Dagur - 26.03.1999, Side 5
I
X^nr-------
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
Sýning með stórt hj arta
kemursvo afturí
sumar...
Cirkus Cirkör er hópur ungra
norrænna leikara sem tók sig
saman árið 1994 og tók að
æfa og sýna íjöllist í anda ný-
sirkussins. Sex meðlimir hóps-
ins eru nú staddir hér á landi
til að kynna nýsirkusinn.
Haldnar verða 3 sýningar, kl.
14 f Menntaskólanum á Akur-
eyri í dag en á sunnudag og
mánudag í Loftkastalanum kl.
20. Við hringdum í gemsa
Kára Halldórs, milligöngu-
manns hópsins hér á landi, og
spurðum hann hvaða fyrirbæri
þetta væri.
Vinsælustu atriðiu
„Þetta er eiginlega blanda af
leiklist og sirkus. Nýsirkusinn
fór að spretta upp úr götuleik-
húsinu fyrir um 20 árum í
Kanada og Frakklandi en
Cirkus Cirkör er fyrsti ný-
sirkusinn á Norðurlöndunum.
Það sem skilur nýsirkusinn frá
sirkus er að það er unnið með
þema og þráð eins og f leikhúsi, það er leikstjóri sem samræmir at-
riðin en ekki bara tínd til atriði héðan og þaðan úr heiminum eins og
í sirkusnum."
Kári segir að hópurinn hafi slegið í gegn árið 1996 í Svíþjóð og
Skandinavíu og í þessari heimsókn verða sýningar Cirkus Cirkör
samansafn nokkurra vinsælustu atriða hópsins. „Þetta er kallað
Atvinnulausir leikarar og aðrir áhugasamir um nýsirkus stofnuðu hópinn Cirkus Cirkör
árið 1994 og slógu í gegn í Skandinavíu tveimur árum síðar. Engin dýr eru notuð og
Kári segir þetta ekki sirkus þar sem foretdrar geti plantað börnum sinum. Nýsirkusinn
sé allt annað en Billy Smart í sjónvarpinu og fyrir breiðari aldurshóp.
Tugþúsundir komu á nám-
skeið
Stór hluti af starfsemi hópsins
er að halda námskeið í fjöl-
listabrögðum. „Þau hafa eigin-
lega rekið farandskóla, haldið
námskeið þar sem þau eru
með sýningar, og svo eru þau
með fastan nýsirkusskóla í
Stokkhólmi og eru núna að
vinna að því að það verði kom-
ið á fót norrænum nýsirkus-
skóla, sem verður staðsettur í
Málmey.“
Heimsóknin til Islands að
þessu sinni er undanfari sýn-
ingarferðar í sumar til Islands,
Grænlands og Færeyja. Hóp-
urinn fékk styrk frá Teater og
Dans i Norden og frá Nor-
ræna menningarsjóðnum til
ferðalagsins og heldur einnig
tvær námstefnur í þessari
heimsókn. Annars vegar eftir
sýninguna hjá MA í dag og
hins vegar í Norræna húsinu
kl. 16 á morgun. Fullvaxin
námskeið verða svo haldin
þegar hópurinn kemur aftur í
_________________________ sumar. „Þau hafa stundum
lent í vanda þegar þau hafa
verið að halda þessi námskeið því það hafa komið þúsundir manna. I
Stokkhólmi fyrir nokkrum árum komu tugir þúsunda á einni helgi!
Þeir hafa náð mjög til ungs fólks, m.a. ungs fólks í tjáningarvanda,
sem finnst það ekki geta tjáð sig gagnvart samtímanum. M.a.s. þeir
sem eru frekar taldir óknyttaunglingar hafa allt í einu fengið útrás
fyrir sinn kraft í gegnum svona nýsirkus," sagði Kári að lokum.
Norrænnfjöllistahóp-
ur afnýsirkusbylgj-
unni, Cirkus Cirkör,
sýnirlistirsínará
Akureyri og íReykja-
vík um helgina og
Golden Hits. Þar verður m.a.
þeirra frægasta atriði, blöðru-
atriðið þar sem maðurinn fer
inn í stóru blöðruna. Ný-
sirkusinn virkar oft agressífur
á eldra fólk en það skemmti-
lega við hann er að sýningarn-
ar eru með stórt hjarta. Það er
mjög mikil umhyggja og
mannhyggja og hlýja sem
kemur frá sviðinu."
Ljóðatónleíkar og Heine
Ljóðatónleikar
Finns Bjamason-
ar og Gerrit Schuil
íkvöld.Lög
Schumanns við
Ijóð Heines og
fleiri. Heine dag-
skrá íDeiglunni á
laugardagskvöld.
Finnur Bjarnason.
Heinrich Heine.
Arthúr Björgvin Bollason.
Finnur Bjarnason og Gerrit Schuil flytja
söngva Schumanns í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju á vegum Tónlistarfélags Akureyr-
ar í kvöld klukkan 20.30. A efnisskránni eru
söngvar eftir Robert Schumann við ljóð
Justinus Kerner og Heinrich Heine, en
Schumann var án efa mesta sönglagaskáld
tónlistarsögunanr við hlið Schuberts.
Finnur Bjarnason baritónsöngvari er ung-
ur að árum en hefur unnið til margfaldra
verðlauna fyrir ljóðasöng og komið fram sem
einsöngvari hér heima og á Englandi.
Gerrit Schuil píanóleikari hefur tekið virk-
an þátt í íslensku tónlistarlífi frá 1993 sem
píanóleikari og hljómsveitarstjóri auk þess
sem hann hefur skipulagt tónlistarhátíðir og
leikið inn á hljómplötur. Fyrir síðustu jól
kom út geisladiskur þar sem þeir Finnur og
Gerrit flytja söngljóð eftir Schumann, þau
hin sömu og þeir munu flytja á tónleikunum
í kvöld.
Heine í Deigluimi
„Djúpt á mjúkum mararbotni - Heinrich
Heine í tali og tónum"
er heiti á dagskrá sem
flutt verður í Deiglunni
í Listagilinu á Akureyri
á laugardagskvöld
klukkan 20.30.
Arthúr Björgvin
BoIIason hefur sett
saman dagskrána og
haft til fyrirmyndar
hina rómuðu Heine
dagskrá sem flutt var í
Gerðarsafni í Kópavogi
í nóvember 1997 í til-
efni af 200 ára ártíð
Heines.
Dagskráin verður
fjölbreytt og mun skiptast á söngur og lestur
á ljóðum skáldsins og völdum köflum úr
endurminningum þess. Arthúr Björgvin er í
aðalhlutverki og fer með hlutverk skáldsins
en með honum les Ólöf Ása Benediktsdóttir.
Tónlistin verður flutt af þeim Sigrúnu Örnu
Arngrímsdóttur, Sveini Arnari Sæmunds-
syni, Þuriði Baldursdóttur og Elvý Guðríði
Hreinsdóttur, sem munu syngja við undir-
Ieik Richards Simm.
Sungin verða lög við Ijóð Heines eftir
Schumann, Schubert, Mendelsohn og fleiri.
■UM HELGINA)
Páskar í Listagili
Siggi Björns verður í Deiglunni á
annan í páskum.
Gallerí Svartfugl: Sýning á
textílverkum Gerðar Guð-
mundsdóttur verður opnuð á
morgun klukkan 16.00 og
stendur til 11. apríl. Aðgang-
ur ókeypis.
Deiglan: Miðvikudaginn
31. mars verður páskadjass í
Deiglunni.
Laugardaginn 3. apríl verð-
ur opnuð myndlistarsýning
Aðalsteins Svans Sigfússonar
og Erlings Valgarðssonar.
Stendur til 11. apríl. Aðgang-
ur ókeypis.
Annar í páskum: Siggi
Björns trúbador ásamt Keith
Hopcroft frá Englandi, sem
spilar á gítar og Roy Pascal
frá Trinidad og Tobago. Létt
blanda af nýútkomnum diski
og fleiru.
Ketilhús: Málverkasýning
Gunnars Kr. Jónassonar opn-
uð laugardaginn 3. apríl
klukkan 16.00. Stendur til 5.
apríl. Aðgangur ókeypis.
Samlagið Iisthús: Kynning
í apríl: Textíllist Grétu Arn-
grímsdóttur. Opið klukkan
14.00-18.00 daglega. Lokað
skírdag, föstudaginn langa og
páskadag. Aðgangur ókeypis.
Café Karólína: Þórarinn
Blöndal. Aðgangur ókeypis.
Listasafnið á Akureyri:
Draumurinn um hreint form.
SeUóeinleikur
Sigurður
Halldórs-
son selló-
leikari
heldur
einleiks-
tónleika í
Akureyr-
arkirkju á
morgun
kl. 17.
Þar hyggst hann flytja verk
sem spanna alla öldina, með-
al annars Solitaire eftir Haf-
liða Hallgrímsson frá 1970
(endurskrifað 1991), Ego is
Emptiness eftir Svein Lúðvík
Björnsson (1997) og Sónatan
op. 8 eftir Zoltán Kodály
(1915). Einnig spilar hann
Klingende Buchstaben eftir
Alfred Schnittke frá árinu
1988 en verkið var samið í
tilefni af 40 ára afmæli Alex-
anders Ivshkins, sóló-sellista
Boshoi Ensemble í Moskvu.
Schnittke notaði þá bókstafi
úr nafni afmælisbarnsins,
sem einnig tákna nótur, til að
semja stef verksins...