Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 2
18 - FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Ð^ur LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDOR SIGURDORSSON Sefur Sverrir? Sverrir Hermannsson er nú nýkominn úr hringferð um landið, þar sem hann hefur rætt við menn um pólítík og stofnað kjördæmaféiög Frjálslynda flokksins vítt og breitt um landið. Nú í vikubyijun var hann með fund austur á Höfn í Hornafirði, það er í sfnum gamla Aust- Sverrir Hermannsson. urlandskjördæmi. Aður hefur Hornafjörður --------- verið vendipunktur í stjórnmálabaráttu Sverr- is, einna helst þá fyrir alþingiskosningarn- arl987. Frá þvá segir í bókinni Skýrt og skorin- ort, sem Indriði G. Þorsteinssonar skráði um Iíf og stjórnmálabaráttu Sverris, að fyrir nefnd- ar kosningar hafi Sverrir, þá útbrunninn af pólítískum áhuga, sofnað á stjórnmálafundi. Spurningin er því nú hvort Sverrir hafi verið vakandi eða sofandi á Hornafirði í vikunni. „...er ástæða til að vekja athygli á Víkverja í Morg- unblaðinu laugar- daginn 27. febrú- ar. Er þetta einn af ritstjórnardálk- um blaðsins, sem lýsir því oftast hver er reynsla starfsmanna þess, þegar þeir eru í stórmörkuðum, eiga samskipti við Landssímann eða ferðast með Flug- leiðum. Að þessu sinni fjallar Vík- veiji um stjóm- mál.“ Bjöm Bjarnason á Netinu. „Fyrir herinn lágt nú leggst“ Fjölda góðra vísna úr ýmsum áttum er að finna í nýjasta tölublaði Vestra. Er þar meðal annars vísa til Aðalsteins Jónssonar á Víðivöll- um í Fnjóskadal og er hún um að talsmaður Samfylkingarinnar, Margrét Frímannsdóttir, var íjarri góðu gamni þegar greidd voru á Al- þingi atkvæði um brottför hersins. Og Aðal- steinn kveður: Fyrir herinn lágt nú leggst, líkt og gripin ótta. Hlotnast virðist tæpast tekst talsmanni með flótta. Evrópusambandsmerar Vestri birti einnig í sama blaði vísur eftir Árna Gunnarsson, þingmannsefni fxá Flatatungu á Kjálka í Skagafirði, en Árni var spurður að því ef Jón Baldvin væri stóðhestur hvernig merar væri best að Ieiða undir hann. Og Arni kvað: Það yrði svo undarlegt fylið, ef hann kæmist í spilið. Nei, það gæfist mér best, að gelda þann hest, hann ætti ekki annað skilið. Latur í beisli og lundin þrá, labbar götur þverar. Já það er alveg upplagt á, Evrópusambandsmerar. Rannsóknastofa í kvennafræðum hefur staðið fyrir rabbdagskrá i há- deginu annan hvern fimmtudag í vetur og segir Sigríður Dúna þá dagskrá hafa ver- ið gífurlega vel sótta ekki bara af fræðimönnum heldur líka afal- menningi. S Onáttúruleg kona? „Bókin vakti milda athygli þegar hún kom út. Menn hneyksluðust mjög á höfundinum og töldu hana undarlega. Sérstaldega var ráðist á kvenleika hennar og hún talin ónáttúruleg kona eða lesbía sem jafngilti því í þá daga. Sam- band hennar við Jean Paul Sartre var notað til vitnis um að þarna væri ónáttúruleg kona á ferðinni og menn skyldu ekki taka mikið mark á þessu riti hennar „Le Deuxieme Sex“. Þessi viðbrögð voru Simone de Beauvoir auðvitað erfið og hún segir frá því í ævisögu sinni að þau Jean Paul Sartre hafi verið stödd í Alsír á þessum tíma og fengið send þangað blöðin frá París, þar sem þessi hörðu við- brögð var að finna. Þá á Sartre að hafa sagt við hana. „Hafðu ekki áhyggjur Simone mín nú hefurðu loksins öðlast fullkomið frelsið, því allt sem þú gerir héðan í frá getur ekki verið verra heldur en það sem sagt er að þú hafir þegar gert.“ Þau voru tilvistarspekingar og lögðu áherslu á frelsið." Rannsókfiastofa í fyrírmálþingi föstu- daginn 19. marsum Simone de Beauvoir. SigríðurDúna Kríst- mundsdóttir segir til- efnið vera að bók Le Deuxieme Sex“ eigi SO ára útgáfuafmæli um þessarmundir. SPJALL Lagði gnum kvennabaráttuimar Sigríður Dúna segir að þrátt fyrir að lesendur hafi verið varaðir við bókinni þegar hún kom út hafi líldega fáar bækur sem komið hafi út eftir seinna stríð haft meiri áhrif. „í raun og veru lagði hún hugmyndagrunninn að kvennabaráttu síðari hluta tuttug- kvemiafræðum Stendur ustu aldarinnar. Hún var mörgum kvennréttindakonum „inspíra- sjón“. Hún var sá hugmynda- grunnur sem kvennréttindahreyf- ingarnar á sjötta og sjöunda ára- tugnum á Vesturlöndum byggðu á og gera enn þann dag í dag. I erindi mínu „Konan með kyndilinn11 Ijalla ég um áhrif Simone de Beauvoir á kvennabar- áttuna á Islandi og sýni fram á hvernig hugmyndir hennar, sem BeaUVOÍr Hitt kynið eða koma fram í þessari bók, endur- speglast í hugmyndum Rauð- sokkahreyfingarinnar á Islandi Kvennaframboðs og Kvennalista og loks Sjálfstæðra kvenna,“ segir Sigríður Dúna. Rannsóknarstofa í kvennafræð- um hefur verið starfrækt við Há- skóla íslands í sjö ár. Hún hefur staðið fyrir rabbdagskrá, þar sem fræðimenn kynna rannsóknir sín- ar í kynjafræðum, í hádeginu ann- an hvem fimmtudag í vetur, og undanfarna vet- ur, og segir Sigríður Dúna þá dagskrá hafa verið gffurlega vel sótta ekki bara af fræðimönnum heldur líka af almenningi. Síðan hefur hún stað- ið fyrir ráðstefnum og gefið út bækur. Til stendur að gefa erindin sem flutt verða á föstudaginn út á bók sem kæmi væntanlega út f haust. FRÁ DEGI TIL DAGS „Það er auðveldara að skrifa tíu bindi af heimspeki en koma einni megin- reglu í framkvæmd.“ - lolstoj Þaufæddust lö.mars • 1936 fæddist suðurafríski stjórnmála- maðurinn F.W. de Klerk, sem hlaut Nóbelsverðlaun árið 1994 ásamt Nel- son Mandela. • 1938 fæddist Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur. • 1950 fæddist bandaríski leikarinn Brad Dourif. • 1956 fæddist sænski skíðakappinn Ing- mar Stenmark. • 1959 fæddist bandaríska söngkonan og leikkonan Irene Cara. Þetta gerðist 18. mars • 1922 dæmdu bresk stjórnvöld á Ind- landi Mohandas K. Gandhi í sex ára fangelsi vegna borgaralegrar óhlýðni, en hann var látinn Iaus eftir tveggja ára fangavist. • 1926 tók útvarpsstöð til starfa í Reykja- vík, sú fyrsta hér á landi, en hætti störf- um fljótlega. • 1940 hittust Adolf Hitler og Benito Mussolini í Brennerskarði í Sviss, og féllst Mussolini þar á að ganga til liðs við Þjóðveija í styrjöldinni gegn Frakk- landi og Bretlandi. • 1962 bundu Frakkar og alsírskir þjóð- ernissinnar enda á sjö ára styrjöld með vopnahléssamkomulagi. • 1975 var rokkóperan Tommy frumsýnd. • 1978 var Zulfikar AIi Bhutto, fyrrver- andi forsætisráðherra í Pakistan, dæmdur til dauða fyrir að hafa Iátið myrða pólitískan andstæðing sinn. Vísan Vísa dagsins er eftir Bólu-Hjálmar: Hver vill telja mannleg mein mál það ekkert getur. Fleira en kvenna ástin ein, angurs vopnin hvetur. Aímælisbam dagsins Maðurinn sem kom á einveldisfyr- irkomulagi í Danmörku og þar með á íslandi hét Friðrik og var sá þriðji í röðinni af Danakóngum með það nafh. Hann fæddist árið 1609, eða fyrir réttum 290 árum, en lést sextugur að aldri árið 1670. Hann var krýndur árið 1648 og hafði lítil völd til að byrja með. Eftir Iangvinnt stríð við Svíþjóð gerðist Friðrik hins vegar einvaldur árið 1660, og var sú skipan mála endanlega staðfest árið 1665. Veiðisaga Jónas ók á fleygiferð eftir Kringlumýrar- brautinni. Hann var á 100 km hraða, og tók eftir þva að margir bílar óku þarna á svipaðri ferð. Þegar hann kom í Fossvog- inn sá hann blá blikkandi Ijós fyrir aftan sig, svo hann fór útí kannt. Lögregluþjónninn gekk að honum og spurði hvort hann vissi hversu hratt hann hafði ekið. Jónas var ekki par ánægður með að vera stöðvaður af lögreglunni og sagðist vita það vel að hann hafði ekið of hratt. „En hvað um alla hina sem óku hérna á svip- uðum hraða. Afhverju þarft þú endilega að stoppa mig?“ Spurði hann. „Hefurðu einhvern tíma veitt fisk?“ Spurði lögregluþjónninn á njóti. Jónas sagðist nú halda það, hann færi í lax á hverju sumri. Lögregluþjónninn brosti þá og bætti við, „Hefurðu einhvern tíma veitt alla torf- una?“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.