Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 1
1 Á dögunum varkepptum sæti í landsliði íslands í brídds. Þar spilaði Ámundur Pálsson, lögfræðingur, sig inní liðið. Ásmundurvar fyrst valinn í liðið áríð 1960 en síðast varhann í liðinu áríð 1979. „Við vorum fimm sem að spiluðum okkur inní landsliðið. Hinir fjórir eru Jakob Kristinsson, Anton Haraldsson, Sigur- björn Haraldsson og Magnús Magnússon. Liðstjórinn verður Ragnar Hermannsson. Hann skipuleggur svo það sem gert verð- ur.“ 28 tíma lestarferð á Ólympíiunót Landsliðið fer á Evrópumótið sem verður á Möltu, seinni hluta júnímánaðar, en Ijórir af þeim sem eru í landsliðinu spila í sömu sveitinni á Islandsmótinu, sem verð- ur í páskavikunni. Asmundur segir að hin- ir tveir sem verði með þeim í sveitinni séu engir aukvissar. „Þeir eru fyrrverandi heimsmeistarar. Þeir urðu heimsmeistarar í Tokyo árið 1991,“ segir Ásmundur. Asmundur tók fyrst þátt í Olympíumóti í bridds árið (1960. Hann segir að þá hafi verið flogið með Loftleiðum til Amster- dam og meiningin að fljúga til Lúx- emburgar en ekki verið nógu margir far- þegar þannig að sú flugferð hafi verið felld niður og við hafi tekið 28 tíma lestarferð til Mílano og þaðan áfram til Toríno, þar sem að mótið var haldið. Spilamcnnskan breyst Ásmundur er alinn upp á Eiðum og segist hafa kynnst spilamennsku fyrst þar. Hann segist hafa gengið í Menntaskólann á Ak- Ásmundur Pálsson, lögfræðingur á áttræðisaldri, segir að spiiamennskan sé eins og hver önnur tækni sem sé í sífelldri þróun. mynd: e.úl. ureyri en þar ekki verið talinn gjaldgengur 1958. „Yfirleitt hef ég spilað við mjög góða spilamaður. Ásmundur segist ekki hafa menn. Eg kynntist bestu spilamönnum byrjað að spila fyrir alvöru fyrr en árið landsins, meðal annars Einari Þorfinns- syni, sem var annar af þeim sem fyrstur tók þátt í heimsmeistaramóti. Hann var mikill Hnur minn og lærifaðir." Ásmundur segir að spilamennskan hafi breyst mikið síðan þetta var, menn séu betur að sér í dag en á árum áður. „Menn eru með bækur og lesa um spil og spilaað- ferðir. Kerfin eru miklu betur unnin og miklu meiri keppni nú heldur en var áður. Spilamennskan er eins og hver önnur tækni sem er alltaf að þróast. Menn gera sig ekki ánægða með að gera sömu vitleys- una alltaf og þegar menn eru orðnir nógu óánægðir þá finna þeir eitthvað út til þess að bjarga því,“ segir Ásmundur og bætir því við að bridds sé svipuð íþrótt og skák. Alltaf á skólabekk Asmundur segist vera hrifnastur af svokölluðum „natúral sagnkerfum" eða eðlilegum kerfum. Hann segir að það sé nokkuð sama hvaða kerfi menn spili ef það henti þeim. Það kerfi sem hann notar núna er svokallað biðsagnakerfi, „relay- precisson". „Makker minn núna er Jakob Kristinsson en við höfum ekki spilað sam- an lengi. Ég hef spilað við Aðalstein Jörg- ensen, Mattías Þorvaldsson og Sigurð Sverrisson. Sem hafa kennt mér þessi nýju fræði þannig að maður er alltaf á skólabekk." Ásmundur er 71 árs, hann segir að með- an hann hafi gaman og áhuga á að spila haldi hann áfram. „Það skaðar ekki að vera í félagsskap \'ið góða menn. Það er ótrúleg lyftistöng. Menn vilja staðna ef að þeir spila í þröngum hópi,“ segir Ásmund- ur. Hann segir að stór hluti af þessu sé fé- lagsskapurinn og segist eiga góða félaga sem hafi yngt hann upp og haldið sér haf- færum. Ásmundur segir að þó hann hafi spilað í meira en Ijörutíu ár sé hann alltaf að læra eitthvað nýtt. „Það er alltaf eitthvað sem maður hefur ekki komið auga á sem betur má fara. Spilamennskan er eins og önnur vinna sem byggist á góðum vinnubrögð- um.“ -PJESTA Nýjustu hljómtækjastædumar frá CDC-421 • 2X20W • RMS-Surround • 3ja diska geislaspilari • Útvarp með 20 stöðva minni • RDS-tvöfalt segulband • Surround hátalarar fylgja. CDC-471 Heimabíóhljómtæki • 2X40W eða 4X40W • RMS-Dolby pro logic magnari • Stafrænt tengi fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilari • Útvarp með 20 stöðva minni • RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátalarar fylgja. CDC5H Heimabíóhljómtæki • 2X100W eða 4X50W »RMS • Dolby prologic magnari • Stafrænt tengi fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilari • Útvarp með 20 stöðva minni • RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátalarar fylgja. Hlustoðu áalvöru hljómgæði B R Æ Ð U R N I R Lagmula 8 • Simi 533 2800 Umboðsmenn um land allt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.