Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 2
18 - FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1999 t Ðagwr LIFIÐ I LANDINU SMATT OG STORT UMSJON: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Geir H. Haarde. Vilhjálmur Hjálmarsson. GULLKORN „Menntamálaráð- herra man allt í einu eftir náms- mönnum og Iána- málum þeirra, þótt þeir hafi að vísu barið bumbur allt kjörtímabilið og krafist úrbóta. Auðvitað hefur þetta örlæti ráð- herrans ekkert með kosningar að gera heldur bætt hlustunarskilyrði í ráðuneytinu." Sverrir Hermanns- son í grein í Mbl. Fjármálaráðherra sár Davíð Oddsson hefur sent Geir H. Haarde í opinbera pólitíska umræðuþætti til þessa og er því haldið fram hann sé að æfa og herða Geir upp, áður en hann tekur við formennskunni í flokknum. En Geir hefur farið halloka í þess- um umræðuþáttum og það svo að hann sér ástæðu til að skrifa sérstaka grein í Mbl. í gær til að reyna að rétta sinn hlut fyrir þeim Jó- hönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímanns- dóttur. Það er fullyrðing þeirra um að þessi ríkisstjórn hafi haft 100 milljörðum kr. meira úr að spila en sú er sat næst á undan, án þess að rétta við hlut hinna verst settu, sem fer fyr- ir brjóstið á fjármálaráðherranum. Það er sjaldgæft að stjórnmálamenn hlaupi í blöð til að rétta við það sem hallaði í sjónvarpi. Lán í óláni Vilhjámur Hjálmarsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, er einstakur sögumaður og segir skemmtilegar sögur af sjálfum sér og öðrum. Nokkrar þeirra eru í bókinni Herra forseti. Eitt sinn er hann var menntamálaráðherra hafði hann tekið föt uppúr ferðatösku og var að fara með þau niður brattan stiga en missti þau efst í stiganum og þau dúndruðu alla leið niður. „Ja, það var gagn að þetta voru ekki sparifötin," sagði Vilhjálmur við lítinn sonar- son sinn. ,Ja, það var nú enn betra að enginn var í þeim,“ sagði sá stutti. í sollinuin Stjórnmálamenn sem ræða um fólksflóttan af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins þver- taka flestir fyrir það að fólk sé að leita í meira og fjörugra mannlif í höfuðborginni en á Iitl- um afskektum stöðum út á landi. Einu sinni þegar ég var að vinna sem fararstjóri suður á Spáni hér á árunum áður var meðal gesta hjá okkur níræður maður. Hann var skráður á ágætan gististað í rólegu hverfi sem maður hefði haldið að hentaði vel fyrir svo gamlan mann. En karlinn kom til mín daginn eftir komuna og spurði hvort hann gæti ekki fengið sig fluttan. Eg spurði á móti hvort hann væri óánægður með hótelið og þetta rólega um- hverfi. „Piltur minn,“ svaraði hann. „Eg vil vera þar sem sollurinn er.“ Gagnagrunnuriim Enn deila menn um gagnagrunninn hans Kára Stefánssonar. Olafur hagyrðingur á Syðri Reykjum leggur sitt til málanna: Gegnunt lífið þykkt og þunnt þreytir mörg ein bára. Okkar skýrslur upp á punt enda í tölvu Kára. Með góðum leið- beiningum og góðri umgengni þá getur fólk haldið áfram að njóta þessa svæð- is í stórum stíl og sátt og samlyndi við náttúruna, “ segir Þorleifur. Homstranclir Þorleifur Eiríksson, forstöðu- maður Náttúrustofu Vestfjarða, segir að það séu fjölmargir sem hafi áhuga á Hornströndum og vilji nýta sér þetta stórskemmti- lega svæði. Samræma sjónarmið „Sumir vilja byggja upp svæðið, gera betri aðstöðu og byggja fleiri hús. Aðrir vilja draga mjög úr því. Það eru til drög að skipu- lagi sem voru samin 1995 og ‘96. En það hefur í sjálfu sér aldrei verið samþykkt,“ segir Þorleifur og bætir við að mál- þingið sé haldið til þess að fá fram sem flest sjónarmið. „Það er meiningin að skrá þetta allt niður og gera síðan niðurstöður ráðstefnunnar opinberar. Þær verða síðan grundvöllur fyrir frekari um- ræðu um það hvernig á að meðhöndla 'svæðið. Hvernig á að skipuleggja allt frá grunnþjónustu fyrir ferðamenn, öryggismál, leiðbeiningar, regl- ur og hvaðeina. Það eru skiptar skoðanir um þessi mál,“ segir Þorleifur. Auknar raunsóknir A ráðstefnunni ræðir Þorleifur um rannsóknir á Hornströndum. Hann segir að svæðið sé mjög lítið rannsakað en það sé að aukast með tilkomu Náttúrustofu Vestfjarða. „I fyrrasumar var unn- ið að refarannsóknum og grasafræðirannsókn- um á svæðinu. Þeim verður haldið áfram í sum- ar auk rannsókna á smádýralífi. Það kemur fram í erindum annarra á ráðstefnunni að rannsóknir Homstrandir, nátt- úra og nýting, erefni málþings sem ísa- Jjarðarbær stendur fyriráísafirði um helgina. SPJALL ströndum, sem eru þar fyrir norðan.“ hafi verið alltof litlar og í raun ófært að rannsaka svæðið ekki meira en raunin er.“ Þorleifur segir að náttúra allra staða sé í raun sérstök en Horn- strandir séu sérstakur tangi út í Norður-íshafið og það móti nátt- úrufarið. Þarna séu frábær fugla- björg. „Þetta er mjög margbreyti- legt, þarna eru víkur og dalir. Það er mjög ólíkt svæðið frá því yst á annesjum og inn til dalana. Það er bæði gróður og dýralíf af því að það miðast við hvaðan það er. Það er dálítið ólíkt, bæði fuglalíf- ið og gróðurfarið f Jökulfjörðum og á hinum eiginlegu Horn- Ferðamennska skaðar ekki svæðið Þorleifur segir að umgangur um svæðið hafi lag- ast, en ferðamennskan sé ekki endilega slæm, það þurfi að tryggja það að ferðamenn skilji ekki eftir sig eða skemmi náttúruna á nokkurn hátt. Svona ferðamennska er oft kölluð græn ferða- mennska. „Ferðir eru takmarkaðar á varptíma fuglanna og þær þarf að tilkynna Náttúruvernd ríkisins. Ferðahópar sem ganga vel um þurfa ekki að skaða svæðið á nokkurn hátt. Tilgangur þessarar ráðstefnu er að svo verði áfram að það verði ekki skaði að. Með góðum leiðbeiningum og góðri umgengni þá getur fólk haldið áfram að njóta þessa svæðis í stórum stíl og sátt og sarh- lyndi við náttúruna,“ segir Þorleifur. -I’JESTA FRA DEGI TIL DAGS Fólk Iýgur aldrei jafti mikið og að lok- inni veiðiferð, meðan á stríði stendur og fyrir kosninga r. - Otto von Bismarck Þetta gerðist 15. apríl • 1803 var Reykjavík gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi. • 1912 sökk farþegaskipið Titanic eftir að hafa rekist á ísjaka. • 1986 gerðu Bandaríkin loftárás á Líbíu í hefndarskyni fyrir sprengjuárás í diskóteki í Vestur-Berlín tíu dögum áður. • 1997 létust a.m.k. 343 pílagrímar þeg- ar eldur kom upp í tjaldborg %að borg- ina Mekka í Sádi-Arabíu. • 1998 lést Pol Pot fjöldamorðingi og leiðtogi Rauðu kmeranna í Kambódíu. Þau fæddust 15. apríl • 1810 fæddist Brynjólfur Pétursson fjölnismaður. • 1832 fæddist þýski teiknarinn og gam- anskáldið Wilhelm Bush • 1843 fæddist bandaríski rithöfundur- inn Henryjames. • 1867 fæddist Bjarni Sæmundsson fiski- fræðingur. • 1898 fæddist bandaríska blússöngkon- an Bessie Smith. • 1912 fæddist Kim II Sung, sem var allsherjar drottnari Norður-Kóreu frá 1948 til dauðadags árið 1994. • 1924 fæddist breski fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn NeviIIe Marriner. • 1959 fæddist breska Ieikkonan Emma Thompson. Vísa dagsins I tilefni af áköfum tilraunum fjölda fólks til að geta barn sem fæðast myndi um næstu áramót þá orti B.B. þessa vísu: Við stnokka höfum notað alla þessa öld, einnig gaf oss pillan dásamlega vörn. Nú verðttr að nota kvöldið allt í kvöld efkoma eiga undir aldamótabörn. Afmælisbam dagsins Vigdís Finnbogadóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1930. Hún nam frönsku og franskar bókmenntir við háskólann í Grenoble og Sorbonne í París, með leikbókmenntir sem sér- svið. Hún nam Ieiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla. Auk þess tók hún BA-próf í ensku við Háskóla Islands og Iauk þaðan prófi í upp- eldis- og kennslufræði árið 1968. Vigdís var kjörin forseti íslenska lýð- veldisins áriðl980 og gegndi því embætti til ársins 1996. Hún er mikill áhugamaður um ræktun lands og lýðs. Frekja! Mamma hans Palla litla, sem er bara fimm ára, þurfti að bregða sér skyndilega á fæð- ingardeildina vegna þess að litli bróðir vildi fá að komast út úr prísundinni - og það strax. Enginn tími var til að útvega barnapössun fyrir Palla, hvað þá meira, svo hann var bara drifinn með. Þegar nýi bróðirinn var kominn út fyrir tók fæðing- arlæknirinn hann upp á fótunum og gaf honum klapp á bossann. „Það var lagið!“ sagði þá Palli stóri bróð- ir einbeittur á svip, „og svo annan á kjaft- inn! Hvað var þessi frekja hvort sem er að troða sér þarna inn!“ Veffang dagsins Nemendur í hagnýtri fjölmiðlafræði við Háskóla íslands eru með forvitnilega heiinasíðu á www.ath.is íÞ.kAi , WM\ fjji&lT. Oflfífi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.