Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 1
I i < Fær staurfót Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði varð fyrir því í síðustu viku að skjóta sig ífótinn í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann erbjörgun- arsveitamönnunum sem voru á æfingu þakkláturfyrir hjálp- ina. Guðbrandur er bjartsýnn, hann segist geta hreyft öklann og hafa tilfinningu í tánum en býst við að vera með staurfót það sem eftir er. „Ég hef reynd- ar mjög gaman af ijallaferðum. Þá reyni ég helst að komast uppá fjöll til þess að sjá lengra. Ég fór að heiman rúmlega tólf, hélt beint uppaf bænum heima og yfir í Sunnudal og fyrir neðan Goðadal þar uppá fjall. Ég fór norðanvert við á sem heitir Þverá, og uppá Hólsfjall og síðan alveg norður undir Kaldbaksdal og fór einhverja króka,“ segir hann þar sem hann liggur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „Þegar ég kem norður í svokall- aðan Brúarárdal, norður af Böl- um, sé ég að það er tófa þarna niður undir brúninni. Ég vissi að ef ég gæti látið hana fara fram af brúninni myndi hún renna norð- ur og niður með klettunum. Síð- an ætlaði ég að keyra norðar og sitja fyrir henni. Sjálfsagt hefði það tekist nema bara að það sem gerðist var að <*> *fe!" fra%Taí'aS^ um leið og ég er búinn að stoppa sleðann, stíg ég á svell og dett og missi byssuna. Þá hleypur skotið út og í fótinn á mér. T.iirknrinn þvældist ívrir Ég vissi af því að hundabjörgun- arsveitirnar væru á æfingu á Laugarhóli. Leiðin burt var mjög erfið, sleðinn stefndi fram af klettaholti þannig að ég varð að byrja á því að draga hann til. Það er í sjálfu sér það eina sem ég man að var erfitt. Þá þvældist lurkurinn fyrir. Það hafðist og þess vegna er ég hér. Það er ólík- legt að ég hefði fundist fyrr en eftir svona tíu til kannski tólf tíma. Og menn eru fljótir að verða úti þegar þeir eru svona laskaðir. Þegar ég kem inneftir þá sé ég að þyrlan er þarna og var rétt komin í loftið. Mennirnir voru allir á jörðinni og Iæknir var þarna. Ég bað þá að kalla í þyrluna þarna af því að ég ætlaði að fá far með henni suður,“ segir hann. Ref má aldrei eyða Guðbrandur segist hafa hugsað sterkt til fjöl- skyldu sinnar meðan hann stóð í þessu baksi. Hann segir það örugglega hafa hjálpað sér mikið, en hann á sex börn og sex barnabörn. Konan hans hugsar um búskap- inn á meðan hann liggur á spítalanum. Hann seg- ir að börnin sín og ná- grannarnir hjálpi uppá sakirnar með búskap- inn meðan hann er í burtu. A Bassastöðum Guðbrandur Sverrisson refaskytta vill brýna það fyrir mönnum að fara var- lega með skotvopn. - myndir: teitur eru þau með 300 kindabú, en auk þess eru þau með um 10 hesta og fimm minkahunda. Guðbrandur segir mikið vera af ref á þessum slóðum. Hann segir að þetta séu falleg dýr sem megi ekki missa sín úr íslenskri náttúru en það sé nauðsynlegt að halda stofninum niðri. Oðru máli gegni um minnkinn sem eyði öðru dýralífi í kringum sig. Guð- brandur nefnir sérstaklega Teistu og Keldusvín. „Þar sem er teista er allt iðandi. Hún er blístrandi og flautandi syndandi rétt við fæturnar á manni. Þetta er einn allra skemmtilegasti fugl fyrir venjulegan ferðamann," segir Guðbrandur. Guðbrandur vill brýna það fyr- ir mönnum að fara gætilega með skotvopn, hann segir það þurfi lítið til að eitthvað gerist fari menn ógætilega að. — PJESTA ibvo ramkvæmd talaðu þó við Glitni, því Glitni getur þú treyst Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis. Með Kjörleiðum Glitnis getur þú fjárfest í þeim tækjum sem henta þinni starfsemi. DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsenair 560 88 10. Heimasíða: http://www.glitnir.is Ráðgjafar Glitnis em sérífóðir um hvemig kostir mismunandi fjármögnunarleiða nýtast þér best. Hafðu samband eða komdu við hjá okkur á Kirkjusandi og kynntu þér málið. +-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.