Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 1
Boðar Jjjóðarsátt og hæhr Margréti Halldór Ásgrímsson þakkar Margréti Frí- mannsdóttur fyrir að „rétta sáttahönd yfir flokkssjónarmið“ í kvótamálinu og boðar sátt. „Þetta var góð ræða,“ segir Margrét. Halldór Ásgrímsson sagði við upphaf miðstjórnarfundar Fram- sóknarflokksins í gær að flokkur- inn væri „reiðubúinn að hafa for- ystu um að breyta lögum um fiskveiðistjórnun, þannig að sátt megi ríkja um þetta grundvallar- mál íslensks samfélags.11 Hann sagði stjórnarandstöðuna eiga „heiður skilinn fyrir að rétta sáttahönd yfir flokkasjónarmið og skammtímahagsmuni í þessu mikilvæga máli. Þetta á ekki síst við um Margréti Frímannsdóttur sem nú er aðaltalsmaður Sam- fylkingarinnar." Dagur leitaði álits Margrétar Frímannsdóttur á þessum og öðrum ummælum Halldórs, sem vöktu mikla athygli. „Þetta var góð ræða og í henni er tvennt sem vakti sérstaka at- hygli mína. I fyrs- ta Iagi eru það orð hans um sjáv- arútvegsmálin, þar sem er um mun meiri sátta- tón að ræða held- ur en til að mynda hjá for- sætisráðherran- um á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Þar opnaði hann á einhveijar plástursaðgerðir, sem er þó i fyrsta skipti sem Sjálf- stæðisflokkurinn opnar á eitthvað. Halldór Ásgrímsson aftur á móti viðurkennir að það ríki ekki sátt um núverandi stjórnkerfi og að það þurfi að ná sem víðtækastri sátt,“ segir Margrét. Evrópiunálin Hún segir að í raun og veru sé Halldór þarna með sama mál- flutning og fólk í Samfylking- unni hafi verið með í umræð- unni eftir kvótadóm Hæstaréttar. Hún segist fagna því sér- staklega að þetta skuli tekið nú upp með svo afgerandi hætti hjá Framsókn- arflokknum. „Hitt sem vekur athygli mína eru orð hans um stöðu íslands meðal þjóðanna og samstarf innan Evrópu. Þar var Halldór með svipaðan mál- flutning og við höfum verið með síðastliðin tvö ár, fyrst Alþýðubandalagið og síð- an Samfylkingin, um að það sé ábyrgðarlaust að vera ekki með þessi mál stöðugt í skoðun með- al þjóðarinnar. Þessum áherslu- breytingum fagna ég sérstaklega. Það vekur líka athygli að hann tekur upp málefni vímuefna- neytenda, sem hafa verið mér mjög hugstæð á undanförnum árum. Einnig ýmislegt annað sem lýtur að velferðarkerfinu. Þá hlýtur maður samt að spyrja; rík- isstjórn sem hafði 100 milljörð- um króna meira úr að spila en ríkisstjórnin sem sat kjörtímabil- ið á undan, hvers vegna er ekki búið að grípa til úrræða nú þeg- ar?“ Margrét sagðist telja að það sé meðal annars vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið tilbúinn til þess að fallast á tillögur til úrbóta. „Eg vil taka það skýrt fram að þarna kom ekki fram nýr Fram- sóknarflokkur. Þetta er gamli Framsóknarflokkurinn sem við höfum þekkt í langan tíma. Og það er enn langt í land að hægt sé að líkja Halldóri Ásgrímssyni saman við Tony Blair,“ sagði Margrét. - S.DÓR - Sjá kafla úr ræðu Halldórs á bls. 9 Verður ekki snúið viö Kári Stefánsson, forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar, telur vonlaust með öllu að taka út úr miðlægum gagnagrunni á heil- brigðissviði upplýsingar sem búið er að setja í hann. Land- læknir hefur m.a. talað um að fólk sem hætti þátttöku i gagna- grunninum eigi að geta látið eyða þeim upplýsingum um sig sem þegar hafi verið safnað, því menn eigi rétt á að skipta um skoðun. „I fyrsta lagi er vilji löggjafans andstæður þessu og í öðru lagi er bæði tæknilega og „fílósófískt" ekki hægt að taka upplýsingar úr grunninum um einstaklinga, hvorki til að henda þeim eða gera eitthvað annað. Það er mjög mikilvægt að það sé öruggt að ekki sé hægt að taka út upplýs- ingar um einstaklinga heldur bara hópa,“ segir Kári. I þriðja lagi bendir Kári á að vísindalegar niðurstöður geti eyðilagst ef forsendum þeirra er kippt út í miðju kafi. - Bi> Risasnjókarl á Ráðhústorgi á Akureyri markar upphafað hátíðarhöldunum „Halló páskar" en dagskrá undir þvi heiti hófst í gær með skemmtun í miðbænum. Börnin virtu mannvirkið fyrir sér með aðdáun og ekki var laust við virðingu hjá nokkrum þeirra. mynd brink Viðimandi að fá yfir 30% afkvæðanna „Sigur er 31-32 prósent og þar yfir. 30-32 prósent er viðunandi. Undir 30 prósentum er ekki nógu gott.“ Þetta segir Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, í ítarlegu helgarviðtali Dags um Samfylkinguna og stjórn- málaástandið. Hann segir að „ef við náum ekki upp fyrir 30 pró- sentin hafi vonir okkar, sem að Samfylkingunni standa, ekki ræst.“ Eftir helg- ina eru fimmtíu ár liðin frá því aðild Islands að Norður- Atlantshafs- bandalaginu var sam- þykkt, en tveimur árum síðar kom bandaríski herinn til lands- ins. Af því tilefni eru rifjuð upp mörg þau harðvítugu átök sem orðið hafa vegna baráttu her- stöðvaandstæðinga. Itarleg frá- sögn í máli og myndum. Páskarnir eru á næsta leiti. Ebba Sigurðar- dóttir, eigin- kona Olafs Skúlasonar, biskups, seg- ir lesendum Dags frá páskamatnum á sínu heimili. Kogga (Kolbrún Björgólfsdótt- ir) Ieirlistarmaður og Magnús Kjartansson myndlistarmaður hafa búið saman í 29 ár. Þau hafa þó aldrei farið upp að altar- inu og eru ekki á leiðinni þang- að. Hvers vegna? Þau segja frá því og mörgu fleira í viðtali við helgarblað Dags. Sjá blað 2. Afgreiddir samdægurs jt Venjulegirog - demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 WORLDWIDE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 LO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.