Dagur - 22.04.1999, Page 9

Dagur - 22.04.1999, Page 9
Xk^Mi- Tfc^wr FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 - 9 -4 8 FJMMTUDAGUR 22. APRIL 1999 FRÉTTASKÝRING Ólafsfjarðar töluvert verið í um- ræðunni, en eitthvað hefur dreg- ið úr mikilvægi hennar að undan- förnu. Ekki eru allir frambjóð- endur sammála um forgangsröð- un, m.a. telur Valgerður Sverris- dóttir, efsti maður á lista Fram- sóknarflokks í kjördæminu, að jarðgöng á Austfjörðum hljóti að koma næst, t.d. jarðgöng milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Valgerður og Halldór Blöndal samgönguráðherra, efsti maður á Iista Sjálfstæðisflokks, eru ósam- mála um hvort fyrir liggi sam- þykkt Alþingis þar að Iútandi. Meirihluti kjósenda í austurhluta kjördæmisins, t.d. á Raufarhöfn og Þórshöfn, vill að byggður verði varanlegur vegur frá Tjörnesi og austur á Þórshöfn áður en ráðist verði í það að grafa jarðgöng milli SigluQarðar og Ólafsljarðar um Héðinsljörð. Eyjafjörður miðstöð mennt- unai í sjávarútvegi Svanfríður Jónasdóttir, efsti mað- ur á framboðslista Samfylkingar, segir að kosningabaráttan snúist í Norðurlandskjördæmi eystra um lífskjör eins og annars staðar á landinu og möguleika fólks til þess að hafa fjölbreytta atvinnu, góða þjónustu og menntun. „Hér í kjördæminu hljótum við að horfa til bættra samgangna og jarðganga sem lið í stækkun á at- vinnu- og athafnasvæðum. Eg minni þó á að jarðgöng verða aldrei byggð á kostnað vegagerð- ar, þau eru sérstök framkvæmd," segir Svanfríður. Hún segist hins vegar skilja mæta vel að fólk í Norður-Þingeyjarsýslu óttist að jarðgangagerð tefji vegagerð enda séu vegirnir frá Öxarfirði og aust- ur í Þistilfjörð þannig að þeir eru Frjálslyndi flokkurinn 1. Halldór Hermannsson, skipstjóri ísafirði 2. Hermann B. Haraldsson, sjómaður Akureyri 3. Bára Siguróladóttir, bóndi Kelduhverfi 4. Asgeir Yngvason, framleiðslustjóri Akureyri 5. Jóhannes Björnsson, sjómaður Raufarhöfn 6. Helgi Sigfússon, búfræðingur Hrísey Framsóknarflokkur 1. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður Eyjafirði 2. Daníel Arnason, framkvæmdastjóri Akureyri 3. Elsa Friðfinnsdóttir, lektor Akureyri 4. Jakob Björnsson, fv. bæjarstjóri Akureyri 5. Sveinn Aðalgeírsson, sölumaður Húsavík 6. Bjöm Snæbjörnsson, formaður Einingar Akureyri H úmanis tafl okkurin n 1. Jón Eyjólfsson, trésmiður 2. Ragnheiður Sigurðardóttír, tölvunarfræðingur 3. Guðrún Róbertsdóttir, húsmóðir 4. Anna Egilsdóttir, húsmóðir 5. Guðlaugur Agnar Pálmason, verkamaður 6. Jón Kjartansson frá Pálmholti Samfylking 1. Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður Dalvík 2. Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður Húsavík 3. Kristín Sigursveinsdóttir, formaður Iðjuþálfafélags Isl. 4. Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri 5. Hadda Hreiðarsdóttir, nemi 6. Heimir Ingimarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkur 1. Halldór Blöndal, alþingismaður Akureyri 2. Tómas Ingi Olrich, alþingismaður Akureyri 3. Soffía Gísladóttir, félagsmálastjóri Húsavík 4. Asgeir Logi Asgeirsson, útgerðarmaður Ólafsfirði 5. Baldvin Kr. Baldvinsson, bóndi Tjörnesi 6. Anna María Elíasdóttir, bæjarfulltrúi Ólafsfirði Vinstri hreyfingin - grænt framboð 1. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður Svalbarðshreppi 2. Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Akureyri 3. Helga Arnaheiður Erlingsdóttir, oddviti Ljósavatnshreppi 4. Valgerður Jónsdóttir, garðyrkjutæknifræðingur Akureyri 5. Helgi Kristjánsson, framkvæmdastjóri Húsavík 6. Anna Helgadóttir, kennari Eyjaíjarðarsveit Byggðamál, sam- göngumál og fjöl- skyldu- og velferðar- mál eru í brenuidepli kosniugabaráttuuuar á Norðurlandi eystra. Kosið verður um byggðamál og fjölskyldu- og velferðarmál á Norðurlandi eystra en í kosninga- bárattunni eru stjórnmálaflokk- arnir nokkuð sammála um áfram- haldandi uppbyggingu Háskólans á Akureyri og Fjórðungssjúkra- hússins. Greina má hjá öllum frambjóðendum þann sldlning að þessar tvær stofnanir séu ákveðin þungamiðja í því að gera Akureyri og Norðurland eystra að ákveðnu mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Undanfarin misseri hefur gerð jarðganga milli Siglufjarðar og eins og vegakerfið í þróunarríki. „Við frambjóðendur Samfylk- ingarinnar viljum að það verði stóraukið fjárframlag til mennta- mála í kjördæminu. Það á að nýta í þágu Háskólans á Akureyri til þess að efla starfsemi hans og þær rannsóknarstofnanir sem honum tengjast," segir Svanfríð- ur. Hún segir að það þurfi Iíka að efla framhaldsskólanámið en smærri skólarnir þurfi að fá að þroskast og standa verði við fyrir- heit um það að Eyjaljörðurinn verði miðstöð menntunar á sviði sjávarútvegs. Það markmið segir Svanfríður í mikilli hættu sér- staklega hvað varðar skipstjórnar- og fiskvinnslunám, og ráðamenn þjóðarinnar verði að sýna því skilning hverjar aðstæðurnar eru. „Okkar barátta snýst um það að Samfylkingin verði það öfluga mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn hér í kjördæminu eins og hún er orðin á Iandsvísu, og þarf í ís- Ienska pólitík. Það er stærsta hagsmunamálið í bili fyrir íbúa Norðurlandskjördæmis eystra, og við treystum því að Norðlending- ar séu okkur sammála um það,“ segir Svanfríður Jónasdóttir. Lítil mnræða tun utanríMs- mál Jón Eyjólfsson, efsti maður á framboðslista Húmanistaflokks- ins, segist telja að kosningabar- áttan snúist um það að enginn þurfi að horfa upp á foreldra eða aðra ættingja leita sér matar og vera þannig undir fátækramörk- um. Jón Eyjólfsson býr í Keflavík en er fæddur og uppalínn í kjör- dæminu, bjó í 15 ár á Akureyri. Jón segir það öðru fremur ástæðu þess að hann leiði lista Húman- ista á Norðurlandi eystra. „Það hefur h'tið komið mér á óvart í þessari kosningabaráttu en það er dálítið sérstakt að vera að kljást við fólk sem hefur sumt hvert set- ið lengi á Alþingi, og það er stundum erfitt að spila með. Ég er mjög ánægður með að geta komið til baka og sagt Norðlend- ingum frá þeim möguleika sem þeim gefst með því að kjósa Húmanistaflokkinn," segir Jón. Jón segist hafa átt von á að um- ræðan mundi snúast meira um utanríkismál en raunin hefur orð- ið á, ekki síst í Ijósi þess að Is- Iendingar séu orðnir þátttakend- ur í stríði í Evrópu með þátttöku okkar í NATO. Hugmyndafræði húmanismans byggist upp á andofbeldi í andstöðu við það að nota ofbeldi gegn ofbeldi eins og gerist í Júgóslavíu. „Við erum mótfallnir veru í hernaðarbanda- Iögum. Mér sýnist að Sjálfstæðis- flokkurinn verði stærsti flokkur- inn í kjördæminu eftir kosning- arnar 8. maí með tvo menn, framsóknarmenn fái bara einn vegna þess að þeir eru að spila vitlaust úr sínum spilum með t.d. auglýsingum, Steingrímur J. Sig- Úrslit 1995 Alþýðuflokkur 7,4% Framsóknarflokkur 2 menn 36,8% Sjálfstæðisflokkur 2 menn 28,2% Alþýðubandalagið 1 mann 16,8% Þjóðvaki 1 mann 8,7% Kvennalisti 2,1% fússon kemst örugglega inn og við fáum auðvitað þann sjötta," sagði Jón Eyjólfsson. Snýst um stöðugleikann Halldór Blöndal samgönguráð- herra, efsti maður á lista sjálf- stæðismanna, segir að kosning- arnar snúist um það hvort takist að halda þeim stöðugleika sem verið hafi í þjóðfélaginu. „Það er forsenda þess að við getum áfram haldið að bæta lífskjörin og treyst þjóðfélagið á breiðum grundvelli. I Norðurlandskjördæmi eystra er nauðsynlegt að efla þær þjón- ustu- og menntastofnanir sem þar eru, s.s. Háskólann á Akur- eyri, Fjórðungssjúkrahúsið og samvinnu þessara stofnana við hliðstæðar stofnanir bæði hér á Norðurlandi og Austurlandi. Við hljótum að einbeita okkur að því að stækka markaðssvæðið og bæta samgöngur i kjördæminu og þar horfi ég sérstaklega til jarð- ganga frá Olafsfirði til Sigluíjarð- ar sem ég tel að geti ráðið úrslit- um um framtíð Siglufjarðar og með gagnkvæmum samskiptum mundi slík samgöngubót styrkja Eyjafjarðarsvæðið í heild sinni,“ segir Haildór. Hann kveðst leggja áherslu á að Iokið verði Iagningu hringvegarins til Egils- staða sem hafi gífurlega þýðingu fyrir mannlff á þessum svæðum og til þess að atvinnufyrirtæki á þessum svæðum geti betur unnið saman. Samgöngiunál Steingrímur J. Sigfússon, alþing- ismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns fram- boðs, er í I. sæti listans á Norð- urlandi eystra. Hann segir að öll- um komi utanríkismál við og sér þyki miður hversu litla athygli þau hafið fengið í kosningabar- áttunni í ljósi þeirra stóratburða sem eru f gangi og einnig vegna Evrópusambandsmála. Þó um- ræðan sé meira og minna á lands- vísu blandist einnig inn í umræð- una staðbundin mál, en byggða- málin og byggðaröskun vegi þungt sem og stefnan í sjávarút- vegs- og landbúnaðarmálum. Einnig neíitir Stengrímur stöðu hinnar opinberu þjónustu og hinna sérhæfðu stofnana á Akur- eyri, s.s. Háskólans á Akureyri, sem sé gífurlega afdrifaríkt mál fyrir íbúa Norðurlands eystra sem og alla landsbyggðina. „Við getum nefnt staðbundin verkefni sem þarf að Ieysa eins og t.d. atvinnumál á Kópaskeri vegna sérstæðra aðstæðna þar nú vegna rækjuvinnslu svo ekki sé gleymt að nefna málefni Kísiliðjunnar við Mývatn. Það er þó alltaf vandmeð- farið að vera að keyra slík mál upp sem kosningamál og engum til góðs að blása þau upp. Málefni Kísiliðjunnar brenna eðlilega helst á Mývetningum en ég hef orðið var við að það mál hefur vakið mikla athygli í öðrum kjördæm- um,“ segir Steingrímur. Hann segir samgöngumálin brenna á Norlendingum nú sem endranær, þau sem eitt brýnasta hagsmuna- mál byggðanna. Stærsta verkefnið er að byggja upp norðausturleið- ina frá Húsavík austur um til Vopnaíjarðar sem stendur byggð- unum mjög fyrir þrifum vegna þess hve Iítt hefur þokast áfram. Steingrímur segir árangur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs á landsvísu eiga eftir að koma á óvart. Með góðum úrslit- um í Norðurlandskjördæmi eystra gætu ráðist heilmikil pólitísk örlög þar sem sé flokkakerfið á næstu öld. Glöggt er gests augað Halldór Hermannsson, útgerðar- maður á Isafirði, leiðir framboðs- lista Frjálslynda flokksins í kjör- dæminu. Hann segir kosningabar- áttuna snúast um sjávarútvegsmál og að skorin verði upp herör gegn þessu miðstýrða og og ójafnræðis- lega kvótakerfi. Halldór telur að fái stjórnarflokkarnir sama kjör- fylgi og þeir hafi, svo ekki sé talað um meira, þá verði kerfinu því miður ekki breytt. „Menn verða að fá eitthvað frjálsræði til að sækja sjóinn í grennd við sína heimabyggð. Komi aflaleysisár muni smábátaeigend- ur selja stærri útgerðunum kvót- an’n og þá verður bókstaflega fiskalaust hjá strandveiðiflotanum og kvótann þjappast á færri hend- ur. Þótt flóttinn af landsbyggðinni sé af fleiri orsökum þá er meginá- stæðan samþjöppun kvótans. Ég hef verið spurður að því hvort ekki sé óeðlilegt að Vestfirð- ingur sé í efsta sæti á framboðs- lista á Norðurlandi eystra. Mér finnst það ekkert óeðlilegt og minni á að glöggt er gests augað,“ segir Halldór. Halldór segir þátt- töku í Evrópusambandinu vítamínsprauta fyrir hinar dreifðu byggðir landsins því Evrópuríkin hafa skuldbundið sig til að aðstoða hvert annað innan sambandsins og hingað kæmu t.d. þekkt fyrir- tæki til að vinna fisk á manna- markað, en ekki bara sem dýra- fóður. „Gangi Norðmenn í Evr- ópubandalagið eigum við skilyrðis- laust að gera það líka, annars verð- um við einfaldlega skildir eftir. Svo eigum við að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið og hefja hrefnu- veiðar, fyrst á heimamarkað," seg- ir Halldór. Málefni N-Þingeyinga for- gangsverkefni Valgerður Sverrisdóttir þingmaður skipar nú 1. sæti á Iista Framsókn- arflokksins. Hún segir að þær um- ræður sem séu staðbundnar séu t.d. tengdar Kísiliðjunni og það sé mjög mikilvægt fyrir atvinnulífið í Mývatnssveit og á Húsavík að hún verði rekin áfram og vinnsluleyfið verði framlengt. Máíið sé hins veg- ar f mjög erfiðri stöðu. Einnig sé nauðsynlegt að taka ákvörðun um virkjun í Bjarnarflagi sem hefur verið heimiluð. Gagnvart Akureyr- ingum séu málefni Slippstöðvar- innar, Háskólans og Éjórðungs- sjúkrahússins mikilvæg, en það ráðist af afli stjórnmálaflokka hvernig gangi að koma þeim mál- um í höfn. „Það sem Eyjafjarðarsvæðið vantar er nýr vaxtarbroddur, það vantar að allir finni að það sé vissulega vöxtur í atvinnulífinu. Það er auðvitað mjög ánægjulegt þegar fyrirtæki flytja í bæinn frá Reykjavíkursvæðinu en það mundi skipta svo miklu sálarlega fyrir íbúana hér ef hægt væri að fá ein- hvern snefil af þenslu inn á svæð- ið. Það er ekki verjandi að ráðast í jarðgangagerð um Héðinsfjörð meðan vegamál í Norður-Þingeyj- arsýslu eru í Iamasessi. Það er for- gangsverkefni í þessu kjördæmi að leysa málefni Norður-Þingeyinga. Þetta er ekkert einsdæmi því Vest- firðingar búa einnig við slæmar samgöngur. Þaðan eru þrjár leiðir úr kjördæminu, og allar meira og minna ófærar," segir Valgerður. Hún segir að það séu aðeins tveir frambjóðendur öryggir með kosningu, þ.e. efstu menn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Mér sýnist þó að efsti maður Vinstri hreyfingarinnar sé að verða nokkuð öruggur en ég legg áherslu á að Framsóknarflokkurinn verði stærsti flokkurinn í kjördæminu hér eftir sem hingað til þannig að við fáum tvo menn kjörna, og tryggjum Daníel Árnasyni þing- sæti því við eigum ekki mikla möguleika á uppbótarþingsæti. Það er stór spurning hvort Sam- fylkingin nær þingmanni f þessu kjördæmi. Ovissan er meiri nú en tyrir margar síðustu þingkosning- ar,“ segir Valgerður Sverrisdóttir. Hvemigfara þingkosn- ingamar 8. maí í Noiður- landskjördæmi eystra? Aðalheiður Jóhannesdóttir: „Núverandi ríkisstjórn heldur áfram. Ég held að Framsóknar- flokkur fái tvo, Sjálfstæðisflokk- ur tvo, Græningjar fá einn og sennilega fær Samfylkingin einn mann.“ Einar Jóhannsson: „Ég hef ekki hugmynd um það, og hef lítið pælt í því þó mér sé ekki alveg sama hver úrslitin verða. Ég ætla því að nota at- kvæðisréttinn." Sigurður Eiríksson: „Veistu það, ég hef sáralítið velt vöngum yfir því. En auðvitað ætla ég að kjósa.“ Guðmundur Hjaltason: „Ég reikna með að Sjálfstæðis- flokkur fái tvo þingmenn og Tómas Ingi verði uppbótaþing- maður. Framsókn fær tvo og ég held að Steingrímur komist inn. Þvf miður eru líkur á að Sam- fylkingin fái einn mann.“ Alfreð Pálsson: „Það er alveg vonlaust að spá einhverju um það og ég hef líka litla skoðun á því. Sjálfstæðis- menn verða áfram í ríkisstjórn og stærstir í þessu kjördæmi. Stein- grímur Sigfússon kemst líklega að og bjargar sínum flokki." Framsóknarflokkurinn kynnir stefnumál sín á Aksjón í kvöld kl. 21.00. FRAMSÓKNARFLOKKURINN

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.