Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 6
6 - LAVGARDAGUR 2 7. MARS 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 KR. Á MÁNUÐi Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (reykjavíK) Vísindasigur í fyrsta lagi I gær tilkynnti Islensk erfðagreining og læknarnir Þorvaldur Ingvarsson og Helgi Jónsson um áfangasigur í viðvarandi bar- áttu mannkyns gegn sjúkdómum. Tekist hefur að staðsetja gen á litningi sem veldur slitgigt og mun þetta stórauka líkurnar á því að hægt sé að finna lyf við slitgigt og jafnvel lækna sjúk- dóminn. Þau markmið munu þó enn ekki innan seilingar þó þessi nýja uppgvötun veki miklar vonir. Þó öll skref séu mikil- væg í erfiðri göngu geta sum verið mikilvægari en önnur. Þetta mun vera eitt slíkt. Það er því full ástæða til hamingjuóska og fagnaðar. í öðru lagi Vegna þess að vísindapólitíkin í landinu hefur hitnað mikið síð- ustu misserin, einkum fyrir tilstuðlan Islenskrar erfðagreining- ar, er rétt að halda nokkrum grundvallaratriðum til skila. Þeir sigrar sem hér er verið að tala um hafa unnist án hins umdeilda gagnagrunns. Hann er enn ekki kominn í gangið. Það minnir á tvennt. Annars vegar að Islensk erfðagreining og samstarfs- menn hennar standa í stórmerkilegum rannsóknarstarfi óháð gagnagrunninum umdeilda. Hins vegar að hinn miðlægi gangagrunnur er síður en svo forsenda fyrir vel heppnuðu rannsóknarstarfi. í þriðja lagi Sigur gærdagsins, sem ber í skauti sér vonir morgundagsins, mun kasta verðskulduðum frægðarljóma á íslenska erfðagrein- ingu og á þá lækna sem þarna voru að vinna. Það er hið besta mál. Hins vegar er varasamt að yfirfæra þann frægðarljóma sjálfkrafa á umræðuna um miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Það er einfaldlega annað mál. Hins vegar væri eðlilegra að þessi frægðarljómi yfirfærðist að einhverju leyti a.m.k. á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem annar læknanna er lækningaforstjóri. Það minnir á, að þar eru menn að vinna störf á heimsmælikvarða og hlutirnir gerast víðar en á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík eða í útlöndum. Birgir Guðmundsson Rassglímutök Þegar Garri var lítill þá safnaði hann frímerkjum eins og Iög gerðu ráð fyrir með unga drengi fyrir tíma sjónvarps og tölvu- leikja. Uppáhaldsfrímerki Garra var „glímufrímerkið". A því var mynd af fræknum glímumönnum og var annar að Ieggja hinn á afskaplega krteis- Iega útfærðu bragði, að öllum líkindum sniðglímu á lofti. Neðst á frímerkinu var prentuð þessi yfirlýs- ing: „Góð íþrótt - GuIIi betri.“ I mörg ár stóð Garri í þeirri mein- ingu að þarna væri í raun verið að upp- lýsa frímerkja- safnara um úrslit glímunnar, það er að ann- ar glímumað- urinn héti Guðlaugur, kallaður Gulli, og hann væri að Ieggja andstæðing sinn á myndinni. Þjóðleg hreinstefna A síðustu áratugum hefur ís- lenska glíman verið síðasta vígi háttprýði, heiðarleika og drengilegrar framkomu í heimi íþróttanna þar sem ótugtar- skapur og ofbeldi hefur farið vaxandi í flestum greinum eins og allir vita. Á meðan þessi ruddaskapur hefur viðgengist á flestum sviðum íþróttanna, hafa glímumenn ávallt haldið sig á mottunni, stigið, tekist á af drengskap en festu og tekist f hendur af fullri vinsemd að glímu lokinni (sem Sigtryggur vann að sjálfsögðu). Þannig hefur þetta verið alla þessa öld. Glímumenn hafa allir verið drengir góðir og sómasveinar eins lesa má um í íslands- kappatali Lárusar Salómons- sonar sem m.a. kvað svo um Sigurjón Pétursson, Grettis- beltishafa 1910-1913: Bragðmargur brá og sótti, byltan fór engum leynt. Almælt samt öllum þótti átak hans mjúkt og hreint. Og: Mikilhæfur og merkur maður í hverri grein, fríður, stæltur og sterkur; stefnan þjóðleg og hrein. Krosstré En svo bregð- ast krosstré sem önnur og ofbeldið ryður sér allstaðar til rúms, jafnvel inn í hin helgu vé glímunnar. Því á dögun- um gerðist sá fáheyrði at- burður að glímumaður missti stjórn á skapi sínu og gaf dómara gríðarlegt drag í aftur- endann eða öllu heldur í ofan- og aftanvert lærið, svo við séum nú alveg nákvæmir í anatómí- unni. Gjörvallur glímurheimurinn leikur á reiðiskjálfi yfir þessum tíðindum, enda enginn for- dæmi fyrir slíkri hegðan í sögu glímunnar hér á Iandi. Hér var sem sé fram komið nýtt og heldur óvelkomið bragð f fjöl- breytt safn íslenskra glímu- bragða, nefnilega „hægri ristar drag í vinstri þjóhnapp." Og í fyrsta skipti í sögu glímunnar er nú hægt að nota máltækið sem hingað til hefur eingöngu þótt viðeigandi að brúka í yfirfærði merkingu í flestum þáttum mannlegra samskipta öðrum en glímunni: „Ragur er sá sem við rassinn glímir.“ GARRl ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON SKRIFAR Harðstjónun refsað? Úrskurður æðsta dómsstóls Breta í máli gamla harðstjórans í Chile, Augusto Pinochets, er að einu leyti merkilegur. Hann er vísbending um að það kunni fljótlega að vera Iiðin tíð í hinum vestræna heimi að einræðisherr- ar séu friðhelgir. Á tímum kalda stríðsins hefði dómur af því tagi sem lávarða- deildin breska felldi í Pinochet- málinu verið óhugsandi. Þá eins og nú héldu harðstjórar og ein- ræðisherrar víða völdum í skjóli stórvelda með því að beita her og leynilögreglu gegn óbreyttum borgurum og pólitískum and- stæðingum. Margir þeirra nutu líka verndar stórveldanna eftir að þeir höfðu hrökklast úr landi. Dæmigerður fyrir slíka þrjóta var íjöldamorðinginn og mannætan Bokassa, sem mergsaug þjóð sína í Afríku um langt árabil en eyddi síðan elliárunum í vellyst- ingum í Frakklandi. Tvöfeldni Stórveldin áttu marga slíka skjól- stæðinga sem þau héldu verndar- hendi yfir. Lýð- ræðisríkin voru auðvitað gagnrýnd sértaklega fyrir slíkan tvískinn- ung; að boða opin- berlega verndun frelsis, lýðræðis og mannréttinda en styðja í reynd hina verstu harðstjóra og jafnvel hjálpa þeim við grimmd- arverkin, eins og dæmin sanna. Fleyg voru um- mæli eins Banda- ríkjamanns af slíku tilefni, er hann sagði efnislega um einn harðstjórann; við vitum að hann er skepna, en hann er okkar skepna! Henry Kissinger, utan- ríkisráðherra Nixons, varð í margra augum táknmynd slíkrar pólitískrar tvö- feldni, enda eng- inn honum fremri í makkíavellískri utanríkisstefnu. Erfið spuming Ekkert Iiggur fyrir um það ennþá hvort Pinochet verður nokkru sinni dreginn fyrir rétt vegna glæpa sinna í Chile. Hitt er Ijóst að smám saman er að verða gleðileg hugarfars- breyting hjá leið- togum vestrænna ríkja. Spurningin er aðeins hversu langt hún gengur. I stríði vesturlanda við Saddam Hussein og Slóbodan Milosevic hefur mörgum þótt sérkennilegt að heyra talsmenn vestrænna ríkja sverja af sér áhuga á að ráða þessa harðstjóra af dögum. Samt leggja þessir leiðtogar alltaf mikla áherslu á það í boðskap sínum - til dæmis Bill Clinton nú síðast í ávarpi sínu til Serba - að það séu ein- mitt þessir tilteknu einstaklingar sem beri alla ábyrgð á hörmung- unum. Afstaðan til harðstjórans er í senn pólitísk og siðferðisleg. Það erfíða val, sem sérhver maður stendur frammi fyrir, kristallast einna helst í eftirfarandi spurn- ingu: Hefði verið réttlætanlegt að ráða Adolf Hitler af dögum til að bjarga mannkyninu frá hörm- ungum síðari heimsstyrjaldar- innar? Sá sem er reiðubúinn að svara slíkri spurningu neitandi er um leið að meta líf eins harðstjóra meira en líf þeirra tugmilljóna sem féllu í valinn. Pinochet: verða harðstjórar ekki lengur friðhelgir? -Dmpr snSS svaurad Hvada vísbendingar gef- ur ný skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar? (Sjálfstæðisfl. = 41,3%, Fram- sóknarfl.= 16,3%, Samfylking = 33,S%, = VG 6,3% ogFrjáls- lyndifl. = 2,S%.) Margrét Frímannsdóttir tálsmaðurSamfylkingarimiar. „Hún gefur mér sömu vísbend- ingar og aðrar kannanir sem hafa birst að undanförnu. Samfylkingin nýtur vaxandi fylgis í þjóðfélaginu. Nú erum við að fara af stað með okkar kosn- ingabaráttu og erum að kynna stefnuskrá og því á ég von á því að fylgið fari upp á við frekar en hitt. Fólk vill breytingar, styrkja vel- ferðarkerfið og jafna kjör.“ Ámi M. Mathiesen þingmaðurSjálfstæðisflokks. „Þetta gefur vís- bendingu um kosningaúrslit. Miðað við könn- un Félagsvís- indastofnunar sem birist á svip- uðum tíma fyrir kosningar 1995 urðu ekki miklar breytingar frá henni og til kosn- inga. Fijálslyndi flokkurinn nær ekki fótfestu skv. þessari könnun og öðrum, en það gerir Vinstri- hreyfíng - græn framboð. Það sem gerir stöðu VG í þessari könnun athyglisverða er að það er með meira fylgi í Reykjavík en úti á landi, en í fyrri könnunum hefur þessu verið öfugt farið. Sennileg skýringin er sjálfsagt að hér gjaldi Samfylkingin tvískinnungs í utan- ríkismálum. Framsókn sækir sig úti á Iandi, en þann flokk tel ég vera Iíklegan til að sýna breyting- ar á næstunni frá þessari könn- ísólfur Gylfi Pálmason þingmaðurFramsóknatflokks. „Ef þetta væru kosningaúrslit væri ég auðvitað óánægður með hlut míns flokks. Skoðanakönnun sem þessi hleypir krafti í kinnar okkar framsóknarmanna og þar bendum við á öll þau góðu mál sem við höfum staðið að í ríkis- stjórn. 70% þjóðarinnar vilja hafa Framsóknarflokkinn áfram í ríkis- stjórn og til þess að svo megi verða þarf fólk auðvitað að kjósa flokkinn.*' Ögmundur Jónasson þingmaðuróháðra. „Fylgið vex með hækkandi sól. Eg hef þá trú að ef okkur tekst það ætlunarverk okk- ar að fá fram málefnalega um- ræðu um þá stefnu sem stjórnmálaflokkar standa fyrir munum við f Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði njóta góðs af. Lýðræðinu í land- inu er mikilvægt að slík umræða verði ekki kæfð með auglýsinga- skrumi. Við höfum trausta og ígrundaða stefnu og gott fólk sem ber hana uppi. Eg er bjartsýnn á framhaldið."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.