, fór svo heim til Svíþjóðar og stofn- aði þetta leikhús sem gengur « enn. - Sló spuninn t gegn í Svíþjóð? „Nei, alls ekki. Samkeppnin milli leikhúsa í Stokkhólmi er mjög hörð, reyndar hefur Stokk- hólmur fleiri leikhús miðað við höfðatölu en nokkur önnur borg í Evrópu. Þannig að það er mjög erfitt að ná til áhorfenda. En það gengur samt ágætlega." - Hvað finnst þér þessi aðferð hafa framyfir oðrar leikliúsað- ferðir? „Það eru margar góðar aðferð- ir og þetta er bara ein þeirra. En þessi aðferð vinnur með frum- forsendur sköpunarferilsins og gerir það á þann hátt að þínir eigin möguleikar ljúkast upp fyr- ir þér. Með hjálp aðferðarinnar hættir þú að ritskoða sjálfan þig. Hún opnar fyrir sérstaka tegund hugsunarháttar, um hvernig eigi að skapa og nota hugmyndir." íslendingar bjartsýnir á framtíðina - En hvemig kom hugmyndin að geimsápunni upp? „Mér fannst eins og hlutirnir væru í afturför í Svíþjóð, svona leikhúslega séð, væru á leiðinni aftur í fortíðina til 7. og 8. ára- tugarins í tísku og tónlist. Fólk væri ekkert að hugsa um fram- tíðina. Það var einhver neikvæð- „Ég kalla þetta að skemmta með hjartanu. Markmið okkar er að gera fólk ánægt í hjarta sínu með því að spinna af einlægni, “ segir Martin, sem hefur helgað sig spunaaðferðinni í leiklist. Hann er nú búinn að koma fjórum sinnum til íslands á um hálfu ári. „Ég elska ísland. Ég skemmtiméralltaf velhérna..“ ur andi yfír sænsku þjóðfélagi svo ég fór að hugsa - hvernig get ég snúið þessu við? Þá mótaði ég þessa hugmynd. Ég kann vel við það sem gengur á móti straumnum - t.d. ef Svíþjóð væri að glíma við veruleg efnahagsleg vandamál að skoða hana þá sem ríkustu þjóð heims. Ég reyndi að selja Ieikhúsi einu þessa hug- mynd en þeir vildu ekki kaupa hana.“ „En þegar ég kom hingað tók ég allt í einu eítir því að hér ríkti bjartsýni gagnvart framtíðinni," segir Martin og kveðst hafa fljót- lega séð að ofangreind hugmynd hentaði ágætlega hér á landi. Því varð spunaleikritið Hnetan til. Hnetan gerist árið 2099 þeg- ar Island verður orðið ríkasta land heims og valdamesta efn- hagsveldið í samfélagi þjóð- Afþjálfa Icikarana I slíku spunaverki fá Ieikararnir ákveðnar persónur og þróa þær áfram á æfingatímabilinu. Hnet- an gerist um borð í geimflaug sem er mönnuð fímm Islending- um enda verða Islendingar í lok 21. aldar fremstir í heiminum á sviði geimferða og sjávarútvegs. Islendingum hefur verið falið það verkefni af hálfu Samein- uðu þjóðanna að finna nýja byggilega plánetu í himingeim- inum þar sem illa menguð Jörð- in rúmar ekki lengur mannkyn. Leikararnir vita hvaða starfi per- sónur þeirra gegna um borð í geimflauginni, búið er að ákveða ljós og hönnun sviðs en þá er það upptalið. Engin saga og engin setning er tilbúin. Það eru áhorfendur sem leggja leikurum til þema eða söguþráð kvöldsins og verða leikararnir að spinna leikritið út frá tillögum áhorf- enda. Martin segir áhorfendur al- mennt viljuga til að taka þátt í Ieiksýningunni með þessum hætti og að leikararnir hafí verið mjög opnir fyrir þessari aðferð. Leikarar þurfa þó að tileinka sér nýjan hugsunargang og nálgun að starfí sínu, segir Martin. „í fyrsta lagi verður þú að læra að nota það fyrsta sem þér dettur í hug, þú getur ekki valið og hafn- að hugmyndum. I öðru lagi verður þú að viðurkenna hug- myndir annarra. Þú mátt ekki segja nei, þú getur ekki blokker- að flæðið. Við erum flest þjálfuð til að nota ekki fyrstu hugdett- una svo það tekur smá tíma að þjálfa fólk í þessu. Enda missir fólk þannig stjórn á aðstæðum og verður að treysta á sjálft sig og samleikara. Hljómar skemmtilega?!," spyr Martin með veikburða kankvísi á las- legu andlitinu. Elskar ísland Fyrir tveimur árum var Martin á námskeiði í Noregi. Meðal nem- endanna var íslensk kona og tjáði Martin henni að hann hefði alltaf Iangað að koma til Islands. Nokkrum mánuðum síðar fékk hann tölvupóst frá henni og í kjölfarið kom hann og kenndi í Kramhúsinu og fór að setja upp leikhússportið í Iðnó. Hann hefur nú komið hingað fjórum sinnum á um hálfu ári og segist elska Island (þó það híjómi eilítið ankannalega úr barka manns sem hefur greini- Iega nælt sér í flensu á landinu). „Ég kann vel við viðhorf leikara hér. Það er dálítið brjálað hérna - það er alltaf eitthvað að gerast. Það er alltaf dáh'tið ævintýralegt. Ég kann vel við mentalítet fólks- IMENNINGAR LÍFID Gudrún Helga Sigurðardóttir Sýning í sendi- ráði íslands Nýleg verk íslenska keramik- Iistamannsins Guðrúnar Hall- dórsdóttur, sem býr í Bandaríkj- unum, verða í kastljósinu í móttöku sem haldin verður í sendiráði Is- Washington Bryndís Schram. DC föstudag- inn 9. apríl. Þar sem að- eins boðsgestir geta kynnt sér verkin í móttökunni verða verkin opin almenningi Iaug- ardaginn 10. apríl frá 13 til 16. Aðgangur er ókeypis. I fréttatilkynningu um sýn- inguna, sem er undir verndar- væng Bryndísar Schram, kemur fram að verk Guðrúnar hafi sterk íslensk einkenni þó að þau séu unnin í vinnustofu hennar í Tinton Falls, New Jersey. Verkin beri þess greini-. leg merki að vera sprottin úr víkingaarfleifð íslensku þjóð- arinnar og hinni einstæðu stöðu Islands í Norður-Atl- antshafi, Guðrún sæki inn- blástur í forn norræn fræði og eldfjöllin í íslensku landslagi. Verk Guðrúnar voru til sýn- is í heimabæ hennar, Isafirði, í ágústmánuði á síðasta ári. Sýning í Reykjavík er í far- vatninu. Tónlist fyrir alla Samstarfsverkefnið Tónlist fyrir alla stendur fyrir tón- leikahaldi í grunnskólum landsins á næstu vikum. Efnt verður til rúmlega 200 skólatónleika fyrir tæplega 23 þúsund grunnskólanemendur auk tónleika í framhaldsskól- um og fyrir almenning. 49 tónlistarmenn flytja 17 dag- skrár í skólum út um allt land auk tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. 49 sveitarfé- lög taka þátt í verkefninu. Nú stendur yfir tónleika- syrpa Jazzkvartetts Reykjavík- ur á Suðurnesjum. I tengslum við skólatónleikana verða tón- leikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld, fimmtudaginn 18. mars, kl. 20.30. Stúlknakór Tónlistarskólans í Keflavík flytur lög Sigfúsar Halldórs- sonar með kvartettinum í út- setningum Sigurðar Flosason- ar og kvartettinn flytur fjöl- breytta efnisskrá. Tamning við reglusemi Nýjasta tölublaðið af Veru er komið út og þar kennir margra grasa eins og jafnan áður. Með athyglisverðari efn- um blaðsins eru greinar um börn og aga frá skólastjóra Lýðskóla, hússtjórnarkennara og foreldri, menntaskólakenn- ara og skólasálfræðingi, sér- staklega lyrir þá sem hafa áhuga á uppeldi og framkomu barna. Foreldrið bendir á að Orðabók Menningarsjóðs skýrir aga sem tamningu við reglusemi. Það telur börnin kærulaus, ókurteis, virðingar- Iaus fyrir sjálfum sér og öðr- um. Nokkuð sem fær okkur foreldrana til að kippast við.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.