Dagur - 30.03.1999, Side 4

Dagur - 30.03.1999, Side 4
20- ÞRIÐJUDAGU R 30. MARS 199 9 Dagwr BRÉF TIL KOLLU Elsku Kolla. Eg sá henni bregða fyrir í fréttum sjónvarpsins. Fyrsta frétt kvöldsins, enda stór- frétt. FiðlusniIIingur fær 210.000.000 krónurí skaðabætur. Blaðamenn stóðu á öndinni. Þeir þyrpt- ust að. Þvílík upphæð! Fá- ránlegt. Samfélagið hefur ekki efni á þessu. Er réttar- kerfið orðið einhvers konar félagasmála- stofnun? Hún missti þó bara fótlegginn! Hún hallast fram á hækjurnar. Vill fá að standa á meðan hún svarar spurningum. Rautt hárið fellur Iaust niður um axlirnar. Augun full af tárum. Hamingjutárum. Rakel hafði verið undrabarn í æsku. Mikið látið með hana. Amma hennar hafði stutt hana til náms. Pabbi og mamma voru skilin. Attu nóg með sig. Einmana barn með fiðlu í fanginu. Fiðlan var hennar líf, hennar von. Hún hefur fallegt bros. Það geislar af henni þrátt fyrir allt. Efst í huga mínum er þakklæti. Nú get ég aftur snúið mér að tón- Iistinni. Horft til framtíðar. Gleymt þessu hræðilega slysi. Ég get ekki slitið augun af þessu föla andliti. Þvílík örlög. Hún er tutt- ugu og fjögurra ára. Búin að missa annan fótlegginn. Bundin við hjólastól. Fötluð. AIl- ar vonir brostnar. Slysið Slysið varð um hávetur í Chicago fyrir Ijór- um árum. Rakel fór að heiman snemma morguns. Hún var með fjórar töskur á bak- inu. Þær hengu í ólum yfir vinstri öxlina. I einni þeirra var Amati fiðla. Metin á þrjátíu og fimm milljónir króna. Rakel átti ekki þessa fiðlu. Velgjörðarmaður hafði lánað henni hana. I annarri tösku voru bækur, þeirri þriðju nesti. I fjórðu peningar og skil- ríki. Hún tók lestina eins og vanalega í skól- ann. Langur dagur framundan. Æfingar, kennsla. Lestin hægði á sér. Rakel stóð upp. Hag- ræddi töskunum á öxlinni. Beið eftir að lest- in stöðvaðist. Kannski var hún seinust út. Hún man það ekki núna. En um leið og hún sté út úr lestinni, skullu hurðirnar saman að baki hennar. Og hún var föst. Ein taskan hafði lokazt inni. Olin hélt henni fastri. Það var fiðlutaskan. Amati fiðlan. Milljónavirði. Hún var skelfingu Iostin. Hvað átti hún að gera? Hún varð að taka skjóta ákvörðun. Tíu sekúndur eru ekki langur tími. Þá færi lestin af stað. Átti hún að losa sig, bjarga eigin sldnni? Skilja fiðluna eftir? Taka áhættu um að tapa henni? Nei, hún gat það ekld. Hún æpti. Lamdi hurðirnar. Enginn heyrði í henni. Hún sá engan. Hvar var brautarvörð- urinn? Hann hlyti að gera lestarstjóra við- vart. Einhver hlyti að bjarga henni. Hún reyndi að opna, en töskuólin var svo mjó. Hurðin féll að stöfum, eins og allt væri með felldu. Fiðlan var inni. Fiðlan var hennar líf. Hún átti heldur ekki þessa fiðlu. O, guð minn góður. Lestin var að renna af stað. Hún missti fótanna. Ætlaði enginn að bjarga henni? Nú var of seint að losa sig. Hún mundi deyja. Dróst eftir mölinni. Hangandi í lestinni. I töskuólinni. Þá gerðist það. Hún rann undir lestina, undir hjólin. Fótleggurinn klipptist af. Hún horfði á það. Hún sá blóð fossa. Fann „Vörn eigenda járn- brautarfélagsins byggðist á því, að Rakei befði átt að losa sig. Hún hefði átt að sýna aðgát. Hún bæri ábyrgð á eigin lífi. Væri ábyrg gerða sinna. í stað þess hefði hún látið fiðluna ganga fyrir. Hún hefði fórnað lífi sínu fyrir fiðlu." Bogiá streng nístandi sársauka. Nú mundi hún deyja. Einhver stóð innan við dyrnar. Hún sá það líka. Var að reyna að þvinga hurðirnar sund- ur með kúlupenna. Loksins, loksins hægði Iestin á sér. Maður- inn hafði hringt viðvörunarbjöllu. Honum tókst að opna. Dró Rakel inn á gólfið. Al- blóðuga. Hún lifir. Hún teygði höndina eftir fiðlunni. Maðurinn lagði hana í fang henni. Fiðlan var hennar líf. Annað skipti ekki máli. Hún brosti dauflega. Síðan féll hún í öngvit. Fóm fyrir fiðlu Réttarhöldin stóðu í fjögur ár. Vörn eigenda járnbrautarfélagsins byggðist á því, að Rakel hefði átt að losa sig. Hún hefði átt að sýna aðgát. Hún bæri ábyrgð á eigin lífi. Væri ábyrg gerða sinna. I stað þess hefði hún látið fiðluna ganga fyrir. Hún hefði fórnað lífi sínu fyrir fiðlu. Og það var einmitt það sem Rakel gerði. Hún vildi ekki skiljast við fiðluna. Fiðlan var hennar Iíf. Hún var hennar von. Hún var henni dýrmætari en lífið sjálft. Auk þess átti hún ekki þessa fiðlu. Hún bar ábyrgð á henni. Hún mátti ekki glata henni. Og það var á þessari röksemd, sem Rakel vann kviðdómendur á sitt band. Hún talaði af hispursleysi og einlægni um lff sitt, að- dragandann að slysinu, viðbrögð sín og hugs- anir þennan kalda morgun á leið í skólann. Og þeir dæmdu henni 210.000.000 króna í skaðabætur. Blaðamenn stóðu á öndinni. Lífið hefur tekið nýja stefnu. Rakel þarf að vfsu ekki að örvænta. En draumurinn er bú- inn. Hún verður að finna sér nýja leið. I hjólastól. Þ/n Bryndts MENNINGAR Lóa Aldísardóttir StóríimduT SHA Þá er runninn upp sá dagur er markar hálfrar aldar afmæli samþykktar Alþingis um aðild Islands að NATO og verður í dag rekið smiðshöggið á dag- skrá Samtaka herstöðvaand- stæðinga sem staðið hefur yfir síðast- Iiðna viku til að minna á baráttumál samtakanna um að her- inn fari úr Iandi. I kvöld verður stórfundur í Tjarnarbíói kl.20.30 og þar flytja m.a. Steingrímur J. Sig- fússon og Drífa Snædal ávörp, Baldvin Halldórsson les ljóð, flutt verður brot úr sögu bar- smíða og meiðinga í her- stöðvabaráttunni og nokkrir tónlistarmenn spila og syngja, m.a. Bubbi Morthens. Her- skipamálarinn og útvarpsmað- urinn Vernharður Linnet er kynnir fundarins. Vigdís lesin um heiminn Á laugardaginn var alþjóðlegur leikhúsdagur samkvæmt boði Menningar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og er þá einatt mekt- armaður úr leikhúsheim- inum feng- inn til að semja ávarp sem flutt er um allan heim á undan sýningum þenn- an dag. Að þessu sinni var Vig- dís Finnbogadóttir höfundur ávarpsins og í því spyr hún hvort nauðsynlegt sé að halda Iífi í leikhúsi á öld sjónvarps, myndbanda og geisladiska. Spurningunni svarar hún ját- andi m.a. vegna þess að Ieik- húsið skírskoti til okkar með mennskari, nánari og persónu- legri hætti en aðrir miðlar. V J Mynd sem sMptir máli ítalska Óskarsverð- launamyndin Lífið er falleg hefur þegar feng- ið dóm í þessu blaði og þar var lofið ekki sparað. Af því einn dómur um þessa stórkostlegu mynd er ekki nóg vil ég skrifa nokkur orð um myndina sem hefur haft meiri áhrif á mig en flestar aðrar myndir sem ég hef séð um ævina. Lífið er fallegt er mynd sem er öll á tilfinninga- nótum. Henni er ætlað að höfða til tilfinninga áhorfand- ans og fá hann til að taka af- stöðu með ástinni og lífinu. Myndin hefst sem kostulegur farsi en breytir mjög skyndilega um tón. I seinni hluta hennar er sýnt á mjög áhrifaríkan hátt hvernig vonin fær lifað mitt í ógninni. Fað- ir vill vernda lítinn dreng sinn og segir honum að líf þeirra í útrýmingar- búðum nasista sé leikur sem byggist á punkta- kerfi. Þessi snjalla hug- mynd er listilega útfærð í mynd sem sveiflast meistaralega á milli þess kát- Iega og tregafulla. Robert Benigni leikstýrir, semur hand- rit og Ieikur aðalhlutverkið. Þetta villta náttúrubarn sem stal senunni á Óskarsverð- Iaunaathöfninni býr greinilega yfir snilligáfu. Það sannar þessi mynd hans. Hann er ógleym- anlegur í hlutverki sínu og litli drengurinn sem leikur á móti honum, fullur af barnslegu sakleysi og hrifnæmi, er undra- góður. I sameiningu fá þeir áhorfendur til að skella upp úr og gráta, stundum hvort tveggja í senn. Jafn einkennilegt og það er þá virðist málstaður nasista enn eiga hljómgrunn víða um heim. Enn finnast þeir sem segja útrýmingu nasista á gyð- ingum vera sögur sem séu orð- um auknar, jafnvel lygi. Stað- reyndir í sögubókum mega sín Iíka stundum Iítils, rata ekki ætíð til hugans. Saga þeirra látnu verður þá einungis að tölustaf á bók sem vekur engin sérstök viðbrögð, nema kannski furðu vegna þess hversu talan er há. Mynd eins og Lífið er fallegt er mun líklegri til að gera ungt fólk meðvitað um þær ótrúlegu hörmungar sem pólitísk öfgastefna leiddi yfir milljónir manna en þurrar staðreyndir f sögubókum. Skól- ar ættu að senda unglingsnem- endur sína á þessa mynd. Það er ekki oft sem á hvíta tjaldinu sjást myndir sem eru mann- bætandi. Þetta er ein þeirra. Enginn má missa af henni. MEfMNIIMGAR VAKTIN Mynd eins og Lífið er fallegt er mun lík- legri til að gera ungt fóik meðvitað um þær ótrúlegu hörmungar sem þólitísk öfgastefna ieiddiyfir milljónir manna en þurrar staðreyndir í sögubókum. Skólar ættu að senda unglingsnemendur sína á þessa mynd.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.