Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 - 19 LIFIÐ I LANDINU Vinsælasta leikskáldítala er margritskoðað, eilífur stjóm- arandstæðingur og potturinn ogpannan í öllum sínum uppfærslum. DarioFo verður frumsýndurhjá LR á laugar- daginn: Stjómleysingiferst afslysfómm... Það voru ekki allir á eitt sáttir þegar sú tilkynning barst árið 1997 að ítalska leik- skáldið Dario Fo hefði hlotið Nóbelsverð- launin í bókmenntum. Bæði er ekki venj- an að heiðra leikskáld með Nóbelnum, aðeins fjórir leikritahöfundar hafa áður hlotið hann, en einnig telja sumir örðugt að skilja texta Darios ffá annarri leikhús- iðju hans. Dario Fo hefur engan veginn helgað sig ritstörfum því maðurinn leikur iðulega aðalhlutverkin í uppfærslum sín- um, leikstýrir þeim, hannar leikmynd og búninga - og hefur jafnvel samið tónlist. Aðalkvenhlutverkið er svo iðulega skipað eiginkonunni, Fröncu Rame. Arið 1970 stofnaði Fo Ieikhópinn Kommúnuna (Le Commune), eftir að toppar ítalska kommúnistaflokksins tóku að gagnrýna hann fyrir að halda sig ekki við kórrétta flokkslínu en hann hafði um skeið lagt stéttabaráttunni lið og einkum sýnt í félagsheimilum verkalýðsfélaga flokksins. Það var á fyrsta leikári þessa nýja hóps sem Ieikritið „Stjórnleysingi ferst af slysförum" var sett upp en það verður frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavík- ur í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöldið í leikstjórn Hilmars Jónssonar. Kynntist Fo í menntó Halldóra Friðjónsdóttir þýðandi leikrits- ins nam leikhúsfræði á Italíu og hefur grúskað talsvert í Dario Fo. Hún kynntist verkum hans fyrst sem menntaskólanemi á Laugarvatni þegar hún tók þátt í upp- færslu á 2 einþáttungum Darios árið 1979. Sama ár var verið að sýna Við borg- um ekki, við borgum ekki hjá Alþýðuleik- húsinu við miklar vinsældir en þegar Stjómleysinginn var settur upp af sama leikhópi tveimur árum síðar náði það ekki jafn miklum vinsældum. „Og það er kannski ekkert skrýtið,“ segir Halldóra. „Þó svo að Við borgum ekki hafi líka haft ákveðna tilvísun í raunverulega atburði þá er meira af skemmtun í því. En í Stjórnleysingjanum er beinlínis verið að fjalla um ákveðinn atburð í ítölskum sam- tíma.“ Ansi mikill predikari Atburðurinn sem Halldóra vísar hér til er dularfullt „banaslys" anarkistans og ítalska járnbrautastarfsmannsins Pinelli á meðan hann var í yfirheyrslu hjá ítölsku Iögreglunni í Mílanó um 1970 en hann á að hafa fleygt sér út um gluggann í miðj- um yfirheyrslum. Pinelli þessi hafði verið handtekinn vegna gruns um aðild að sprengjutilræði í borginni en svo heppi- lega vildi til að svipaður atburður hafði átt sér stað í Bandaríkjunum árið 1921 þegar ítalskur innflytjandi „datt“ út um glugga á 14. hæð aðalstöðva Iögreglunnar í NewYork en rannsókn leiddi þá í ljós að lögreglan hefði kastað manninum út. Þegar Stjórnleysinginn var frumsýndur í Mílanó kvaðst Dario vera að lrjalla um bandaríska atburðinn en til að gera hann raunverulegri fyrir áhorfendum hefði þótt og í Stjórnleysingjanum eru t.d. tilvísanir f Víetnamstrfðið og önnur pólitísk þrætu- efni þess tíma. „Og er árið 1999 því orðið dálítið gamaldags og þreytt," segir Hall- dóra. Margritskoðaður Það er ekki að undra að Dario Fo skyldi vekja styrr meðal ráðamanna meðan leik- rit hans höfðu sem pólitískastar skírskot- anir um og upp úr 1970. Ítalía logaði í pólitískum átökum, sprengjutilræðum og óróa á þessum tíma, segir Halldóra. „Þetta var tími rauðu herdeildanna en það kom síðar í ljós að rauðu herdeildirn- ar áttu minnsta sök á öllum þessum sprengjutilræðum, það voru yfirleitt fas- istar. Það hefur líka komið í ljós að þetta var tengt leyniþjónustubatteríi á vegum ríkisins sem bandaríska leyniþjónustan hjálpaði til við að koma upp.“ Leikritið um stjórnleysingjann tók breytingum í samræmi við atburðarásina í þjóðfélaginu en það kom einmitt í ljós að hægri öfga- menn hefðu staðið að baki morðinu á stjórnleysingjanum Pinelli. Vegna vinsælda hans og áhrifa á skoð- anamyndun fólks hefur Dario í gegnum tíðina verið ritskoðaður, reynt að hamla gegn leikhússtarfsemi hans og var m.a.s. handtekinn árið 1973. Var að vísu sleppt tæpum sólarhring síðar vegna harðra mótmæla fólks á götum úti. M.a. voru gríðarvinsælir skemmtiþættir hans fyrir ítalska ríkissjónvarpið ritskoðaðir svo gaumgæfilega að heilu atriðin voru skorin niður fyrir útsendingu. „Þetta er mjög frumstætt þar eins og hér að það eru pólitíkusar sem ráða öllu um rekstur út- varpsins.11 „Hann vill meina að allir klassískirhöfundarhafi nýtt leikhúsið ípólitískum tilgangi. “ Skemmta og upplýsa „Þó að Dario Fo hafi verið að búa til pólit- ískt leikhús þá er hans meginmarkmið alltaf að skemmta fólki en vonandi að upplýsa það á einhvern hátt í leiðinni." - Hann talar einmitt um að leikhúsið verði að taka afstöðu, er þá ekki dálítið öf- ugsnúið að taka Stjómleysingjann upp núna tæpum 30 árum eftir að það er samið - það tekur varla mikla afstöðu hér og nú { íslensku samfélagi? „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég stungið upp á að þau tækju eitthvað nýrra verk því hann er búinn að vera að skrifa Ieikrit á nánast á hveiju ári. Þótt hann sé ekki eins mikill predikari og hann var þá er hann samt alltaf að ljalla um það sem er efst á baugi í samtíman- um,“ segir Halldóra og vísar m.a. til þess þegar hann frumsýndi Ieikrit um Stríð fólksins f Chile rúmum mánuði eftir valdarán Pinochets herforingja. Enda tel- ur hann það ekki síður hlutverk leikhúss- ins en stjórnmálamanna og fjölmiðla að túlka atburði samtímans. Dario Fo hefur einmitt skilgreint klass- ísk verk svo að það séu þau verk sem ekki sé ætlað að lifa heldur taki beinlínis fyrir málefni og viðburði samtímans. Hann vitnar m.a. til grísku leikskáldanna, Moli- ere, Shakespeare máli sínu til stuðnings. „Hann vill meina að allir klassískir höf- undar sem hafi lifað fram á okkar tíma hafi nýtt leikhúsið í pólitfskum tilgangi." LÓA Dario Fo, þessi sannfærði stjórnarandstæðingur sem aldrei sér vaidið öðruvísi en sem tæki til að kúga minnimáttar, er rúmlega sjötugur en er enn virkur í ítölsku leikhúslífi. Margir furðuðu sig á því að hann skyldi hljóta Nóbelinn árið 1997, m.a. var Páfagarður afar hneykslaður. „Efþað tíðkaðist enn að bannfæra menn þá hefði hann svo sannarlega verið bannfærður." Eggert Þorleifsson leikur brjálæðinginn sem hristir verulega upp í rannsókn lögreglunnar og af- hjúpar blekkingarleikinn sem þar er í gangi. Aðrir leikarar eru Ari Matthíasson, Björn Ingi Hilmars- son, Gísli Rúnar Jónsson, Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir. rétt að færa hann til ítalsks samtíma og til Mílanó. Hið sanna viðfangsefni duldist þó engum. I leikritinu kemur „brjálæðingur" inn á lögreglustöð og segist vera með vottorð upp á brjálsemina. Sjúkdómur hans ku einkum felast í því að að hann hefur maníu fyrir hlutverkum, segir Halldóra, en hann bregður sér m.a. í hlutverk lög- reglu, dómara og biskups. „I þessum gervum þá fær hann þá sem voru að yfir- heyra stjórnleysingjann, þegar hann flaug út um gluggann, til þess að breyta öllum sínum framburði." Og þannig tekst brjál- æðingnum að afhjúpa blekkingarleik yfir- valda. „A þessu tímabili, sem af fræðingum hefur verið kallað hið pólitíska leikhús Dario Fo, þá er hann ansi mikill predik- ari,“ segir Halldóra en í uppfærslunni hér hefur pólitíkin talsvert verið skorin niður og þykir henni það ekki undarlegt. A þessum tíma var Dario afar mótfallinn NATO og bandarískri heimsvaldastefnu Lefldiúsið hefur pólitCskt hlutverk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.