Dagur - 15.04.1999, Síða 1

Dagur - 15.04.1999, Síða 1
Fimmtudagur 15. apríl 1999 Verð ílausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur - 70. tölublað Sprenging lána og fasteignaverðs Elstu in c ini inuiia ekki eftir öðnun eins fasteignaviðskiptum - nema helst fyrir kosn- ingar. Metárið í fyrra verður slegið um 50 til 70% að líkindum. Verðið hefur stigið um 10-15% á skömm- umtíma. „Við höfum svo sannarlega orðið vör við þessa sprengingu á hús- næðismarkaðinum, sem hófst um áramótin og hefur verið stöðugt vaxandi. Elstu menn í faginu muna vart eftir öðru eins, nema helst fyrir stöku kosningar, en þá ríkir gjarnan bjartsýni og framkvæmdir aukast, ekki síst í miklum hagvexti," segir Guðrún Arnadóttir, formaður Félags fast- eignasala, í samtali við Dag. Eins og komið hefur fram í Degi hef- ur umsóknum til íbúðalánasjóðs fjölgað um nær 70% frá ársbyrj- un í fyrra á sama tíma og tölu- verð ásókn er í ný húsnæðislán Landsbankans. Guðrún segir að meðalverð á íbúð hvað kaup á eldra húsnæði varðar hafi hækkað frá áramót- um um 10 til 15 prósent, en þá megi reyndar ekki gleyma því að fast- eignaverð var fyrir í botni öldudals. „Nú ríkir endalaus eftirspurn sem ekkert hægir á. Það má kannski segja að nú sé að koma fram upp- safnað ástand, því góðærið kem- ur síðast til okkar. Fyrst birtist góðærið í aukinni sölu á neyslu- vörum, utanlandsferðum, bílum, húsgögnum og slíku, en hús- næðisskiptin koma síðast. Inn í þetta spila lækkandi vextir og auðveldari aðgangur að lánsfé. Stór Iiður í þessu eru síðan fólks- flutningarnir af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið," segir Guð- rún. Stefnir í 10 þúsund umsóknir Þóranna Jónsdóttir, yfirmaður gæða- og mark- aðsmála íbúða- lánasjóðs, segir aðspurð að ekki verði séð að mikil aukning lána hafi riðlað hefðbund- inni skiptingu lánanna, þar sem um 80% eru vegna kaupa á eldra húsnæði, um 15% vegna nýbygginga og uppundir 5% vegna endurbóta. „1998 var stærsta árið síðan húsbréfakerfið tók til starfa, en á því ári voru ríflega 6000 um- sóknir afgreiddar. Ef svo heldur fram sem horfir núna erum við að horfa fram á 9-10 þúsund umsóknir í ár,“ segir Þóranna, en það þýðir aukningu á ársgrund- velli frá einu metári til annars um 50 til 70 prósent. Miðað við að kjarnafjölskylda sé á bak við hverja umsókn að meðaltali sam- svarar þetta því að skjólstæðing- ar íbúðalánasjóðs verði 35 til 40 þúsund manns í ár og bætist Landsbankinn þar við. „Þetta er mikill uppgangur á öllum sviðum og verðið hefur farið uppúr öllu valdi. Margt hjálpar þarna til, meðal annars vaxtastigið í land- inu, mikið fjármagn í umferð, auðveldur aðgangur að lánsfé og sú staðreynd að húsbréfin eru á yfirverði," segir Þóranna. Að- spurð um hvort hún gæti stað- fest áætlun Guðrúnar Arnadótt- ur, um stórhækkun íbúðaverðs að undanförnu, sagði Þóranna að þó að þessar upplýsingar séu skráðar þá sé tölvukerfið, enn sem komið er, ekki hannað til þess að taka út slíka samanburð- artölfræði. - FÞG ingaframkvæmdir aukast. Erfitt að sitja aðgerðalaus „í hjarta mínu er ég friðarsinni og hef óbeit á allri valdbeitingu. Eg veit hins vegar að þeir atburð- ir sem hafa gerst á þessu svæði eru skefjalaus grimmdarverk og lýsa algjöru skeytingarleysi á grundvallarreglum mannúðar, það er erfitt að sitja undir þeim án aðgerða," segir biskup ís- lands, Karl Sigurbjörnsson, um Ioftárásir NATO og aðrar aðgerð- ir varnarbandalagsins á Balkan- skaga. Gagnrýni hefur komið fram á afstöðuleysi kirkjunnar vegna aðgerða í Kosovo. Þegar Dagur spurði Karl í gær hvort hann tæki afstöðu með eða gegn að- gerðum NATO, sagði hann: „Eg get ekki svarað þessu öðruvási en svo að ég hef ekki forsendur til að meta það en ég þakka guði fyrir að vera ekki í sporum þeirra sem þurfa að taka ákvarðanir um þetta mál.“ - BÞ -Sjá einnig viðbrögð á bls. 5 Krakkarnir í Melaskóla í Reykjavík voru síður en svo óhress með snjóinn í gær og brostu sínu breiðasta. í dag er hins vegar spáð norðan- eða norðaustanátt og þótt ekki eigi að snjóa á Suðvesturhorninu mun víða verða snjó- koma eða él. Hvarf tíkurinnar Tínu vakti gríðar- lega athygli á dögunum, en hún er enn ekki komin fram. Aðstandend- ur telja þó enn ekki tímabært að telja hana af. TíMnTína eimekki afskrifuð Þótt liðinn sé einn og hálfur mánuður frá því að tíkin Tína sást síðast með berum augum í Mosfellsbæ hafa eigendur og að- dáendur tíkarinnar ekki afskrif- að hana sem látna. Eigandi tík- arinnar vill ekki að nafn sitt sé gefið upp, að sögn Elvars Jó- steinssonar, formanns Yorkshire- Terrier deildar Hundaræktarfé- lags Islands, vegna þess „fjöl- miðlafárs sem varð“ og vegna „áfallsins sem hún hefur orðið fyrir“. Elvar, sem jafnframt rekur gæludýrabúðina Trítlu við Net- hyl og hefur flutt inn þessa hundategund, segir að eigandi Tínu hafi fengið nóg af hinni miklu fjölmiðlauppákomu sem varð eftir að tíkin týndist. Ekki síst vegna frétta af meintu verð- mæti tíkarinnar, sem sagt var frá 500 þúsund upp í milljón, en slíkar tölur segir Elvar vera „bull“. Aðspurður hvort ekki sé ástæða til að telja tíkina koma yfir móðuna miklu segir Elvar svo ekki vera. „Hún sýndi frá upphafi meiri hörku en nokkur gat trúað, úr því hún komst yfir fyrstu og erfiðustu dagana. Eig- andinn og við öll höldum því enn f vonina og erum ekki tilbúin til að afskrifa Tínu.“ Aðspurður um efasemda- og samsærisraddir um að Tína hafi nokkurn tímann verið til og að málið hafi frá upphafi verið aug- Iýsingatrix til að selja þesa hundategund tekur Elvar slíku fjarri. „Slíkar efasemdir eru ástæðulausar. Það eru til gögn um það að hún kom hingað til landsins í gegnum gæludýra- stöðina í Hrísey og var búin að vera hér í ár áður en hún týndist. Hún var til,“ segir Elvar. - FÞG Afgreiddir samdægurs flkjb Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR KjtSJI SIGTRYGGUR & PÉTUR %=*/ AKUREYRI ■ SÍMI 482 3524 woRwwœ expreís EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.