Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 9
8 -LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 X^IIT LAVGARDAGUR 27. M A R S 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING ro^tr FRÉTTIR 60.000 slasast á ári Auknar tóhaksvarnir, slysavamir og krabba- memsvamir veröa for- gaugsverkefni nýrrar heilbrigdisáætlunar til ársins 2005 ásamt bættu heilsufari aldr- aðra og bama og fækk- un sjálfsvíga og dauðs- falla vegna kransæða- sjúkdóma meðal 25- 75 ára. Reykingar eru meginorsök næst- um fimmtungs allra dauðsfalla í landinu, eða 350-380 á ári. Um þriðjungur þjóðarinnar fær krabbamein á lífsleiðinni. Um 50.000 íslendingar þjást af geð- truflun á hverjum tíma. Um 60.000 slys verða árlega á ís- landi. Að óbreyttu er ekki búist við frekari fækkun dauðsfalla vegna kransæðasjúkdóma næstu árin vegna þess að hækkandi ald- ur þjóðarinnar vegur jafn þungt lægri áhættu. Aætlað er að Is- lendingum 85 ára og eldri Ijölgi um 45% á árunum 1995-2010. Líkur á langvinnum sjúkdómum eru næstum 50% meiri meðal barna ef faðir þeirra hefur aðeins lokið grunnskólaprófi heldur en þeirra sem eiga háskólamenntaða feður. Sjö forgangsverkefni Þetta eru nokkrar þeirra athyglis- verðu upplýsinga sem koma fram í drögum að nýrri heilbrigðisáætl- un sem Iögð var fram til kynning- ará heilbrigðisþingi 1999. Byggj- ast þau á vinnu nefndar um end- urskoðun þeirrar heilbrigðisáætl- unar sem gilt hefur frá árinu 1991. Meginviðfangsefnið í nýrri áætlun verður þjónusta heilbrigð- iskerfisins, þar sem meiri og örari breytingar eiga sér nú stað en nokkru sinni fyrr. Við endurskoð- unina hefur annars vegar verið tekið mið af áætlunum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um „heilbrigði allra" og áætlunum annarra ríkja og hins vegar stefnumótun og úttektum á íjölmörgum þáttum heilbrigðis- mála hér á landi. En í aðra rönd- ina hlýtur heilbrigðisáætlun jafn- an að vera eins konar drauma- smiðja. Sjö forgangsverkefnum er lýst í byijun nýju íslensku áætl- unarinnar. Reyklngar drepa 50% reyk- ingamaima Tóbaksvamir eru efstar á blaði, og vitnað til upplýsinga WHO að tóbak eitt og sér sé þýðingar- mesta orsök slæmrar heilsu Evr- ópubúa. Um 50% reykingamanna muni deyja úr reykingasjúkdóm- um, helmingur þeirra á miðjum aldri en hinir á efri árum. Ríflega fjórðungur 16 ára unglinga reykti daglega 1986, næstum helmingi færri (14%) árið 1990, en þeim fjölgaði aftur í 22% og 21% á ár- unum 1994-1997. Draumamark- miðið er að árið 2005 púi aðeins 5% þessa aldurshóps. Og að dag- legum reykingamönnum 18-70 ára fækki úr 30% niður í 20% fyr- ir 2005. Sjúkdómaskrár staðfesta m.a. verulega aukningu í lang- vinnri berkjubólgu og iungna- þembu, sem skýrir m.a. síhækk- andi dánartíðni í ákveðnum ald- urshópum kvenna undanfarna áratugi. Og skaðsemi reykinga er þeim mun meiri sem byrjað er fyrr. 60.000 slasast á ári Slysavarnir eru í öðru sæti. Ar- lega verða um 60.000 slys sem svara til þess að næstum fjórð- ungur Iandsmanna slasist, og helmingur þeirra þarf á eftirmeð- ferð að halda. Og kostnaðurinn er gríðarlegur. SlysadauðsföIIum hefur þó verið að fækka; úr 52 körlum af 100.000 árin 1981-85 niður i 42 áratug síðar og mark- miðið er 32 árið 2005. Dauðaslys á konum eru meira en helmingi færri. Islenskt markmið er að fækka slysum um Ijórðung til 2005. Baráttuaðferðirnar verða m.a. harðari barátta gegn hrað- og ölvunarakstri, bætt öku- kennsla og auknar slysavarnir. í Evrópu allri eru yfir 500.000 dauðsföll á ári rakin til slysa og ofbeldis, sem eru þar meðal helstu dánarorsaka. Afengisneysla er helsti áhættuþáttur allra teg- unda ofbeldis og slysa. En slæm félagsleg og efnaleg staða, óör- uggt umhverfi og mikið atvinnu- leysi eiga Iíka stóran þátt. Talið er að 20% kvenna verði fyrir ein- hvers konar ofbeldi á Iífsleiðinni. Evrópumet kvenna í lungna- þembu Þriðja markmiðið er fækka um 20% og 10% þeim körlum og kon- um sem hjarta- og æðasjúkdómar draga til dauða og að tíðni heila- blóðfalla minnki um þriðjung. A fyrri hluta níunda áratugarins dóu árlega um 330 af hverjum 100.000 körlum af þessum or- sökum, um 200 áratug síðar og markmiðið er um 160 árið 2005. Leiðirnar eru fræðsla um áhættu- þætti og mikilvægi reglubundins eftirlits með þeim og aðgerðir sem hvetja til heilbrigðari lífs- hátta. Dauðsföll meðal kvenna eru meira en helmingi færri. Rúmlega 60% allra dauðsfalla á Islandi eru af völdum langvinnra sjúkdóma svo sem hjarta- og æða- sjúkdóma og krabbameina. Dán- artíðni íslenskra kvenna vegna Iangvinns lungnakvefs, lungna- þembu, astma og am.arra öndun- arfærasjúkdóma er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Krabbinn leggux fleiri konur aö velli Krabbameinsvarnir eru 4. for- gangsverkefnið. Tíðni krabba- meins fer vaxandi upp að vissum aldri. Um þriðjungur þjóðarinnar fær krabbamein á lífsleiðinni og næri Ijórðungur deyr af völdum þess. Af hverjum 100.000 körlum yngri en 75 ára hefur krabbi lagt að velli um 104-108 á ári frá því um 1980. Dauðsföllum meðal kvenna hefur hins vegar farið Ijölgandi svo þær eru nú orðnar heldur fleiri en karlar. Markmiðið er að fækka fórnarlömbum krabbans um 10%, með skipu- lagðri krabbameinsleit og fræðslu á öllum sviðum. Að óbreyttu er ekki búist við frekari fækkun dauðsfalla vegna kransæðasjúkdóma næstu árin vegna þess að hækkandi aidur þjóðarinnar vegur jafn þungt lægri áhættu. Áætiað er að ísiendingum 85 ára og eldri fjöigi um 45% á árunum 1995-2010. Um 50.000 geðtruflaðir á hverjum tíma Að gera Islendinga heilbrigðari á geði er 5. forgangsverkefnið. „Þessir sjúkdómar valda senni- lega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdómaflokkar," segir í áætlun- inni. Geðraskanir eru orsökin fyr- ir meira en Qórðungi allrar ör- orku í landinu. Aætlað er að 22%, eða um 50.000 Islendingar 5 ára og eldri, þjáist af einhvers konar geðtruflunum á hverjum tíma. Af þeim sem veikjast fá aðeins 10- 30% viðunandi meðferð. Sjálfs- vígum ungra karla hefur fjölgað. Á árunum 1991-95 féllu 60 karl- ar og 8 konur yngri en 35 ára fyr- ir eigin hendi. Meginmarkmiðið er fjórðungs fækkun sjálfsvíga í þessum aldurshóp og 10% fækk- un geðraskana. Helstu leiðirnar eru: Auknar skráningar, auðveld- ari aðgangur að heilbrigðisþjón- ustu, bætt menntun og marghátt- uð fræðsla. Lengra dauðastríð „Dánarorsakir aldraðra hafa ekki breyst mikið en í stað þess að andlát beri brátt að kemur það oftast í stað langvinnra veikinda. Einnig leiða ýmsir sjúkdómar ell- innar til fötlunar og skertra lífs- gæða, t.d. heilabilun og bein- þynning,“ segir í skýrslunni. Áætlað er að Islendingum fjölgi um 11% frá 1995 til 2021. Fólki 65 ára og eldri fjölgi hlutfallslega tvöfalt meira og 85 ára og eldri um 45% á sama tíma. En aldrað- if eru í 6. sæti forgangslistans í nýrri heilbrigðisáætlun. Aðalmarkmiðin eru: Að yfir 70% áttræðra og eldri verði svo heilsugóðir að þeir geti búið heima með viðeigandi stuðningi, í stað 65% á síðustu árum. Að fækka mjaðma- og hryggbrotum hlutfallslega um fjórðung. Að bið eftir hjúkrunarrými styttist í 90 daga að hámarki. Til að nálgast þessi markmið þurfi heilbrigðis- þjónustan að Ieggja aukna áherslu bætt líkamlegt atgervi aldraðra og færni og aukið fram- boð á dagvistun og skammtíma- innlagnir. Bæta aðstæður til hreyfingar og Iíkamsræktar og auka áherslu á aðgerðir og hjálp- artæki til að varðveita sjón, heyrn og göngufærni. Síðast en ekki síst sé mikilvægt að þróa og samhæfa allt þjónustunet aldraðra; heimil- ishjálp, heimahjúkrun, öldrunar- lækningar og stofnanavist þ.m.t. dagvistun. Háskólapabbar eiga hraust- ariböm Börnin eru 7. forgangsverkefnið. Aðalmarkmiðin eru að jafna þann mikla mun sem er á heilsufari barna eftir þjóðfélagsstöðu for- eldra og margfalda geðheilbrigð- isþjónustu við börn og unglinga. Leiðirnar að þessum markmiðum eru: Stuðningur við fjölskyldur sem búa við Iægri þjóðfélags- stöðu, heilsuefling í skólum, fleiri úrræði í geðheilbrigðisþjónustu barna og aukin tengsl hennar við heilsugæsluna. Fulluægmg allra óska ómöguleg Auk þessara 7 afmörkuðu for- gangsverkefna mynda þau 21 markmið sem er að finna í Evr- ópuáætlun WHO megingrunn ís- lensku heilbrigðisáætlunarinnar. Við framkvæmd hennar er verið að taka mið af því að bilið milli fjárhagslegrar og tæknilegrar getu heilbrigðisþjónustunnar aukist sí- fellt. Ekki er því mögulegt að full- nægja öllum þörfum eða óskum, því fjármagn, mannafli, tími, að- staða eða tækni muni einfaldlega ekki nægja til þess að verða við allri eftirspurn. Heilsa kvenna versnar - karla batnar Sérstaka athygli vekur að heilsu- far íslenskra kvenna versnar eða stendur í stað á sama tíma og heilsufar karlanna batnar. Til dæmis hefur meðalævi kvenna (80,4 ár) aðeins lengst um eitt ár síðasta aldarQórðunginn á meðan karlar hafa bætt við sig fimm árum (nú 77). Heilsufar á Islandi er eigi að síður sagt sambærilegt við það sem best þekkist meðal þjóða. Blikur kunna þó að vera á lofti. Skýrslur WHO sýna að smitsjúkdómar eru nú helsta or- sök þess að fólk deyr fyrir aldur fram. Því kunni svo að fara að út- breiðsla nýrra smitsjúkdóma og annarra sem koma fram á ný muni skekkja þá jákvæðu fram- tíðarímynd sem gjarnan sé dregin upp af heilsufari á Islandi. Þá hefur komið í Ijós að næmir sjúk- dómar kunni að eiga ríkan þátt í ýmsum viðvarandi sjúkdómum svo sem krabbameini, magasár- um og kransgeðasjúkdómum sem talið var að ættu aðrar örsakir. Fleiri vélmenni Framtíðarsýnin er ennþá stórstígari þróun á sviði heilbrigðistækni og í lækningatækjum. Notkun örvéla og tölvustýrðra véla og vélmenna muni í vaxandi mæli leysa hefðbundnar skurðlækningar af hólmi. Ný hljóm- bylgjumeðferð, notkun lasers og raf- og segulsviðs ryðji sér til rúms á ýmsum sviðum. Enn fremur á sér stað þróun í rauntíma, myndagerð, þvívíddarsamsetningu mynda, mæl- ingum, gerð gervilíffæra og stuðn- ingstækja lífærra og fjölda annarra nýjunga. Jafnframt megi vænta nýrra, dýrari og fullkomnari lyfja á markaðinn. Kostnaóur sjúMinga vex Skoðanir eru þó skiptar um kostn- aðarþróun heilbrigðisþjónustunnar næstu áratugi, en skipting hans muni breytast. Kostnaður verði í ríkara mæli bundinn við aðgerðirnar sjálfar fremur en legu á sjúkrastofn- unum. Hluti sjúklinga af aðgerðum án innlagnar muni vaxa. Innan fárra ára verði vart um að ræða nema nokkur fjölgreinasjúkra- hús. Háskólasjúkrahús verði mið- stöðvar hátækni- og sérfræðiþjón- ustu sem aðrar heilbrigðisstofnanir tengist gegnum starfstengsl, sam- hæfingu í rekstri og fjarlækningar. Heilsugæslan verði áfram grunnur heilbrigðisþjónustunnar og þá grunnþjónustu verði að tryggja sem víðast. HEIÐUR HELGA- DÓTTIR SKRIFAR Frá miðstjórnarfundi framsóknarmanna í Kópavogi í gær. Boðar þjóðarsátt um stj ðm fískveiða Framsóknarflokkur- inn er „reidubúinn að hafa forystu um að breyta lögum um fisk- veiðistjómun, þannig að sátt megi ríkja um þetta gnmdvallarmál íslensks samfélags,“ segir Halldór Ás- grímsson. Lög um fiskveiðistjórnun þurfa að skila hámarksarði til samfé- lagsins sem á auðlindina, en þau verða einnig „að vera í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar," sagði Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni við upphaf miðstjórn- arfundar flokksins síðdegis í gær. I þeim kafla ræðunnar sem fjallaði um sjávarútvegsmálin sagði formaðurinn að Iíkja mætti kvótakerfinu við Iyf sem sjávarút- veginum var gefið á sínum tíma þegar í óefni stefndi. Það væri enginn vafi „að Iyfið hefur haft mikil og góð áhrif. Hins vegar er augljóst að eins og önnur Iyf hef- ur þetta haft nokkrar óþægilegar aukaverkanir sem finna þarf ráð við.“ Hann lýsti Framsóknarflokk- inn „reiðubúinn að hafa forystu um að breyta lögum um fisk- veiðistjórnun, þannig að sátt megi ríkja um þetta grundvallar- mál íslensks samfélags." I ræðunni þakkaði hann sér- staklega framlag Margrétar Frí- mannsdóttur til sátta í þessu máli: „Tillaga stjórnarandstöðunnar um auðlindanefnd, sem ég fyrst- ur manna í stjórnarliðinu lýsti stuðningi við, var mikilvæg sátta- tilraun í sjávarútvegsmálum. Eg bind vonir við að á tillögum nefndarinnar megi reisa þjóðar- sátt til langrar framtíðar um fisk- veiðistjórnun okkar. Stjórnarandstaðan sem flutti tillöguna á heiður skilinn fyrir að rétta sáttahönd yfir flokkssjónar- mið og pólitíska skammtíma- hagsmuni í þessu mikilvæga máli. Þetta á ekki sfst við um Margréti Frímannsdóttur, sem nú er aðaltalsmaður Samfylking- arinnar." Menntamál í fyrirrúmi „Framfarir sérhverrar þjóðar byggja á háu menntastigi hennar. Með þvf er átt við að nýta mannauðinn - hugvitið - til þess að bæta umhverfi mannsins, hvort heldur er í atvinnulífi, tóm- stundum eða í hinum mannlegu samskiptum almennt. Þess vegna leggur Framsóknarflokkurinn kapp á að menntamálin séu í fyr- irrúmi við upphaf nýrrar aldar,“ sagði Halldór. „Til þess að menntun verði skilvirk þarf að vera unnt að laða til kennslustarfa áhugasama og hæfa kennara. Kennaraskortur er áhyggjuefni sem leysa ber úr hið bráðasta. ... Við viljum nýta tölvu- tækni og gera fjarkennslu að sér- stökum fjárlagalið enda felur hún í sér ótrúleg sóknarfæri til menntunar." Atvinna grunnréttindi „I hugum okkar framsóknar- manna er ekkert til sem heitir ásættanlegt atvinnuleysi, hvað þá heldur ákjósanlegt eins og sumir hagspekingar halda fram. Það að hafa nóg við að vera, nóg að bíta og brenna, geta séð sér og sínum farborða og fengið útrás fyrir krafta sína og þekkingu, er ein- faldlega hluti af grunnréttindum hverrar manneskju," sagði Hall- dór. Hann rakti síðan Ioforð og efndir á kjörtímabilinu: „Niður- staðan er sú að atvinnuleysi þekkist nú vart, líkur eru á vinnu- aflsskorti á næstu misserum, kaupmáttur hefur aukist meira á kjörtfmabilinu en dæmi er um frá því menn íorú fyrst áð gefa gaum að slfkum gildum, hagvöxtur er meiri en í nágrannalöndum okk- ar. I upphafí kjörtímabilsins voru það samningar um stóriðju sem urðu til þess að hjól atvinnulífs- ins tóku að snúast á nýjan leik.“ Harðari refsingar Formaður Framsóknarflokksins vék sérstaklega að vímuefnavand- anum: „Lífshætta steðjar að íslenskri æsku og mun taka mörg - fjöl- mörg - Iíf ef ekki verður frekar að gert. Forvarnir verður enn að efla, ekki síst það starf sem Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra hefur þegar hrundið af stað í samvinnu við sveitarfélögin. Refsingar ber skilyrðislaust að herða við sölu, fjármögnun og dreifíngu eitursins, en neytend- um ber að sýna milda festu, enda er þeim varla sjálfrátt," sagði Halldór. Hann Iýsti Framsóknarflokkinn „fúsan til forystu í átaki allra stjórnmálaflokka og áhugahópa um þessi mál og tel algerlega nauðsynlegt að aukin fjárframlög komi til.“ Evrópusambandið Halldór Iagði áherslu á að staða Islands í samfélagi þjóðanna væri sterk vegna þátttöku í Atlants- hafsbandalaginu, Norðurlanda- ráði, Sameinuðu þjóðunum og EES aðildarinnar. „Við höfum styrkt samband okkar við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili með aukinni þátttöku í margvíslegum sam- starfsverkefnum. Evrópusam- bandið er í stöðugri framþróun og breytist ört. Við eigum ekki að óttast að ræða hvort það þjóni framtíðarhagsmunum okkar Is- lendinga að skoða aðild að Evr- ópusambandinu. Aðild okkar kemur ekki til greina, ef slík aðild á að kosta af- sal á yfírráðum yfír auðlindum okkar. Um þetta eru flestir sam- mála. Hitt veit enginn hvort okk- ur tækist að gera öðruvísi samn- inga en áður hafa verið gerðir fyrr en á slíkt reynir. Sérstaklega er þetta skoðunarvert ef við værum samstíga Færeyingum og Græn- lendingum, sem við Iengi höfum átt gott samstarf við. Eg tel því hollt fyrir Islendinga að vaktin sé staðin, ekki síður í þessum efnum, en öðrum málum sem varða stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Af því að í hönd fer tími póli- tískra útúrsnúninga vil ég segja skýrt: Eg er ekki að leggja til að Island sæki um aðild að Evrópu- sambandinu - heldur að mögu- leikar okkar í þessu efni sem öðr- um séu skoðaðir. En það er bein- línis óveijandi gagnvart komandi kynslóðum að láta eins og Evr- ópusambandið sé ekki til.“ Óvinir þjddariimar í lok ræðunnar sendi Halldór fyr- ir hönd flokksins áskorun til Is- lendinga um „að taka þátt í þjóð- arátaki gegn sameiginlegum óvin- um sem herja á þjóðfélag okkar,“ og Iýsti síðan þessum óvinum: „I fyrsta lagi er höfuðóvinur þjóðfélags okkar atvinnuleysi, fá- tækt og ójöfnuður.“ „I öðru lagi stafar þjóðfélaginu og framtíð barna okkar ógn af vímuefnum.“ „í þriðja lagi er alvarlegt ósætti meðal þjóðarinnar um málefni sem alla varðar." „Fjórði andstæðingur okkar heitir fyrirhyggjuleysi." „I fímmta lagi er hin mikla byggðaröskun sem hefur átt sér stað mikill vágestur í íslensku samfélagi." „Framsóknarflokkurinn þarf fullan styrk til þess að takast á við þessa óvini okkar allra. Við þurf- um breiðan stuðning frá fólkinu í landinu, því án trausts þjóðarinn- ar erum við lítils megnug. Það er þetta traust sem við leitum eftir i komandi kosningum," sagði Hall- dór og skoraði á þjóðina „að hefja nýja framsókn til nýrrar aldar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.