Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 - 21 Thyfu- LÍFIÐ t LANDINU Leikararnir höfðu nokkuð fastan söguramma að styðjast við en þurftu að spinna til að fylla út í rammann. Spuni gerir aðrar kröfur til leikara en hefðbundinn leikur með tilbúnum texta. Klassafíflalæti Hnetan - geimsápa Höfundar: Leikarar og áhorfendur hverju sinni Leikstjórn og hug- myndavinna: Martin Gejer Leikmynd og búningar: norri Freyr Hilmarsson Tónlist: Pálmi Sigur- hjartarson Lýsing: Kjartan Þórisson Leikendur: Ingrid Jónsdóttir, Gunnar Helgason, Linda Asgeirsdóttir Gunnar Hansson og Friðrik Friðriksson. Síðastliðið fimmtudagskvöld var gestum Iðnó boðið að ganga um borð í geim- skutluna Hrafninn ásamt Kaftein Klöru (Ingrid Jónsdóttir) og áhöfn hennar. Verkefni geimferðarinnar (aðgerð Hnet- an) er að finna nýja reikistjörnu, hæfa til mannlegrar búsetu. Við erum stödd á ár- inu 2099, þegar ísland hefur náð forystu í geimferðakapphlaupi heimsins þökk sé auðnum sem IS99 (orkugjafanum sem fannst í iðrum Vatnajökuls) færði þjóð- inni. Leikritið, eða skemmtunin, í Iðnó er ekki til í handriti - heldur er það byggt á spuna leikaranna. Gunnar var stjaman Leiksýningin er klofin í tvennt með hléi. Fyrir hlé koma leikarar ýmsum skilaboð- um áleiðis til áhorfenda og kynna þar með sögurammann en bjóða f leiðinni upp á skemmtiatriði með spuna meðan flogið er út í geiminn. I hléi fengu áhorf- endur miða þar sem þeir máttu skrifa til- lögu að þema/söguþræði leikritsins eftir hlé á meðan þeir supu á speislegum frumsýningarkokteilnum. Eftir hlé var dregið úr tillögunum og máttu leikarar gjöra svo vel að spinna út frá þeirri hug- mynd sem dregin var úr pottinum. Leikararnir höfðu nokkuð fastan söguramma að styðjast við en þurftu að spinna til að fylla út í rammann. Spuni gerir aðrar kröfur til leikara en hefðbund- inn leikur með tilbúnum texta. Þegar spinna þarf af munni fram eins og í Hnetunni reynir meira á hugkvæmni, þekkingu, málfar, næmi fyrir áhorfendum og hæfileika til gamanleiks. Segjast verð- ur að Gunnar Helgason var stjarna sýn- ingarinnar, hann átti skemmtilegustu setningarnar, var hnyttinn þrátt fyrir knappan umhugsunarfrest og naut þess einnig að vera í skemmtilegu hlutverki því sem vélmenni áhafnarinnar skar hann sig sjálfkrafa úr hópnum, sem annars var af holdi og blóði. Ingrid Jónsdóttir átti sérstaklega skemmtileg svipbrigði og Friðrik Friðriksson skynjaði ágætlega húmor áhorfenda. Minna fór fyrir Lindu Asgeirsdóttur og Gunnari Hanssyni en hópurinn vann þó vel saman, hélt nokk- uð þétt utan um spunann og hikuðu þau Iítið (reyndar vöktu hikin oft heljarinnar hlátur og voru því greinilega ekki illa séð af áhorfendum). Dallas + Star Trek Hugmyndin að spunanum er skemmtileg. Stórkarlaleg framtiðarsýnin um ísland sem væntanlegt efnahagsveldi heimsins er nógu absúrd og Iokkandi til að skapa sirkuslega fíflalátastemmningu sem þarf til að spunaskemmtun sem þessi gangi upp og njóti sín. Öll umgjörðin gerði sitt til að auka á þessa stemmningu, bæði snjöll leikmyndin og tónlistin sem minnti ýmist á stefin úr Star Trek eða Dallas. Það er skemmst frá því að segja að áhorfendaskarinn á frumsýningu var afar tilkippilegur og tók virkan þátt í spunan- um, með uppástungum og undirtektum. Spuninn krefst þess að áhorfendur taki þátt, fylgist vel með framvindu og það mátti gjörla finna hvað andrúmsloftið var miklu spenntara en á hefðbundinni sýn- ingu. Því var steramningin mun meiri fyr- ir hlé þegar áhorfendur tóku virkari þátt í því sem var að gerast. Það var greinilega gagnvirknin milli sviðs og sals sem höfð- aði til áhorfenda því atriðið sem uppskar mestan fögnuð var þegar einn áhorfand- inn var fenginn upp á svið til að stjórna einu skemmtiatriðinu. Stemmningin datt hins vegar aðeins niður eftir hlé þegar heilsteypt spunaleikrit fór fram enda má kannski segja að spuninn sé eins og brandarinn, hann hættir að vera fyndinn þegar hann er teygður á Ianginn. Kannski spuninn njóti sín betur í stuttum afmörk- uðum atriðum? Því verður ekki svarað hér. En Hnetan í Iðnó er hæfilega sposk sápa, frábær skemmtun og klassafíflalæti... Betra er að vera fíerfættur en á vondnm skóm SVOJUA ER LIFIÐ Pjetur St. flrason skrifar ® Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. ;ða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Stoðtækjaframleiðandinn Össur gekkst fyrir svokölluðum fóta- degi um síðustu helgi. I fréttatilkynningu frá fyrirtækninu segir að aðeins lítill hluti af fótameinum séu meðfædd. Þau komi oft í kjölfar lélegrar umhirðu og af vondum skóm. Hjá þeim þjóðum sem ekki ganga í skóm séu fótamein mun óal- gengari. Af þessu má draga þá ályktun að betra sé að vera berfættur en í vondum skóm. Meðalmanneskja gengur tæpa fjóra hringi umhverfis jörðina á ævi sinni þannig gefur það auga leið að hún þarf góða skó. Oft eru það konur sem hugsa meira um útlitið heldur en líðanina, en karlmenn eru engu síður hégómagjarnir þegar kemur að þvi að velja fótabúnað. Yfirleitt er betra að kaupa skó síðla dags vegna þess að fæturnir bólgna eftir því sem að líður á daginn. Hjördís minnir á að þegar fólk kaupir sér skó eigi það að máta báða skóna því yfirleitt sé annar fót- urinn stærri en hinn. Hjördís Magnúsdóttir íþróttafræðingur og hreyfiþjálfi vinnur hjá fyrirtækinu, hún segir að fæturnir séu undirstaða líkamans þannig skipti umhirða um þá miklu máli. „Van- líðan annarstaðar í líkamanum getur tengst fót- unum, því skiptir miklu máli hvernig fólk velur sér skó,“ segir Hjördís. Það er eðlilegt að fætur fólks séu mislangir. Oft munar nokkrum millimetrum, en stundum fer að muna meiru. Það er fjöldi fólks sem hefur þurft að leita sér aðstoðar vegna þessa. Hjördfs segir að þegar munurinn sé farinn að nálgast sentimetra eða meira fari það að skipta máli. Þá hafi það áhrif á bakið og mjaðmirnar. Hjá Össurri er fólki boðið uppá göngugrein- ingu, þá kemur í ljós hvort einhver rangbeiting sé á fótunum, sumir hafa ilsig, flatfót, holfót en einkenni slíks eru þreytuverkir í hnjám, leggj- um, hæl eða iljum. Ráðið við því er oft innlegg í skóna. Hjördís segir að þau lagi innleggið al- gjörlega eftir fótum fótum fólks, því að fótalag hvers og eins sé svo einstaklingsbundið. Þegar þarf að grípa til kostnaðarsamra ráðstafanna hleypur Tryggingastofnun stund- um undir bagga með fólki og greiðir hluta af kostnaðinum. ■ HVAfl ER Á SEYDI? HJÓNANÁMSKEIÐ í kvöld klukkan 20.30 hefst fjórða hjónanámskeiðið á vegum Ak- ureyrarkirkju í safnaðarheimili kirkjunnar. Leiðbeinendur verða þau sr. Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi þjóðkirkj- unnar í Hólastifiti, og sr. Svavar A. Jónsson prestur í Akureyrar- kirkju. Námskeiðið stendur í um tvo tíma og er skráning í Akur- eyrarkirkju í síma 462 7700. Grikklandsvinir hittast I kvöld kl. 20.30 verður Grikklandsvina- félagið Hellas með fund á Kornhlöðu- loftinu við Bankastræti. Þar mun Sigurð- ur A. Magnússopn rithöfundur minnast á frelsisbaráttu Grikkja á síðustu öld, Alda Arnardóttir leikari les Ijóð og Jó- hanna Þráinsdóttir þýðandi flytur erindi um háðfuglinn Lúkíanos. Sigurlaugur gestur Ritlistarhóps Ritlistarhópur Kópavogs hittist í Gerðar- safni síðdegis í dag. Sigurlaugur Elíasson rithöfundur les úr verkum sínum. Dag- slcráin stendur frá kl. 17.00 til 18.00 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. SAM-krull unglinga og unglingamenning I kvöld kl. 20 ræðir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur um unglingamenningu og ýmis einkenni hennar í Hagaskóla. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Brids í dag ld. 13. Bingó í kvöld kl. 19.45. Allir velkomnir. Námstefnan Heilsa og hamingja á efri árum laugar- daginn 27. mars kl. 13.30. Fjallað verður um tannlækningar aldraðra. Allir vel- komnir. Frá Félagi kennara á eftirlaunum Sönghópur (Kór) í dag, fimtudaginn 25. mars, kl. 16. 00 í Kennarahúsinu við Laufásveg. Einmánaðarfagnaður í Gjábakka í dag kl. 14.00 verður Einmánaðarfagn- aðuir í Gjábakka. Margt fræðandi og skemmtilegt er á dagskrá. Kór Hjalla- skóla, undir stjórn Guðrúnar Magnús- dóttur syngur. Sungið og dansað milli kl. 16.00 til 17.00. Allir eru velkomnir. Atvinna og fjölskyldulíf I dag klukkan 13-17 gangast Jafnréttis- ráð og Karlanefnd fyrir málþingi á Grand hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni At- vinna og fjölskyldulíf - Vinir eða fjand- menn? Á málþinginu munu innlendir sérfræð- ingar fjalla um ýmsa þætti varðandi sam- spil atvinnu- og fjölskyldulífs. Eftir er- indi Ivans Thaulow frá Socialforsknings- institutet í Kaupmannahöfn verða pall- borðsumræður. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Að lesa í skóginn og tálga í tré Helgina 26.-28. mars verður haldið nám- skeið í húsnæði Landgræðslusjóðs, Suð- urhlíð 38 í Reykjavík, undir heitinu „Að lesa í skóginn og tálga í tré“. Námskeiðið hefst kl. 16.00 á föstudag og því lýkur kl. 16.00 á sunnudag. Þátttakendafjöldi er takmarkaður. Skráning og upplýsingar fást hjá endurmenntunarstjóra Garð- yrkjuskóla ríkisins. Opið hús fyrir aldraða I dag klukkan 15-17 verður opið hús fyr- ir aldraða í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Ræðumaður verður Kristín Steinsdóttir rithöfundur, sem er annar höfundur leikritsins sem nú er sýnt hjá LA. Flautusveit úr Tónlistarskóla Akur- eyrar leikur. Aúk þess verður almennur söngur og helgistund. Þessar stundir hafa verið mjög fjölsóttar. Verið velkom- in.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.