Dagur - 15.04.1999, Side 9
8- FIMMTVDAGVR 1S. APRÍL 1999
T>gpu-
FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1999 - 9
FRÉTTASKÝRING
Tkyftr
Andstætt venju tengist
stjómmálabaráttan á
Vestfjörðum nú fremur
byggðamálum og sam-
göngumálum en sjávar-
útvegsmálum. Benda
má á að um 600 útlend-
ingar starfa í fisk-
vinnslu á Vestíjörðum
og stærstur hluti þeirra
er ekki á kjörskrá.
íbúatala Vestfjarða var 8.590
manns 1. desember sl. og hafði
fækkað um 858 frá 1. desember
1994, en þá voru þeir 9.448. íbú-
ar á Vestfjörðum 18 ára og eldri
voru 6.051 þann 1. desember
1998 og hafði þá fækkað um 362
frá 1. desember 1994. Þessa þró-
un telja margir vera geigvænlega.
Kosið er um 5 þingmenn á Vest-
fjörðum. 1 kosningunum 1995
fengu flokkarnir sem standa að
Samfylkingunni 1.899 atkvæði
eða 34,6% og 2 þingmenn, Sjálf-
stæðisflokkurinn 1.787 atkvæði
eða 32,5% og 2 þingmenn og
Framsóknarflokkurinn fékk 1.086
atkvæði eða 19,8% og einn þing-
mann. Vestfjarðalistinn með Pétur
Bjamason í fararbroddi fékk 717
atkvæði eða 13,1 % og var nærri því
að koma að manni. Þá fékk fram-
boð Péturs nokkum meðbyr þar
sem margir töldu að forysta Fram-
sóknarflokksins hefði stillt upp
Gunnlaugi Sigmundssyni í 1. sæti
B-lista og það vildu margir fram-
sóknarmenn á Vestfjörðum ekki
sætta sig við.
Þessi skoðun hefur enn fengið
byr undir báða vængi þar sem er
skipan Kristins Gunnarssonar í 1.
sæti B-lista, og telja sumir að
skoðanir Kristins séu nokkuð til
vinstri við Framsóknarflokkinn,
enda fyrrum alþýðubandalagsmað-
ur. Pétur Bjarnason skipar 2. sæt-
ið á lista Ftjálslynda flokksins, en
ekki er talið að „samúðarfylgi" fylgi
honum þangað né dugi efsta
manninum, Guðjóni Amari Krist-
jánssyni, sem tapaði keppni um 3.
sætið á lista sjálfstæðismanna í
kjördæminu. Guðjón Amar er þó
talinn eiga nokkuð fylgi meðal
vestfirskra sjómanna. Þó er talið
að eina von Ftjálslynda flokksins
til að ná kjördæmakjörnum þing-
manni sé á Vestfjörðum, fjöregg
hans sé þar. Magnús Reynir Guð-
mundsson, fyrrum varaþingmaður
Framsóknarflokksins, sem tapaði
kapphlaupinu um 1. sæti B-lista
við Kristin Gunnarsson, sagði ný-
verið að framboð Frjálslynda
flokksins væri mjög álitlegur kost-
ur og gott innlegg í pólitíkina á
Vestfjörðum. Magnús Reynir segir
gríðarlega óánægju ríkjandi í kjör-
dæminu og það mundi nýtast
Frjálslynda flokknum vel. Ekki
vildi Magnús Reynir þó lýsa yfir
fylgi við F-listann fremur en B-list-
ann, sagðist vilja sjá hverju fram
vindur í kosningabaráttunni, sem
væri varla komin af stað þrátt fyrir
að aðeins væru liðlega 3 vikur til
kjördags.
Byggðamál
Andstætt venju tengist stjórnmála-
baráttan á Vestfjörðum nú fremur
byggðamálum og samgöngumálum
en sjávarútvegsmálum. Benda má
á að um 600 útlendingar starfa í
fiskvinnslu á Vestfjörðum og
stærstur hluti þeirra er ekki á kjör-
skrá. Baráttan gegn fólksflótta úr
kjördæminu byggist ekki síst á
aukinni menntun í kjördæminu og
auknum atvinnumöguleikum
menntaðs fólks og þar er fjar-
menntun i tengslum við Háskól-
ann á Akureyri talin hafa mikil
áhrif, þar sem ekki geti allir tekið
sig upp með fjölskyldu til að sækja
nám. Menntamálunum tengist
einnig einsetning grunnskóla og
að hlutfall kennara við skólana
aukist, en óvíða er hlutfall leið-
beinenda jafn hátt og á Vestfjörð-
um. Lífeyrismál aldraðra munu
einnig fá nokkuð rými, en margir
úr þeirra hópi hafa sagt að þeir
muni kjósa þá frambjóðendur sem
bjóði þeim bestu trygginguna á
ævikvöldinu. Utanríkismál, Evr-
ópumál og skattamál verða mun
minna í umræðunni á Vestfjörðum
en t.d. í Reykjavíkur- eða Reykja-
neskjördæmum enda eðlilegt þar
sem umræðan snýst um það að
viðhalda byggð og skapa fjölbreytt-
ara atvinnulíf.
Kvóti þarf að vera
óframseljanlegur
Sighvatur Björgvinsson, efsti mað-
ur á lista Samfylkingar, segir að
áherslurnar verði aðrar á Vest-
fjörðum en í öðrum kjördæmum.
Byggðamál og kvótamál hafi mesta
þýðingu fyrir íbúana og hvað eigi
að gera í málefnum þeirra byggð-
arlaga sem misst hafi í burtu mest-
allan sinn kvóta, eins og t.d. hafi
gerst í Bolungarvík.
„Þetta er miklu meira en vamar-
barátta, þetta er barátta um tilveru
vegna þess að ef ekki er hér sjávar-
útvegur þá er hér ekkert. Onnur
mál munu verða í skugganum,
eins og t.d. Evrópumál. Við Djúp
voru öflugustu sjávarútvegsfyrir-
tæki landsins en nú er tíðin önnur.
Vestfirðingar hafa aldrei stutt
þetta kvótakerfi og það má að ein-
hveiju leyti liggja þeim á hálsi fyr-
ir að hafa ekki aðlagað sig að
stjórnkerfinu, en það er svo fjarri
þeim hugsanahætti sem hér hefur
rfkt í nábýli við auðugustu þorsk-
mið landsins. Það er fjarri vest-
firskum hugsanahætti að ekki
megi fara og draga fisk úr sjó nema
samkvæmt boði. Undirstaða sjáv-
arútvegsins hér hefur verið þorsk-
og rækjuveiði en ekki loðna eða
síld, enda Iiggja Vestfirðir ekki vel
við slíkum veiðiskap. Það er ekki
nóg að kvóti sé bundinn við byggð-
arlög, það hafa Vestfirðingar lært
af biturri reynslu, því kvóta er út-
hlutað á skip og það er hægur
vandi að Ieigja hann burtu. Það
sama gildir um jöfnunarkvóta, sem
á að standa undir atvinnulífi í
byggðarlagi. Ég vil ekki sjá í því
geðþóttaákvörðun sveitarstjórnar-
manna við úthlutun og tryggja þarf
að fiskinum sé Iandað á viðkom-
andi stað og hann nýttur þar. Kvót-
inn þarf líka að vera óframseljan-
legur þannig að ekki verði hægt að
gera eins og á Bíldudal þar sem
jöfnunarkvóti var seldur í annað
byggðarlag. Ég vil líka að sveitarfé-
lögin njóti einhvers hluta tekn-
anna sem út úr honum fæst.
Fjórir af fimm þingmönnum eru
kjördæmakjörnir en fimmta þing-
sætið er jöfnunarsæti sem er þó
bundið kjördæminu. Það sæti fell-
ur aðeins til okkar í Samfylking-
unni eða til Sjálfstæðisflokksins,
og ég tel að Samfylkingin standi
því nær. Við fáum þá tvo þing-
menn, Sjálfstæðisflokkur tvo og
Framsókn einn,“ segir Sighvatur
Björgvinsson.
Auka þarf árangur í
fískvinnslu
Kristinn H. Gunnarsson, efsti
maður á lista Framsóknarflokks,
telur að kosningarnar muni snúast
um byggðamál en sjávarútvegsmál
fái þó töluvert vægi. Verið sé að
leita leiða í framsókn og snúa ríkj-
andi óheillaþróun í byggðamálum
við, og það gerist kannski ekki
hratt.
„Stjórnvöld eru meðvitaðri en
áður um þetta vandamál og tilbún-
ari að grípa til aðgerða. Byggða-
stofnun gegnir lykilhlutverki í því
að kanna orsakirnar og hefur þar
notið aðstoðar Háskóla Islands og
Háskólans á Akureyri. Deila má
um það hvort aðgerðirnar eru
nægjanlega afgerandi. Fólksfækk-
un á Vestfjörðum endurspeglar
stöðu fiskvinnslunnar, væri hún
kröftug værum við að horfa á ann-
að ástand. Kjörin í fiskvinnslunni
eru það lág að Islendingar leita
annað þrátt fyrir að aðbúnaður
hafi batnað og þvi eru svo margir
útlendingar hér við þessi störf og
raun ber vitni. Ekki hefur náðst
eins góður árangur í fiskvinnsl-
unni og í mörgum öðrum atvinnu-
greinum, en þingmenn bera ekki
ábyrgð á rekstri fiskvinnslufyrir-
tækjanna en þingmenn geta haft
þar áhrif. Það er almenn lína í
þjóðfélaginu í dag að þingmenn
hafi sem minnst afskipti af at-
vinnulífinu.
Við framsóknarmenn stefnum
að því að fá tvo menn kjöma og
þar með endurheimta fyrri styrk
flokksins í kjördæminu. Síðan
fengi Sjálfstæðisflokkur tvo menn
og Samfylkingin einn mann.
Fijálslyndir höfða stíft til sjálf-
stæðismanna og fá varla mann,“
segir Kristinn H. Gunnarsson.
Mikill áhugi á mótun
landbúnaðarstefnu
Einar Kristinn Guðfinnsson, efsti
maður á lista Sjálfstæðisflokks á
Vestfjörðum, segir það ekki lausn-
arorðið í atvinnumálum lands-
byggðarinnar að flytja fyrirtæki úr
þéttbýlinu út á land. Það beri hins
vegar að leggja áherslu á að skapa
fyrirtækjum á landsbyggðinni
nægilega góð rekstrarskilyrði til að
þau gætu þrifist og dafnað.
„Höfuðviðfangsefnið hér á Vest-
fjörðum verða byggðamál í breið-
um skilningi þess orðs, en ég verð
mjög var við það að áhugi fólks á
því sem ríkisstjórnin er að gera við
mörkun og mótun nýrrar byggða-
stefnu er mjög mikill enda er verið
að taka þessi mál öðrum tökum en
verið hefur. Það er hins vegar ekk-
ert nýtt að sjávarútvegsmálin verði
mjög stór þáttur í stjórnmálaum-
ræðunni. Hyggja þarf að ýmsum
fleiri þáttum og t.d. skín í gegn í
umræðunni mikill áhugi fólks á
menntamálum, endurmenntun og
símenntun og hvernig hægt er að
standa sem best að menntun barn-
anna og hvernig verður siðan hægt
að bjóða þessu fólki störf á Vest-
fjörðum að loknu langskólanámi.
Tengsl við Háskólann á Akureyri
og möguleikar á fjarnámi hafa
stuðlað að því að fleiri fá tækifæri
enda er alltaf hætta á því að þeir
sem halda burtu til náms komi
ekki aftur. Einnig þarf að hyggja að
öðrum atvinnugreinum og hér er
ríkjandi mikill áhugi á mótun
landbúnaðarstefnu sem skiptir
margar vestfirskar byggðir máli.
Vestfirðingar leggja mikla áherslu
á að sérstaða landbúnaðarins í
kjördæminu er sú að hún fer fram
á svæðum þar sem hvergi er ofbeit
og mjög vel fallin til sauðfjárrækt-
ar. Hana þarf að auka en hér þarf
einnig að viðhalda mjólkurfram-
leiðslu þó hún hafi verið á undan-
haldi. Við sjálfstæðismenn viljum
Iíka hyggja að nýsköpun í atvinnu-
lífinu og það eru hér fyrirtæki sem
hafa vakið athygli á því sviði, eins
og t.d. Póls og 3xStáI. Evrópumál
og utanríkismál eru ekki mjög of-
arlega í sinni Vestfirðinga en hins
vegar. er mönnum Ijóst efnahags-
legt samhengi hlutanna, þ.e. ef
ekki er staðið vel að uppbyggingu
Úrslit 1995
Alþýðuflokkur 13,7%-lmann
Framsóknarfl. 19,8%-lmann
Sjálfstæðisfl. 32,5% - 2 menn
Álþýðubandal. 11,9%- 1 mann
Þjóðvaki 3,3%
Vestfjarðalistinn 13,1%
Kvennalisti 5,7%
efnahagslífins þá er allt atvinnulíf
í hættu. Ég óttast útgjaldakröfu-
stefnu Samfylkingarinnar, sem
gæti stefnt stöðugleikanum í voða.
Hér er horft með vonaraugum til
þeirra miklu áfanga sem eru
framundan í vegamálum Vest-
fjarða, sem eru tií þess fallnir að
ijúfa vetrareinangrun og bæta bú-
setuskilyrði bæði íbúa og fyrir-
tækja, m.a. með lækkandi vöru-
verði. Lækkandi orkuverð hefur
einnig áhrif á það að tryggja byggð
á Vestfjörðum.
Markmið okkar sjálfstæðis-
manna er að hér verði áfram tveir
kjördæmakjörnir þingmenn en
fimmta sætið er fullkominn vonar-
peningur sem ómögulegt er að
segja til um hvar lendir og því vilj-
um við tryggja tvo kjördæmakjörna
menn. Ætli Framsókn og Samfylk-
ing fái ekki sitt hvorn manninn,"
segir Einar Kristinn Guðfinnsson.
Barátta um að viðhalda byggð
Lilja Rafney Magnúsdóttir, efsti
maður á lista Vinstrihreyfingarinn-
ar - græns framboðs, telur að kosn-
ingabaráttan muni snúast um að
halda byggð á Vestfjörðum. Það
verði að gera með því að treysta
atvinnu og byggðatengja fiskveiði-
stjórnunarkerfið og breyta undir-
stöðu sjávarútvegsins, sem alls ekki
sé ásættanleg í dag.
„Þetta er ekki bara varnarbarátta
heldur einnig sókn til þess að við
missum ekki þetta unga fólk f burtu
sem er að vaxa úr grasi og mun
sækja sér menntun. Við verðum að
fá það sem flest til baka til að vinna
að uppbyggingu á svæðinu. Það er
hrikalegt ef stór hluti ungs fólks
milli tvítugs og þrítugs flytur burtu
á næstu fimm árum. Vestfirðingar
þurfa að geta framfleitt sér af und-
irstöðuatvinnugreinunum. Vestfirð-
ingar eru mjög meðvitaðir um utan-
ríkismál og málefni efnahagsbanda-
laga og hvernig þau spila saman.
Valdið er að færast stöðugt meira
frá landsbyggðinni til Reykjavíkur
en það má ekki gerast að það færist
úr landi til Evrópusambandsins,
það væri framsal á fullveldinu.
Nógu langt frá okkur Vestfirðingum
er valdið komið í dag en færa þyrfti
verkefni heim í hérað eins og kost-
ur er. Það þarf að bjóða upp á sí-
menntun heima í héraði og auka
möguleika á fjarmenntun. Samstarf
við Háskólann á Akureyri er aðeins
byijunin.
Við teljum okkur hafa möguleika
að ná jöfnunarþingmanninum en
erum ekki svo brött að álíta að við
náum kjördæmakjörnum þing-
manni. Það er mikið umrót hér á
Vestfjörðum og margir eru óá-
kveðnir. Sjálfstæðisflokkur heldur
sínum tveimur þingmönnum og
kratarnir og framsókn fá einn
hvor,“ segir Lilja Rafney Magnús-
dóttir.
Fiskveiðiun verði sóknarstýrt
Guðjón Arnar Kristjánsson, efsti
maður á framboðslista Frjálynda
flokksins, segir að kosningabarátt-
an á Vestfjörðum muni og eigi að
snúast um sjávarútvegsstefnu þjóð-
arinnar og byggðamál. Þetta sé
varnarbarátta vegna þéss að fólki
hafi verið áð fækka alveg geigvæn-
Iega á Veslfjörðum.
„Sé ékki hægt að hafa meiri festu
í stjórnkerfinu og meira fijálsræði
til þess að stunda sjóinn þá mun
ganga á rétt fólksins því byggðirnar
hér á Vestfjörðum urðu til vegna
sjósóknar. Ef ekki er hægt að hafa
lifibrauð af sjónum þá er þetta allt í
voða, því miður. Utgerð og fisk-
vinnsla er undirstaðan sem verður
að treysta og efla. Ég hugsa veið-
arnar ekki endilega í kvóta heldur
að veiðunum sé sóknarstýrt og við
komumst út úr kvótabraskinu. Það
er engin framtíð í því að geta selt
gefnar veiðiheimildir úr byggð,
hvort sem um togara- eða smábata-
útgerð er að ræða. Byggðamálin
tengjast þessu öllu, s.s. sjávarút-
vegi, samgöngum og Iandbúnaðar-
stefnunni en hér er t.d. ekki eitt
einasta sláturhús starfandi nema í
Strandasýslu. Ef við höfum ekki
kjarna að byggja á þýðir ekki að
byggja hér upp t.d. ferðaþjónustu.
Ég er bjartsýnn á að við náum
hér inn manni, en það er barist hart
á móti okkur. Ég er hins vegar ekki
spámannlega vaxinn, enda svo
margt óljóst um úrslit. Kristinn fór
t.d. úr Alþýðubandalaginu yfir í
Framsókn og enginn veit hvað
hann tekur með sér, ef eitthvað.
Það er mikil óánægja ríkjandi innan
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
og það er ekkert flug á Samfylking-
unni. Ég geri ráð fyrir að fá eitthvað
fylgi frá Sjálfstæðisflokknum," seg-
ir Guðjón Arnar Kristjánsson.
EIli-, örorku- og atviimuleysis-
bætur verði 90 þúsund krónur
Stefán Bjargmundsson skipar efsta
sæti Húmanistaflokksins. Hann
segir að Húmanistaflokkurinn leggi
höfuðáherslu á að afnema fátækt-
ina, en einnig verði umræðan um
sjávarútveg sterk. Fólkið sem hafi
lífsviðurværi sitt af sjósókn og fisk-
vinnslu verði að vera með í ráðum
og fá aðild að ákvarðanatöku um
breytingar og nýjar tillögur, jafnvel í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Við höfum Iagt fram tillögur um
90 þúsund króna elli- og örorku-
laun auk atvinnuleysisbóta. Besta
leiðin til að tryggja það er að sam-
eina alla landsmenn í einn gegn-
umstreymislífeyrissjóð sem í rynnu
þeir 30 milljarðar króna sem nú
renna í lífeyrissjóðakerfið auk
þeirra 16 milljarða króna sem
Tryggingastofnunin greiðir í bætur í
dag. 46 milljarðar tryggja öllum 90
þúsund króna bætur. Þetta eitt og
sér er ekki nægjanlegt til að stöðva
fólksflóttann frá Vestfjörðum því
fólkið velur sér búsetu eftir því hvar
því líður vel, en í dag hefur fólk lít-
ið um sitt umhverfi að segja. Ef
okkar tillögur ná fram að ganga fær
fólkið að ráða sínu umhverfi. Von-
andi verður þetta orðið stefna í
byijun næstu aldar.
Ég hvorki vil né get sagt um
kosningaúrslit því Vestfirðingar eru
alls óhræddir að skipta um skoðun
ef þeir sjá hag sínum betur borgið í
því að kjósa annan flokk en þeir
hafa gert að undanförnu. Ég tel að
við eigum möguleika á Vestfjörð-
um,“ segir Stefán Bjargmundsson.
Hvemigfara
þ ingkosningamar?
Gunhlaugur Finnsson
bóndi
„Það eru svo
margir óvissu-
þættir nú sem
erfitt er að sjá
fyrir hvaða áhrif
hafa á lokanið-
urstöðuna.
Þannig er ég
jafnvel í óvissu um hvernig ég
nýti mitt atkvæði að þessu sinni.
Ég held þó að Frjálslyndir nái inn
manni og Framsókn, Sjálfstæðis-
flokkur og Samfylking fái einn
mann en uppbótarsætið kemur í
hlut Sjálfstæðisflokks eða Sam-
fylkingar."
Bryndís Friðgeirsdóttir
framkvæmdastjóri
„Það hefur
aldrei verið erf-
iðara að spá í
stöðuna. Ég
gæti trúað að
Samfylkingin
fengi tvo menn
vegna þess að
þar er nýtt afl á ferðinni en Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi einnig tvo
menn. Fimmta manninn fær
Framsókn væntanlega. Frjáls-
Iyndir koma ekki að manni vegna
þess að þeir eru ekki með annan
hvorn bróðurinn úr Ogurvíkinni,
Halldór eða Sverri, á listanum en
Frjálslyndir verða kannski ekki
svo fjarri því að ná manni.“
Þór Öm Jónsson
sveitarstjóri
„Það getur orðið
mikil sveifla í
þessu kjördæmi.
I síðustu kosn-
ingum fékk
Vestfjarðalistinn
yfir 700 atkvæði
og það munaði
litlu að hann kæmi að manni.
Kristinn Gunnarsson hefur farið
úr Alþýðubandalaginu yfir i
Framsóknarflokkinn og þetta
tvennt kann að hafa áhrif. Þetta
verða tveir sjálfstæðismenn, einn
framsóknarmaður og einn frá
Samfylkingunni en það er
ómögulegt að segja til um það
hver hreppir fimmta manninn."
Ágúst Gíslason
Juisasmíðameistari
„Ég er svo lítið
pólitískur en ég
held að Sjálf-
stæðisflokkur-
inn haldi sínum
tveimur körlum
þó þeir hafi ekki
farið í prófkjör.
alveg að meta
Framsóknarflokkinn eftir að
Kristinn kom þar inn en ég held
að flokkurinn hefði bætt við sig
manni ef Kristinn væri ekki í
efsta sætinu, þó þetta sé dugleg-
asti þingmaðurinn. Þetta er ekki
nógu hreinræktað fyrir suma.
Framsókn fær einn og Samfylk-
ing tvo en Addi kemst ekki að þó
hér sé mikill hiti vegna kvótans.“
Konráð Eggertsson
„Stóra spurn-
ingin er hvað
Samfylkingin
fær. Annars
verður þetta lík-
lega sama ruglið
áfram, ekki síst
ef þeir ætla að
koma með byggðakvóta og efna
til slagsmála milli húsa í þorpun-
um og fleiri flutningabíla til að
flytja fiskinn suður. Það vill eng-
inn banna framsal, og þá skiptir
engu hver fer á þing.“
sjómaður
Framsóknarílokkur
1. Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, Bolungamk.
2. Olöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt, Reykjavík.
3. Björgmundur Orn Guðmundsson, tækniskólanemi, Onundar-
firði.
4. Anna Jensdóttir, umboðsmaður, Patreksfirði.
5. Svava Friðgeirsdóttir, bókasafnsfræðingur, Drangsnesi.
Frjálslyndi ílokkuriim
1. Guðjón Arnar Kristjánsson, form. Farm. og fiskim.samb. ísa-
firði
2. Pétur Bjarnason, fræðslustjóri Isafirði
3. Bergljót Halldórsdóttir, kennari ísafirði
4. Asthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjustjóri Isafirði
5. Kristján Freyr Halldórsson, nemi Isafirði
Húuianistaflokkuriim
1. Stefán Bjargmundsson, tollvörður
2. Olafur Þór Einarsson, beítningamaður
3. Þór Orn Víkingsson, nemj
4. Hrannar Jónsson, forritari
5. Halldór Amar Ulfarsson, stuðningsfulltrúi
SamfyDdngin
1. Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður
2. Karl V. Matthíasson, sóknarprestur Grundarfirði
3. Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Isafirði
4. Guðbrandur Stígur Agústsson, skólastjóri Patreksfirði
5. Arnlín Óladóttir vistfræðingur Bjarnarfirði
Sj álfstæóisílokkur
1. Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður Bolungarvík
2. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Flateyri
3. Ragnheiður Hákonardóttir, forseti bæjarstj. Isafirði
4. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður Patreksfirði
5. Eyrún Sigurþórsdóttir, húsfrú Tálknafirði
Vinstri hreyfmgin - grænt framboð
1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaforseti ASV Suðureyri
2. Gunnar Sigurðsson, vélsmiður Bolungarvík
3. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstjóri Djúpuvík
4. Eiríkur Örn Norðdahl, nemi Isafirði
5. Indriði Aðalsteinsson, bóndi Hólmavík
Árnað heilla
Á morgun föstudaginn 16. apríl er Helgi Sigfússon,
í Hrísey 50 ára. Hann og fjölskylda hans bjóða
ættingjum og vinum til fagnaðar í húsi Frímúrara
það kvöld kl. 20.30.
Aukablað
Miðvikudaginn 21. apríl nk. gefur Dagur út 16
síðna aukablað um Akureyri. Blaðinu, ásamt
Degi, verður dreift inn á hvert heimili á Akureyri
og auk þess til áskrifenda um land allt.
í blaðinu fjöllum við um bæjarmál á Akureyri,
spyrjum hvað stjórnmálamenn ætla að gera
fyrir Akureyringa og skoðum ýmsa anga mann-
lífsins í bænum. Við skoðum sögu Andrésar
Andarleikanna og verðum í sumarskapi.
Auglýsingapantanir í blaðið þurfa að berast
fyrir kl. 12 föstudaginn 16. apríl nk. Símar
auglýsingadeildar eru 460-6191 og 460-6192.
]