Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL Það eru heilu fyrirtækin sem sérhæfa sig í að safna persónuupplýsingum til að selja. með nokkurs konar sjónvarpsvél- um, sem komið var fyrir hvar- vetna þar sem einstaklingurinn fór um. Hann var undir stöðugri gæslu og var líf hans ekki annað en fangelsisvist, þar sem fylgst var með öllum hans gerðum og athöfnum. Þetta var þá hroll- vekja framtíðarinnar. Spádómurinn reyndist ekki allskostar réttur, því það er ekki ríkið sem er hið alsjáandi auga, sem fylgist með hverri persónu, heldur alþjóðlegt og stjórnlítið kerfi, sem einstaklingarnir gefa sig sjálfviljugir á vald. Enda er það freistandi, því Netið hefur gjörbreytt tölvuheiminum og gert hann að nokkurs konar einkaeign hundruða milljóna manna vítt um veröld, sem sækja í hann upplýsingar og fræðslu á flestum sviðum þekkingarinnar. Þar er líka að finna sora, sem fæstir þykjast vilja vita af og aug- lýsingaöldin lætur sitt ekki eftir liggja, að leggja undir sig þetta undratæki. En þeir sem af ýmsum ástæð- um setja persónuupplýsingar inn á Netið eru berskjaldaðir iýrir að hægt er að rannsaka sálir þeirra og Iíkama, hjörtun og nýrun og allt það, ef einhverjir sjá sér hag í þvf. Kennitölur, krítarkorta- númer, heimilisföng, skóstærð, prófgráður, bókasmekkur og hvert ferðast er og sitthvað fleira getur veitt miklu nákvæmri upp- lýsingar um viðkomandi, en hann veit um sig sjálfur. Það er þegar orðinn arðbær at- vinnuvegur vestur í Ameríku og áreiðanlega víðar, að safna upp- lýsingum sem þessum, samkeyra í gagnagrunna og selja. Einka- tölvan og Netið eru svo til alveg nýtt af nálinni og eiga eftir að þróast mikið enn. En menn hafa verið og eru grunlausir um að þeir sækja ekki aðeins upplýs- ingu í tölvuna sína, heldur veita þeir einnig, viljandi eða óvilj- andi, meiri upplýsingar um sjálfa Per s ónuupplýsingar eru eins og opinbók Öldur rísa hátt þegar fjallað er um gagnagrunn á sviði heilbrigð- ismála og einkaleyfi Islenskrar erfðagreiningar á samtengingum ættfræði og heilbrigðisskýrslna og hvaðeina sem að þessum mál- um lýtur. Undirrituðum fer sem sjálfsagt fleirum að ruglast í rím- inu þegar lærðir menn á öllum þeim mörgu sviðum sem umræð- unni tengjst bera saman bækur sínar og komast að þveröfugum niðurstöðum. Satt best að segja er umræðan ekki sérlega upp- Iýsandi fyrir þann almúga sem enn á þá kroppa sem verið er að deila um og eru af ættum sem rekja má í kirkjubókum. Ymist er látið eins og að menn séu að selja úr sér sálina og jafn- vel sálir forfeðra og afkomenda í kaupbæti, eða að engu skipti hvar upplýsingar um erfðavísa og sjúkrasögur Iiggja. Samt sýnast allir á einu máli um að allar þessar upplýsingar séu óborgan- leg dýrmæti. En það er á fleiri sviðum sem upplýsingar og upplýsingakerfi eru verðmæti og ekki síst per- sónuupplýsingar. Þær er hægt að fá og nóta með ýmsum hætti. I síðasta tölublaði Newsweek er grein um hvernig hægt er að ná persónuupplýsingum á Netinu um einstaklinga og samkeyra og jafnvel selja. Með einföldu dæmi er sýnt fram á að hægt er að fá heildarmynd af einstaklingi, aldri, útliti, smekk, siðum, venj- um, skuldastöðu, hvort hann hefur einhvern tímann lent í vanskilum og fleira og fleira, að- eins ef sá sami er farinn að versla gegnum Netið. Mikill áróður er rekinn fyrir því að öll verslun og viðskipi fari fram um Netið, og er sú þróun komin talsvert áleiðis. Venjuleg verslunarviðskipti eru ekki dulkóðuð, né fjölmargt annað sem um Netið fer og jafnvel þótt svo sé eru slyngir og óprúttnir kunnáttumenn seigir að komast inn í flest það sem þá Iystir. Sé haldið áfram með verslun- arviðskiptin, þá er vel mögulegt að ná ótrúlega miklum upplýs- ingum um einstaklinga sem nota Netið með því að samkeyra það sem þeir láta fara frá sér og upp- lýsinga sem krafist er af við- komandi fyrirtækjum. Svona upplýsingar kaupa svo önnur fyr- irtæki og nota til að koma sinni vöru eða þjónustu á framfæri, t.d. með því að senda auglýsinga- flóð inn á heimsíðu viðkomandi eða hafa samband við hann með öðrum hætti. Þetta er kannski tiltölulega saldaust dæmi um þær persónu- upplýsingar sem safnað er á Net- inu, en sýna á einfaldan hátt hvernig upplýsingum er safnað, þær samkeyrðar og eru þar með orðnar verslunarvara. Einkalif til sölu Söfnun persónuupplýsinga fer fram með ýmsum hætti. Það er til dæmis hægt að safna saman öllum þeim atriðum sem smellt er á hjá þeim sem vafra um Net- ið. Með samkeyrslu koma í ljós öll hans áhugamál og hægt er að gera sér grein fyrir persónuleika hans, veikleika og/eða þekking- arþorsta, á hvaða sviðum og hvað hann kærir sig ekkert um að vita. Það eru heilu fyrirtækin sem sérhæfa sig í að safna persónu- upplýsingum til að selja. Kaup- endur eru af ýmsum toga, sem og tilgangurínn með kaupum á vitneskjunni. Margt af þessu er ólöglegt, annað á gráu svæði laga og réttar og sumt tiltölulega sak- laust og lítið við því að segja. Netið er allra eign og allra gagn og eru kostir þess ótvíræðir. En það leikur lausum hala og hefur reynst erfitt að koma yfir það brúklegri löggjöf, enda á það sér hvorki landamæri né lögþing. I ljós hefur komið hve menn eru grandalausir að setja ýmsar upplýsingar um eigin persónu og hag inn á Netið og kemur senni- legast sjaldnast að sök. Hins veg- ar hefur verið sýnt fram á hvílík- ur viðsjálsgripur Netið er þegar gagnagrunnar eru samkeyrðir í því skyni að safna sama sem mestum persónuupplýsingum. Þá fer að fara Iítið iyrir friðhelgi einkalífsins. Alsjáandi kerfi Það fer að verða Iúin þula að vitna í bók Orwells, 1984, um hið alsjáandi auga Stóra bróður. Þegar bókin var skrifuð var fram- tíðarsýn höfundar sú, að ríkið fylgdist með sérhveijum þegn sig en þeir kæra sig um, ef þeir vissu hvernig í pottinn er búið. Um hvað er rifist? Þrætumálin sem hér hafa staðið um gagnagrunnsmálið á sviði heilbrigðismála og öll þau félög og samtök sem að þeim standa eru kannski ekki annað en deilur um keisarans skegg þegar upp er staðið. Ef til vill verður ekki liðið langt fram á næstu öld þegar menn skilja um hvað var eigin- lega verið að rífast og hvers vegna. Af hverju er það nánast sálu- hjálparatriði, að ekki verði keyrð saman sjúkrasögur og ættar- tengsl og hvernig lítur nafnalaus ættfræði út? Við erum á hraðferð inn í tölvuheim, þar sem snill- ingar munu dulkóða og aðrir snillingar brjótast inn í lokuð kerfi og svo geta þeir dulkóðað hver ofan í annan á víxl. En málið er það, að þegar í dag gefa menn gífurlega miklar per- sónulegar upplýsingar um sjálfa sig inn í tölvukerfin án þess að varast að hægt er að safna þeim saman f gagnagrunna og nota í góðum, illum eða meinlausum tilgangi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.