Dagur - 27.03.1999, Side 4
n o |>
* W ». V
M >■» r v* « * ^ u
3
4 - LAUGARDAGVR 2 7. MARS 199 9
Fleiri konur í verk og raun
Hvernig má fá fleiri konur í verkfræði og raunvísindi er viðfangsefni
opins fundar á vegum Jafnréttisnefndar háskólans, sem haldinn
verður á mánudaginn kemur í hátíðarsai skólans kl. 12.30-13.30.
Fáar konur stunda nám í verkfræði- og raunvísindadeild og þær
eru t.d. ekki nema 1 5 prósent verkfræðinema. Víða í nágrannalönd-
unum er farið að grípa til aðgerða til að auka hlut kvenna í þessum
greinum. Dr. Elvira Scheich, vísindafélagsfræðingur og eðlisfræð-
ingur við Tækniháskólann í Berlín, heldur erindi á fundinum og mun
þar kynna áætlun sem samin hefur verið til að fá fleiri konur í verk-
fræði- og raungreinar við skólann. Erindið verður flutt á ensku og eru
allir velkomnir.
Er vatn á Mars?
Hjálparstarf kirkjunnar Ieitar nú til landsmanna um stuðning við
vatnsöflun í þriðja heiminum. Að mati Sameinuðu þjóðanna búa
40% jarðarbúa við vatnsskort og helmingur við alls ófullnægjandi
hreinlætisaðstöðu. 900 milljónir manna eru þrúgaðar af niðurgangi,
kóleru og taugaveiki, sem verða þúsundum að bana á degi hverjum,
að Jw' er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hjálparstarfinu.
A gíróseðlum sem er verið að senda inn á hvert heimili er m.a. vak-
in athygli á því að tugum milljarða er varið til að leita að vatni á Mars
og að hefði sömu fjárhæð verið varið til vatnsöflunar í þriðja heimin-
um hefðu milljónir manna fengið aðgang að hreinu vatni í sínu eig-
in þorpi.
Fénu sem safnast í páskasöfnuninni verður varið til þess að grafa
brunna í Mósabík.
Fjölbrautaskóli Suðurlands semur
við Sjávarútvegsskólanu
Nýlega voru undirritaðir samningar um samstarf Fjölbrautaskóla
Suðurnesja og Stýrimannaskólans í Reykjavík og Hafrannsóknastofn-
unar vegna Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.
Samningurinn við Stýrimannaskólann er um samstarf um kennslu
og þróun námsefnis í veiðarfærafræðum. Tveir nemendur Sjávarút-
vegsskólans munu setjast á skólabekk í Fjölbrautaskólanum í haust
og nema veiðarfæragerð, samkvæmt samningum við Hafrannsókna-
stofnun.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er eini skólinn á landinu sem býður
upp á sveinspróf í veiðarfæragerð. I gær var jafnframt formlega opn-
uð aðstaða skólans fyrir sérgreinar netagerðarbrautar.
Sigurvegarar í bókmeimtagetraun
verðlaunaðir
Verðlaun í bók-
mennagetraun
Mjólkursamsöl-
unnar voru afhent
um síðustu helgi
en þau fengu Aldís
Hilmarsdóttir,
Grétar Andri Rík-
harðsson, Bjarni
Páll Hauksson og
Flafdís Hilmars-
dóttir.
Mjólkursamsal-
an stóð fyrir bók-
menntagetraun-
inni í tilefni af
endurnýjuðum
samstarfssamningi
fyrirtækisins og Islenskrar málnefndar og nýju útliti á mjólkurfernum
og breyttum áherslum í íslenskuátaki þessara aðila.
Nám á nýrri öld
Nám á nýrri öld er yfirskrift ráðstefnu sem Prenttæknistofnun held-
ur í dag um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi í upplýs-
inga- og fjölmiðlagreinum, en þar verður kynnt nýtt skipulag náms í
þessum greinum.
Þörf er fyrir róttækar breytingar á námi í upplýsinga- og fjölmiðla-
greinum vegna þeirra miklu breytinga sem hafa umbylt þessum iðn-
aði undanfarin ár, segir í tilkynningu frá Prenttæknistofnun. Ráð-
stefnan er haldin á Hótel Loftleiðum og hefst klukkan 13:00.
Hún er ætluð öllum þeim sem vinna við upplýsingaiðnaðinn og
láta sig menntamál varða, öllum opin og aðgangur ókeypis.
Samfylkingin opnar kosningamiðstöð
Samfylkingin í Reykjavík opnar kosninga-
miðstöð að Ármúla 23 í dag ld. 15:00. Þar
verður framboðslisti hreyfingarinnar
kynntur og boðið upp á skemmtidagskrá
fyrir alla aldurshópa. Einnig flytur Jó-
hanna Sigurðardóttir ávarp og meðal þeir-
ra sem fram koma eru dúettinn Súkatt og
Geirfuglamir.
I kosningamiðstöðinni verður opið hús
fyrir alla horgarbúa alla kosningabarátt-
Jóhanna Sigurðardóttir.
una.
FRÉTTIR
Átök iim ÚA bréfin
Kaldbakur og Burðar-
ás kepptu um bréf í
ÚA, en orðrómur iim
huganleg kaup Kald-
baks á bréfum Akur-
eyrarbæjar talinn hafa
ýtt við Burðarási.
Kaldbakur, eignarhaldsfélag
Samherja og Kaupfélags Eyfirð-
inga, hefur ekki átt í viðræðum
við Akureyrarbæ vegna kaupa á
hlut Akureyrarbæjar í Utgerðar-
félagi Akureyringa, þrátt fyrir
sterkan orðróm þar um. Hlutur
Akureyrarbæjar er 20% en nafn-
virði hlutabréfa er 918 milljónir
króna. Gengi hlutabréfa ÚA í
gær á Verðbréfaþinginu var 6,50
þannig að verðmæti hlutabréfa
Akureyrarbæjar er nær 1,2 millj-
arðar króna.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, segir engar
viðræður hafa átt sér stað við Ak-
ureyrarbæ um kaup í ÚA. Einu
hlutabréfakaup Kaldbaks hafi til
þessa hafi verið 5% hlutur í Is-
lenskum aðalverktökum. Sigurð-
ur J. Sigurðsson, forseti bæjar-
stjórnar Akureyrar, staðfesti orð
Þorsteins Más en kannast váð
þann orðróm að Akureyrarbær
hyggist selja eignarhaldsfélaginu
Kaldbak hlut bæjarins í ÚA. Sig-
urður segir að nokkrir aðilar hafi
falst eftir hlut Akureyrarbæjar f
ÚA. Núverandi meirihluti bæjar-
stjórnar hafi lýst því yfir í upp-
hafi kjörtímabilsins að nauðsyn-
legt kynni að vera að selja eignir
til þess m.a. að fjármagna fram-
kvæmdir við grunnskóla bæjar-
ins, en engin ákvörðun verið tek-
in þess efnis. Sigurður segir að
það komi sér ekkert á óvart að
Burðarás hafi í vikunni keypt
11% hlut Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins og fleiri í ÚA fyrir
um 656 milljónir króna. Kald-
bakur sýndi 6% hlut Fjárfesting-
arbankans áhuga en varð undir í
samkeppninni við Burðarás.
Orðrómur um að Kaldbakur væri
að kaupa hlut Akureyrarbæjar í
ÚA hefði aðeins hert Burðarás í
þeim staðfasta ásetningi að
tryggja sinn hlut og meirihluta-
eign í ÚA, en ásamt SH er eign-
arhluturinn nú er 42%.
Engar breytingar
Vegna sviptinga í stjórn Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna hefur
að nýju verið fullyrt að meðal
þeirra breytinga sem ný stjórn
hafi á prjónunum sé að leggja
niður skrifstofu SH á Akureyri.
Skrifstofunni var komið á fót eft-
ir átök sem urðu um meirihluta-
yfirráð yfir ÚA milli ÍS og SH.
Þáverandi stjórnarformaður SH
lofaði 80 nýjum störfum til Akur-
eyrar sem lið í áframhaldandi yf-
irráðum SH yfir sölumálum ÚA,
en benda má á með rökum að við
það hefur ekki verið staðið.
„Þessi orðrómur fær byr undir
báða vængi þegar einhverjar
hræringar eiga sér stað innan
SH, en það hafa alls engar
ákvarðanir verið teknar um
breytingar á starfseminni innan-
lands, hvorki í Reykjavík né á Ak-
ureyri. Það að við séum að leggja
niður skrifstofu SH á Akureyri
eru algjörlega staðlausir stafir.
Það kann að hafa dregið úr starf-
seminni á Akureyri vegna þess að
starfsemin í heild hefur verið að
taka breytingum,“ segir Róbert
Guðfinnsson, stjórnarformaður
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna. - GG
Um 30% vilja EUert
í skoðanakönnim Hag-
vangs sögðust 30,2%
þeirra sem tóku af-
stöðu tilbúnir til að
styðja lista, sem EH-
ert B. Schram leiddi.
Eins og Dagur skýrði fyTstur fjöl-
miðla frá hafa þeir Ellert B.
Schram, fyrrverandi alþingismað-
ur, Guðmundur G. Þórarinsson,
fyrrverandi alþingismaður og Jón
Magnússon lögmaður átt í við-
ræðum við Sverri Hermannsson
og Frjálslynda flokkinn um sam-
starf í framboðsmálum. í tilkynn-
ingu frá Frjálslynda flokknum
segir að þær viðræður hafi ekki
borðið árangur. Síðdegis í gær
hélt svo Ellert B. Schram frétta-
mannafund, þar sem hann stað-
festi þetta. Samt sem áður er Ijóst
af því sem hann sagði á fundinum
og af samtölum við Sverri Her-
mannson í gær að engum dyrum
hefur verið lokað í þessu máli.
Aðal ástæðan fyrir þvf að upp
úr slitnaði hjá Ellert og félögum
og Sverri og félögum var að
Frjálslyndi flokkurinn vildi að
þeir gengju í flokkinn.
Hagstæö skoðaiiakuiinun
Ellert sagði að ástæðan fyrir því
að hann ljáði máls á að ræða
framboðsmöguleika í samvinnu
við Frjálslynda flokinn væri sú að
í skoðanakönnun Hagvangs, sem
gerð var fyrir nokkru, var ein
spurningin sú hvort fólk gæti
hugsað sér að kjósa nýjan lista í
vor undir forystu Ellerts B.
Schram með það að markmiði að
berjast gegn ókeypis afhendingu
fiskveiðikvótans.
Niðurstaðan varð sú að af
þeim sem tóku afstöðu sögðu
30,2% já en 69,8% nei. Og það
sem er merkilegast að 48,6% af
fólki sem vinn-
ur við sjávarút-
veg sagðist
styðja slíkan
lista.
Ekki að íiillu
ráðið
„Þetta er ekki
að fullu ráðið.
Eins og staðan
var í gær þótti
okkur í mið-
stjórninni rétt
að taka þá af-
stöðu að menn
hefðu ekki haft
erindi sem erfiði. Það er skítt ef
rnenn ná ekki saman, sem eru að
róa sama bátnum. En eins og
sakir standa fór þetta í strand og
í því Ijósi erum við nú að vinna,“
sagði Sverrir Hermannsson.
Ef svo fer að ekki næst sam-
komulag \áð Ellert B. Schram og
félaga um framboðsmál í Reykja-
vik gaf Sverrir í skyn að hann
myndi sjálfur taka efsta sætið í
Reykjavík. Talið er að Guðjón A.
Kristjánsson, varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins, muni ekki
afhuga því að taka efsta sætið á
Vestfjörðum. - S.ÐÓR
%