Dagur - 15.04.1999, Side 13

Dagur - 15.04.1999, Side 13
FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Ingíbergur vairn Landsglímima Óvænt úrslit urdu í karlaílokki á fjórða stigamóti Lands- glmmimar, þegar htun uugi og efnilegi Pétur Eyþórsson, Víkverja, lagði stigameistarann og félaga sinn, Ingi- berg Sigurðsson. Um helgina fór fram síðasta stiga- mót Landsglímunnar og fór mótið fram í íþróttahúsi Seljaskóla. Landsglíman er ijögurra móta röð þar sem samanlögð stig allra mót- anna ráða lokaúrslitum. Keppt var í karla-, unglinga- og kvenna- flokki og voru flestir sterkustu glímumenn landsins meðal þátt- takenda. Ingibergux stigahæstur Fyrir lokamótið skildi aðeins eitt stig á milli þeirra Ingibergs Sig- urðssonar Víkvetja og Arngeirs Friðrikssonar FISÞ í karlaflokki. Urslit mótsins urðu þau að Ingi- bergur vann Arngeir, en tapaði mjög óvænt fyrir hinum unga og efnilega Pétri Eyþórssyni úr Vík- verja, sem lagði hann flatan á eldsnöggum hælkrók hægri fótar. Pétur varð þar með sigurvegari mótsins, með einn og hálfan vinning, en hann náði jafntefli gegn Arngeiri. Ingibergur lenti þar með í öðru sæti mótsins, sem dugði honum til sigurs f stiga- keppni Landsglímunnar 1999, þar sem Arngeir náði aðeins hálf- um vinningi á mótinu. Ingibergur hlaut samtals 17 stig á öllum fjór- um mótunum, en Arngeir varð í öðru sætinu samanlagt með 15 stig. Inga Gerða með fullt hús stiga l kvennaflokki sigraði Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ, með yfirburð- um á mótinu og hún varð einnig stigahæst með samtals 18 st,ig af átján mögulegum. I unglingaflokki stóð baráttan á milli Olafs Kristjánssonar, HSÞ, og Stefáns Geirssonar, sem er ný- krýndur Skjaldarhafi Skarphéð- ins. Fyrir mótið skildi aðeins eitt stig á milli þeirra, þar sem Stefán hafði forystuna. Olafur hafði bet- ur í þetta sinn og stóð uppi sem sigurvegari mótsins og þar með F.v. Ólafur H. Kristjánsson, HSÞ, sem sigraði í unglingaflokki á lokamótinu og Stefán Geirsson, HSK sem sigraði í stigakeppninni. voru þeir jafnir að heildarstigum, báðir með 11 stig. Réð þá hlut- kesti úrslitum, sem var Stefáni Geirssyni í hag. Urslit síðasta móts Lands- glímunnar og Iokastaðan: Karluflokkur Úrslit mótsins: 1. Pétur Eyþórsson, Víkv. 1,5 vinningur 2. Ingibergur Sigurðsson, Víkv. 1 vinningur 3. Arngeir Friðriksson, HSÞ 0,5 vinningur Lokostaða: 1. Ingibergur Sigurðsson, Víkv. 17 stig 2. Arngeir Friðriksson, HSÞ 15 stig 3. Pétur Eyþórsson, Víkvetja 13 stig 4. Helgi Kjartansson, HSK 8 stig 5. Olafur Kristjánsson, HSÞ 7 stig 6. Sigmundur Þorsteinsson, Víkv. Heildarstig félaga: Víkverji HSÞ HSK Kvennaflokkur: Úrslit mótsins: 1. Inga Gerða Pétusdóttir, HSÞ 2. Soffía Björnsdóttir, HSÞ 3. Hildigunnur Káradóttir, HSÞ 4. Brynja Hjörleifsdóttir, HSÞ Lokastaðan: Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ 18 stig Soffía Björnsdóttir, HSÞ 15 stig Hildigunnur Káradóttir, HSÞ 13 stig Brynja Hjörleifsdóttir, HSÞ Magnea Karen Svavarsd., HSK 10 stig 5 stig Sesselja Bæringsdóttir, UDN 4 stig Heildarstig félaga: HSÞ 66 stig HSK 5 stig UDN 4 stig Unglingaflokkur: Úrslit mótsins: 1. Ólafur H. Kristjánsson, HSÞ 1 vinning 2. Stefán Geirsson, HSK 0 Lokastaða: Stefán Geirssori, HSK 11 stig Ólafur H. Kristjánsson, HSÞ 11 stig Andri Páll Hilmarsson, HSK 4 stig Daníel Pálsson, HSK 3 stig Heildarstig félaga: HSK 18 stig HSÞ 11 stig 5,5 stig 39 stig 22 stig 14 stig Ingibergur Sigurðsson með verðiaunagripina. Þrír efstu á lokamóti Landsgiímunnar. F.v. Arngeir Friðriksson, HSÞ, Pétur Eyþórsson, Víkverja, og Ingibergur Sigurðsson, Víkverja, sem varð stiga- hæstur í Landsglímunni. Þingeyski kvartettinn. F.v. Brynja Hjörleifsdóttir, Soffía Björnsdóttir, Inga Gerða Pétursdóttir og Hiidigunnur Káradóttir. ÍÞRÓTTA VIÐTALIÐ Islandsglíman verður Jón ívarsson formaður Glúnusambands ís- lands Nú styttist óðum í há- punktinn hjá íslenskuni glímumönnum, sem er sjálfíslandsglinmn, en hún ferfram í íþróttannð- stöðinni í Grafarvogi 1. maí nk. Við ræddum málið við JónM. ívarsson, fomiann Glímusamhands íslands. - Hvað er á döfinni hjá íslensk- utn glímumönnum á næst- unni? „Það er langt liðið á keppnis- tímabilið hjá okkur að þessu sinni, en þó er aðalmótið eftir, sem er Islandsglíman. Það má segja að það sé mót ársins hjá okkur, númer eitt, tvö og þrjú og meira að segja með stóru I-i. Það mót verður haldið 1. maí, en það var flutt til af ófyrirsjáanlegum ástæðum og verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Það er okkar eina sanna stórmót og þar er keppt um Grettisbeltið og titilinn Glímukóngur Is- lands.“ - Attu von á góðri þátttöku og verða allir þeir bestu með? „Þátttakan í Íslandsglímunni er alltaf góð og menn bíða alltaf spenntir eftir henni. Þar hafa keppendur yfirleitt verið þetta itta til tólf manns lengst af og það er ágætur hópur. Eg á frekar von á því að allir okkar sterkustu glímumenn verði meðal þátttak- enda og þar á meðal glímukóng- ur síðustu þriggja ára, Ingibergur Sigurðsson úr Víkverja." - Kom það ekki fram í fiöl- miðlum t'fyrravor að Ingibergur væri hættur í glímunni? „Það er mesti misskilningur. Ingibergur er enn að keppa og hefur reyndar ekki gert neitt hlé á þátttöku í mótum. Hann bætti reyndar við sig júdóinu og er að keppa í báðum greinunum og þar af leiðandi örugglega í mjög góðri æfingu og í góðu formi fyrir Is- landsglímuna. Hann verður þvf að teljast mjög sigurstranglegur, en eins og vel kom fram á síðasta móti, þá er ekkert öruggt, því þar fékk hann nokkuð óvænta byltu gegn félaga sínum í Víkverja, Pétri Eyþórssyni. Þeir eru báðir mjög flinldr glímumenn og ég held ég kasti ekki rýrð á neinn þó ég segi að þeir séu þeir flinkustu í glímunni í dag og virðast vera í mjög góðri æfingu.“ - Hefur þátttakan og áhug- inn fyrir gltmunni ver.ið að aukast að undanfömu? „I dag erum við með um 600 skráða iðkendur í glímunni, en ég þori nú ekki að fullyrða að all- ur sá Ijöldi stundu hana mark- visst. Ahuginn og þátttakan hef- ur heldur verið að aukast að undanförnu, en þó verður að \ið- urkenna að keppendur í fullorð- insflokkum eru frekar fáir. Ef við tökum til dæmis þátttökuna í Landsglímunni sem nú er nýlok- ið, þá olli hún nokkrum von- hrigðum, þar sem þátttakan í henni hefur yfirleitt verið nokk- uð góð. En af ýmsum ástæðum eins og meiðslum og öðrum for- föllum þá varð þátttakan í vetur heldur minni en oft áður. Við stöndum reyndar á nokkrum tímamótum í glímunni, þar sem öflugur hópur yngri glímumanna og -kvenna eru að koma inn. Það má segja að það sé ávöxur þess milda útbreiðslu- starfs sem unnið hefur verið á síðustu árum, sem farið er að skila sér í aukinni þátttöku æirra yngri. Þessi fræðslustarf- semi okkar hefur nú staðið í tíu til tólf ár og við höfum verið á stöðugri ferð um landið með námskeið og mót í grunnskólun- um. Við höfum fengið mjög góð- 1. maí ar viðtökur og sem dæmi um áhugann, þá vorum við með tutt- ugu og sjö fjögurra manna sveit- ir á stærsta svæðismóti grunn- skólanna sem haldið var núna í janúar að Laugum í Dalasýslu. Það má samt segja að við höf- um byrjað á núllinu, því glfman var í mikilli lægð. En nú eru við- horfin allt önnur og krakkarnir eru tilbúnir til að vera með og prófa sig áfram. Uppbyggingin þarf sinn tíma og góður glímu- maður verður ekki til af engu. Glíman er seinvaxin eins og skógurinn og að henni verður að hlúa. Þannig mun þetta starf okkar örugglega skila sér með tímanum og við erum þegar farn- ir að sjá ávöxtinn." - Hefur glíman þróast mikið frá upphafi? „Glíman er illtaf' að þróast og er stöðugt að íærast nær nútím- anum. Til dæmis reglurnar og dómgæslan eru orðin markviss- ari og einnig hefur stíllinn verið að breytast. Eg held ég geti hik- laust sagt að hún hafi batnað með árunum.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.