Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 2
18 - FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 rD^tr LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDOR SIGURDÓRSSON Halldór Blöndal. r f Kosningavegakerfið Halldór Blöndal samgönguráðherra tók sér frí síðustu tvær vikur þingtímans vegna anna. Það kom fljótt í ljós að um mikla útrás var að ræða. Fyrst var það fundur á Siglufirðþ þar sem engu minna en jarðgöngum yfir til Olafs- fjarðar var lofað. Síðan komu nokkur smámál tengd kjördæminu. Loks var haldið til Finn- lands með nokkrum Akureyringum og heims- frægur jólasveinn þar í Iandinu heimsóttur og jólasveinalandið hans, en eins og menn muna hafa Akureyringar gert tilraun með að halda uppi jólasveinalandi. Loks kom svo stóra kosn- ingabomban sl. þriðjudag, tveir milljarðar í vegakerfið út á Iandi. Sumir segja að þessu fé sé varið til að bæta „flóttamannavegina" til höfuðborgarsvæðisins en aðrir segja að verið sé að koma upp „kosningavegakerfi." Guðni Ágústsson. „Af hverju þurfti (sjávarútvegs) ráð- herrann margfalt stjórnkerfi? Fyrst kvóta. - Svo var svæðum Iokað. - I þriðja lagi var svo verið að Qarlægja fiskiskip. I Sovét var ein skóverk- smiðja i Moskvu talinn toppurinn.“ Kristinn Péturs- son, fiskverkandi og fyrrum alþingis- maður, í erein í Mbl. Sumarbústaði um allt land Einu sinni hlustaði ég mikið á Aðalstöðina enda var þá leikin þar þægileg dægurtónlist. Síðan skipti stöðin um stíl, annars konar tón- list leikin og ég hætti að hlusta. Alveg óvart opnaði ég fyrir hana einn moguninn í vikunni. Þá var ung stúlka, stjórnandi þáttarins, að ræða við ungan mann. Nöfn þeirra heyrði ég ekki. Maðurinn var að tala um byggðavandann og fólksflóttann til höfuðborgarsvæðisins, sem hann sagði vera mál til að hafa áhyggjur af. Þá æsti stúlkan sig nokkuð og sagðist vera þeirrar skoðunar að heppilegast væri að flytja alla Is- lendinga á höfuðborgarsvæðið og síðan gæti fólk svo byggt sér sumarbústaði út um allt land. Mér var hugsað til vinar míns Guðna Agústssonar alþingismanns þegar ég heyrði stúlkuna segja þetta! Fyrirgreiðslupólitíkusar I gegnum tíðina hafa verið til margir frægir fyrirgreiðslupólitíkusar og sumir þeirra hafa stært sig af því að vera það. Heima í kjördæm- unum eru þeir allra manna vinsælastir. Egill Jónsson, alþingismaður og bóndi á Seljavöll- um, hefur alla tíð verið mikill fyrirgreiðslupóli- tíkus fyrir sitt kjördæmi og verið stoltur af. Nú er Egiíl að hætta þingmennsku fyrir Austfirð- inga. Gunnlaugur Stefánsson var mikill fyrir- greiðslupólitíkus þegar hann sat á þingi kjör- tímabilið 1971-1975. Hann er aftur í fram- boði nú sem 2. maður á lista samfylkingarinn- ar á Austfjörðum og sagt er að heimamenn hugsi sér nú gott til glóðarinnar með að halda sfnum fyrirgreiðslupólitíkus. „Rekstur borgar- innar verður að taka í gegn og einnig gæti það gefið svigrúm til lækkunar skatta, “ segir Kjartan Magnússon, nýr borgarfuiitrúi í Reykjavík. - mynd: HILMAR MeMhiutanuin mislagðar hendur „Það er okkar í minnihlutanum að gagnrýna meirihlutann og það sem mér hefur þótt áberandi í störfum hans er hve þeim hafa verið mislagðar hendur í allri fjármálastjórn. Oráðsía og skuldasöfnun eru áberandi og til að fela þetta er beitt margvísleg- um bókhaldsblekkingum. Tölur sýna þó svart á hvítu að skuldir borgarinnar hafa aukist stórlega síðustu ár og af þvf hef ég miklar áhyggjur og spyr mig hvernig staðan verði þegar ríkjandi góð- æri er úti. Rekstur borgarinnar verður að taka í gegn og einnig gæti það gefið svigrúm til lækk- unar skatta,“ segir Kjartan Magnússon, nýr borgarfulltrúi í Réykjavík. Sárt að geta ekki orðið að liði Árni Sigfússon sagði af sér sem borgarfulltrúi í sl. viku. I stað Árna tók sæti Kjartan Magnús- son, sem skipaði 8. sæti á lista flokksins í síð- ustu kosningum, en hann hefur verið fyrsti varamaður flokksins í borgarstjórn og er því ekki ókunnur borgarinálum. Hefur á þessu og síð- asta kjörtímabili setið í fjölmörgum nefndum og segir að sér hafi í raun komið á óvart hve mörg mál og ólík heyri undir borgarkerfið. „A síðasta kjörtímabili sat ég í húsnæðisnefnd borgarinnar og kynntist þá vel neyð sem margar láglaunafjöl- skyldur voru og eru í vegna húsnæðismála sinna. Félagslega kerfið býður vissulega mörg- um upp á aðstoð, en alls ekki öllum og kannski ekki alltaf þeim mest þurfa á hjálpinni að halda. Stundum er fólk í virkilegri neyð þó félagsleg- ar úrbætur nái ekki til þess. Sárt er að geta ekki orðið slíku fólki að liði/ Á þessu kjörtímabili situr Kjart- an í íþrótta- og tómstundaráði og segir það skemmtilegan vettvang. „Það er kraftur í starfi íþrótta- hreyfingarinar. Þar fer fram mikið og öflugt sjálfboðaliðsstarf og uppi eru háleit markmið og hug- sjónir um að efla heilbrigði fólks á öllum aldri," segir Kjartan. Skoðanainiinuríim var skarpari „Eg er uppalinn við mikinn pólítískan áhuga á heimili mínu,“ segir Kjartan. „Inn á æskuheimili mitt komu öll dagblöðin sem þá voru sex talsins. Skoðanamunur- inn í pólítík þá var skarpari en nú er og þó Þjóðviljinn væri vel skrifað blað sá ég fljótt í gegnum röksemdafærsluna," segir Kjartan, sem um tvítugt gekk til Iiðs við Heimdall og var formaður félagsins um skeið. Kjartan er 31 árs að aldri og er unnusta hans Guðbjörg Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau von á sínu fyrsta barni fljótlega. Síð- ustu ár hefur Kjartan starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu, en vegna setu í borgarstjórn hefur hann nú horfið af þeim vettvangi. „Ég á fjölmörg áhugamál," segir Kjartan að síðustu og nefnir þar lestur góðra bóka, útiveru og ferða- lög. -SBS. Kjartan Magnússon er nýr borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann kveðsthafa áhyggjur affjármála- stjóm R-listans, sem séu mislagðarhendur áýmsa aðra lund. Pólítískurfrá unga aldri, segirKjartan. SPJflLL ■ FRÁ DEGI TIL DflGS „Þegar allir hugsa eins hugsar enginn mihið.^ Walter Lippmann Þetta gerðist 2 5. mars • 1895 réðst ítalski herinn inn í Abyssin- íu (Eþíópíu). • 1957 var Efnahagsbandalag Evrópu stofnað og Rómarsáttmálinn tók gildi. • 1975 var Faisal konungur Sádi-Arabíu myrtur af frænda sínum, sem var svo hálshöggvinn í júní sama ár. • 1975 var samþykkt að friðlýsa Vatns- fjörð í Barðastrandarsýslu. • 1992 kom sovéski geimfarinn Sergei Krikalev til jarðar eftir tíu mánaða dvöl í geimstöðinni MIR, en þá voru Sovét- ríkin ekki lengur til. • 1994 Iauk brottflutningi bandarískra hermanna frá Sómalíu. Þau fæddust 25. mars • 1908 fæddist breski kvikmyndagerðar- maðurinn David Lean. • 1921 fæddist franska leikkonan Simo- ne Signoret. • 1934 fæddist bandaríska kvenfrelsis- konan Gloria Steinem. • 1940 fæddist Finnur Eydal tónlistar- maður • 1942 fæddist bandaríska blús- og sálmasöngkonan Aretha Franklin. • 1953 fæddist Tómas R. Einarsson tón- listarmaður Merkisdagur I dag er boðunardagur Maríu, einnig kall- aður Maríumessa á föstu. Þennan dag, réttum níu mánuðum fyrir jól, tilkynnti Gabríel erkiengill Maríu mey að hún skyldi ala son guðs. Vísan Vísa dagsins er eftir Bólu-Hjálmar: Langt mér þetta verður vor, vílmóður þótt kreilii. Kvtði egfyrir httngri, hor, hafts, taugaveiki. Afmælisbam dagsins Þórhildur Þorleifsdóttir fæddist á Isafirði 25. mars árið 1945 og ólst þar upp til sjö ára aldurs. Þá flutt- ist hún með foreldrum sínum á Melana í Reykjavík. Þórhildur var í listdansnámi við Konunglega enska ballettskólann. Hún hefur starfað sem Ieikari, Ieikstjóri og er núna leikhússtjóri Borgarleikhússins í Reykjavík. Hún hefur starfað mikið að kvenrétt- indamálum og setið á þingi fyrir Samtök um Kvennalista. Húsasmíðar Tveir „klepparar“ voru að byggja sumarbú- stað. Þegar annar þeirra tók eftir því að hinn fór í naglapakkann og annað hvort henti naglanum yfir öxlina á sér eða negldi hann í vegginn. Annar þeirra furðaði sig á þessum vinnubrögðum félaga síns og spurði hvers vegna í ósköpunum hann gerði þetta. Hinn skýrði þetta þannig: „Ef ég tek nagla úr pakkanum og hann snýr oddinum að mér hendi ég honum í burtu vegna þess að hann er gallaður. Ef hann snýr oddin- um að veggnum þá negli ég hann í vegg- * „ « mn. Annar varð hvumsa við þessar útskýring- ar og æpti á félaga sinn: „Hálfvitinn þinn, naglarnar sem benda að þér eru ætlaðir fyrir hina hliðina á húsinu." Veffang dagsins Færeyska dagblaðið Dimmalætting er á Netinu: www.dimma.fo. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.