Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 4
20-FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 LÍFIÐ í LANDINU íslendingum er í fersku minni þegar snjóflóðin féllu á Flateyri og Súðavík og þjóðin hefur ekki heldur gleymt hörmungum eldri snjóflóða. Hamfarir náttúr- unnar verða ekki hræðilegri en þegar snjóflóð Ienda á sofandi fólki með Iítil börn. Oll íslenska þjóðin bregst við ógnum snjóflóða með einu hjarta og flóðin hafa því aldrei verið einkamál þeirra sem eiga um sárt að binda. Ekki fyrr en nú. Um síðustu helgi féll snjóflóð á skíðasvæði Isfirðinga og fyrir guðsmildi flæddi snjórinn á þeim tíma sem fólk sótti ekki svæðið en skíðalyftur urðu flóðinu að bráð. Fyrir nokkrum árum féll mannskætt snjóflóð á sama stað og tók með sér skíðalyftur og önnur mannvirki. Yfirmað- ur almannavarna varaði heimamenn þá við að nota skíðasvæðið áfram en samt var geng- ið á hólm við forlögin og rústirnar grafnar úr snjó. Hér er rétt að staldra við og velta vöng- um. Snjókoma er náttórulögmál Orðið náttúruhamfarir er líklega ekki rétta orðið yfir snjóflóð því orðið þýðir að náttúr- an skipti um ham. Snjóflóð eru ekki ham- skipti. Hvert mannsbarn á Islandi þekkir snjóinn og veit að hann hleðst upp ef snjóar oft og lengi á sama vetri. Bæði á jafnsléttu og Ijöllum. Hér á Iandi er snjókoman því náttúrulögmál en ekki náttúruhamfarir. En hér tekur þyngdarlögmálið við, sjálft aðdrátt- arafl jarðar: Skriður falla ekki úr sléttu landslagi. Skriður koma úr fjöllum og úr ijöllum koma skriður. Svo einfalt er það náttúrulögmál þyngdaraflsins. Eigi að síður heldur fólk áfram að umgangast snjóinn eins og þyngd- araflið hafi runnið sitt skeið á enda í síðasta skriðufalli. Rústir skíðasvæða eru mokaðar upp úr snjóflóðum og fallnar skíðalyftur reistar við eins og ekkert hafi í skorist. Snjóflóðið á Isafirði um helgina staðfesti að ekki verður spáð fyrir um skriðuföll og þau verða seint mæld með reiknistokkum. Skjótt geta fjallshlíðar skipast úr fólkvöngum í opinbera aftökupalla. Almannavarnir virð- ast hvorki hafa tillögurétt né málfrelsi þegar röðin kemur að skíðasvæðum ísfirðinga. Spurningin er því hvort einhver önnur stjórnvöld nái yfir svona lifandi dauðagildr- ur? Náttúnumar köld Mrkja Skíðasvæði eru þó ekki einu hættusvæðin og fólk heldur áfram að hundsa þyngdarlögmál- ið við mannabústaði. Menn og skepnur hafa lent í snjóflóðum á líðandi vetri og fólk hef- ur rýmt hús við fjallsrætur víða um land. Samt er haldið áfram að treysta flóðabyggðir og storka örlögunum. Þetta gengur ekki Iengur. Tími er til kominn að skilja heimili frá UMBUDA- LAUST skrifar Saga ofanflóða á ís- landi er jafngömul og landið sjálft en hefur því miður ekki orðið mönnum víti til varnað- Uríjallikem- urskriða vinnustöðum þar sem minnsti grunur leikur á skriðuföllum. Hvort sem um snjóflóð eða aurskriður er að ræða. Vilji menn stunda áfram vinnu sína í skugga skriðufalla verður að búa svo um hnútana að vinnustaðir undir Ijallshlíðum verði framvegis dvalarstaðir en ekki heimili. Hvorki atvinnumál né átthaga- tengsl réttlæta að Ijölskyldur leggi börn sín lengur að veði fyrir búsetu. Þjóðfélagið getur ekki boðið litlum börnum áfram falskt ör- yggið í hlýju rúmi að kvöldi þegar búast má við ískaldri kirkju náttúrunnar að morgni. Byggðastefnan er ekki þess virði. Úr fjalli kemur skriða Saga ofanflóða á Islandi er jafngömul og landið sjálft en hefur því miður ekld orðið mönnum víti til varnaðar. Löngu er orðið ljóst að öll hættumörk í IjöIIum eru annað hvort rangt metin eða byggð á röngum for- sendum. Varnir við ofanflóðum eru ýmist of fátæklegar til að bera árangur eða of stór- kostlegar til að svara kostnaði. Fréttir af skíðamönnum ísaljarðar benda til að áfram verði freistað gæfunnar i íjalls- hlíðinni. Hjá þeim tekst debet á við kredit og heilbrigð skynsemi á við skilmála tryggingar- félagsins. Því miður. A meðan halda foreldrar áfram að búa um börnin sín við Ijallsrætur. ■menningar LÍFIfl Lóa Aklísardóttir Verðlaimin lengja líftíma platna íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í síðustu viku og þótt engin peningaverðlaun séu veitt heldur séu þau ein- göngu notalegt klapp á bakið, athygli og viðurkenning fyrir unnin störf þá geta verðlaun- in haft talsverð áhrif á Ijár- hagsstöðu verðlaunahafa. Maus var valin hljómsveit ársins í fyrra og hefur það Iengt Iíftímann á plötunni þeirra allnokkuð. Talað er um að meðallíftími íslenskra platna sé um 3 mánuðir en síðasta plata Maus hefur lifað í um 18 mánuði og er bandið enn að spila eftir eftirspurn af síðustu plötu. Ókeypis í bíó Þýska kvikmyndin Der Papa- gei (1992) verður sýnd í Goethe-Zentrum við Lindar- götu í kvöld kl. 20.30. í myndinni fær atvinnulaus leikari það „hlutverk" að leiða lista hægri öfgaflokks f kosn- ingum í Bæjaralandi. Hann verður fljótlega þekktur stjórnmálamaður enda heldur hann nokkrar ómerkilegar æs- ingaræður og lendir í ein- hverjum hneykslismálum. Leikstjóri myndarinnar heitir Ralf Húttner en í aðalhlut- verkum eru Harald Juhnke og Veronica Ferres. Myndin er með enskum texta og aðgang- ur er ókeypis. Ioa@ff.is V________________________/ Karlar vilj a leiðitamar konur „Það má sjá hvenær kvenkyns ráð- herra er í pontu hara með því að fylgjast með karlkyns þingmönn- um. Skyndilega verður salurinn órólegur, þeirfara að fletta pappír- um sínum, ræða við sessunautinn og nota tækifærið til að fara út að reykja eða á klósettið." Gegnum glerþakið - valdahand- bók fyrir konur eftir Mariu Hern- gren, Evu Swedenmark og Annicu Wennström er komin út á ís- lensku, gefin út af Kvenréttinda- félaginu, og ber að fagna þó að heldur þyki undirritaðri útlitið á bókinni Ieiðinlegt, kápumyndin slöpp og frá- hrindandi, kannski róttæk og „öðruvísi11 en ekki hvetjandi fyrir almennan bóka- lesanda. Letrið er sömuleiðis óaðgengi- legt og leiðinlegt, textinn alltof þéttur og útlit sfðnanna hefur ekki góð áhrif. Hvað um það. Innihaldið stendur fylli- lega fyrir sínu, er áhugavert og stundum skemmtilegt þegar skiptast á viðtöl og unnar greinar ásamt tilvitnunum í nor- rænar og þar með íslenskar stjórnmálakonur. Bókin hefur alla burði til þess að geta stuðlað að opinni og skemmtilegri um- ræðu um ýmislegt sem tengist jafnrétti og hlutskipti kvenna í stjórnmálum, hluti sem flest okk- ar mjmdu segjast frekar hafa á til- finningunni frekar en að geta bent á sem beinharða staðreynd, til dæmis það hvernig reyndir stjórnmálamenn taka kvenkyns nýliðum eða hversu harða dóma stjórnmálakonur jafnan hljóta og hversu sterkar hugmyndir séu ríkjandi fyrir því að þær eigi að þegja og þjást. Umræðuefni af þessu tagi er tabú í okk- ar þjóðfélagi. „Karlar vilja helst leiðitamar stelpur," segir í bókinni og ég er sammála því. „Körlum stendur ógn af konum sem heimta völd og sætta sig ekki við ríkjandi hefðir,“ segir þar líka. Athyglisvert fyrir ungar konur sem eru að reyna að hasla sér völl í stjórnmálum. Útlit stjórnmálakvenna er eitt af því sem tæpt er á. Leyfist konum að vera í kvenlegum litum í stjórn- málunum eða eiga þær að gerast karlkonur, klæða sig eins og karlar? „Konur verða að halda sig innan þröngs ramma í klæðaburði og út- liti ef þær eiga ekki að verða fyrir aðkasti stílista, fjölmiðla og kjós- enda. Auk þess verður að klæða sig rétt til að vera tekinn alvarlega af öðrum stjórnmálamönnum," segir í bókinni. Eg man hvað ég var hneyksluð íyrir mörgum árum þeg- ar ég sá Jóhönnu Sigurðardóttur í fréttum nánast daglega klædda há- bleikum jakka sitjandi á Alþingi. „Konurnar eru notaðar til skrauts í pólitíkinni," segja sænsku höfund- arnir. Eg spyr: Er það kannski að breytast? ghs@ff.is MENIUiniGAR VAKTIN „Karlar viija helst leiðitamar steipur, “ segir í bókinni og pistiihöfundur kveðst sammála því.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.