Dagur - 15.04.1999, Side 3

Dagur - 15.04.1999, Side 3
 FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1999 - 3 FRÉTTIR Uppsöfnuö óánægja keimara í borginni Hluti kennara mun að líkindum ekki mæta til vinnu í Reykjavík í dag vegna óánægju með kjaramál. Keimarar ræða að- gerðir. Friðarskylda úti. Vilja sambærileg- ar laimahækkanir og aðrir kennarar hafa fengið. Frá 6-22 þús- und krónur á mánuði. „Það hefur ekkert farið framhjá mér ákveðin ólga. Maður hefur verið vanmegnugur til þess að gera neitt í því út af launanefnd sveitarfélaga," segir Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðslu- ráðs Reykjavíkur. Rætt uin aðgerðir Svo virðist sem uppsöfnuð óánægja grunnskólakennara í Reykjavfk geti brotist út í sjálf- sprottnum aðgerðum til að þrýs- ta á að kjör þeirra verði bætt. Meðal annars hefur verið rætt um að leggja niður \dnnu klukk- an 11 í dag, fimmtudag. Oá- nægja kennara stafar m.a. af því að borgin hefur ekki samið við þá um viðbótarsamninga eins og gert hefur verið í öðrum sveitar- félögum. Þessir samningar hafa fært kennurum frá 6-22 þúsund krónur í kaupauka á mánuði. Hinsvegar hefur Iaunanefnd sveitarfélaga átt í viðræðum við samtök kennara um gerð til- raunasamnings um breytingar á fyrirkomulagi vinnutíma og breytta Iaunaviðmiðun í nokkrum skólum og sveitarfélög- um og þar á meðal í ReykjaMk á næsta skólaári. Talið er næsta víst að gerð þessa tilraunasamn- ings komi til umræðu á fulltrúa- ráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn verður innan skamms, enda mun vinna við samninginn vera langt kom- in. Samningurinn kom til um- ræðu á fundi stjórnar Kennara- sambandsins í gær. Þar var hins- vegar engin afstaða tekin til málsins. Óánægja „Eg held að ég þurfi ekki að fara í neinar grafgötur með það að það er uppsöfnuð ónægja meðal grunnskólakennara í horginni,“ segir Magnús Þór Jónsson, trún- aðarmaður kennara í Breiðholts- skóla. Hann segir að hugsanlegar aðgerðir kennara séu algjörlega án atbeina stéttarfélaga kennara, enda séu þau bundin friðarskyldu í gildandi kjarasamningum. Friðarskyldan úti Finnbogi Sigurðsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir að sl. haust hefðu trúnaðarmenn kennara í borginni skipað hóp sem ynni að því að kennarar fengju sambærilegar launahækk- anir eins og samið hefur verið \ið kennara í mörgum sveitarfélög- um. I framhaldi af því funduðu kennarar með borgarstjóra í nóv- ember sl. A þeim fundi fengu kennarar þau svör að borgin mundi ræða slík mál við stéttar- félag þeirra ef eitthvað slíkt væri á döfinni. I byrjun desember hefði borgin svo skrifað Kennara- sambandinu og óskað eftir því að gerast formlegur aðili að þeim viðræðum sem þá voru hafnar milli þess og Iaunanefndar sveit- arfélaga um tilraunasamning. Á fundi trúnaðarmanna kennara í borginni í Álftamýraraskóla 6. janúar sl. kom síðan fram ákveð- in viljayfirlýsing frá borgaryfir- völdum, þar sem óskað var eftir því að lögð yrði einhverskonar friðarskylda á kjarakröfur kenn- ara til 1. apríl. Sá tími sé liðinn og því ekki ólíklegt að kennurum finnst tími til kominn að endur- vekja kröfur sínar um að fá hlið- stæða samninga og félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum hafa fengið. - GRH Halldór Blöndal samgönguráðherra og Björn Jósef Arnviðarson kampa- kátir að loknum aðalfundinum í gær. Hagnaðui' hjálslands- pósti Islandspóstur var rekinn með tæplega 36 milljóna króna hagn- aði á síðasta ári sem var fyrsta starfsárið eftir að skilið var á milli Póstsins og Sfmans. Þetta verður að teljast umtalsverður árangur því póstþjónustan hefur verið rekin með tapi um árabil. Velta Islandspósts nam rúm- um 3,6 milljörðum króna. I fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að gott efnahagsástand og öflugt markaðsstarf hafí orðið til að auka póstmagnið og að ein- hugur og samstillt starf starfs- fólks og markviss hagræðing í dreifíkerfi hafi orðið til að snúa við taprekstrinum. Jafnframt segir þar að jafnvel þótt forsvarsmenn fyrirtækisins fagni nú áfangasigri sé ljóst að 2% arðsemi eiginfjár sé ekki fullnægjandi til lengri tíma litið og áætlanir geri ráð fy'rir að fyr- irtækið skili eigendum sínum a.m.k. 8% arðsemi. FIóttafólMð í leiguíbúðir íbúðir skoðaðar í Hafnarfirði. Næsti hópur út á land. Abugi hjá mörgum sveitarfélögum. Fjar- fuudur hjá flótta- maunaráði. Á fundi flóttamannaráðs í gær var ákveðið að fara að Ieita að leiguíbúðum á höfuðborgarsvæð- inu fyrir þá rúmlega 20 flótta- menn sem komu hingað til Iands í sl. viku frá Kosovo. Árni Gunn- arsson, formaður ráðsins, segir að þeir 80 flóttamenn sem von er á til viðbótar muni hinsvegar verða búsettir úti á landi. Rafiðnaðarsamband Islands Árni Gunnarsson, formaður Flóttamannaráðs. hefur þegar boðið fram stóra íbúð á Seltjarnarnesi fyrir raf- virkjann í hópi flóttamannanna og fjölskyldu hans, auk vinnu fyr- ir hann. í gær voru t.d. fulltrúar frá flóttamannaráði og Rauða krossinum að skoða íbúðir fyrir flóttafólkið í Hafnarfirði. Ekki er vitað hvenær næsti hópur flótta- manna kemur hingað til lands. Hinsvegar er búist við að það geti orðið á næstu vikum en Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna mun sjá um að velja flótta- fólk í þann hóp. 80 út á land Árni Gunnarsson segir að rætt verði við þau sveitarfélög sem Iýst hafa yfir áhuga að fá flótta- fólk til sín vegna þeirra 80 sem von er á. Þar á meðal eru sveitar- félög eins og Fjarðabyggð, Seyð- isfjörður, Vestmannaeyjar, Þor- Iákshöfn, Vesturbyggð, Bolung- arvík og Siglufjörður. -GRII Sóttkvím kannski stækkuð Nýr framkvæmdastjóri Áburðarverk smiðjuimar Bjarni Kristjánsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar og tekur við af Eggert Haukssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarið eitt og hálft ár. Eggert var á sínum tíma falið að endurskoða rekstur Áburðarverksmiðjunnar og búa fyrirtækið undir einkavæðingu. Þegar verksmiðjan var seld í febrúarlok gaf hann ekki kost á sér áfram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Hann mun hins vegar aðstoða nýja eigendur \dð áframhaldandi endurskipulagninu á rekstrinum. Bjarni Kristjánsson er rúmlega fertugur og hefur rekið eigið ráð- gjafafyrirtæki undanfarin 3 ár. Safna matarpökkum Rauði Kross Islands gengst fyrir matarsöfnun fyrir flóttafólk frá Kosovo um helgina í samvinnu \dð útvarpsstöðina Létt 96,7, Hag- kaup, íslandspóst og Samskip. Söfnunin hefst í dag og gefst almenn- ingi þá kostur á að kaupa sérmerkta matarpakka Rauða krossins í Hagkaupi í Skeifunni á 500 krónur og fer hver kaupandi með sinn pakka í merktan gám fyrir utan verslunina. I hverjum pakka eru 6 kíló af mat, nægjanlegur fjöldi hitaeininga fyrir einstakling í hálfan mánuð, að því er segir í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum. Aðstandendur söfnunarinnar vonast til að unnt verði að senda 5000 mataqsakka utan í næstu viku. Halldór Runólfsson jTirdýralækn- ir og fleiri fulltrúar landþúnaðar- ráðuneytisins mæta til Hríseyjar í dag til að funda um viðbrögð við ört vaxandi aðsókn að einangrun- arstöð gæludýra. Eins og Dagur greindi frá á dögunum hefur bið- tfminn eftir plássi fyrir gæludýr lengst verulega að undanförnu og er kominn upp í 9 mánuði hvað hunda varðar. Til skoðunar er að stækka stöð- ina í Hrísey en á sama tíma er í smíðum reglugerð sem heimila myndi einkaaðilum að opna nýja sóttkví. Að sögn Halldórs yfir- dýralæknis er þess ekki að vænta að ný reglugerð verði tilbúin fyrr en með haustinu. „Við vitum af því hversu biðröðin hefur lengst, fólki í búferlaflutningum til vand- ræða. Það er auðvitað visst áhyggjuefni sem knýr á um að viðbrögð dragist ekki úr hömlu. Nú á að skoða hvort mæta megi þessu og auka gegnumstreymið með stækkun í Hrísey og í kjölfar- ið að setja reglur sem heimila einkaaðilum að sækja um að reka svona starfsemi,11 segir Halldór. Stefán Björnsson, sem rekur sóttkvína í Hrísey, \ildi lítið tjá sig um málið fyrr en að loknum fundarhöldunum í dag. „Eg get þó sagt að við höfum unnið ákveðna forvinnu fyrir ráðuneytið og teljum möguleikann á stækkun vera fyrir hendi,“ segir Stefán. - FÞG Nýr formaður stofmmar Sigurðar Nordals Menntamálaráðherra hefur skipað Ólaf ísleifsson hag- ffæðing framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabankans og sem formann stjórnar stofnunar Sigurðar Norðdals. Aðrir í stjórn eru Þóra Björk Hjartardóttir dósent kosin af Háskólaráði og Sigurður Pétursson lektor kosinn af heimspekideild. Úlafur ísleifs Hlutverk stofnunar Sigurðar Nordals er að efla rann- sóknir og kynningu á íslenskri menningu að fornu og s<ln' nýju hvar\'etna í heiminum. Einnig að efla tengsl ís- lenskra og erlendra fræðimanna á því sviði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.