Dagur - 26.03.1999, Side 2
18-FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999
Tfc^íur
LÍFIÐ í LANDINU
ÞAD ER KOMIN HELGI
Hrað
ætlar þú að
gera?
Árni Hjartarson: Fer
norður í Svarfaðardal.
Ég ætti að...
„Það slær öllu saman hjá mér um helgina og
ég þyrfti helst að vera á mörgum stöðum í
einu. A laugardagskvöldið ætti ég að vera á
árshátíð Orkustofnunar. Eg ætti að vera í
fimmtugsafmæli herbergisfélaga míns og
bekkjarbróður úr skóla. Ég ætti líka að vera á
samkomu herstöðvaandstæðinga þar sem
flutt verður dagskrá sem ég tók saman og ég
ætti að vera í Kaffileikhúsinu þar sem félagar
mínir úr Hugleik frumflytja merldlega söng-
dagskrá. Þetta leysi ég með því að fara með
fjölskylduna norður í Svarfaðardal, burt úr
erli borgarinnar þar sem ég ætla að vera í
góðu yfirlæti yfir páskana og standa af mér
páskahretið," segir Árni Hjartarson jarðfræð-
ingur.
Ingunn Ásdísardóttir:
Reyni að finna tíma
fyrir göngutúr.
Menningardagar
„Á föstudagskvöldið þarf ég að vera á tveimur
stöðum, á dagskrá herstöðvaandstæðinga í
kaffihúsinu að Vatnsstíg 10 og £ fertugsaf-
mæli. Ég þarf því aðeins að skipuleggja mig,“
segir Ingunn Ásdísardóttir, framkvæmdastjóri
menningardaga Samtaka herstöðvaandstæð-
inga.
„Á laugardaginn geri ég ráð fyrir að hvíla
mig fram undir ellefu. Þá þarf ég að fara yfir
þýðingu sem ég er að ganga frá. Klukkan fjög-
ur hefst svo áframhaldandi dagskrá menning-
ardaga með pallborðsumræðum, kvikmynda-
sýningu og ofbeldisannál. Á sunnudaginn er
leiksmiðja fyrir börn og djasstónleikar um
kvöldið. Kannski reyni ég að finna mér tíma
til að fara í göngutúr ef veðrið er gott.“
„Pabbahelgi og frítt
spii, “ segir Erna
Kaaber.
Á tveimur stöðum í einu
„Á laugardagskvöldið þarf ég að vera á tveim-
ur stöðum á sama tíma. Annars vegar í
kveðjupartíi tveggja gamalla vinnufélaga
minna á Stöð 2 og á sama tíma er ég Ifka boð-
in í matarboð. Þetta er snúið dæmi en ég hlýt
að finna út úr þessu. Það er pabbahelgi hjá
mér um helgina þannig að ég hef nokkuð frítt
spil að þessu sinni og ætli ég nýti mér það þá
ekki með því að fara eitthvað út á lífið. Eitt-
hvað þyrfti ég líka að fara í húsverkin og
sömuleiðis þarf ég að undirbúa útgáfu næsta
Stúdentablaðs, sem á að koma út þann 21.
apríl,“ segir Erna Kaaber, ritstjóri Stúdenta-
blaðsins.
Um langt skeið hefur Friðrik Pálsson verið I framvarðarsveit íslenskra kaup-
sýslumanna. Gamla myndin af Friðriki er tekin fyrir 28 árum þegar hann var
nemi i viðskiptafræði við Háskóia íslands. Eftir að námi lauk hefur leið Friðriks
sífellt verið upp á við, eða þar til nú að hallarbylting hefur verið gerð I Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og sögu Friðriks I framhaldinu þekkja allir...
■ LÍF OG LIST
Sögu-
bækur fyrri tíma
dæmis við sögu Egyptalands,
Rómverja hina fornu og
frönsku stjórnarbyltinguna
1789. Með því að lesa svona
bækur finnst mér ég líka skilja
nútímann um margt betur og
sum tímabil liðinna alda hefði
verið gaman að lifa. Til dæmis
tímabili Júlíusar Sesars í
Rómaveldi og Charlestontím-
ann í Bretlandi í byrjun aldar-
innar, sakir þeirrar glæsilegu
tísku sem þá var ríkjandi á fjöl-
mörgum sviðum,“ segir Júlíanna Jónsdóttir, hót-
elstjóri á Lykilhótelunum. „Núna er ég að Iesa
Hefndina eftir Sidney Sheldon, sem er spennu-
bók og afþreying. Annars ligg ég mest núna yfir
námsbókum vegna náms til löggildingar í fast-
eignasölu, það er nám sem þarf að leggja miklu
vinnu £.“
Rólegt og rómantískt
„Mest er ég fyrir rólega og
rómantíska tónlist. Svo sem
enga ákveðna tónlistarmenn,
einfaldlega það góða af slíku
sem býðst. Ég hef líka alltaf haft gaman af U2,
vind kvæði mínu þannig algjörlega í kross með
því að fara úr hinu rólega yfir í hið kraftmikla
rokk, sem U2 er vel þekkt fyrir. Nú síðan er það
Iíka diskóið - mér finnst alltaf gaman að því og
þá hvað helst að Diönu Ross, þeirri fantagóðu
söngkonu."
Gullaldarenskan
„Gamlar bíómyndir heilla mig
® og þess vegna horfi ég mikið á
t ‘ÆmSWSm bresku sjónvarpsstöðina TNT,
sem sýnir mikið bíómyndir sem
framleiddar voru fram að miðri
öldinni og Iítið eitt Iengur. Það eru myndir með
góðum leikurum einsog Marilyn Monroe, John
Wane og Audrey Hepburn. Bæði heilla þessar
myndir mig sakir stórbrotinnar tísku á ýmsum
sviðum, rétt einsog ég nefndi hvað mér þætti
gera Charleston-tímabilið í Bretlandi heillandi,
og síðan er það líka þessi gullaldarenska sem
töluð er í myndunum sem gerir þær svo ágætar."
-SBS.
■ fra degi til dags
„Menn ferðast um víða veröld í leit að
því, sem þeir finna, er þeir snúa heim
aftur.“ George Moore
Þau fæddust 26. mars
• 1883 fæddist danski leikarinn Poul
Reumert.
• 1884 fæddist þýski pfanóleikarinn Wil-
helm Backhaus.
• 1904 fæddist bandaríski rithöfundur-
inn Joseph Campbell.
• 1911 fæddist bandarfska leikskáldið
Tennessee Williams.
• 1925 fæddist franska tónskáldið Pierre
Boulez.
• 1942 fæddist bandaríski rithöfundur-
inn Erica Jong.
• 1944 fæddist bandaríska söngkonan
Diana Ross.
• 1956 fæddist Kristján Kristjánsson tón-
listarmaður.
• 1957 fæddist Jónína Benediktsdóttir
fþróttafræðingur.
Þetta gerðist 26. mars
• 1871 var Parísarkommúnan sett á lagg-
irnar.
• 1876 var stofnuð fyrsta hljómsveitin á
Islandi, og nefndist hún Lúðurþeytara-
félag Reykjavfkur.
• 1971 lýsti Austur-Pakistan yfir sjálf-
stæði og heitir upp frá því Bangladesh.
• 1973 tók Anvar Sadat, forseti Egypta-
lands, jafnframt að sér embætti forsæt-
isráðherra.
• 1979 undirrituðu Anvar Sadat og
Menachem Begin Camp David-sam-
komulagið.
• 1991 var einræðisherranum á Mali
varpað af stóli þegar herinn gerði blóð-
uga byltingu.
Vísan
Vísa dagsins er eftir Vilhjálm frá Skáholti:
Sértu göfga gædditr þeim
að gleðja hrakta, smdða,
þú muntför í himin heim
hafa rósum stráða.
Bandaríska beatskáldið Gregory
Corso fæddist 26. mars árið 1930.
Hann var í hópi með Allen Gins-
berg, William S. Burroughs, Jack
Kerouac og fleiri skáldum sem
lögðu Ameríku að fótum sér á sjötta
áratugnum og höfðu mikil áhrif á
hippamenningu þess sjöunda. Corso
lenti í fangelsi þegar hann var sext-
án ára og byrjaði þar að yrkja. Dag-
ur Sigurðarsson sagði um Corso eft-
ir að hafa hitt hann á Krít að Corso
væri svo orðljótur að hann hafi
gengið fram af sér.
Brandari
Starfsmannastjóri fyrirtækis er að velja
úr umsækjendum, og biður þá um að
telja upp að tíu.
Rafvirkinn byrjar, og telur: „0001,
0002, 0003, 0004 ..."
Starfsmannastjórinn segir honum að
fara og biður þann næsta að reyna.
Sá er stærðfræðingur, og segir: „Skil-
greina þarf röðina a(n) þar sem a(0)=0
og a(n+l)+l...“ „Þetta er nóg,“ segir
starfsmannastjórinn.
Næsti umsækjandi er tölvunarfræðing-
ur: „1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C...“
Starfsmannastjórinn segir honum að
hætta og kallar á þann næsta, sem er há-
skólanemi.
Hann telur: „1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9,
10...,,
„Fínt!“ segir starfsmannastjórinn. „Þú
ert ráðinn!"
„Bíddu rólegur,“ segir þá háskólanem-
inn, „ég kann lfka framhaldið: gosi,
drottning kóngur!"