Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 - 19 Thypr LÍFIÐ í LANDINU ) - Já, sæll Rúnar. Þið á Kópa- skeri voruð að funda með stjórnendum Fiskiðjusamlags Húsavíkur um þá ákvörðun þeirra að loka rækjuvinnsl- unni á Kópaskeri með þeim afleiðingum að 40 manns missa vinnuna. Hvað kom út úr þessum fundi? ,Ja, mér heyrist nú á stjórn- endum FH að þeir séu gallharð- ir á því að loka vinnslunni hér frá því í maí og fram á haust og það er Ijóst að þegar fólk er at- vinnulaust í svo langan tíma gefst það einfaldlega upp og fer. Því er hlutverk okkar hér á staðnum að koma með nýjar lausnir og nú er málið komið í hendur sex manna starfshóps sveitarstjórnar og verkalýðsfé- lags, sem mun m.a. funda með þingmönnum kjördæmisins í næstu viku og vonandi eiga þeir okkur góð ráð til handa." - Og hvers væntið þið af þingmönnunum? „Hér er verið að loka rækju- vinnslunni vegna ónógs kvóta og auðvitað er þetta afleiðing af því kvótakerfi sem stjórnvöld hafa komið á. Það hefur einnig leitt til þess að afurðaverð er mjög hátt þar sem við höfum ekki út- hafsrækjuna. Það tekur sem sagt hvað annað í horn og það hefur harðnað á dalnum. Menn eru að skoða hvort hægt sé að auka við rækjukvótann hér í Öxarfirði og vissulega er það sjónarmið, en menn mega heldur ekki slátra mjólkurkúnni einsog sagt er.“ Hefur staða mála á Kópskeri ekki verið nokkuð góð síðustu árin? „Síðustu 10 til 12 ár hefur okkur farnast nokkuð vel. Kaup- félag Norður-Þingeyinga og rækjuvinnslan Sæblik urðu gjaldþrota laust fyrir 1990, en það tókst með aðstoð stjórn- valda að koma atvinnustarfsemi af stað hér á nýjan leik og síðan þá hefur atvinnuleysi hér verið nánast óþekkt vandamál. En vissulega skapar hættu að vera með mörg egg í sömu körfu og þar vitna ég til þess hve rækjan skiptir hér miklu máli.“ Hvorumegin markalínu góðærisins í landinu teljið þið ykkur Öxfirðingar vera? „Stundum hefur maður nú á tilfinningunni að við séu norðan „Verið að loka rækjuvinnslunni vegna ónógs kvóta og auðvitað er þetta af- leiðing afþví kvótakerfi sem stjórn- völd hafa komið á, “ segir Rúnar Þór- arinsson, oddviti Öxarfjarðarhrepps. hennar og vitna ég þar til ýmis- konar opinberrar þjónustu - til að mynda heilbrigðisþjónust- unnar, þar sem lengi hefur verið viðvarandi að hingað vanti lækna til starfa. Einnig get ég nefnt samgöngumál, vegurinn hingað um Tjörnes er afleitur og samkvæmt vegaáætlun er upp- bygging hans ekki alveg á næsta leiti. A hinn bóginn gerum við Öxfirðingar okkur vonir um að framkvæmdum við hann verði flýtt og til þess verði notaðir peningar sem koma eiga úr sjóði, sem stofnað er til sam- hliða kjördæmabreytingunni til að styrkja byggðir sem standa höllum fæti.“ - Já, Bjami Pálmason. Komdu sæll - bvernig straumar liggja í þjóðfélaginu. Um hvað talar fólk í bílnum hjá þér þessa dag- ana? „Hva, heldur þú að ég ætli að segja þér hvað menn eru að tala um hér í bílnum hjá mér. Það má ég ekki. Jú, ég get annars sagt þér að ég var að keyra hér mann sem sagði að það væri laglegt með þennan þarna fyrir norðan sem var að bakka út úr fyrsta sætinu á Samfylkingarlistanum vegna skulda og ábyrgða sem hann er í. Þetta er laglegt og vekur upp spurningar um hvernig fyírhag annarra þingmanna er báttað. „Davíð er ekkert nema vasaútgáfa af pólitíkus," segir Bjarni Pálmason leigubílstjóri. af Umhverfis landi ¥ .............. d áttatíu símsk Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlífið í landinu. Það þyrftu kannski ýmsir fleiri að draga sig í hlé. En segðu mér hverju eru engir blaðamenn til á Islandi?" - Engir blaðamenn, hvað ertu að meina? „Nú, ég er að meina að þið segið aldrei neinar fréttir þegar þær gerast. Það þarf svo sannarlega að hreinsa til í pólítíkinni og þið blaðamenn þurfið að vinna fyrir kaupinu ykkar. Það er einsog þið þorið engu eða ykkur sé borgað fyrir að þegja.“ - Fjandi ertu svartur, maður. Mér finnast þetta ekki sann- gjarnir dómar. Heyrðu en pólitíkin; hvernig liggur landið í henni? „Eg er búinn að vera sjálfstæðismaður í 101 ár einsog sagt er en ég kaus þá ekki síðast. Sat heima, enda kunni ég ekki við að koma með rýtinginn í bakið á þeim með því að kjósa annað. Þetta vita þeir hjá Flokknum. Davíð er ekkert nema vasaútgáfa af pólitíkus; hann tók við borginni með 5,5 milljarða í plús árið 1982 og niu árum síðar var hún komin í 7,3 milljarða í mínus. Kostnaður við Ráðhúsið og Perluna fór fram út öllu valdi, Ráðhúsið átti að kosta 840 milljónir en varð end- anlega eitthvað yfír þremur milljörðum og Isbjörninn sameinuðu þeir Bæjarút- gerðinni eftir að BÚR hafði verið rekið í mörg ár með tapi. En það liðu síðan ekki nema fáeinir mánuðir og þá voru þeir farnir að greiða arð af Granda. Þeir sem svona vinna eru ________ ekkert nema vasaútgáfa af pólitíkus. Síðan kemur Davíð núna og montar sig af því hvað hann hafi verið duglegur að standa við bakið á öryrkjum og öreigum. Það er ekki rétt hjá honum og ekkert nema prump úr í loftið." - Er eitthvað að gera í akstrinum, hvar ertu staddur núna? „Ég er hér fyrir utan Leifsstöð að bíða eftir útlendingum sem eru að koma til lands- ins. Það er svona reytingur að gera í akstrinum og hangi maður yfír þessu dagana langa er hægt að hafa upp úr þessu svolítið meira en salt í grautinn. Kannski fyrir grjónunum líka.“ Þá gefst fólk upp ogfer Kaunski fyrir grj ón- unum líka Framtíð fegurðardísar - Komdu sæl Linda. Þú ert þarna meðal þátttakenda í Fegurðarsam- keppni Suðurlands sem verður á Hótel Örk miðvikudaginn fyrir páska. Þið eruð væntanlega búnar að standa í miklum æfingum að undanförnu? „Já, við erum alltaf á æfingum um helgar úti á Hótel Örk, líkamsæfingum og í framkomu, og síðan höfum við líka gert ýmislegt skemmtilegt saman; fórum til dæmis til Reykjavíkur í óvissuferð þar sem við fórum í keilu, sund, borðuðum á Rex og gistum á Hótel Cabin. Við erum ellefu stelpur sem tökum þátt í keppn- inni að þessu sinni, en alls vorum við sextán sem byrjuðum upphaflega en fímm heltust úr lestinni og fimm erum við eftir.“ - Nú tekur maður eftir í viðtölum við fegurðardrottningar þar sem þær eru spurðar um áhugamál að þær neíha þar nánast allar sömu þættina einsog samveru með vinum, líkams- rækt, hesta, lestur góðra bóka og skemmtanir. Eru áhugamál ungra stelpna svona eða eru þetta einhver stöðluð svör sem þið gefið? „Svona er þetta nú bara. Sjáðu ég er í skólanum allan daginn og þegar ég kem heim úr honum fer ég í æfingar í Styrk og síðan er ég að læra á kvöldin og um helgar skemmti ég mér með vinum mín- um ef ég er ekki að vinna. Það var til Jæmis eitthvað einsog þú nefnir sem ég varaði þegar ég var spurð um þetta. „Innri persóna er það sem skapar fegurðina, “ segir Linda Sigmundsdóttir, fegurðardrottning. - Þú ert í Fjölbrautaskóla Suður- lands. Hvað ert þú að læra þar og hvaða framtíðaráform hefur þú? „Framtíðaráformin eru bara þau að halda áfram að læra, halda sér í formi, ferðast um heiminn og eignast fjölskyldu - án þess þó að binda mig ung. I skólan- um er ég á sálfræðilínu félagsfræðibraut- ar, en hef í hyggju að nema eitthvað einsog snyrtifræði í náinni framtíð." - Hvað þarf stúlka að hafa til þess að geta verið fegurðardrottning? „Hún þarf að hafa sitthvað. Til dæmis iíta vel út, koma vel fyrir, vera hún sjálf og hafa útgeislun. Innri persóna er það sem skapar fegurðina." Varguriim veit á góða veiði Já, komdu sæl Hólmfríður. Hvernig ■ ■ ■ "ý'ÉÚ- fer sala á veiðileyfum í Laxá í Mývatnssveit á i sumar af stað? g „Bara nokkuð vel, við erum að verða búin að selja flest veiðileyf- in fyMr næsta sumar. Veiðin hefst þann 29. maí og mest eru þetta íslendingar sem hafa keypt leyfin, en reynd- ar eru þarna útlend- ingar líka inn á milli. Veiðin fer yfirleitt af stað um mánaðamótin maí og júní, hvaða dag það er nákvæmlega fer svolítið eftir því hvern- ig það stendur á með „Útlit með veiði í Mývatni í sumar er nokkuð gott, “ segir Hólmfriður Jóns- dóttir á Arnarvatni. helgi.“ - Hvernig er útlitið með veiði í sumar og hvernig var síðasta sumar? „Síðasta sumar var nokkuð gott, á efsta svæði Laxár það er frá Laxárvirkjun og hingað upp að Mývatni veiddust alls á átt- unda þúsund silungar, en hér við Mývatn eitthvað í kringum 5.500 fiskar. En útlitið með veiðina næsta sumar er nokkuð gott miðað við þær athuganir sem fiskifræðing- ar gerðu í fyrra þegar þeir athuguðu varg- inn og seiðafjölda í vatninu. Þessir þættir komu vel út og því erum við bjartsýn á komandi sumar hvað varðar veið- ina.“ - Er einhver ferða- mannastraumur í Mý- vatnssveit núna? „Það er nú alltaf ein- hver umferð hér yfir vetur- inn með ferðamenn, sem koma þá bæði frá Húsavík og Akureyri og síðan eru hér líka alltaf einstaklingar á ferð. En af alvöru fer ferðamannastraumurinn ekki af stað fyrr en um mánaðamótin maí og júní, venju samkvæmt." - Nú stóð yfir mikið gjörningaveður í pólitík- inni með sveitarstjóra ykkar Mývetninga, Sigbjörn Gunnars- son, hvað þykir ykkur fyrir austan um það? „Ég skal svo sem ekki um það segja, mér fínnst þetta moldvirðri sem þyrlað hefur verið upp í kringum Sigbjörn og hans mál vera frekar ósmekklegt. En það get ég annars sagt að hér þykir fólki Sig- björn hafa staðið sig nokkuð vel í sínu starfi, ég verð að minnsta kosti ekki vör við annað.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.