Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Ekkert smá gaman að syngja Það var mikiðfjör í Laugar- dalshöllinni þegar söngvakeppni framhaldskól- anna stóðyfir. Keppendurfrá 26 skólum stigu þará stokk. Sú sem sigraði í keppninni varFlensborgarinn Guðrún Ámý Karlsdóttir. Söngvakeppni framhaldsskólanna var haldin í Laugardalshöll um síðustu helgi. Guðrún Arný Karlsdóttir, nemandi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, sigr- aði með laginu „Eg mun ávallt elska þig.“ Lagið er eftir Celine Dion og heitir hjá henni „To Iove you more,“ textann þýddi hún ásamt Magnúsi Kjartanssyni og nokkrum vinkonum sínum. „Þarna var mikið af góðum röddum og mér fannast það vera margir þarna sem hefðu átt skilið að lenda í verðlaunasæti," segir Guðrún. Það voru 26 skólar sem sendu keppendur í keppnina. Tvær vin- konur Guðrúnar sungu bakraddir í Iag- inu, þær Sigrún Birna og Sandra Lind. Guðrún segir að undirbúningur sinn fyrir keppnina hafi ekki verið mikill, fyrir utan að hafa sungið lagið með Celine Dion á plötunni. „Það voru þrjár æfingar með hljómsveitinni svo fór maður og keypti sér nýjan, fínan kjól og fína skó til að syngja í. Tíminn Ieið ekkert smá hægt þarna baksviðs. Það var þungt loft og ir Guðrún. Söngvakeppni Framhaldsskól- anna verður sýnd í sjónvarpinu síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta. -PJESTA „ Undirbúningurinn var ekki mikill. Það voru þrjár æfingar með hljómsveitinni svo keypti ég mér nýjan, fínan kjól og fína skó til að syngja í.“ Guðrún Árný Karlsdóttir, sem sigraði í söngvakeppni framhalds- skólanna. Hún segir að það sé meira gaman að syngja í príma- donnusýningunni á Hótel íslandi. maður var alveg ýkt stressaður,“ segir Guðrún. Guðrún hefur sungið í kór frá því að hún var tólf ára og segist hafa rosalega gaman af því að syngja. Hún vann söngvakeppni félagsmiðstöðvanna fyrir tveimur árum og er í prímadonnusýning- unni, sem er núna á Hótel Islandi. „Við erum níu stelpur sem tökum lög eftir „dívur“ alheimsins. Ég syng þar tvö lög eftir Celine Dion, „AII by my self“ og „Tell him“, það syng ég reyndar með Soff- íu systur minni. Það er ekkert smá gaman að syngja í þessari sýn- ingu og ekki eins mikið stress og að syngja í svona keppni “ seg- Sigurvegararnir í söngvakeppni framhaldsskólanna sungu lag eftir Celine Dion. Bræla úr bakaraofni SVOJUA ER LIFIÐ Pjetup St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. ;ða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Lesandi skrifaði bréf og sagðist vera nýbúinn að kaupa sér íbúð með glænýjum heimilistækjum, þar á meðal ítölskum bakara- ofni, merktum Smeg. „Mér til mikillar furðu er ekki nokkur leið að nota ofninn, hvorki til að grilla né nokkurs annars, því að húsið fyllist strax af reyk og matarlykt, sérstaklega ef blásturinn er notaður. Jafnvel þótt ofninn sé hreinsaður ítar- lega og allt rifið innan úr honum í hvert skipti áður en hann er notaður. I gömlu íbúðinni minni var gamall ofn sem hægt var að grilla í án þes að óeðlilega mikil matarlykt væri í íbúðinni. Er það eðli- legt með nýj- an ofn að ekki sé hægt að grilla í honum? Hað er til ráða? Mér þætti vænt um að fá svör í blað- inu.“ Hjá Ieið- beiningaþjón- ustu heimil- anna fengust þau svör að spurning væri hvort þarna sé á ferðinni mánudagseintak af ofninum. „Mér finnst mjög skrítið ef ekki er haft samband við umboðið. Það er mismunandi eftir tólum og tækjum hvort á að gera eitthvað áður en kveikt er á þeim í fyrsta skipti. Það er spurning hvort hún hafi lesið leiðbeiningarnar nákvæmlega. En í svona tilfell- um á hiklaust að hafa samband við umboðið." Eirvík ehf. er umboðsaðili Smeg bökunarofna þar fengust þau svör að þar á bæ könnuðst menn ekki við að svona gerðist með nýja ofna. „Matarlykt á ekki að koma úr ofninum nema hann sé bara drulluskítugur, ef það er einhver gömul drulla inní ofninum, þá gæti þetta gerst, ef meðferðin á ofninum hafí verið slæm áður en viðkomandi aðili kaupir íbúðina. Þessir ofnar eru allir með sjálfhreinsiplötum, bæði í botninum og hliðum þannig að svona á ekki að gerast. Okkur finnst mjög leiðinlegt að heyra svona lagað um okkar tæki.“ Viðkomandi starfsmaður sagðist benda viðkomandi aðila á að hafa samband hið fyrsta og þá yrði viðgerðarmaður sendur um hæl. Hjá Neytendasamtökunum fengust þær upplýsingar að það ætti að vera ársábyrgð á nýjum tækjum og ef að ofninn er gall- aður þá sé málið að hafa samband við seljanda tæksins og fá það bætt. „Hún á rétt að vita hvað er að gerast. Það verður að kanna hvort eitthvað er að tækinu. Ef ofninn er gallaður þá ber seljandinn ábyrgðina.11 HVAÐ ER Á SEYOI? 200.000 NAGLBÍTAR Hljómsveitin 200.000 naglbítar ætlar að halda tón- leika í heimabyggð í kvöld. Tónleikarnir verða í gryij- unni í VMA og hefjast klukkan 20.00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir hvern þann gest sem getur sýnt fram á að hann sé í skóla en 800 krónur fyrir aðra. Aldurs- takmark er ekkert. A tónleikunum kemur einnig fram hljómsveitin Kennarabandið. Hljómsveitin hefur ekk- ert spilað norðan heiða síðan á útgáfutónleikunum en mun ætla að bjóða upp á einhvetja blöndu af „gömlu lummunum" af Neondýradisknum og nýjum lögum sem verða á væntanlegum diski sveitarinnar. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Paul Simon á Hótel Borg I kvöld verða haldnir tónleikar á Hótel Borg, þar sem leikin verður tónlist eftir bandaríska tónlistarmanninn Paul Simon. Einkum verður lögð áhersla á lög sem hann gerði þekkt í félagi við Art Garfunkel á sjöunda áratugnum. Tón- leikarnir eru hugarfóstur Stefáns Hilm- arssonar og Eyjólfs Kristjánssonar. Um árabil hefur vakað fyrir þeim að setja upp tónleika sem þessa, með fullri hljómsveit, og er nú loks komið að því. Þeir Stefán og Eyjólfur eru kjölfestan í 13 manna hljómsveit, sem annars er skipuð þeim Ástvaldi Traustasyni píanó- leikara, Friðriki Sturlusyni bassaleikara, Jóhanni Hjörleifssyni trommuleikara, Guðmundi Péturssyni gítarleikara, Birgi Nielsen slagverksleikara, Snorra Sigurð- arsyni trompetleikara og saxófónleikur- unura Jóel Pálssyni og Sigurði Flosasyni. Um bakraddasöng sjá þau Guðrún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdótt- ir og Pétur Orn Guðmundsson. Húsið verður opnað klukkan 19.30, en þá hefst miðasala. Miðaverð er 1,200 krónur. Tónleikarnir hefjast svo klukkan 21.00. Helgi og hljóðfæraleikararnir Islandsvinirnir Helgi og hljóðfæraleikar- arnir ætla að sýna vinskap sinn við land og þjóð næstu daga. Þessi einlæga vin- átta kristallast í pílagrímsferð til höfuð- borgarinnar með viðkomu í Kántribæ á heimleiðinni. Fyrsti áningarstaður er Bíóbarinn í Reykjavík í kvöld klukkan 23.00 þar sem flutt verða nokkur sjald- gæf dægurlög af nýútkomnum diski hljómsveitarinnar. Dagskráin verður svo endurflutt á sama stað klukkan 21.00 á föstudagskvöld. Á laugardag flytur sveit- in Skagstrendingum erindi sitt klukkan 23.00. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld ld. 20.00. Hljóm- sveitarstjóri er Petri Sakari og einleikar Judith Ingólfsson-Ketilsdóttir. Einsöngv- ari er Signý Sæmundsdóttir. Á efnisskrá eru verk eftir: Shostakovitsj, Prokofiev og Atla Heimi Sveinsson. LANDIÐ Skákfélag Akureyrar Á fimmtudaginn 15. apríl verður haldið 10 mínútna mót. Sunnudaginn 18. apríl kl. 14.00 verður haldið 15 mínútna mót. KK í Vík í Mýrdal Tónlistarmaðurinn KK (Kristján Krist- jánsson) verður á tónleikaferðalagi um landið á næstunni undir heitinu Vorboð- inn Ijúfi. Haldnir verða samtals 42 tón- leikar á 44 dögum. KK mun þræða landsbyggðina og spila á stöðum sem ekki eru í alfaraleið. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld á Hótel Höfðabrekku á Vík í Mýrdal og hefjast þeir ld. 21.00. Við munum svo fylgjast náið með ferðum KK hér í þættinum „Hvað er á seyði?“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.