Dagur - 15.04.1999, Qupperneq 11

Dagur - 15.04.1999, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Næsta föstudagskvöld, allan laugardaginn og sunnudaginn. Ljúfen, 'gir mexikanskir réttir Gestakokkur frá Amigos, veitingastaðnum sem siær í gegn í Reykiavík FORRETTUR MUCHOS NACHOS Heimabakaðar tortilla flögur með pinto baunum, osti, ásamt salsa, pico de gallo, salati, guacamole, sýrðum rjóma og jalapeno piparsneiðum. AÐALRETTUR EL CORÞO COMBO Fjórir af vinsælustu réttunum í Mexíkóskri matargerð. Encluiada með kjúkling og sýrður rjómi, chili relleno, taco með nautakjöti og grillaður kjúklingur ásamt mexíkóskum hrísgrjónum og pinto baunum. EFTIRRETTUR BANANA ÞHIMICHANCA með súkkulaði og rjóma. LINDIN SOL MEXIKANSKUR BIÓR KR. 300,- Lindin við Leiruveg • Sími 461 3008 Opið frá kl. I 1.00 til 22.00 HEIMURINN PaMstanar prófa líka flugskeyti PAKISTAN - í gær, þremur dögum eftir að Indveijar skutu upp með- aldrægu flutskeyti í tilraunaskyni, gerðu Pakistanar slíkt hið sama. Pakistanska flugskeytið dregur jafnlangt og hið indverska, eða 2300 kílómetra og bæði geta þau borið kjarnorkusprengju. Þjódverjar leggja til málamiðlim ÞÝSKALAND - Þýska ríkisstjórnin hefur komið með málamiðlunar- tillögu til lausnar Kosovostríðinu, og hefur hún verið lögð fram hjá Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Samkvæmt tillögun- um, sem Joschka Fischer utanríkisráðherra Þýskalands hefur unnið að, er gert ráð fyrir að alþjóðlegar eftirlitssveitir í Kosovohéraði verði undir stjórn Sameinuðu þjóðanna en ekki Atlantshafsbandalagsins, eins og upphaflega hugmyndin var. Serbar hafa þverneitað að fallast á hersveitir undir stjórn NATO í Kosovo. Sömuleiðis er gert ráð fyr- ir að serbneskar sveitir yfirgefi Kosovo, bæði sveitir júgóslavneska hersins sem og vopnaðir hópar serbneskra þjóðernissinna. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna telur ekki fyrirsjáanlegt að lát verði á flóttamannastraumnum frá Kosovo. Stofnunin telur að a.m.k. 400.000 manns séu á flótta innan héraðsins. Indverska stjómin missir meirihluta INijLAND - Samsteypustjórnin á Indlandi hefur ekki lengur meiri- hluta á þingi eftir að næststærsti stjórnarflokkurinn sagði sig úr sam- starfinu. Jayaram Jayalalitha, leiðtogi AIADMK, tilkynnti ákvörðun flokksins í gær og sagðist stefna á að leggja fram vantrauststillögu á stjórnina í dag. Þó er engan veginn víst að sú tillaga verði samþykkt og stjórnin verði að fara frá, þar eð fjölmargir litlir flokkar gætu veitt stjórninni óbeinan stuðning í eiginhagsmunaskyni. Kevorkian hlýtur laugan fangelsis- dóm BANDARÍKIN - Doktor Kevorkian, sem hlotið hefur viðurnefnið „doktor dauði“ vegna þeirrar iðju sinnar að hjálpa fársjúku fólki við að fremja sjálfsvíg, hefur verið dæmdur fyrir morð og þarf að dúsa í fangelsi í 10 til 25 ár, verði dómnum ekki áfrýjað. Kevorkian, sem er 70 ára, var kærður eftir að mynd birtist af honum í bandarísku sjón- varpi þar sem hann sést gefa manni lyf sem ollu hjartastoppi. Hann sóttist sjálfur eftir að fá myndina birta í því skyni að þvinga dóms- valdið til þess að fara með málið fyrir dómstól. Hann hefur að eigin sögn „hjálpað" a.m.k. 130 manns að deyja. iiin valdi ýmsum breytingum á stjóm- málalífi Malasíu. Lögreglan í Kuala Lumpur, höf- uðborg Malasíu, notaði í gær táragas og vatnsþrýstibyssur á mótmælendur, sem safnast höfðu saman eftir að Anwar Ibrahim, fyrrverandi forsætis- ráðherra Iandsins, var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir spillingu. Búist er við að dómurinn geti haft ýmsar breytingar í för með sér á stjórnmálum í Malasíu. Sjálfur sagði Anwar dóminn vera hneisu og sakaði Mahathir Mohamad forsætisráðherra um pólitískar ofsóknir á hendur sér. Hann sagðist þó ekki hissa á dómsniðurstöðunni. Dómari hæstaréttar landsins komst að þeirri niðurstöðu að Anwar væri sekur um öll ij'ögur ákæruatriðin, sem öll varða spill- ingarmál, en enn er eftir að fella dóm í einu spillingarmáli í við- bót ásamt fjórum ákærum fyrir saurlifnað. Anwar er 51 árs, en hann var fjármálaráðherra Malasíu frá 1991-93 og síðan forsætisráð- herra þar til í september á síð- asta ári, en þá var hann sviptur ráðherrastólnum vegna hneyksl- Hópur manna safnaðist saman til að mótmæla dóminum í gær. ismála sem þá komu upp. Var hann sakaður um ýmis hneyksl- ismál tengd kynlífi og kynferðis- legri misnotkun. M.a. fullyrti fyrrverandi bílstjóri Anwars að hann hafi um langt skeið verið „kynlífsþræir hans. Anwar hefur stöðugt haldið fram sakleysi sínu. Sömuleiðis hefur hann sagt að hann hafi aldrei reiknað með því að réttar- höldin gætu orðið sanngjörn, þar eð saksóknaraembætti, lögreglan og dómsvaldið allt væru undir forsætisráðherrann seld. Joseph Estrada, forseti Filipps- eyja, sagðist vera dapur vegna þessarar dómsniðurstöðu, en hann olli töluverðum usla í sam- skiptum Malasíu og Filippseyja í fyrra þegar hann lýsti yfir stuðn- ingi við Anwar. Lögfræðingar Anwars sögðust myndu áfrýja dómnum. Margir telja líklegt að fangavist Anwars verði til þess að efla stjórnarand- stöðu landsins, sem muni sam- einast um að berjast fyrir því að honum verði sleppt úr haldi. Aðalfundur Aðalfundur Almenna hlutabréfasjóðsins hf. verður haldinn mánudaginn 26. apríl nk. í húsakynnum Fjárvangs við Laugaveg 170 og hefst klukkan 17:00. Dagskrá: c : n 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvœmt 9. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. 3. Tillaga um heimild handa stjórn félagsins til kaupa á hlutum ífélaginu skv. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 4. Önnur mál, löglega upp borin. \________________________________J Reikningar félagsins liggja frammi hjá Fjárvangi hf. Laugavegi 170, en dagskrá fundarins og endanlegar tillögur verða hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Almeruii hlutabréfasjóðurirm Anwar dæmdur í sex ára fangelsi Líklegt er að dómur-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.