Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 4
20-FIMMTUDAGUR ÍS. APRÍL 1999 ,Hver gerir þá upp sak- irnar við náttúruna? Ekki nokkur maður. Hún ber harm sinn í hljóði eins og venju- lega,“ segir Ásgeir Hannes meðal annars. Hreindýr í valnumog beyglaðurjeppi LÍFIÐ í LANDINU Einu sinni var klæðskeri í frægri ævintýrabók sem sló sjö flugur í einu Höggi og þótti honum nokkuð til sín koma fyrir bragðið. Að minnsta kosti lét hann með- al annars skeyta þessu afreki við nafn sitt eins og aðals- tign eða doktorsnafnbót. Þessi sjöflugnamaður kemur við sögu í þessum pistli vegna þess að allir ypta öxl- um yfir því að drepa flugur nema þá helst flugan sjálf. En hún hefur aldrei verið spurð álits og svarið lætur því á sér standa í bili að minnsta kosti. Ilarnik'ikur á hreindýraslóðum Hitt er svo annað mál að um síðustu helgi varð hörmulegt bílslys austur á Iandi þegar ökumaður jeppa ók inn í miðjan hóp hrein- dýra á þjóðveginum. Eftir lágu íjögur dýr í valnum og það fimmta féll að fram komið af sárum skömmu síðar. Ovfst er hvort fleiri dýr úr hópnum hafa slasast og ráfa nú lim- lest um heiðarnar. Slys af þessum toga eru skelfileg og dapurlegt að stundum þurfi því- lík náttúruspjöll til að fólk velti vöngum yfir örlögum annarra íbúa landsins en manns- skepnunnar. Einkum er tvennt sem veldur heilabrot- um. I fyrsta lagi hafa dýr merkurinnar ekki sama rétt til lífsins og dýr í húsi eða á túni. Sé ekki skráður eigandi að dýrinu er það bæði munaðarlaust og utan við manngang- inn í þjóðfélaginu. Hér er illa að málum staðið við móður náttúru og ríki hennar. Dýr merkurinnar eru hluti af almenningi lands- ins og eru því ekki eign þjóðarinnar heldur meðeigendur hennar að sjálfu landinu. Dýraríkið ber ekki hönd fyrir höfuð sér þeg- ar í harðbakkann slær enda væri þá illa kom- ið fyrir mannkyninu. Mannskeppnan verður að vernda dýrin eins og aðra íbúa landsins og sú vernd kemur í hlut yfirvalda. Væri hér um fimm dauða hesta, rollur eða beljur að ræða væri eigandinn löngu búinn að krefjast bóta fyrir skaðann og rökstyðja með verðlistum Búnaðarfjelagsins og gang- verði húsdýra í sveitum. En þar sem falleg hreindýrin eru herrar öræfanna virðist eng- inn Iifandi maður mæla eftir þau enda lifa þau ekki í skjóli kennitölunnar. I lögum segir þó að ökumenn verði að sýna dýrum aðgát í mörk og vitaskuld verða þeir að aka með sér- stakri gát þar sem dýrin fara hópum saman um náttúruna. Hremdýr á föraiun vegi Lögin segja líka að ökumenn sem slasa dýr verði að ganga úr skugga um hve dýrin séu mikið slösuð og Ieita þeim hjálpar. Fimm dýr liggja nú í valnum og leiða má getur að því að fleiri dýr úr hópnum eigi um sárt að binda eftir slysið. Hefur einhver maður leit- að hjörðina uppi og kannað hvort önnur dýr kunni að kveljast í hljóði upp til fjalla? Hafa yfirvöldin farið á kreik? Hins vegar Ieikur ekki minnsti vafi á því að hér voru umferðar- lögin brotin: Rauði þráður umferðarlaganna er að aka beri eftir aðstæðum á hverjum tíma. Ef öku- maður sér ekki þegar hjörð af hreindýrum verður á vegi hans ekur hann öðru vísi en aðstæður leyfa og lög gera ráð fyrir. Einkum og sér í lagi á hreindýraslóðum. Maður skyldi því halda að yfirvöldin ættu erindi við slíkan ökumann ekki síður en þá ökumenn sem keyra niður fólk á fæti. En þar sem eng- inn sérstakur maður með kennitölu á hrein- dýrin fimm eru þau jafn réttlaus og flugurn- ar sjö hjá skraddaranum höggvissa í sögunni. Beygla á hurð í öðru lagi eru fréttir af slysinu með ólíkind- um. Heimamenn harma það helst að geta ekki étið hræin sjálfir og verða því að fleygja þeim fyrir refinn. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar fréttamenn spurðu gæfu- lausan bílstjórann hvort tryggingarnar borg- uðu ekki beygluna á jeppanum hans? Hver gerir þá upp sakirnar við náttúruna? Ekki nokkur maður. Hún ber harm sinn í hljóði eins og venjulega. Hvort snýst málið eiginlega um beyglu á hurð eða fimm fallin hreindýr? UMBUÐA- LAUST skrifar ---------Dagur HmenníngarI LÍFIfl Erindi iim skólamál Ástæða er til að vekja at- hygli allra þeirra sem láta sig skóla- mál varða á erindi sem haldið verður í Bókasafni Háskólans á Hannesson. Akureyri í dag klukkan 16.30. Jón Baldvin Hannesson, forstöðumaður Skólaþjónustu Eyþings, fór í haust í kynnis- ferð til Indlands og kynnti sér meðal annars starf City Montessori School í borginni Lucknow í Uttar Pradesh fylki á Indlandi. Itarlegt viðtal við Jón Baldvin birtist í helg- arblaði Dags þann 9. janúar þar sem hann sagði frá kennsluaðferðum og hug- myndafræði þessa skóla. Ljóst er af því viðtali að Islendingar gætu lært margt af starfsem- inni í City Montessori School. Húsnæði og annar aðbúnaður þar er til dæmis þannig að þegar frú Barthi Gandhi kom til íslands líkti hún aðstöðunni hér við himnaríki. Engu að síður er allt innra starf City Montess- ori School til fyrirmyndar á mörgum sviðum og námsár- angur nemenda frábær, meðal annars f alþjóðlegum keppn- um. Erindi Jóns Baldvins verður tvískipt. Hann ætlar að sýna myndir og segja frá ferðinni um landið og síðan í léttu spjalli að segja frá kynnum sínum af þessum skóla, starf- inu þar og hugmyndafræðinni sem að baki liggur. Á eftir verða umræður eftir því sem tilefni verður. Hér er ekki að- eins um forvitnilegt efni fyrir það fólk sem starfar að skóla- málum heldur ættu foreldrar og forráðamenn nemenda einnig að hlýða á reynslu Jóns Baldvins úr þessari kynnis- ferð. \_______________________/ Haraidur Ingóifsson Blessaðir flóttamennirnir frá stríðinu í Júgóslavíu rúmlega 20 talsins eru loksins komnir til Is- lands og þar með er hátíðarhöld- um íslenskra stjórnmálamanna Iokið í bili eða þar til næsti skammtur kemur, hvort sem það verða 20 og aftur 20 eða barasta öll þau 80 sem eftir eru í einum skammti. Þar með geta íslend- ingar andað rólegar og „í sátt við“ samvisku sína, þeir hafa gert „skyldu“ sína í samfélagi þjóð- anna og tekið á móti sínum skammti af flóttamönnum, fórn- arlömbum styijaldarinnar í Júgóslavíu. Islenskir stjórnmálamenn eru í hæsta máta hlálegir þegar flóttamenn eru ann- ars vegar. Þeir steðja á flugvöllinn í fínu frökkunum sínum, taka í hendurnar á aumingjans flóttafólkinu, sem kemur dauðþreytt, lúið og fölt eftir langt ferða- lag, lýsa því yfir af góðmennsku sinni að það geti verið hér „eins lengi og það vill“, halda blaðamannafundi þar sem sjálfir leika þeir aðalhlut- verkið og kóróna svo allt saman með því að þrýsta rándýrum blómvöndum í fangið á fölu og örþreyttu fólkinu. Það síðasta sýnir náttúrulega bruðlið og fá- ránleikann í öllu saman. Eitt er að taka vél á móti flótta- mönnum. Annað er auglýsinga- mennska stjórnmálamannanna sem síðustu misserin hefur sér- staklega gilt um stjórnmálamenn Framsóknarflokksins þó að aðrir hafi auðvitað slegið sig til riddara á und- an þeim. Undirrituð hefur fylgst með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Árna Gunnarssyni, formanni flótta- mannaráðs, baða sig í fjölmiðlaljósinu, þar áður félagsmálaráðherranum Páli Péturssyni sem sendi hóp norður á Blönduós f júnf í fyrra með orðunum: MENNINGAR VAKTIN Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Hátíðiiml er loMð „Ég hefðigaman afþví að fá að taka þrjátíu flóttamenn hingað til viðbótar þannig að ég fyllti hundraðið í minni ráðherratfð [“gaman"!!! innskot GHSj, “ sagði Páll Pétursson um leið og hann þrýsti rándýrum blómvöndum í fangið á flóttamönnum í fyrra. „Ég hefði gaman af því að fá að taka þrjátíu flóttamenn hingað til viðbótar þannig að ég fyllti hundraðið í minni ráðherratíð." Flóttamannastefna Islendinga ber mjög greinilega merki um vanþroska ís- lenskra stjórnmálamanna. Þeir hafa þann leiða sið að slá sig til riddara fyrir að taka á móti flóttamönnum, ekki síst svona rétt fyrir kosningar, þegar það er ekki yfir neinu að hreykja sér af. íslend- ingar hafa aldrei rekið flóttamanna- stefnu af neinni alvöru, þvert á móti hafa þeir forðast að gera of mikið í sam- félagi þjóðanna og standa ekki við skuld- bindingar sínar, samanber Kyoto. Það að taka á móti nokkrum tugum flóttamanna er ekkert til að hæla sér fyrir. Svona gerir maður ekki. ghs@ff.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.