Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 4
20-FIMMTUDAGUR 2 S. MARS 1999 LÍFIÐ í LANDINU Pistilhöfundur hefur stund- um velt fyrir sér hvern fjandann orðið félagshyggja þýðir eiginlega og er reyndar engu nær ennþá. Orðið finnst hvorki í orðabókum né í veggjakroti nema þá hugsanlega á dulmáli. A sama hátt er pistilhöfundur í vafa um hvaða þjóðflokkur manna dregur nafn sitt af félagshyggju og kallar sig fé- lagshyggjufólk í tfma og ótíma. Samkvæmt orðanna hljóðan gæti þetta vel verið hópur fólks sem hyggst leggja fé í púkk eða fjárfesta eins og það heitir á móðurmáli verðbréfavísitölunn- ar. Það er nú það. Endurvinmla félagshyggjunnar En félagshyggjufólk virðist ekki vera af því sauðahúsi sem fjárfestir í nokkrum sköpuð- um hlut nema sjálfum sér í hæsta Iagi. Að minnsta kosti fer ekki sögum af félags- hyggjufólki sem leggur fé í náunga sinn og fjölskyldu hans. Nú kann pistilhöfundur að hafa lesið rangt úr bókstöfunum í orðinu félagshyggja og því dregið þá röngu ályktun að félags- hyggjufólk hyggist Ieggja fé í nokkurn skap- aðan hlut. Kannski merkir félagshyggjan að fólk þetta hafi safnast saman til að hyggja að félaga sínum frekar en fé sinu og þá helst þegar hann á í vök að veijast eða um sárt að binda. Pistilhöfundi finnst það mun göfugra hlutverk fyrir félagshyggjuna heldur en fjár- festa í sjálfum sér. En mey skal að morgni lofa. Þessi endurvinnsla félagshyggjunnar fór í vaskinn þegar spurðist norðan úr landi hvernig félagshyggjufólkið hyggur að félaga sínum þegar á hólminn er komið. Samfylk- ingin kaus mann í efsta sæti framboðslistans til Alþingis en flæmdi hann því næst úr sæti sínu af því fjárhagslegar ábyrgðir höfðu fall- ið á manninn sem hann þraukar nú við að borga. Skuldir. Vel má vera að kjósendur skilji ekki Samfylkinguna frekar en félags- hyggjuna og Samfylkingin hafi ekki fundið sig í þjóðfélaginu frekar en félagshyggjan. En með því er ekki öll sagan sögð: Spurt og svaraö í náttúrufræði Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag standa að baki Samfylkingunni á Norðurlandi austur ásamt Kvennalista. Fyrsta spurning vaknar: Alþýðubandalagið er jafn skuldum vafinn stjórnmálaflokkur og skrattinn er skömmun- um og þær leifar flokksins sem ekki eru flúnar úr landi taka þátt í kosningabar- áttunni eins og ekkert hafi í skorist. Er hægt að líða skuldugan stjórnmálaflokk frekar en skuldugan frambjóðandar Onnur spurning: Alþýðuflokkurinn hefur sjaldnast þurft að standa við skuldir sínar sem löngum hafa ver- ið greiddar með blóði, svita og tárum félags- manna í norska Alþýðusambandinu. Eru Krat- ar til í að lesa sögu flokksins upphátt í útvarp- UMBÚDA- LAUST „Alþýðubandalagid er jafn skuldum vafinn stjórnmálaflokkur og skrattinn er skömmun- um og þær leifar flokksins sem ekki eru flúnar úr landi taka þátt í kosningabaráttunni eins og ekkert hafi í skorist. Er hægt að líða skuldugan stjórnmála- flokk frekar en skuldugan frambjóð- anda?" jl i 1 1 { Kj örklefum breytt í skulda- fangelsi inu og segja frá öllum gjaldþrota eignunum sem flokkurinn átti og byija á orðinu Alþýða? Kvennalistinn hefur hins vegar ekki eirð í sér til að ná samkomulagi um lífsmark sem hugsanlega hleypti kerlingunum í skuldir. Punktur. Hitt er svo annað mál: Kjördagar eru skuldadagar Einu sinni sáu bæði Alþýðuflokkur ogAl- þýðubandalag roðann í austri og flokksmenn sungu við raust hvorir með sínu nefi: Sovét Island, óskalandið hvenær kemur þú? I dag sjá Kommar hins vegar blámann í vestri og Kratar spenann í Brussel. Ekki kemur því nokkrum manni í opna skjöldu að þessir tveir flokkar séu uppruna sínum trúir og vilji breyta kjörklefanum í skuldafangelsi. Með því að draga mörkin við skuldir manna hafnar Samfylking þessi öllu stuðn- ingsfólki sínu sem skuldar peninga, hefur skuldað og mun skulda. En kjördagar eru skuldadagar og froskar breytast þá aftur í prinsa og jafnvel öfugt. Vér skuldunautar riQum þá upp hvernig kjörseðillinn varð allt f einu að skuldabréfi fyrir norðan og notum atkvæðið okkar til að jafria út skuldina. Imenningar LÍFIÐ Heinrich Heine á Akureyri. Heine helgi í uppsigl- ingu er eins konar Heine helgi á Ak- ureyri, sem þó verður til eiginlega fyrir til- viljun. Á föstu- dagskvöld verða haldnir ljóðatónleikar á vegum Tón- Iistarfélagsins á Akureyri, þar sem Finnur Bjarnason, sem sagður er einn sá alefnilegasti hér á Iandi, syngur söngva Schumanns við undirleik Gerrits Schuil. Allmörg ljóð- anna sem Schumann samdi við eru einmitt eftir Heine. A laugardagskvöld klukkan 20.30 verður síðan í Deigl- unni flutt dagskrá sem Arthur Björgvin Bollason hefur sett saman og haft til fyrirmyndar hina rómuðu Heine dagskrá sem flutt var í Gerðarsafni í Kópavogi þann 10. nóvember 1997 í tilefni 200 ára ártíðar Heinrichs Heines. Meira um þessa viðburði í blaðinu á morgun. Bjöm aftux í ...þetta helst Björn Brynjólfur Iiðsstjórn- andi í ...þetta helst er kominn heim frá Casablanca og tekur því við liðsstjórninni í spurn- ingaþættinum vinsæla á ný í dag en um helgina greindum við frá því að hann yrði ekki í þættinum vegna vinnu sinnar í Afríku. Það reyndist bara ekki rétt hjá okkur og leiðrétt- ist hér með. Samherji Björns verður Anna Björns, systir hans, en liðsmaður Ragnhild- ar verður Margrét Sverrisdótt- ir, systir hennar. Og þá verðum við bara að vona að Keli fái að koma aftur heim til Astu sinnar... tíð en hafa sannað gildi sitt í dag. Núver- andi ríkisstjórn setur stefnuna á menn- ingarhús og vel má vera að húsin sanni gildi sitt síðar. Yfirleitt er allt í stjórnmál- unum þannig að skipti það máli er það umdeilt. Þannig geta menningarhúsin verið hið besta mál í fyllingu tímans, en ég hef mínar efasemdir. Meirningarhús og minnisvarðar Nýlega hóuðu fjórir ráðherrar í fréttamenn á sinn fund og kynntu þá ákvörðun sína að byggja skyldi menningarhús vítt og breitt um landið. Akvörðun þessi er umhugsunarverð; að baki eru engar fjárveitingar eða mark- aðar áætlanir, heldur eru þetta fyrst og fremst skýjaborgir byggð- ar á könnunum sem eiga að hafa leitt í Ijós að meðal ástæðna þess að fólk flytjist utan af landi og til Reykjavíkur sé ónógt framboð á menningu. Því skal blásið til sóknar með húsbyggingum. Eru húsin lykilatriði? Nánast í hverri sveit blómstrar þróttmik- ið menningarlíf, burtséð frá húsum. Leiksýningar, kórsöngur, myndlistarsýn- ingar og harmonikuleikur eru menning- aruppákomur sem við þekkjum, að við- bættum hagyrðingakvöldum, þar sem þingmenn eru sérstakir auðfúsugestir. Síðan er listin líka lífsviðurværi margra, til að mynda handverkskvenna, sem kunna að spinna þráð úr þeli. í Degi í síðustu viku var reifuð sú hugmynd að efna til listahátíð- ar á landsbyggðinni, sem mótleiks við Listahátíð í Reykjavík. Ymsir viðmælendur Dags vildu þó ekki setja málið upp þannig og sögðu að þessar hátíðir ættu að geta styrkt hvora aðra, eins ólík og hugmyndafræðin að baki þeim er; annarsvegar „alþýðumenning" og hinsvegar „hámenning". - En enginn minntist hinsvegar á að hús væru lykilatriði varðandi listahátíðir Islandi. Enda vita menn sem er að menningarhús á lands- byggðinni eru víða, svo sem félagsheim- ili, skólar, kaffihús og svo framvegis. Sprenghlægileg viðbröðg Viðbrögðin við hugmyndinni um menn- ingarhús hafa verið hlægileg. Barátta er hafin innan kjördæmanna um hvar menningarhúsin skuli vera. Hvergerðing- ar og Selfossbúar deila um málið, Sigl- firðingar segja að efla beri landsbyggðina með öðrum hætti en þessum og Hall- björn Hjartarson segir að sjálfsagt menn- MENNINGAR VAKTIN „Nánast í hverri sveit blómstrar þróttmikið menningarlíf, burtséð frá hús- um. Leiksýningar, kórsöngur, myndlistarsýn- ingar og harm- onikuleikur." Myndin er frá uppsetningu Leikfélags Akur- eyrar á Systrum í syndinni. ingarhús Norðurlands vestra verði á Skagaströnd. Það er háttur margra stjórnmála- manna að vilja reisa sér minnisvarða, mannvirki sem lengi standa. Jónas frá Hriflu byggði héraðsskóla, Halldór E. Borgarijarðarbrú, Jón Sólnes Kröfluvirkj- un; mannvirki sem voru umdeild á sinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.