Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 25.03.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 - 23 LIFIÐ t LANDINU Toyota Yaris er smábíll með virðuleikablæ í þessu sjónarhornni. - myndir: ohr. Spennandi BÍLAR Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Toyota kynnti á dögun- um nýjan bíl sem mun veita smábílum á markaðinum harða samkeppni. Toyota Yaris. „Fyrir okkur hér hjá Toyota er Yaris ákaflega mikilvægur bíll sem mun leika Iyk- ilhlutverk í stefnumörkun okkar í F.vrópu. Hann er nútímalegur smábíll sem þekkir samgöngu- kerfi 21. aldarinnar. Yaris er evrópskur bíll, hannaður í þægilegri stærð. Hann er háþróaður tæknilega séð, snjöll hönnun og nútímaleg verk- fræði sýna viðskiptavinum okkar nýjan staðal,“ segir Dr. Shuhei Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota Motor Corporation um Yaris. Toyota Yaris er snaggaralegur og fallegur bíll, satt að segja svolítið spennandi. Hann samsvarar sér vel og miðað við stærðarflokkinn er hann býsna rúmgóður. Það fer ágætlega um fjóra full- orðna í Yaris - þó eru hávaxnir farnir að finna fyr- ir lofthæðinni sitji þeir aftur í. Þá er þokkalegt farangursrými aftan \4ð aftursætið. Sveigjanleiki bílsins er aukinn með því að aftursætið er á sleða og hægt að færa það fram og aftur um 1 5 sentí- metra, eftir því hvort þarf að koma fyrir fólki eða farangri. Sætin halda vel við og það fer ágætlega um mann í bílnum. Hann er þægilegur í akstri og einstaldega lipur í innanbæjarumferðinni. Vélin sem er einungis 1.000 rúmsentímetrar skilar bílnum merkilega vel áfram en hún skilar 68 hestöflum við 6.000 snúninga. Með því að beita gírskiptingunni næst ágætis vinnsla út úr henni. Aksturstölva í bílnum sýnir eyðsluna og virtist eyðslan vera að jafnaði um 6 Iítrar á hundraðið í jöfnum og stöðugum akstri þegar bílnum var reynsluekið, en jókst eðlilega töluvert þegar vél- inni var beitt. Utlitið fælir mann ekki frá, síður en svo. Kannsld svolítið stubbslegur að aftan í saman- burði við framendann ef horft er á bílinn frá hlið. En í heildina litið fallegur bíll og vel heppn- uð hönnun. Ber greinilegan keim af þeirri vel þegnu útlitsbyltingu sem orðið hefur á bílum fyr- ir Evrópumarkað undanfarin misseri. Mælaborðið fer ekki varhluta af þessari bylt- ingu. Það er töluvert óhefðbundið. Engir mælar eru beint framan við bílstjórann. Þeir eru allir staðsettir fyrir miðju, í sporöskjulaga stokki sem snýr að bílstjóranum. Mælarnir eru með nýstár- legri fjarlægðardýpt sem gerir það að verkum að auganu finnst þeir vera í ámóta fjarlægð og væru þeir rétt framan \ið bílinn, samkvæmt upplýsing- um framleiðandans. Þrátt fyrir það eru mælarnir skýrir og greinilegir - vel læsilegir. Þetta á að vera til hægðarauka fyrir bílstjórann og draga úr þreytu við aksturinn. Toyota Yaris er bíll sem hentar ágætlega sem annar bíll fjölskyldunnar eða aðalbíll IítiIIar fjöl- skyldu eða einstaklings sem ekki ferðast á malar- vegum. Ég gæti vel hugsað mér að aka á Yaris og eftirláta frúnni jeppann. En Yaris á ekkert erindi á malarvegi. Yaris er boðinn í tveimur útfærslum, Terra og Sol (betur búinn). Tveir loftpúðar og ræsivörn eru staðalbúnaður í báðum gerðunum, en Sol er einnig með ABS hemla, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður og rafstýrða upphitaða spegla sem staðalbúnað svo nokkuð sé nefnt. Verðið er frá kr. 998 þúsund. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirheIgi@islandia.is VEÐUR Veðrið í dag... Gert er ráð fyrir áframhaldandi norðaustlægri eða breytilegri átt á landinu, kalda á Vestfjörðum en annars viðast golu. É1 sums staðar á norðanverðu landinu, en bjart syðra. Frostlaust með suðurströndinni en annars verður vægt frost. Blönduós Akureyri —r 15 Mið Fim Fös Lau Villa í vindgögnum Egilsstaðir -10 1 0' -5 ! -5- ■ 1 JI Mán Þri Miö Fim Fös f í r f • • • • • Bolungarvík Mán Þri v/t C) mrr -,s sC -10 I o- C) mm « 11 JB ILpJS—.—! p———HLpH— -5 | -5- -o 1-10- ■ E ia,r Mán Þri Reykjavík Kirkjubæjarklaustur fCL. mm (*C) ---r 15 lOY^ ll 1JUI1 Mið Fim Fös I ■ f \ I Stykkishólmur Mán u r \. _ Stórhöfði CSL. m—■ ,, j«-: B M Mið Fim Fös b1 Bk S b" Mán Þri Miö Fim Fös Lau S/ í í. I .V i' Mán Þri Veðurspárit 24.03.1999 \^ VfÐURSTOFA ÍSLANDS Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir mi> nætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnu> i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn a> punkti. Vindhra> i ertákna> ur me> skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. fi ríhyrningur táknar 25 m/s. Dæmi: • táknar nor> vestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegiun í gærkvöld var skafrenningur á SnæfeUsnesi, á heiðarvegum, einnig á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum var skafrenningur á Steingrúnsfjarðarheiði, í Djúpinu og á GemlufaUsheiði. Á Austurlandi var ófært um Breiðdalsheiði, skafrenningur á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Sandvíkurheiði, þungfært um Vatnsskarð eystra. Að öðru leyti var góð vetrarfærð á aðaUeiðum landsins. 66*N SEXTIU OG $ex NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.