Dagur - 13.04.1999, Blaðsíða 7
ÞRIDJUDAGUR 13. APRÍL 1999 - 23
Tkgttr.
LÍFIÐ í LANDINU
VEÐUR
Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar, í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum
fyrirtækisins. - mynd: ohr.
í byrjun mars flutti Brimborg starfsemi sína í
nýtt húsnæði fyrirtækisins við Bíldshöfða 6.
Nýja húsið er 8.000 fermetrar að stærð og
auk þess er verkstæðið 2.300 fermetrar og hjól-
barðaverkstæði 200 fermetrar. Oll starfsemi fyr-
irtækisins er því á 10.500 fermetrum og á tiltöiu-
lega litlum bletti.
Það verður ekki annað sagt en fyrirtækið sé á
góðu flugi. Mars er metmánuður í sölu. Brim-
borg seldi 186 bíla og tæki en 70 á sama tíma í
fyrra. Veltan var 370 milljónir í mars. I fyrra var
velta fyrirtækisins 3,2 milljarðar og stefnt er að
því að veltan verði 4 milljarðar á þessu ári.
Brimborg tók sér góðan tíma í byggingu nýja
hússins. „Við byrjuðum að byggja 1991 og flutt-
um í hluta af kjallaranum 1992. Varahlutaversl-
unina flytjum við í bráðabirgðahúsnæði í nýja
húsinu 1994. Sfðan héldum við áfram að byggja
í rólegheitum og fluttum varahlutaverslunina í
desember og janúar síðast liðnum, sýningarsal-
inn 6. mars og skrifstofurnar um miðjan mars.
Við reyndum að flytja þetta á löngum tíma til að
við þyrftum ekki að loka,“ segir Egill Jóhannsson
framkvæmdastjóri Brimborgar.
Hann segir þetta stíl sem fyrirtækið hafi not-
að. „Við höfum alltaf byggt okkar húsnæði sjálfir
frá upphafi, byggðum fyrsta húsnæði 1971.
Maður gerir þetta svipað og maður mundi byggja
sitt eigið húsnæði, við byggjum eftir efnum og
ástæðum. Það gefst líka meiri tími til að velta
hlutunum fyrir sér. Þetta er líka minni áhætta,“
segir Egill. Hann segir fyrirtækið ekki hafa verið
mikið skuldsett vegna byggarframkvæmdanna.
„Við tókum lán núna í lokin þegar við sáum end-
anlega hvað við þurftum mikið, um 30-35% af
byggingarkostnaðinum og við borgum það mjög
hratt upp.“
Grunnhönnun hússins byggir á því að við-
skiptavinurinn kemur inn á einum stað, hvort
sem hann er að fara í sýningarsal fyrir nýja eða
notaða bíla, verkstæði eða varahlutaverslun.
„Þannig fáum við meiri straum inn í sýningarsal-
inn og getum e.t.v. selt meira.“
Brimborg rekur sögu sín aftur til ársins 1964
er verkstæðið Ventill var stofnað. Það gerði í
bytjun mikið við leigubíla og sérhæfði sig í
ventlaviðgerðum og tók að sér viðgerðir á Toyota-
bílum fyrir Toyotaumboðið. Arið 1975-1976 tek-
ur Toyotaumboðið yfir Hðgerðaþjónustuna og
varahlutina. „Þá urðum við að finna einhverja
aðra starfsemi og fundum Daihatsu umboðið og
stofnuðum Brimborg yfir innflutning og sölu á
Daihatsu," segir Egill. Daihatsu er lítið merki á
heimsvísu og var Brimborg annar umboðsmaður
framleiðandans í EtTÓpu. Fyrsta árið seldust 63
bílar, 90 bílar næsta árið en þriðja árið, 1979,
seldust 900 bílar. „Þá keyptum við stóran lager í
Hollandi en salan hafði stoppað þar vegna olíu-
kreppunnar. Síðan kom Charade á sama ári.
Þessir bílar voru á mjög fínu verði og mokuðust
út. Þetta setti stoðirnar undir fyrirtækið og síðan
hefur þetta verið vaxandi."
Stóra stökkið kom 1988 þegar Brimborg
keypti Volvo. „Þá var góðærið búið að vera á
undan 1986-1987. Síðan, eins og alltaf á ís-
Iandi, hrundi allt nokkrum árum seinna. Þá voru
menn búnir að byggja of mikla yfirbyggingu hjá
mörgum umboðum og farið að hrikta í stoðun-
um. Volvo menn höfðu samband við okkur og
spurðu hvort við hefðum áhuga. Þetta var mjög
stórt dæmi því á þeim tíma veltum við 500 millj-
ónum árlega en Veltir 700 milljónum. Þeir voru
auk þess með vörubíla, en við höfðum bara verið
að selja smábíla. Enda fengum við að heyra það
hjá vörubílaköllunum. En okkur tókst þetta
samt. Við yfirtókum hrikalegar skuldir þegar við
keyptum Volvo og það gekk ótrúlega vel að ná
þeim niður. Við vorum rétt búnir að ná þeim nið-
ur þegar við keyptum Ford í janúar 1995,“ segir
Egill.
Brimborg hefur lagt mikla vinnu í að ná Ford-
inum upp en merkið var komið í mikla lægð. Ný
kynslóð af bílum hefur hjálpað mikið til. „Þegar
við keyptum Ford sáum við fram á að það tæki
fimm ár alveg lágmark að komast yfir núllið mið-
að við reynsluna af Volvo. Við erum á fimmta ár-
inu núna þannig að okkur sýnist að þetta ár eigi
að fara að sýna betri sölu. Það byijar a.m.k. mjög
vel.“ Eins og kunnugt er var Brimborg að kynna
tvo nýja bíla frá Ford á dögunum, annars vegar
Ford Focus fjölskyldubílinn glæsilega og hins
vegar sportbílinn Ford Puma.
„I millitíðinni, árið 1996, keyptum Hð um-
boðsmanninn okkar á Akureyri, Þórshamar. Við
erum eina umboðið með okkar eigin fyrirtæki
þar. Það hefur tekið sinn tíma að rífa það upp,
breyta því öllu, bæta þjónustu, opna sýningarsal
og þess háttar. Það er farið að skila sér núna í
betri þjónustu og sölu. Við vorum að selja 10-15
bíla á ári áður en seldum um 70 bíla á ári und-
anfarin tvö ár og förum yfir 100 bíla á þessu ári.“
Egill segir miklar sviptingar í bílabransanum,
það sé aldrei að vita hvernær búið sé að kaupa
umboðin af manni og þau farin eitthvað annað.
„Þegar við keyptum Ford var merkið ekkert sér-
staklega beysið og salan á Islandi frekar döpur.
En þetta er einu sinni annar stærsti bílaframleið-
andi í heimi og við veðjuðum á að Ford mundi
rífa sig upp úr lægðinni. Það væri þá líklegra að
þeir myndu kaupa einhverja aðra en einhverjir
aðrir myndu kaupa þá. Daihatsu og Volvo eru
báðir mjög litlir framleiðendur. Það er nákvæm-
lega þetta sem hefur gengið eftir. Ford keypti
Volvo - það hefði getað verið einhver annar sem
keypti Volvo og Toyota er í raun búin að kaupa
Daihatsu.
Ford er að gera þetta mjög skemmtilega núna.
Við höfum fundið frá 1995 hvernig fyrirtækið
hefur verið að bæta sig, alþjóðavæða fyrirtækið,
bæta þjónustuna og koma með betri bíla. En
þeir eru grimmir hjá Ford, maður fær ekkert gef-
ins hjá þeim.“
Brimborg er einnig með umboðið fyrir franska
bílaframleiðandann Citroen en innflutningur
hefur enginn verið undanfarin ár. „Við höfum
þjónustað merkið allan tímann. Við jiöfum
nokkrum sinnum haft samband við framleiðand-
ann og sagt hvaða verð við þyrftum að fá til að
geta farið af stað. Þeir hafa ekki ljáð máls á því
fyrr en núna að það er komið annað hljóð í
strokkinn. Það er í bígerð en ekkert ákveðið enn-
þá. Mér þykir ólíklegt að það gerist eitthvað á
þessu ári. Það verður ekkert auðvelt að starta því
í þessari hrikalegu samkeppni. Þetta er ekkert
eins og að eignast gullnámu að hafa bílaumboð,
sérstaklega ekki bílaumboð sem hefur ekki átt
upp á pallborðið áður. Það getur jafnvel verið
þveröfugt, sogað til sfn fé.“
Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@isIandia.is
í dag...
Norðiæg átt, allhvöss siuman- og austanlands en heldur
hægari annars staðar. É1 norðan- og austanlands, en skýjað
með köflum annars staðar. Afram kalt í veðri.
Blönduós
Akureyri
m a m
■ I ■
Mán Þri Mið Rm Fös
/ n í i.
Egilsstaðir
■ ■■
II
Þrl Mið Flm Fös
Reykjavík
£3
Þri Miö Flm Fös
■15 ! 5-
■10 ! 0-
n í í r i
\
Stykkishólmur
5(C) mm
0- u “ ■f* -rr ■ ® I IV.
Mán Þri Miö Fim Fös m m i Lau Sun í í í
Bolungarvík
5(C) mm
3- 5- 'WT- .. ... 1 ■
Mán Þri Mið Fim Fös úu st í ís.^ ^r t1 r/
Kirkjubæjarklaustur
,CC) mm
o-.. ._.y 5- B
Mán Þri Mið Fim Fös m ní///[ Lau Sun í r s
Stórhöfði
Mán Þri
r
-10 I 5-
5 ! 0-
0 |-5
< Fim Fös
ítíl í . . W" /
Mán Þrl Mið Fim Fös Lau
r í í i [ i r r i
v sr Veðurspárit 12.04.1999
Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður
með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
Þríhyrningur táknar 25 m/s.
Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s.
Færð á vegtun
í gærkvöld var skafrenningur á Holtavörðuheiði og
Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi, Norðausturlandi
og Austurlandi var skafrenningur. Ófært var á
Sandvikurheiði. Þæfingsfærð frá Raufarhöfn til
Þórshafnar, sunnan Þórshafnar var þungfært. Að öðru leyti
var allgóð vetrarfærð á aðaHeiöum landsins.