Dagur - 17.04.1999, Side 2

Dagur - 17.04.1999, Side 2
2 - LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 Tkyptr FRÉTTIR Fyrsta fiskiskipid fyrir Evrópubua Útgerðarmaður í Keflavík lætur Kínverja smíða fyrs- ta fiskiskipið sem notað verður í Evrópn. Fleiri ís- lenskir aðila hugsa sér til hreyfings. fslendingar eiga fyrsta fískiskipið sem smíðað er fyrir Evrópubúa í Kína. Ut- gerðarmaðurinn Orn Erlingsson, sem gerir út frá Keflavík, er eigandi fjölnota fiskiskips sem nú er í smíðum í Huang Pu skipasmíðastöðinni í suðurhluta Kína. Þriggja manna sendinefnd fór að líta á aðstæður hjá Kínverjunum fyrir skömmu og gefa þeir Kínverjum góða einkunn. Matarmenningin er hins veg- ar fjarlæg Evrópubúum. Vandaðasta handbragðið Sendinefndin samanstóð af Hallgrími Ingólfssyni innanhússarkitekt hjá Stíl á Akureyri, Hirti Emilssyni verkefnis- stjóra og Einari A. Kristinssyni. Hinir tveir síðarnefndu koma frá Skipatækni hf. en hönnun skipsins er alíslensk. Svið Hallgríms snýr að innréttingun- um og var hann ánægður með útfærslu Kínveijanna. Reyndar svo að hann seg- ist ekki hafa séð vandaðra handbragð. Mest segir Hallgrímur að sér hafí kom- ið á óvart hve háþróað ríki þessi fyrrum landbúnaðarþjóð sé orðin. pÉífíwrwí iSnÍ Hallgrímur Ingólfsson smakkar snákakjötið. 1/ið hlið hans situr EinarA. Kristinsson. Framsóknarmaðurinn í pottin- um var svo lítið hræddur um að hið óvenjulega kosninga „trix“ Halldórs formanns og efstu inanna á lista Framsóknar- flokksins í Reykjanesi að koma ríðandi í heimsókn til verslan- anna í Smáratorgi í Kópavogi sl. miðvikudag og bjóða bömum á hestbak, hafi verið misheppnað. Ástæðan er sú að allt varð útvaðandi í hrossaskít á svæðinu enda er það svo að hestar skíta miklu meira ef þeir era órólegir en ef þeir eru rólegir. Það var því þung brúnin á starfsmönnum Smáratorgsins þegar þeir voru að moka upp hrossaskítinn. Einn þeirra heyrðist tauta að það væri „helvlti hart að þurfa að vera að moka upp framsóknar- ijós við Smáratorgl!!....“ Halldór Ásgrímsson. í heita pottinum í Sundlaug Ak- ureyrar í gærmorgun fór fram fjörug kappræða milli þeirra Val- gerðar Sverrisdótur og Stein- grfms J. Sigfússonar. Framboðs- fjörið var svo mikið að haft var á orði að ekki einasta hefðu marg- ir viðstaddra gleymt sér og orðið of seinir í vinnuna heldur hafi þeir uppgvötað að kjötið á þeim var orðió laust frá beinunuin.... I/algerður Sverrisdóttir. Kaldhæðið Kínverjar eru geysilega samviskusamir og umfangsmiklir í skipasmíði. Sem dæmi um stærðargráðurnar má nefna að Hallgrímur og félagar skoðuðu skipasmíðastöð sem rúmar fjögur her- skip í einu. Því er spáð að vesturlönd muni í stórauknum mæli leita til Kín- verja hvað varðar fiskiskipasmíði í framtíðinni og hefur þessi þróun hafist hér á landi. Þórshafnarbúar eiga von á skelfisksskipi að austan og Vestmanna- eyingar eru næstir í röðinni. „Það er í raun kaldhæðnislegt að þrátt fyrir þessa óravegu sé ódýrast að snúa sér þangað," segir Hallgrímur. Rottur og sporðdrekar Kínversku skipasmiðirnir tóku Islend- ingunum einstaklega ljúfmannlega að sögn Hallgríms og ekki spillti fyrir hve Islendingarnir voru fúsir til að kynna sér menningu þeirra. I mat og drykk kenndi forvitnilegra grasa. Þannig fengust Islendingarnir t.d. til að gæða sér á snákakjöti. Fyrst var þeim sýnd gallblaðran úr snáknum og gallið síðan innbyrt, blandað kínversku brennivíni. Snákakjötið sjálft var afar lítið steikt að sögn Hallgríms og létu menn staðar numið eftir einn til tvo bita. Þá voru rottur og sporðdrekar á matseðlum hinnar fornu þjóðar en Islendingarnir létu þær afurðir eiga sig! - BÞ FRÉTTAVIÐTALIÐ í pottinum er nú altalað að fram sóknarflokkurinn sé að verða eitt helsta vígi kvikmyndagerð- armamia. Ekki nóg með að Frið- rik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður sé kominn á lista hjá flokknum í Reykajvík heldur er fullyrt að einn helsti ímyndar- fræðingur flokksins og Halldórs Ásgrímssonar sé enginn annar en Þráinn Bertelsson.... Þráinn Bertelson. Vaxtarmöguleikar Baugs eru verulegir Bjami Ármannsson forstjóri FBA Tíund afBaugi (Hag- kaup/Bónus) eralmenningi til sölu á næstunni á genginu 9.9S ogsíðanferfélagiðáað- allista Verðbréfaþings. Hag- kaups-fjölskyldan selur megn- ið afþví sem hún á enn eftir. - Hvað er freistandi við oð eignast hlut í Baugi « þessu gengi? „Þetta er stærsta og vinsælasta matvöru- dreifingarfyrirtæki landsins, þar sem í hverri viku koma um 270 þúsund manns - öll þjóð- in með öðrum orðum. Þetta er fýrirtæki í at- vinnugrein sem er mjög stöðug og óháðari efnahagssveiflum en flestar aðrar greinar - þó menn herði ólina þarf fólkið að borða og magnið breytist ekki svo mikið. I því sam- bandi er athyglisvert að þetta er fyrsta félagið í þessum geira sem verður skráð á almennum markaði; almenningur hefur aldrei áður get- að fjárfest í matvæladreifíngu og sérverslun. Innan greinarinnar hefur félagið mjög sterka stöðu og má áætla að markaðshlutdeild þess eftir vörutegundum sé 40 til 50 prósent á stór-höfuðborgarsvæðinu. Félagið hefur skipt rekstrinum í nokkur viðskiptasvið eftir eðli þeirra, verði og þjónustu og er í dag mjög vel í stakk búið að láta þessi viðskiptasvið vaxa mjög verulega." - Getur þú nefnt dæmi um þetta síðast- nefnda? „Það má nefna kaupin á SMS í Færeyjum sem dæmi um sókn út fyrir landsteinana. I öðru lagi að í gegnum Reitangruppen í Nor- egi gefst kostur á mjög hagstæðum vöruinn- kaupum. Síðan hefur félagið verið að auka umsvif sín á landsbyggðinni, til að mynda með uppsetningu búðar á Egilsstöðum. Nefna má samninginn vegna Smáralindar- innar við Debenhams, þar sem félagið er að fara meira út í sérvöru, þar sem álagningin er meiri en í matvörunni. Þá má nefna samning- inn um Hagkaupsverlun í Smáralindinni, þar sem verður Iangstærsta matvöruverslun landsins. Stjórnendur félagsins hafa sýnt það að geta hagnast verulega á þátttöku sinni í þessum geira og skapað verulega vaxtarmögu- leika. Allt þetta ætti að vera þóknanlegt þeim sem geta hugsað sér að kaupa hlutabréf í fé- laginu sem fjárfestingavöru." - 40% félagsins er í eigu Reitangruppen frd Noregi og Compagnie Financiere frá Luxemburg. Gæti þessi mikli hlutur út- lendinga ekki stuðað einhverja þjóðemis- sinnaða fjárfesta ? „Það ætti frekar að hjálpa til. Þessi hlutur kemur fram í lægra innkaupsverði fyrir Baug, sem framkallar lægra verð fyrir neytendur og meiri hagnað fyrir hluthafa. Að auki felur þetta í sér ýmis tækifæri á útrás félagsins á erlendum mörkuðum." - Þií nefndir 40 til 50 prósent tnarkaðs- hlutdeild. Jaðrar það ekki við að vera óeðli- lega stór biti? „Það var að minnsta kosti álit Samkeppnis- stofnunar að samruninn sl. sumar bryti ekki á nokkurn hátt í bága við samkeppnislög. Eft- irlitið er mjög virkt með þessum geira, meira en hjá flestum öðrum. Einhvers staðar Iiggja mörkin, en það er mín skoðun að félagið sé ekki komið að slíkum mörkum.“ -Afþeim 10% sem á að selja á Hagkaups- fjölskyldan 2%. Er hún þá endanlega að hverfa út úr gamla Hagkaups-dæminu? „Fjölskyldan á nú 2,5% og er að selja 2% og heldur því eftir 0,5%. Það er kannski ekki stór hlutur í prósentum talið, en tæplega 50 milljónir að nafnvirði.“ — FÞG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.