Dagur - 16.04.1999, Qupperneq 9

Dagur - 16.04.1999, Qupperneq 9
FÖSTUDAG UR 16. APRÍL 1999 - 25 X^HT LÍFIÐ í LANDINU Hvert ertu farinn, Joe Di Maggio? Joe Di Maggio,frægasti homaboltaleikari aldarinnar, léstJyrir nokkrum vikum og varþá fyrirlöngu orðinn þjóðhetja í Bandaríkjunum. Joe Di Maggio fæddist árið 1914, sonur ítalskra innflytjenda. Faðir hans, Guiseppe, var fiskimaður frá Sikiley sem eignaðist níu börn með konu sinni. Hjón- in bjuggu við San Fransisco flóann þar sem Guisppe stundaði fiskveiðar. Hann vildi að synir sfnir gerðust fiskimenn og tveir þeir elstu gerðu einmitt það. Sá þriðji í röðinni, Vincent, \ildi syngja. Hann þótti svo efnilegur söngmaður að bankastjóri nokkur bauðst til að senda hann í söngnám til Italíu. Efnalítil fjöl- skylda hikaði við að taka boðinu og Vincent fór aldrei. Joe aðstoðaði föður sinn við fiskveiðar en honum leiddist starfið og fannst skemmtilegra að leika hornabolta. Þegar faðir hans gafst upp á að nýta krafta Joes við fiskveiðar fór hann að selja dagblöð. Faðir hans, sem taldi son sinn latan, sagði að Ioks hefði hann fundið starf við sitt hæfi enda fælist það aðallega í því að standa kyrr og hrópa. Sigurganga Það var bróðir Joes, Vince, sem sagði honum að hann væri sennilega nægilega góður í hornabolta til að geta unnið fyrir sér í íþróttinni. Arið 1936 gekk hann til liðs við New York Yankees. A næstu tíu árum vann liðið níu sinnum meistaratitil, mest vegna hans tilstillis. Arið 1941 komst hann 56 sinnum í fyrstu höfn og það met hans hefur ekki enn verið slegið. Sama ár hljóðritaði hljómsveit Les Brown lag um Di Maggio, Joltin’ Joe Di Maggio, sem komst í tólfta sæti bandaríska vin- sældalistans. Aratugum síðar minntust Simon og Garfunkel hans í einu vin- sælasta Iagi sínu, Mrs. Robinson með orðunum: „Hvert ertu farinn Joe Di Maggio...?“ Ferill Di Maggio var samfelld sigur- ganga allt þar til hann dró sig í hlé árið 1951, þá orðinn þjóðhetja. Di Maggio varð vellauðugur og keypti hús handa for- eldrum sínum og systkinum. Fjölskyldan stofnaði síðan veitingastað sem hét í höf- uð Joe Di Maggio °g Guiseppe gaf fisk- veiðar upp á bátinn til að verða mat- reiðslu- meistari. Stóra ást- in Árið 1939 giftist Joe kvikmynda- leikkonunni Dorothy Arnold. 30.000 manns stóðu fyrir utan kirkjuna til að fylgjast með brúðhjónunum. Sumir klifruðu upp í tré eða stóðu uppi á húsþökum til að sjá brúðhjónin yfirgefa kirkjuna. Hjónaband- inu lauk með skilnaði árið 1944. Hjónin eignuðust einn son, Joe III, en feðgarnir töluðust ekki við árum saman og di Maggio lést án þess að þeir sættust. Di hins vegar ástríkt samband Di Maggio ásamt fyrri eiginkonujm Joe Di Maggio við leikvöllinn, þar sem hann vann sína frægustu sigra. var var við sonardætur sínar og börn þeirra. Joe Di Maggio giftist kvikmyndadísinni Marilyn Monroe árið 1954. Þau bjuggu skammt frá foreldrum Joe Di Maggio í San Fransisco og lifðu eins og ofur venjuleg hjón. Fljót- lega fór þó að bera á ágreiningi. Monroe sagði Di Maggio vera mis- lyndan mann sem, þegar hún spyrði hann hvað amaði að, hefði hvæst: „Láttu mig í friði." Di Maggio þreyttur á sviðsljósinu en Monroe rísandi stjarna og naut þess. Þegar Mon- roe skemmti 10.000 hermönnum í Kóreu og var gífurlega vel fagnað sneri hún sér að Di Maggio og sagði: „Þú hefur aldrei heyrt svona mikil fagnaðarlæti." Horna- boltahetjan sneri sér að eiginkonu sinni og sagði þurrlega: „Jú, það hef ég.“ Hjónabandinu lauk daginn sem Mon- roe var ’fifc upptökur á mynd sinni Seven f Dorothy, og syni þeirra. Með stóru ástinni i lifí sínu, Marilyn Monroe. Year Itch í atriði þar sem blástur frá járn- brautarlest þeytir pilsinu upp um hana. Fjömargir áhorfendur mættu á svæðið til að fylgjast með upptökum. I þeim hópi var Di Maggio sem gekk burt þegar hann sá græðgissvipinn sem kom á karlmenn- ina þegar þeir horfðu á eiginkonu hans. Hjónin slitu sam\dstum eftir níu mán- aða hjónaband en allt fram að Iáti hennar sáust þau saman opinberlega. Di Maggio giftist ckki aftur. Enginn er vafi er á að Monroe var stóra ástin í lífi hans. Hann lýsti henni sem hjartahlýrri stúlku sem Hollywood hefði misnotað. Hann hafði yfirumsjón með útför hennar og meinaði bæði Frank Sinatra og Peter Lawford að vera við útförina enda kenndi hann þeim um að hafa stuðlað að ástarsambandi Monroe við Robert Kennedy. Di Maggio sendi rósir að gröf Monroe þrisvar í viku í tvo áratugi. Minningin um hana virðist hafa verið honum sársauka- full og þeim vinum hans sem minntust á Monroe í návist Di Maggio reyndist það dýrkeypt því Di Maggio sleit samstundis vináttu við þá. Eftir að Di Maggio dró sig í hlé frá hornabolta kom hann nokkrum sinnum fram í sjónvarpsauglýsingum en einbeitti sér að aðallega að því að vera Joe Di Maggio, ein frægasta íþróttahetja aldar- innar. Hann stofnaði barnaspítala og heimsótti margoft börn sem þar dvöldust. Hann átti við erfið veikindi að stríða síðustu mánuðina sem hann lifði og Iést að heimili sínu í Flórída þann 9. mars síðastliðinn, 84 ára gamall.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.