Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Sumir draumar rætast „Hann var draumaprinsinn, “ segir Auður Þorsteinsdóttir, sem hér sést ásamt Tryggva Þorsteinssyni, eiginmanni sínum. (Ljósmyndast. Páls, Akureyri.) „Sumir draumar rætast," segir Auður Þorsteinsdóttir á Akur- eyri. Manni sínum, Tryggva Gunnarssyni, kynntist hún fyrir fjórtán árum þegar hann kom í mat á Bautann, þar sem hún hefur unnið til f]ölda ára. Fljót- lega eftir það byrjuðu þau að vera saman og varði það sam- band um skeið. „Svo varð ég ólétt og við eignuðumst saman soninn, Þorstein Þór, en upp úr sambandi okkar Tryggva slitn- aði. Hann fór suður og eignaðist þar tvær dætur en ég fylgdist alltaf með honum. Hann var draumaprinsinn,“ segir Auður. Nú hafa þau Tryggvi verið sam- an í fjögur ár og 18. júlí sl. gaf sr. Svavar Alfreð Jónssson þau saman í Akureyrarkirkju. Giftingardagurinn sl. sumar segir Auður að sé dagur bjartra minninga. 130 manns voru við athöfnina í kirkjunni. „Sonur okkar kom með hringana upp að altarinu, dætur Tryggva voru brúðarmeyjar og gestirnir stráðu hrísgrjónum yfir okkur sem voru síðan að detta úr hárinu á mér allan daginn,“ segir hún. „Við fórum saman í tvö ferða- lög á árinu. Annars vegar viku- langa hringferð um landið, þar sem við heimsóttum ægifagra staði einsog til dæmis Bláa lónið og Hallormsstaðaskóg. I haust fórum við síðan til London í helgarferð og spókuðum okkur um á Trafalgartorgi," segir Auð- ur Þorsteinsdóttir. -SBS. Jóhaima og Steinar Ingi Gefin voru saman í hjónaband í Eyrarbakkakirkju þann 18. júní á sl. ári, af séra Ulfari Guð- mundssyni, Jóhanna Guðjóns- dóttir og Steinar Ingi Valdimars- son. Heimili þeirra er í Sand- gerði 13 á Stokkseyri. (Ljós- myndast. MYND, Hafnarfirði.) Björk og Haraldur Öm Gefin voru saman í hjónaband í Akureyrarkirkju þann 20. júní á sl. ári, af séra Birgi Snæbjörns- syni, þau Björk Birkisdóttir og Haraldur Orn Hannesson. Heimili þeirra er að Leirubakka 30 ( Reykjavík. (Ljósmyndast. Páls, Ak jreyri.) Sigríður Helga og Guðhjartur Gefin voru saman í hjónaband í Árbæjarsafnskirkju þann 6. júní á sl. ári, af Mike Fisherald, þau Sigríður Helga Agústsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson. Heimili þeirra er að Miðhúsi 26 í Reykjavík (Ljósmyndast. Sig- ríðar Bachmann) Um gagnagruim á heiíbrigðissviði SVOjMA ER LIFID Pjetur St. flrason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. ;ða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Hið umdeilda frumvarp um miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði varð eins og kunnugt er að lögum. Núna hefur verið dreift í öll apótek, heilsugælsustöðvar og sjúkrastofnanir á Reykjavíkursvæðinu eyðublaði, sem ber yfirskriftina „Beiðni um úrsögn úr gagnagrunni." Þessi eyðublöð þarf fólk að útfylia og koma til Landlæknisembættisins. Það sagði mér starfsmaður í apóteld að hann vissi ekkert hvað hann ætti að gera við eyðublaðið, líklega myndi hann koma því til skila ef fólk færi fram á það en hon- um bæri engin skylda til þess. En landlæknir hefur aðsetur á Laugavegi 116 í Reykjavík. Hjá Landlæknisemb- ættinu fengust þær upp- lýsingar að ekki sé hægt að senda tilkynningu fyrir látna ætingja eða vini. Samkvæmt lögunum mun það ekki vera hægt, en foreldrar og foráðamenn barna geta sent inn til- kynningu fyrir börn sín. Þar á bæ er verið að undirbúa kynningarbæk- ling um lögin. Þar sem fólk á að geta geta gengið að hlutlausum upplýsingum og verður bæklingunum dreift ( hvert hús á landinu. Þar er hvorki verið að hvetja fólk né letja til þess að segja sig úr gagnagrunninum. I dagblöðunum um helgina er von á auglýsingu frá embættinu þar sem eyðublaðið verður. Hjá embættinu verða upplýsingar um fólk dulkóðaðar og sendar áfram á sameiginlegan stað þannig að viðkomandi heil- brigðisstarfsmenn þurfa ekki endilega að vita af því hvort fólk \dlji vera í grunninum eður ei og fólk á ekki að þurfa að hafa af því áhyggjur að þar verði skráðar upplýsingar um það sem það Hægt er að nálgast eyðublað land- læknis í apótekum. vill ekki. Landlæknisembættið hyggst senda þeim sem segja sig úr gagnagrunninum kvittanir þess efnis. Það hefur nú þegar ráðið starfsmann, sem á að sjá um þessi mál. Nú þegar hafa embætt- inu borist um 600 tilkynningar. Upplýsingar um Iögin má nálg- ast á heiinsíðu Heilbrigðisráðuneytisins á vefnum, en eyðu- blaðið sjálft er á heimasíðu Iandlæknis, slóðin þangað er http://www.landlaeknir.is ■ HVAD ER Á SEYÐI? LANGAR ÞIG ( GEIMFERÐ? Hefur þú einhvern tíma horft til himins og velt því fyrir þér hvernig væri að vera úti í geimnum eða hvort lff er á öðrum hnöttum. Nú gefst þér kostur á því að fara í geimferð og kanna málið því lagt verður af stað frá geimstöðinni Iðnó við Tjörnina í kvöld. Spunaleikritið og geimsápuóperan Hnetan, verður frumsýnt í Iðnó í kvöld. Leikritið gerist árið 2099 um borð í geimflaug sem mönnuð er af fimm Islendingum í leit að plánetunni Hnetunni sem er byggileg mönnum, Islendingar eru nefnilega fremstir í heiminum á sviði geimferða og sjávarútvegs. Leikarar eru: Gunnar Helgason, Gunnar Hansson, Ingrid Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson og Linda Asgeirs- dóttir. Ferðin hefst kl. 20.30. Góða ferð! HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fótspor á himninum í Gerðarsafiii Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, verður gestur Ritlistarhóps Kópavogs í kvöld. Hann les úr bók sinni Fótspor d himninum og fleiri verkum. Dagskráin er í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs og stendur frá kl. 17.00 til 18.00. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Músíktilraunir Annað tilraunakvöld Músíktilrauna Tónabæjar og ÍTR fer fram í Tónabæ í kvöld. Hljómsveitirnar sem leika í kvöld eru Messías frá Reykjavík., Starfræn tækni frá Reykjavík, Sinnfein frá Reykja- vík, Faríel frá Reykjavík, Betrefi frá Reykjavík, Jah frá Reykjavik, Spliff frá Keflavík og Dormus frá Reykjavík. Hljómsveitirnar Ensími og Súrefni leika sem gestahljómsveitir. Hljómleikarnir heQast stundvíslega klukkan 20.00. Fjármögnunarleiðir í heilbrigðisþjón- ustu Félag um heilsuhagfræði og heilbrigðis- löggjöf, Félag forstöðumanna sjúkrahúsa og Landssamband sjúkrahúsa gangast fyrir opnum fundi að Borgartúni 6 í dag klukkan 16.30 um „fjármögnunarleiðir í heilbrigðisþjónustu." Fundastjóri verður Elín Hirst fréttamaður. Félag kennara á eftirlaunum Bókmenntahópurinn hittist klukkan 14.00 í Kennarahúsinu við Laufásveg. Kóræfingin fellur niður. Skemmtifundur verður laugardaginn 20. mars kl. 14.00. Félag eldri borgara Glæsibæ, Alfheim- um 74 Brids í dag kl. 13.00. Bingó í kvöld ld. 19.45. Góugleði í Asgarði föstudaginn 19. mars. Matur, skemmtiatriði og dans. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10.00-13.00. Allir velkomnir. LANDIÐ Góðan daginn Einar Askell á Selfossi Möguleikhúsið sýnir barnaleikritið „Góð- an dag Einar Áskell“ í Leikhúsinu á Sel- fossi, laugardaginn 20. mars nk. Sýning- arnar verða tvær og eru kl. 14.00 og 17.00. Leikarar eru: Skúli Gautason og Pétur Eggertz. Einar Áskel þekkja öll börn, enda sýningarnar vel sóttar, um tólf þúsund börn hafa séð leikritið á einu ári. Miðaverð er kr. 800.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.