Dagur - 27.03.1999, Side 10
10 - LAUGARDAGUR 27. MARS 1999
Thyysr
FRÉTTIR
Vildu segja sig úr Atvinnu-
þróunarfélagi Eyjafjardar
Bæjarráð hafnar er-
indi frá Ferðamála-
samtðkum Dalvíkur-
hyggðar.
Ferðamálasamtök Dalvíkur-
byggðar voru stofnuð 7. mars sl.
og er markmiðið að efla ferða-
þjónustu á svæðinu. A fundinum
var samþykkt áskorun til bæjar-
ráðs Dalvíkurbyggðar þess efnis
að bæjarráð hætti aðild að At-
vinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar
og ráði nú þegar ferða- og at-
vinnumálafulltrúa fyrir byggðar-
lagið. Óánægja stofnenda ferða-
málasamtakanna mun m.a.
tengjast starfsemi Ferðamála-
miðstöðvar Eyjafjarðar og þeirri
óráðsíu sem varð í kringum
starfrækslu jólaævintýrsins
Norðurpólsins og telja talsmenn
félagsins að farsælla væri að ráða
starfmann sem einbeitti sér að
því að efla ferðaþjónustu í Dal-
víkurbyggð. I stjórn félagsins er
fólk sem m.a. tengist ferðaþjón-
ustu, hvalaskoðun, minjagripa-
sölu, veitingarekstri o.fl. Þess
má geta að bússtjórn ráðhússins
á Dalvík bauð Atvinnuþróunar-
félagi Eyjafjarðar húsnæði á
efstu hæð hússins, endurgjalds-
laust í tvö ár, en því var hafnað
og talið heppilegra að vera áfram
í Strandgötu 29 á Akureyri.
Bæjarráð Dalvíkurbyggðar
fjallaði um erindi Ferðamála-
samtakanna í vikunni og synjaði
því. — GG
Auglýsing um úrsögn úr væntanlegum gagnagrunni á heilbrigðissviöi
Hér að neðan er birt eyðublað um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði. Klippa má eyðublaðið út og senda til Land-
læknisembættisins, sbr. neðst á eyðublaðinu. Athugið að hvert eyðublað er einungis ætlað einum einstaklingi, en einnig
má senda útfyllt Ijósrit. Auglýsingin er birt í öllum dagblöðunum og verður endurbirt innan nokkurra daga. Einnig fást
eyðublöð á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum, apótekum, á afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins og hjá Landlæknis-
embættinu. Þá er verið að senda út upplýsingabækling í hvert hús með algengum spurningum og svörum. Óheimilt er
að setja gögn í gagnagrunninn fyrr en um miðjan júní nk. Fyrir þann tíma verður send kvittun um móttöku útfylits eyðu-
blaðs.
Landlæknisembættið
Beiðni um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði
Samkvæmt liigum nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði, 8. gr., um réttindi sjúklings, (sjá bak-
hlið) getur sjúklingur hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn
á'heilbrigðissviði. f lögunum segir:
...Beiðni sjúklings getur varðað allar upplýsingar sem þegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða
kunna að verða skráðar eða nánar tilteknar upplýsingar. Skylt er að verða við slíkri beiðni. Sjúklingur skal
tilkynna landlœkni um ósk sína. Landlœknir skal annast gerð eyðublaða fyrir slíkar lilkynningar og sjá til
þess að þau liggiframmi á heilbrigðisstofnunum og hjá sjálfstœtt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum. Land-
lœknir skal sjá til þess að að dulkóðuð skrá yfir viðkomandi sjúklinga sé ávallt aðgengileg þeim sem ann-
ast flutning upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Landlœknir skal sjá til þess að upplýsingar um
gagnagrunn á heilbrigðissviði og um rétt sjúklings skv. 1. mgr. séu aðgengilegar almenningi. Heilbrigðis-
stofnanir og sjálfstœtt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skulu hafa þessar upplýsingar aðgengilegar sjúk-
lingum í húsakynnum sínum.
Rétt er að taka fram að þar til gengið hefur verið frá skilyrðum rekstrarleyfis er ekki ljóst nákvæmlega
hvaða heilsufarsupplýsingar verða í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Einnig er rétt að benda á
að einstaklingar geta, hvenær sem er, skipt um skoðun og þarf þá að tilkynna það til landlæknis bréflega.
Með hliðsjón af ofangreindu óska ég undirrit/uð/aður eftir því að upplýsingar um mig verði ekki fluttar
í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Beiðni mín varðar (vinsamlega merkið með X í viðeigandi reiti):
□ Allar upplýsingar um mig sem þegar liggja fyrir í sjúkraskrám
O Allar upplýsingar um mig sem kunna að verða skráðar í sjúkraskrá
□ Aðrar upplýsingar um mig úr sjúkraskrám nánar tilteknar:___________________■ ___________
Staður og dagsetning
Undirskrift (ef um ólögráða barn eða einstakling er að ræða verður foreldri eða lögráðamaður að undirrita þetta skjal).
Þessi beiðni er fyrir (vinsamlega notið prentstafi):
nafn einstaklings..; . _____________________________________________________________________
konnitala________________________________________________________________:__________________
lögheimili______________- _________________________________________________:________________
póstnr. og staður _ __________:----_______________________________________________________
nafn Iögráðamanns ef um barn eða ólögráða einstakling er að ræða_______ ____________________
kennitala___________________________________________________________________________________
lögheimili__________________________________________________________________________________
póstnr. og staður.-------------------------------------—--------------------------!_________
Vinsamlega sendið beiðnina til
Skrifstofa Landlæknis, Gagnagrunnur á heilbrigðissviði, Laugavegur 116, 150 Reykjavík
Landlæknisembættlð janúar 1999
Upplýsmgamiðstöð fyrir ungt fólk
Opnuo hefur verið upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólK í Hinu húsinu við
Ingólfstorg. Markmið stöðvarinnar er veita ungu fólki almennar upp-
lýsingar um hvaðeina sem því viðkemur. Ahersla verður lögð á persónu-
lega þjónustu sem er löguð að þörfum hvers og eins. Þarna er m.a. um
að ræða upplýsingar um atvinnu og frama, ferðalög og útlönd, hús-
næði, heilsu, andlega sem líkamlega, menningu og listir, nám og þjálf-
un, réttindi og skyldur, tómstundir og íþróttir, þjónustu í borginni og
fjármál svo nokkuð sé nefnt. Þá er upplýsingamiðstöðin í samstarfi við
fjölmarga sérfræðinga sem munu veita aðstoð sína við úrlausnir á þeim
spumingum sem starfsfólk stöðvarinnar getur ekki svarað. - GRH
Heilsuvænna smjörlíld
Skjörlíkisgerð KEA hefur sett á markað nýja gerð af smjörlíki sem sögð
er í fréttatilkynningu frá KEA „einstaklega heilsuvænt". Kveikjan að af-
urðinni er vöruþróunarverkefni sem hófst í fyrra. Ur því varð samstarf
við erlenda aðila sem lengi hafa þróað olíu til matargerðar sem er nán-
ast „transfitulaus". Transfitur eru taldar auka kólesteról í blóði og KEA
notar nú þessa olíu til smjörlíkisgerðarinnar.
Nýja smjörlíkið er sagt hentugt bæði í bakstur og til annarrar matar-
gerðar. Pakkningarnar eru þær sömu og á venjulega AKRA smjörlíkinu
en eru í öðrum Iit til aðgreiningar. - BÞ
Garðyrkjuskóliim 60 ára
Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Ölfusi heldur uppá 60 ára afmæli í
næsta mánuði. Fjögurra daga afmælishátíð hefst á sumardeginum
fyrsta, 23. apríl, þegar nemendur skólans verða með opið hús venju
samkvæmt. Föstudaginn 23. apríl kemur forseti Islands í heimsókn og
sunnudaginn 25. apríl, á Degi umhverfisins, verður skrifað undir sam-
starfssamning í umhverfismálum á milli Garðyrkjuskólans, Ölfus-
hrepps, Hveragerðisbæjar og nokkurra fleiri. - SBS.
Farþegum næturvagna fjölgar
Farþegum með næturvögnum strætisvagna ReyKjavíkur Fjölgaði mjög í
fyrra eða um 28% frá árinu 1997. I fyrra tóku liðlega 34 þúsund far-
þegar sér far með næturvagni en á árinu 1997 var farþegaíjöldinn
26.639. Stöðug aukning hefur því verið síðastliðin 3 ár í þessari þjón-
ustu SVR en ferðafjöldinn hefur aukist um 70% frá því 1996.
Um mitt ár í fyrra var bætt við leið sem þjónar eingöngu Grafarvogi.
Áður hafði sama Ieiðin þjónað Arbæ og Grafarvogi. Viðtökur eru góðar
og ljóst að veruleg þörf er fyrir þessa þjónustu, segir f tilkynningu frá
SVR.
Nú eru farnar 6 ferðir á Ieiðum 125, 130 og 135. Leið 125 þjónar
Norðurmýri, Hlíðum, Bústaðahverfi og Breiðholti. Leið 130 þjónar
Norðurbænum og Arbæ og leið 135 þjónar Háaleiti og Grafarvogi.
Brottför vagna er kl. 02:30 - 03:00 - 03:30 - 04:00 og fara þeir frá
Lækjargötu á móts við MR.
Stærsti viðskiptavinahópur með næturferðum SVR er fólk á aldrin-
um 16-24 ára en sá aldurshópur er jafnframt stór viðskiptavinahópur í
almennri þjónustu SVR. Kannanir hafa sýnt að 30-40% íbúa á þjón-
ustusvæði SVR á þessum aldri nýtir sér almenna þjónustu fyrirtækisins
vikulega eða oftar.
Tilnefningar til umhverfisverðlauna
Dómnefnd umhverfisverðlauna óháðra félagasamtaka, sem veitt verða í
fyrsta sinn í ár, óskar eftir tilnefningum frá almenningi. Samkvæmt regl-
um um verðlaunin skulu þau veitt þeim einstaklingi á ári hverju, sem hef-
ur haft afgerandi áhrif á þróun umhverfis- og náttúruverndar með framúr-
skarandi árangri í störfum sínum og hefur staðið í fylkingarbrjósti og/eða
verið frumkvöull á sínu sviði.
Tilnefningar, ásamt stuttri greinargerð eða rökstuðningi, skulu berast
skriflega, í pósti til skrifstofu Landverndar, Skólavörðustíg 25, 101
Reykjavík, með myndsendingu í númerið 562 5242 ellegar í tölvupósti á
netfangið landvernd@centrum.is. Frestur til að skila inn tilnefningum
rennur út 6. apríl næstkomandi.
Að umhverfisverðlaununum standa Landvernd, Náttúruverndarsamtök
(slands, SÓL í Hvalfirði, Félag um verndun hálendis Austurlands,
Fuglaverndunarfélag Islands og NAUST.
Dómnefnd umhverfisverðlauna
óháðra félagasamtaka
Eiginmaður minn og faðir okkar
DANÍEL PÁLMASON
Gnúpufelli Eyjafjarðarsveit
er lést föstudaginn 19. mars
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 29. mars kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Ifknarstofnanir.
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Anna Rósa, Þórlaug, Friðfinnur Knútur,
Svanhildur, Friðjón Ásgeir
og fjölskyidur.