Dagur - 15.04.1999, Side 7

Dagur - 15.04.1999, Side 7
TWa~_ ÞJÓÐMÁL ~ r - . - . « miTv ^ FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1 999 - 7 Raimveruleg fj ölskyldustema GUÐRUN ÖGMUNDS DÓTTIR félagsráðgjafi skrífar Á hátíðarstundum er gjarnan tal- að um fjölskylduna sem hornstein samfélagsins. Reyndin er hins vegar sú að grunnur þessa horn- steins er alls ekki nógu traustur. Þrátt fyrir fögur orð er margt sem betur má fara í fjölskyldumálum hér á landi, ekki síst hvað varðar ytri aðstæður fjölskyldunnar. Raunveruleg og sýnileg fjöl- skyldustefna er nauðsynleg og það er ekki nægjanlegt að hampa fjölskyldunni á hátíðarstundum. Raunhæfar aðgerðir er það sem þarf. Ef litið er til hinna Norðurland- anna, þá kemur Island verst út hvað varðar það fjármagn vegna stuðnings við börn og fjölskyldur. Við Islendingar eignumst mun fleiri börn en aðrir Norðurlanda- búar, en þrátt fyrir það eru útgjöld hins opinbera vegna barnafjöl- skyldna lægst hér. Við höfum styttra fæðingarorlof og lægri greiðslur í fæðingarorlofi, lægri barnabætur og meiri skerðingu vegna þeirra tekna foreldra, svo fátt eitt sé nefnt. Aíiiám tckjutengingar Island er eina landið á Norður- Iöndunum sem hefur tekjutengd- ar barnabætur, enda kom nýlega fram í íjölmiðlum að þegar ríkis- stjórnin fór að tekjutengja barna- bætur sparaði íslenska ríkið hvorki meira né minna en 2,2 milljarða króna. Þeir sem Ienda hvað mest i þessum tekjutenging- um eru ungt barnafólk sem hefur þokkalegar tekjur, sem oft er aflað með mikilli vinnu, en þetta unga fólk hefur jafnframt mikla greiðslubyrði. Þetta unga fjöl- skyldufólk er að kaupa húsnæði, borga af námslánum, greiða fyrir dagvistun o.s.frv. Það hefur í raun ekki svo mikið á milli handanna, þrátt fyrir tekjurnar, eftir að reikningarnir eru greiddir. Þetta er sá hópur sem lendir í vítahring tekjutenginga. Samfylkingin vill afnema þessa tekjutengingu til þess að tryggja að- stæður barna og fjölskyldna þeirra. Þetta er aðeins eitt af því sem Sam- fylkingin ætlar að breyta í óréttlátu bótakerfi samtím- ans. Skerðing barnabóta, vaxta- bóta og greiðslna frá Tryggingastofn- un vegna tekna þýðir að hér á landi gildir í raun og veru margra þrepa skattkerfi. Skatt- kerfi sem er hag- stætt þeim tekju- hæstu, en refsar millitekjufólki sem reynir að auka tekjur sínar til þess að geta greitt af húsnæðis- og námslánum. Þessu þarf að breyta. Lengra fæðingarorlof Það er fleira í hinu íslenska vel- ferðarkerfi sem er andstætt barnafjölskyldum. Hvergi á Norð- urlöndum er fæðingarorlof styttra en hér. Það lætur nærri að fæð- ingarorlofið í Finnlandi, sem kemst næst okkar að lengd, sé tvöfalt lengra en okkar. Hér er fæðingarorlofið 26 vikur, en í Danmörku þar sem það er lengst er orlofið 69 vikur eftir fæðingu barns. Þessu verður líka að brey- ta og það fyrr en seinna! Krafan er því 12 mánaða fæðingarorlof sem Foreldrar geti skipt á milli sín. En það er ekki bara lengd fæð- ingarorlofsins sem skiptir máli. Nú er málum svo háttað hér á landi að það eru aðeins konur í opinberri þjónustu og nokkrum öðrum stéttum sem halda fullum launum í fæðingarorlofi. Aðrar konur, því enn eru það nær ein- göngu konur sem taka fæðingar- orlof, fá fasta mánaðargreiðslu frá Tryggingastofnun. Núna nemur upphæðin um 72.265 kr. sem er mun minna en meðallaun. Tekjur flestra kvenna lækka því töluvert þegar þær fara í fæðing- arorlof. Séu þær £ sambúð þarf maki þeirra því að vinna enn meira en venjulega til þess að mæta minnkandi tekjum, því að ekki minnka útgjöldin þegar tjölg- ar á heimilinu. Þegar fjölskyldan þarf mest á því að halda að vera saman, læra á nýja einstaklinginn og njóta návista hvers annars, neyðist faðirinn til þess að vinna æ meira til þess að endar nái sam- an. Og guð hjálpi einstæðu móður- inni sem allt í einu hefur mun lægri tekjur en venjulega og hefur eiiga leið til þess að afla við- bótartekna. Tryggjiun rétt feðra Einn af grundvöll- unum að farsælli fjölskyldustefnu er jafnrétti karla og kvenna og sameig- inleg ábyrgð þeirra á verkefnum fjöl- skyldunnar. Vel- ferð barnanna byggir á því að for- eldrar geti báðir annast þau, borið sameiginlega ábyrgð á velferð þeirra. Fjölgun feðra sem taka fæðingarorlof veitir bömum auk- in tækifæri á samskiptum við feð- ur sína og stuðlar að jafnrétti kynjanna bæði innan veggja heimilanna og á vinnumarkaði. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa talað fyrir auknum rétti feðra til fæðingarorlofs, en efndir stjórn- arflokkanna hafa verið litlar. Nú eiga feður rétt á tveggja vikna fæðingarorlofi, auk þess sem þeir geta tekið hluta af fæðingarorlofi móður. Mismununin er sú sama og hjá mæðrum að því Ieyti að feður á almennum vinnumarkaði fá mun lægri greiðslur en feður sem vinna hjá opinberum aðilum, enda taka þeir fyrrnefndu sjaldn- ar fæðingarorlof. Treystum uudirstöðiina Samfylkingin hefur lagt fram heildstæðar hugmyndir um leng- ingu á fæðingarorlofi á fullum launum £12 mánuði, þannig að foreldrar geti skipt þvf með sér. Jafnframt verði feðrum tryggður sjálfstæður réttur til þriggja mán- aða fæðingarorlofs, og að þeir geti tekið allt að sex mánaða fæðing- arorlof á móti sex mánaða orlofi móður. Kostnaðinum verði mætt með stofnun fæðingarorlofssjóðs sem greitt verði £ af trygginga- gjaldi. Lengi býr að fyrstu gerð og þvf vill Samfylkingin Ieggja sérstaka áherslu á að treysta stöðu barna- fjölskyldna. Við viljum hverfa frá þeirri braut núverandi stjórnar- flokka að hygla fjármagnseigcnd- um og sérhagsmunahópum, en beina þess £ stað kröftum okkar að undirstöðu þjóðfélagsins, fjöl- skyldunni. Krafa dagsins £ dag er sú að fyr- irtæki jafnt einkarekin sem opin- ber hafi fjölskyldustefnu, sem miðist að jafnri ábyrgð foreldra gagnvart börnum sinum. Ef vilji væri fyrir hendi, þá á rikið auðvit- að að hafa forgöngu i slfkum mál- um, en það hefur ekki gerst enn- þá þvf miður. Stefna Samfylldng- arinnar felur ekki í sér aukin út- gjöld, heldur nýja forgangsröðun og nýja hugsun. Við viljum breyta áherslum og skapa manneskju- legra og fjölskyiduvænna um- hverfi, öllum til góðs, fáum við til þess umboð kjósenda. Kjósið Samfylkinguna 8. maí nk. Guðrún ski'par 4. sæti Samfylk- ingarinnar í Reykjavtk. „ísland er eina landið á Norðuriöndunum sem hefur tekjutengdar barnabætur, enda kom nýlega fram í fjölmiðlum að þegar ríkisstjórnin fór að tekjutengja barnabætur sparaði íslenska ríkið hvorki meira né minna en 2,2 miljarða króna," segir Guðrún m.a. í grein sinni. Framtíðin er okkar PERCY B. STEFÁNS- SON fv. formaður Sam- takanna '78 og í 10. sæti VG í Reykjavík skrifar Kosningar eru í nánd og umræð- ur um landsmálin eru komnar í gang. En byrjunin lofar ekki góðu. Daufleg og hefðbundin umræða gjörsneydd tilfinningum og draumum um framtíðina er það sem ég hef þurft að hlusta á. Lengi hef ég óskað þess að eitt- hvað nýtt og öðruvísi gerðist í kosningabaráttunni. Að vottur af hugsjón og framtíðarsýn Iíti dags- ins Ijós. Að eitthvað eða einhver kveikti Iöngun hjá mér til þess að vera með. Að einhver talaði af til- finningahita um málefni sem snerta mig og aðra kjósendur. Mér finnst lítið varið í stjórn- málamenn sem flýja inn í hjúp meðaltalsins. Og tala endalaust við okkur um að allt sé svo gott og vilja endalaust sannfæra okk- ur um að við séum hamingjusöm þjóð. Stjórnmálamenn sem vilja ekki viðurkenna að stórir hópar Islendinga misstu af „góðærinu11 eru utan við þennan meðaltals- hóp. Meira að segja forsætisráð- herra talar um öryrkja sem hafa það að meðaltali gott. Það er lít- ið rætt um hina. Þau okkar sem ná ekki að vera á meðaltalslaun- um og vera meðaltals heilbrigðir íslendingar. Eg á við þann hóp sem var fyr- ir „góðæri“ á lágum launum. Or- yrkja, atvinnulausa og alltof marga aldraða með um 60.000 kr. eða jafnvel minni sporslur frá því opinbera, sem nægir ekki fyrir daglegu brauði hvað þá ein- hverju skemmtilegu. Hópana, sem eru fastir í endalausri fjöl- skyldu- og tekjutengingarflækju ríkisstofnana. Því enginn virðir í dag einstaldinginn sem sjálfstæð- an aðila, t.d. eru makar og börn endalaust tengdir við afkomuþörf hans sem einstaklings. Er Iausn þessa hóps ef til vill sú, að Iáta skrá sig á lóðsbát viðkomandi heimahafnar og fá endurgreidd- an virðisaukaskatt af „fatnaði" auk sjómannaafsláttar? I dag sýnist mér hamingja alltof margra felast í ótæmandi fjársjóðum hinna ótrúlegustu lánastofnana - því að allir vilja lána okkur pening. Og alls kon- ar kort veltast um þjóðfélagið. í dag sýnist mér ham- ingja alltof margra felast í ótæmandi fjársjóðum hinna ótrúlegustu lána- stofnana - því að allir vilja lána okkur pening. Kaupið í dag, greiðið á morgun og vextir ná svo sem um 16% en alls ekki meir. Við vinnum of mikið því við verðum að eiga allt. En einnig vegna þess að á grunnkaupi fyrir 40 klst. vinnu er ekki hægt að Iifa. Við byggjum endalaust sér- dvalarstaði yfir börn og aldraða m.a. vegna þess að fæstir hafa tíma til að staldra við og njóta dagsins í dag og tala saman. Við erum sem sagt þjóð á miklum hraða í leit að einhverjum lóttó- vinningi, sem er alltaf rétt hinum megin við hornið. Ef þetta er framtíðarsýn og hugsjón núverandi stjórnar- flokka, fyrir mína hönd vil ég ekki lengur leika með. Ég vil ekki taka þátt í stríði en ég er ekki spurður. En ég sé held- ur ekki hvernig á að leysa það mál. Bara ekki auga fyrir auga, það er lausn þess sem engin úr- ræði á eftir. Er gjaldþrota og ger- ir bara eins og hinir. Allt í einu er ég orðinn herstöðvarandstæðing- ur. Eg vil herinn burt. Og hvað erum við að gera f varnarbanda- lagi, sem er orðið að heimslög- reglu? Ég vil setja einstaklinginn í fyr- irrúm. Miða líf hans út frá hon- um sjálfum og tryggja jafnan rétt allra til mannsæmandi lífs. Ég vil brjótast út úr þessu innantóma tali um tölur og misskiptu góð- æri. Ég vil réttláta tekjuskiptingu og að aðstæður landsmanna verði sem jafnastar óháð búsetu og félagslegri stöðu. Ég vil líf í reisn og öryggi og það án tillits til kynferðis, aldurs eða örorku. Ég vil að lesbfur og hommar hafi sömu mannréttindi og aðrir í þessu samfélagi. Og ég vil heyra hjartað slá í stjórnmálaumræðunni, skynja tilfinningahita og heyra um drauma og þrár. Og mér er ljóst að ég vil kjósa Vinstrihreyfinguna grænt fram- boð. Þar slær hjartað og þar á bæ vill fólk sjá drauma sína og hugsjónir rætast. Gott fólk valið virðist auðvelt. Beygjum til vinstri á grænu og kjósum Vinstrihreyfinguna grænt fram- boð fyrir framtíðina.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.