Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 - S FRETTIR Framtíd tónlistar- skólans í hættu Stórfelldiir atgervis- flótti blasir við í kenn- araliði Tónlistarskól- ans á Akureyri að sögn kennara vegna óá- nægju með kjaramál. Bæjarstjóri segir grunnskólasamning- inn ekki hafa neitt fordæmisgildi. Einn hæst skrifaði kennari Tón- listarskólans á Akureyri, Michael Jón Clarke, íhugar að flytjast burt frá Akureyri vegna óánægju með kjaramál og sömu sögu er að segja um ýmsa aðra kennara skól- ans. Eins og fram kom í Degi í gær eru kennarar Tónlistarskól- ans á Akureyri langþreyttir vegna lítilla viðbragða Akureyrarbæjar við kröfu þeirra um að þeir fái sömu kjarabætur og grunnskóla- kennarar fengu í fyrra. Hvorki gengur né rekur og segir Michael að mikið los sé innan skólans. Kennarar fái fjölda símhringinga þar sem mun betur launuð störf séu í boði. Skólastjórinn hefur sagt upp vegna óánægju og flyst hann úr bænum innan skamms. „Akureyrarbær felur sig alltaf á bak við það að kjarasamningar séu ekki lausir. Þeir vonast til þess að samstað- an bresti hjá okk- ur og reyna að stinga þessu til hliðar. Okkur finnst þeir hafa sýnt okkur al- gjört virðingar- leysi. Tilfinning- in er að við, kennarar Tón- listarskólans, séum óþarfir og engum til gagns,“ segir Michael Jón Clarke. Kjarasamningar voru heldur ekki lausir þegar grunnskóla- kennarar fengu sínar úrbætur í fyrra og Michael bendir á sem dæmi um þversögnina, að margir grunnskólakennarar kenni tón- mennt eða nákvæmlega sömu störf og kennarar tónlistarskól- ans. Kjörin séu hins vegar ólík, kennurum tónlistarskólans í óhag. Margir að gefast upp gefist upp og fari héðan. Það verður erfitt að halda úti fjölbreyttri starfsemi tónlistar- skólans ef við missum marga kennara og það er ekki gaman að horfa upp á þessa upplausn. Ég er búinn að starfa hér um langa hríð og hef sterkar taugar til þessa skóla. Eg neyðist samt til að hugsa minn gang og það er ekki Ioku fyrir það skotið að ég muni flytjast á brott,“ segir Mich- ael Clarke. Ekkert fordæmi Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri segist ekki geta svarað fyrir kjaranefnd, en hann segir ekkert einsdæmi að ekki hafi um samist á milli tónlistar- kennara og sveitarfélaga á Akur- eyri. Sama staða sé t.d. uppi á Akranesi og það sé Ijóst að kjara- samningar séu ekki lausir. Krist- ján Þór mótmælir því að bæjar- fulltrúar sýni ekki störfum tón- listarkennara sömu virðingu og öðrum starfshópum. Þessi mál snúist ekki um það. En af hveiju er ekki samið við tónlistarkennara á sömu nótum og samið var við grunnskólakenn- arana? „Þegar samið var við grunnskólakennarana var undir- strikað að sá samningur hefði ekkert fordæmisgildi. Bærinn hefur hafnað óskum annarra starfshópa sem sótt hafa fordæmi í grunnskólasamninginn. Þar af leiðandi er ekki hægt að semja við tónlistarskólakennara með vísan til þess fordæmis sem þeir ræða um,“ segir Kristján Þór. — bþ Ólafur Ólafsson, nýr stjórnarfor- maður ÍS. Nýr stjómarfor- maður hjá Is Olafur Olafsson, forstjóri Sam- skipa, var kjörinn í stjórn Is- lenskra sjávarafurða á aðalfundi fyrirtækisins í gær og síðan stjórnarformaður á stjórnarfundi félagsins strax að honum lokn- um. Hann tekur við stjórnar- taumunum af Hermanni Hans- syni á Hornafirði sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs ásamt Friðriki Má Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Tanga á Vopnafirði. í hans stað kemur í stjórn Knútur Hauksson, forstjóri Olíudreifingar. Afram sitja í stjórn Gunnar Birgisson, Magn- ús Gauti Gautason, Guðmundur S. Guðmundsson, Gfsli Jón- atansson og Þórólfur Gíslason. Það vakti athygli að hartnær engar umræður urðu um afkomu félagsins þrátt fyrir að það væri rekið með bullandi tapi, 668 milljónum króna, á árinu 1998, mest vegna nýrrar verksmiðju IS í Virginia í Bandaríkjunum. - GG Michael Jón Clarke, söng- og fiðlukennari: Höfum þá tilfinningu að bærinn telji okkur einskis virði. ,Það virðist engin löngun vera fyrir hendi hjá bænum til að semja við okkur nema þá ef pressan yrði eitt- hvað viðlíka og hjá grunnskóla- kennurunum í fyrra. Astandið er farið að spyijast út og með sífelld- um símhringing- um, þar sem kennarar fá ýmis gylliboð miðað við það sem þeir hafa nú, er mikil hætta á að menn Slitgigtangenið senmlega nmdið Vísindamönnimi og samstarfslæknum ís- lenskrar erfðagrein- ingar hefur tekist að staðsetja á litningi gen sem talið er valda slitgigt. „Þetta er mjög stórt skref í þá átt að finna hvað veldur slitgigt," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, í gær þegar kynntur var tímamótaá- fangi í rannsóknum á slitgigt. Vísindamönnum fyrirtækisins hefur í samstarfi við gigtarlækn- ana Þorvald Ingvarsson og Helga Jónsson tekist að staðsetja á litn- ingi genið sem talið er valda sjúkdómnum. Slitgigt er einn af algengustu sjúkdómum í liðum og getur leitt til alvarlegrar fötlunar. Þúsundir manna hér á landi þjást af slit- Fyrirtæki Kára Stefánssonar hefur náð eftirtektarverðum árangri. gigt og árlega gangast um 400 einstaklingar undir gerviliðaað- gerðir vegna hennar. Næst verður tekið til við að einangra genið og greina virkni þess og á grundvelli þeirrar þekkingar ætlar svissneska lyfja- fyrirtækið Hoffmann-La Roche, samstarfsfyrirtæki íslenskrar erfðagreiningar, að þróa tæki til að greina slitgigt og reyna að finna lyf og meðferð við henni. Kári sagði þennan áfanga ekki bara merkilegan vegna slitgigtar- innar „heldur er þetta líka í okk- ar huga dæmi um þá möguleika sem hér eru til að búa til þann skilning á flóknum erfðasjúk- dómum sem ekki hefur tekist annars staðar. Og ekki gleyma því að allir algengustu sjúkdóm- ar í okkar samfélagi eru flóknir erfðasjúkdómar þannig að í þessu felast miklir möguleikar“. I ljósi þessa árangurs ætlar Hofmann-La Roche að reiða fram áfangagreiðslu til íslenskr- ar erfðagreiningar. Kári sagðist ekki mega gefa upp hve mikið það væri en fram kom að upp- hæðin gerði gott betur en að standa undir kostnaði við slit- gigtarrannsóknina. — VJ Sex ár fyrir líkamsárás Hæstiréttur hefur dæmt síbrota- manninn Einar Sigurjónsson í 6 ára fangelsi fyrir þátttöku hans í líkamsárás á öryrkja og fleiri af- brot, en það er staðfesting á nið- urstöðu undirréttar. Tveir aðrir menn voru dæmdir fyrir líkams- árásina, en þeir áfrýjuðu ekki til Hæstaréttar. Einar var sakfelldur fyrir hús- brot, líkamsárás og fyrir að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð manns ásamt tveimur öðrum mönnum, veitt honum margs- konar áverka og skilið hann eftir bjargarlausan í íbúðinni. Akæru- valdið vildi að refsing Einars yrði þyngd, en undir það tók Hæsti- réttur ekki. Sakborningarnir í málinu veittust í sameiningu með ofbeldi að manninum og snéru hann í gólfið, spörkuðu í andlit hans og Einar batt hann með reipi á höndum og fótum og vafði lykkju um háls hans og stakk hann margsinnis með hnífi í háls og hnakka. Hlaut maður- inn m.a. fimm skurðsár á hnakka og sár á báðum hnjám, marðist og bólgnaði um vinstri þumal- fingur og liðband þar slitnaði. Einar hótaði jafnframt að drepa hann, meðan á líkamsárásinni stóð, ef hann kallaði á hjálp. Sakborningarnir létu og greipar sópa í íbúð öryrkjans og stálu fjölmörgum munum. - FÞG Besta rekstrarár VÍS frá upphafi Vátryggingafélag íslands var rekið með 311 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, en fyrir skatta nam hagnaðurinn 433 milljónum króna. A síðasta ári nam hagnaðurinn 305 milljón- um króna. Þetta er besti árang- ur félagsins frá stofnun þess. Iðgjöld hafa lækkað á árinu enda ríkir hörð samkeppni á markaðinum. Aðalfundur VÍS var haldinn á Akureyri , Eítí^tórtjón varð á árinu en í ! heild lækkuðu tjon arsms htil- ------------1------- lega miðað við fyrra ár. — GG 26 milljóna styrkrr Háskólasjóðs Háskólasjóður úthlutaði 26,5 milljóna króna styrkjum á síðasta ári, en tekjur sjóðsins eru einkum sóknargjöld fólks utan trúflokka, próf- gjöld og gjafir. Styrkjunum er ætlað að efla menningarstarfsemi inn- an Háskólans, en einnig er heimilt að leita til sjóðsins vegna óvæntra fjárþarfa skólans. Hæstu einstöku styrkirnir 1998 runnu til Hollvinasamtaka skólans (4 milljónir), Styrktarsjóðs HÍ (3,5 milljónir) og Kennslumálasjóðs (3,1 milljón). Þá má nefna að styrkt voru verkefni á borð við stærð- fræðikeppni framhaldsskólanna, Olympíuleikana í eðlisfræði, Há- skólakórinn, þing kennara í kynjafræðum, málþing um heimspeki Brynjólfs Bjarnasonar og Félag guðfræðinema fékk 90 þúsund króna ferðastyrk. — FÞG Tvö prestsembætti laus Biskup Islands hefur auglýst embætti sókn- arprests í Akureyrarprestakalli laust til um- sjónar. Sr. Birgir Snæbjörnsson, sem skip- aður var sóknarprestur í kallinu árið 1960, lætur af störfum þann 1. september, en um síðustu áramót lét Birgir af embætti pró- fasts í Eyjafjarðarprófastdæmi sem hann hafði gegnt síðan 1986. Umsóknarfrestur um þetta embætti er til 1. maí næstkom- andi. Þá er jafnframt auglýst laust til umsókn- ar embætti héraðsprests í Reykjavíkurpró- fastdæmi eystra. Þriggja ára skipunartími sr. Sigurjóns Arna Eyjólfssonar rennur út þann 1. apríl næstkomandi. — SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.