Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 1 S . APRÍL 1999 - 23
t^wr
LÍFIÐ í LANDINU
OpelAstra þriggja dyra venst mjög vel þegar maður fer að kynnast honum í návígi. - myndir: ohr.
Ótrúlega snaggaralegur
með sjálfskiptmgu
Mér hafði ekki fundist þriggja
dyra útfærslan af Opel Astra sér-
lega aðlaðandi bíll í útliti, kunni
einhvern veginn ekki að meta
hliðarsvipinn.
En á dögunum fékk ég einn
slíkan til reynsluaksturs, sjálf-
skiptan bíl með 1600 rúmsentí-
metra vél sem skilar 100 hestöfl-
um. Það er skemmst frá því að
segja að ég varð bálskotinn í
þessum sportlega bíl og álitið á
honum snarbreyttist. Hann kom
mér skemmtilega á óvart, aksturseiginleikar bíls-
ins eru sérdeilis ánægjulegir og ég er meira að
segja orðinn ágætlega sáttur við hliðarsvipinn.
Þriggja dyra bíllinn er satt að segja ótrúlega
snaggaralegur með sjálfskiptingunni. Hún vinn-
ur mjög vel með 1600 vélinni og skilar aflinu
sérlega vel á þeim hraða sem gengur og gerist á
íslenskum þjóðvegum.
Hreyfingarnar eru sportlegar, harðar og
snöggar og bíllinn bráðlipur. Hann liggur vel á
vegi og ræður vel við krappar beygjur á dágóðri
ferð án þess að skrika til eða dragi úr jafnvægi.
Það er býsna skemmtilegt að aka þessum bíl.
Vinnslan og aksturseiginleikarnir gera það að
verkum að maður hefur það frekar á tilfinning-
unni að maður sé að aka sportbíl en bíl sem
byggður er á grunni vinsæls Ijölskyldubíls.
Stýrið er hægt að hækka og lækka og eins er
hægt að draga það aftur eða ýta þvf fram -
ánægjuleg nýjung hjá Opel sem kynnt var í þess-
ari kynslóð Opel Astra, nýjung sem aðrir bíla-
framleiðendur eru að taka upp einnig.
Þetta er bíll sem hentar ágætlega einstakling-
um eða pörum en síður fjölskyldufólki með lítil
börn, þar sem erfiðara er að ganga um aftursæt-
in þegar bíllinn er þriggja dyra en fimm dyra,
þrátt fyrir að hliðarhurðirnar tvær séu mun
stærri en þegar hliðarhurðirnar eru Ijórar. Þessi
bíll getur Iíka hentað sem aukabíll með stærri
fólksbíl eða jeppa. Hins vegar er ágætt að ganga
um aftursætin í þriggja dyra Astra miðað við
ýmsa aðra bíla. Þetta er vissulega upplagður bíll
fyrir unga pilta sem vilja traustan en sportlegan
bíl á fólksbílaverði.
Líknarbelgir framan við framsæti og ABS
hemlar eru staðalbúnaður. Astran er einnig með
Qarstýrðum samlæsingum, en beita þarf handafl-
inu til að opna og loka hliðarrúðunum. Astra er
búin PRS fótstigalosun sem tekur fótstigin úr
sambandi lendi bíllinn í hörðum árekstri að
framan. PRS fótstigalosunin er búnaður sem
Opel hefur hannað og er framleiddur undir
einkaleyfi fyrirtækisins. Þrjú þriggja punkta ör-
yggisbelti eru í aftursæti bílsins og sömuleiðis
þrír höfuðpúðar.
A heildina litið er þetta ákjósanlegur valkost-
ur. Verðið á reynsluakstursbílnum er 1.609 þús-
und krónur. Þriggja dyra bíllinn er einnig boðinn
beinskiptur á kr. 1.522 þúsund og með 1,2 lftra
vél kostar hann beinskiptur 1.281 þúsund.
BILAR
Veðrið í dag...
Norðaustan stinningskaldl eða aUhvasst, en hægari vindnr
fram eftir degi suðaustan- og austanlands. Víða snjókoma
eða él, en úrkomulítið suðvestantil síðdegis. Frost 0 til 5
stig.
Blönduós
Akureyri
CCL.
mT-5 sjO-
-10 o-
■ 1 1, ■
.1,1
Mið Rm Fös
\
U/7
Mið Fim Fös
Mán Þri
Egilsstaðir
VV / / I \
Bolungarvík
Reykjavík
Kirkjubæjarklaustur
CSL.
JJ
15 5
10 í 0-
-5 -5-
o ! -io-
I
Mið Fim Fðs Lau Mán Þri Mið Fkn Fðs Lau Mán Þri
/"/ í í í í I ^ \ í l v.../ í ; R 7 \ \ \
Stykkishólmur
Stórhöfði
R fít í R
/ *>
Veðurspárit
rv. ..Jí í í í í %%%
14.04.1999
Vgf VEÐURSTOFA
Y ÍSLANDS
Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir mi> nætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsöfnu> i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn a> punkti. Vindhra> i er tákna> ur
me> skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
fi ríhyrningur táknar 25 m/s.
Dæmi: » táknar nor> vestanátt, 7.5 m/s.
Færð á vegum
í gærkvöld var ágæt færð á öllum þjóðvegum landsins.
SEXTÍU
OG
Sex
NORÐUR