Dagur - 15.04.1999, Síða 12
12 - FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
(UFE IS BEAUTlFUL)
Simi 462 3500 * Hólabraut 12 » www.nett.is/borgarbio
FRABÆR GRINAAYND UIVI F'J.QL
H0Rl(USPENNANDI ROMANTISK SKYLDU SEIVI DVELUR NEÐAN-
JARÐAR í SPRENGJUSKYLM 35
AR VEGNA ÞESS AÐ ÞAU HAÍDA
AÐ KJARNORKUSPRENGJA HAFI
SPRUNGIÐ Á YFIRBORÐI JARÐAR
HEhTUSTU KVENSTJORNUNNI I
« H0LLYW00D í DAG
- DREW BARRYIVIORE
sSiöastn sýning
DOLBY
DOLBY
ÆsnBSr; r 4«
Teitur Örlygsson og félagar hjá Njarðvík eru í góðum málum eftir sigurinn
á Kefivíkingum í fyrrakvöid.
Ætliim að sigra
ÍÞRÓTTIR
30 milljóiiir
í fótboltann
Það er ekki hægt að segja annað
en Evrópska knattspyrnusam-
bandið, UEFA, beri hag evr-
ópskar knattspyrnu fyrir brjósti,
því nýlega ákvað sambandið að
styrkja hana um 1,7 milljarða ís-
lenskra króna. Hluta upphæðar-
innar verður skipt jafnt á milli
allra aðildarsambanda UEFA,
sem eru alls 51 að tölu og fær
hvert landssamband um 10
milljónir íslenskra króna í sinn
hlut. Síðan er ákveðinni Ijárhæð
skipt á milii þeirra meistaraliða
landanna sem féllu út úr Meist-
arakeppni Evrópu eftir fyrstu
tvær umferðirnar, eða tóku ekki
þátt í keppninni og einnig þeirra
liða sem féllu út úr Evrópu-
keppni bikarhafa og UEFA-bik-
arnum eftir fyrstu umferðirnar.
Upphæðin sem skiptist milli
íslensku félaganna er tæpar 20
milljónir króna og mun styrkur-
inn til íslenskrar knattspyrnu því
nema alls um 30 milljónum
króna. Styrkirnir koma úr sjóð-
um UEFA sem safnað hefur ver-
ið síðustu sjö árin eða síðan
meistarakeppnin hófst og eru
beinar tekjur sambandsins af
keppninni.
Úrslit í gær
Handbolti
Urslitakeppni kvenna
Valur-Stjarnan 20 - 24
Enski boltinn
Middlesbrough-Chelsea 0-0
Enski bikarinn
Man.United-Arsenal 2-1
Annar leikurinn í úrslitaeinvíg-
inu um Islandsbikarinn f
körfuknattleik karla milli Kefl-
víkinga og Njarðvíkinga fer fram
í Njarðvík í kvöld og hefst kl.
20:00. Njarðvíkingar gerðu góða
ferð til Keflavíkur í fyrrakvöld og
sigruðu Keflvíkinga þar með tíu
stiga mun 79-89. Að sögn Sig-
urðar Ingimundarsonar, þjálfara
Keflvíkinga, kemur ekkert annað
en sigur til greina í leiknum f
kvöld. „Við vorum að spila einn
okkar lélegasta leik í fyrrakvöld
og menn voru alls ekki að gera
það sem fyrir var lagt. Okkur
tókst ekki að stoppa þá f hraða-
upphlaupunum eins og við ætl-
uðum og því fór sem fór. I kjöl-
farið var sóknin heldur ekki nógu
góð og hittnin afleit. Þetta lagað-
ist heldur í seinni hálfleiknum
og okkur tókst þá að minnka
muninn í sjö stig og vantaði að-
eins herslumuninn. Við höfum
áður lent í því í vetur að tapa
fyrsta leik á heimavelli, þannig
að við vitum hvað bíður okkar í
kvöld. Við ætlum okkur sigur og
ef okkur tekst að spila okkar leik,
þá veit ég að sigurinn verður
okkar,“ sagði Sigurður.
RÁÐHÚSTORGI
D I G I T A L
SÍMI 461 4666
Thx
I hjarta borgarinnar
er svín með stórt hjarta
w ** %
jpp'íllál
Hlátur er sll
-Bytjoö á saífiff®
PIG HTíHF CJTY
Sýnd kl. 17
Sýnd kl. 19
YOUR FRIENDS
NEIGHBORS
Sýnd kl. 21
Sýnd kl. 23
Kaupfélag Eyfirðinga
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn á Fosshótel KEA,
laugardaginn 17. apríl 1999 oghefstkl 10.00.
(DAGSKRÁ J
1. Fundarsetning
2. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins
3. Skýrsla stjórnar
4. Skýrsla kaupfélagsstjóra
Reikningar félagsins
Umsögn endurskoðanda og skoðunarmanna
Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl.
5. Afgreiðsla reikninga og tillagna félagsstjórnar
6. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA
7. Erindi deilda
8. Þóknun stjórnar, endurskoðanda og skoðunarmanna
9. Samþykktar breytingar:
Stjórnin leggur fram tillögu um breytingar á3., 15., 19. og 31. grein.
í 3. gr. er lögð til orðalagsbreyting á tilgangi félagsins. I 15. og 19. grein er lagt
til að kosning skoðunarmanna verði felld niður og í 31. gr. er lagt til að samþykktum
verði ekki breytt nema á löglega boðuðum félagsfundi.
10. Kosningar
Fimm menn í stjórn og þrír menn í varastjórn til eins árs í samræmi við samþykktir
félagsins.
Skoðunarmaður til tveggja ára í stað Guðmundar Gunnarssonar skrifstofumanns.
Varaskoðunarmaður til tveggja ára í stað Birgis Marinóssonar bókhaldara.
Einn maður í stjórn Menningarsjóðs KEA til þriggja ára í stað séra Birgis
Snæbjörnssonar.
Níu fulltrúar á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga
11. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga