Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 18.03.1999, Blaðsíða 7
Xfcgur FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU L. A VEÐUR Toyota Yaris. Ekki sérlega óhefðbundinn í útliti, þó augljóslega blási ferskir straumar um bílinn, en þegar sest er inn kemur annað og meira í Ijós. Spennandi bíii. - myndir: ohr BÍLAR Undanfama daga hafa tveirnýirbílará ís- lenskum bílamarkaði verið kynntirfyrir blaðamönnum og inn- an tíðarverða þeir kynntir á almennum markaði. Annars vegar er nýr og athyglisverður smábíll og hins vegarjeppi sem boðinn verðurá hagstæðu verði. OlgeiP Helgi Ragnarsson skrifar Toyota, eða P. Samúelsson, hefur hafið innflutn- ing á nýja smábílnum Yaris. Þetta er spennandi bíll og fengu bílablaðamenn að kynnast honum svolítið á dögunum. Til að sjá er bíllinn ekki mjög óhefðbundinn, þó í honum séu frísklegar línur, en þegar sest er inn blasir við alveg nýtt sjónarhorn. Engir mælar eru beint fyrir framan bílstjórann, heldur eru algengustu mælar djúpt í skjá fyrir miðju mælaborðinu og snúa að bílstjór- anum. Þetta er nýstárleg hönnun sem á að gera bílstjóranum auðveldara um vik þar sem sjónræn fjarlægð að mælunum er sem svarar því að þeir væru rétt framan við bílinn. Þrátt fyrir það eru þeir mjög skýrir. Fleiri nýungar eru í bílnum, t.d. er aftursætið á sleða sem hægt er að færa fram og aftur. Lögð er áhersla á mikið innanrými þrátt fyrir að bíll- inn sé ekki stærri en hann er. Odýrasta gerðin kostar innan við eina milljón króna. Nánar verður sagt frá Toyota Yaris síðar. Hekla mun frumkynna nýjan Mitsubishi Pajero Sport um næstu helgi. Þetta er fullvaxinn jeppi sem boðinn verður á hagstæðu verði, eða 2.730 þúsund. Guðrún Birna Jörgensen markaðsfulltrúi Heklu segir þetta kraftmikinn og sportlegan bíl sem framleiddur sé f Japan. Þessi bfll hafi und- anfarin ár unnið í maraþonflokki Paris-Dakar, flokki óbreyttra bíla, undir nafninu Challenger. Meðal staðalbúnaðar í bílnum eru ABS heml- ar, öryggispúðar, rafdrifnar og skyggðar rúður, krómpakki o.fl. Mitsubishi Pajero Sport sem Hekla mun kynna um næstu helgi. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirhelgi@isIandia.is Veðrið í dag... Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur á landinu, en lægir mjög vestantil síðdegis. Snjókoma á Norðurlandi, en úrkomulaust að mestu sunnanlands. Frost 2 til 10 stig, kaldast norðvestantil. Færð á vegiun í gærkvöld var nokkur skafrenningur á heiðum um vestanvert landið. Aðeins var jeppafært um Bröttuhrekku. Einnig var skafrenningur á heiðum á Vestijörðum og Noróurlandi, en allir helstu vegir færir. Fært var orðið um Mývatns- og Möðrudalsöræfi einnig Vopnaljarðarheiði. Á Austurlandi var ófært um Vatnsskarð eystra og Breiödalsheiði. Greiðfært var svo með ströndinni frá Reyðarfirði og suður um. SEXTÍU OG SEX NORÐUR h-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.