Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 2
2-LAUGARDAGUR 1. MAÍ 19 9 9
FRÉTTIR
Baráttu- og hátídisdagur verkafólks ber að þessu sinni upp á iaugardag, eða viku áður en landsmenn ganga til alþingiskosninga. í
Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju en útifundurinn verður á Ingólfstorgi.
Verkalýðsfélögin
vilja auðlindagjald
Fjölskyldan, meimtim og
vmnau í öndvegi 1. maí.
Verkalýðsfélögin í Reykja-
vík vilja líka sanngjamt
gjald fyrir afnot af auð-
lindum sjávar.
f
i I ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
í Reykjavík fyrir 1. maí kemur m.a.
fram að barnabætur hafa rýmað um
500 milljónir króna á undanförnum
[ fjórum árum og innan við 3% öryrkja fá
hámarksbætur. Þá sé ellilífeyrir aðeins
14,5% af dagvinnulaunum verkamanna
, en hafði verið um fjórðungur þeirra íyr-
ir tfma tekjutryggingar. Þetta sé til
vansa í þjóðfélagi sem státar af því að
vera fímmta tekjuhæsta þjóð í heimi.
Auðlmdagjald
Ahersla er lögð á fjölskylduna, mennt-
unina og vinnuna þar sem tekið sé mið
af þörfum launafólks. Sameiginlegt
eignarhald þjóðar á auðlindum verði
tryggt í stjórnarskrá og umræður verði
hafnar um nýtt stjórnkerfi fiskveiða.
Tekið verði sanngjarnt gjald fyrir nýt-
ingu auðlinda, komið verði í veg fyrir
eignarrétt útvegsmanna á fískistofnum,
skattkerfinu verði breytt til hagsbóta
fyrir lágtekjufólk og fólk með millitekj-
ur verði leyst úr gildru jaðarskatta. Þá
sé mikilvægt að heildarsamtök á vinnu-
markaði hafí ætíð mótaða sameiginlega
launastefnu. Bæta þarf og lengja fæð-
ingarorlof foreldra og bætur almanna-
trygginga eiga jafnan að taka mið af
sömu breytingum og laun.
Sniglar í Karphúsið
Baráttu- og hátíðisdag verkfólks, 1.
maí, ber að þessi sinni upp á laugardag.
Þá verður jafnframt vika þangað til
landsmenn ganga að kjörborðinu vegna
kosninga til Alþingis. Ef marka má spár
veðurfræðinga má búast við rigningu
og stinningskalda á sunnan- og vestan-
verðu landinu. Fyrir utan hefðbundin
dagskráratriði í flestum þéttbýliskjörn-
um landsins, ætla Sniglarnir og for-
vamadeild Iögreglunnar að standa fyrir
hópakstri bifhjóla á höfuðborgarsvæð-
inu. Þema dagsins eru hætturnar í um-
ferðinni. Af því tilefni munu tíu gatna-
mót í borginni verða merkt með svört-
um borðum. Að akstrinum loknum
verður boðið upp á kaffí og meðlæti í
sjálfu Karphúsinu við Borgartún í til-
efni af 15 ára afmæli Bifhjólasamtaka
lýðveldsins.
Rússíbanar
1 Reykjavík verður safnast saman við
Hallgrímskirkju klukkan 13:30 og hálf-
tíma síðar heldur gangan af stað undir
tónum Lúðrasveitar verkalýðsins og
Lúðrasveitarinnar Svans. Gengið verð-
ur niður Skólavörðustíg, Bankastræti,
suður Lækjargötu, vestur Vonarstræti,
norður Suðurgötu og Aðalstræti.
Ræðumenn dagsins verða þau Halldór
Bjömsson, formaður Eflingar - stéttar-
félags, og Þuríður Einarsdóttir, formað-
ur Póstmannafélags Islands. Avarp flyt-
ur Guðrún Gestdóttir, formaður Iðn-
nemasambands Islands. A milli atriða
munu Rússíbanarnir leika og skemmta.
- GRH
FRÉTTA VIÐTALIÐ
Sjálfstæðismaðurinn í pottinuin í gær var upprif-
inn og sagói aó framundan væru margir góðir
dagar án Guðnýjar hjá Flokknum. Hann fullyrti
að toppamir í Flokknum hefðu ákveðið að mynda
nýja ríkisstjórn með Vinstri-grænum eftir kosn-
ingar ef þeir næðu 5 mönnum inná þing. Það yrði
miHu þægilegra að vinna með VG en Framsókn.
Enginn munur væri á stefnu VG og Sjálfstæðis-
flokksins í sjávarútvegsmálum, landhúnaðarmál-
um og í afstöðunni til ESB, NATO og svoleiðis
værí bara í nösunum á VG. En það sem sjálfstæð-
ismcnn sæju best í þessu væri að þeir fengju 7
ráðherra en VG 3 og þar með væru hin miklu ráð-
herravandamál leyst hjá Flokknum....
Framsóknarmaðurinn var á önd-
verðuin meiði við sjálfstæðis-
manniim og sagði að þeir Davíö
Oddsson og Halldór Ásgrímsson
væru þegar húnir að semja um að
endumýja ríkisstjómarsamstarf-
ið eftir kosningar. Davíð ætti að
verða forsætisráðherra fyrstu 2
árin og fá að baða sig í 2000 ljómanum. Síðan
færi hann í stól seðlabankastjóra en Halldór yrði
forsætisráðherra síðari hluta næsta kjörtímabils.
Sjálfstæðismaðurinn taldi að
þetta væri nú breytt. Hann benti á
að ef menn skoðuðu uminæl
Davíðs um VG síðustu vikurnar
væri þar bara um hól að ræða en
Halldór Ás- hann væri alveg hættur að nefna
grímsson. Framsóknarflokkinn....
Vímuefnabaráttunni hefur verið
stiilt upp sem einu af aöalkosningainálunum á
vegum Framsóknarflokksins. Hvemig svo það
tekst til skal ekkert um sagt en í heita pottinuin
er upplýst að fyrrum samkomustaður allaballa í
Reykjavíkmuni leggja baráttunni lið á næstunni.
Or hvítasunnukirkjunni berast þær fréttir að
menn ætli að opna nýja meðferðarstöð í Risinu á
Hverfisgötu en þar hafa einmitt allaballar eytt
mörgum sælustunduin.
GeirMagnús-
son
forstjóri Olíufélagsins Esso.
[ Styrkir ímyndina aðfá um-
hvetflsverðlaun. Markviss
umhverflsstefna í rekstri.
Stefnt að því aðfá hensínstöð
i vottaða á næsta ári. Upp-
fylla þaiféO lög og reglu-
geiðirfyrirbyggingu og rek-
stri einnarbesínstöðvar.
Skrefinu lengra í umhverfls vemd
- Hver er galdurinn á bak við það hjá ol-
íufélagi aðfá umhvetfisverðlaun?
„Það er nú tiltölulega einfalt. Þar sem við
erum með vörur sem menga við notkun og
einnig ef eitthvað mistekst í meðförum
þeirra, þá höfum við verið bærilega meðvit-
aðir um þetta árum saman. Fyrir einhverj-
um árum síðan þá stofnuðum við hérna svo-
kallaða umhverfis- og öryggisnefnd sem tek-
ur á öllum óhöppum og reynir að koma í veg
fyrir bæði mengunarslys og óhöpp á mann-
skap. Árið 1997 ákváðum við að móta okkar
eigin umhverfisstefnu. Því til viðbótar
ákváðum við að búa til svokallaða rekstrar-
handbók sem tekur til allra þátta í rekstri og
til leiðbeininga á rekstri olíufélags. Hún er
byggð á þremur stöðlum. Það er umhverfis-
staðall ISO 14001, gæðastjórnunarstaðall
ISO 9001 og vinnuverndarstaðall BS 8800.
Við erum að vísu ekki búnir að fá neina vott-
un en við stefnum að því að fá eina bensín-
stöð vottaða fyrir árslok á næsta ári. Sem
dæmi þá byggðum við stöðina á Ártúns-
brekku með öll þessi sjónarmið virk.
- Hvemig nálguðust þið þetta?
„Við fengum svipaða handbók frá Esso í
Noregi sem við höfum unnið að því að stað-
hæfa. Elísabet Pálmadóttir verkfræðingur
hjá Hönnun hefur verið leiðandi í þessu,
enda unnið sjálf sem fagmaður hjá olíufé-
Iagi í Noregi. Frá sl. haustmánuðum erum
við komnir það langt að bókin er klár þannig
að við vitum hvað við ætlum að gera og
hvernig. Elísabet og einn starfsmaður hjá
okkur eru að innleiða og gera þetta virkt.“
- Er þetta ekki líka spurning um
ímynd féíagsins?
„Við teljum að þessi verðlaun séu okkur
mjög mikilvæg og þá ekki síst ímyndunar-
lega innávið. Þetta er mikilvæg viðurkenn-
ing fyrir okkar starfsfólk sem hefur unnið að
þessu. Jafnframt er þetta mikil viðurkenn-
ing til þess starfsfólks sem á að vinna eftir
þessu. Þá held ég að útávið sé þetta stað-
festing á því að við látum okkur umhverfið
varða og að vinnubrögð okkar miða að því
að menga það ekki. Við höfum m.a. sett
bætiefni í bílabensín og bílaolíu sem liefur
virkað mjög vel og t.d. er minni reykur af
díselolíu. Að öðru leyti getum við barist fyr-
ir því að öll meðferð okkar sé án skaða fyrir
umhverfið. Það er markmiðið, enda sá þátt-
ur sem við ráðum við.“
- Er eitthvað frekar á döfinni hjá yitkur
í umhverfismálum?
„Nei. Aðalatriðið nú er að innleiða þetta.
Það er mál málanna til að þetta verði ekki
eins og símaskrá sem sett sé upp á hiÍIu.
Það verður líka mikið verk að hrinda þessu
í framkvæmd, enda erum við með á annað
hundrað bensínstöðvar. Þetta er líka ekki
eingöngu bundið við þær heldur líka skrif-
stofur félagsins, þ.e. flokka fernur og annað
sem til fellur. Sem dæmi get ég nefnt að
þegar ég þarf að losa mig við pappír, þá er
það annarsvegar tætarinn oig hinsvegar
kassi fyrir pappír sem á að fara f endur-
vinnslu."
- Er kannski almenn vakning í um-
hverfismálum hjá oltufélögutn?
„Ég mundi halda að Jrað leiði af sjálfu. Að
byggja og reka t.d. eina bensínstöð þurfum
við að uppfylla eitthvað um 40 lög og reglu-
gerðir. Eg hef orðað það svo á fundum hjá
olvkur að þetta fer bara versnandi. Þessum
lögum og reglugerðum fjölgar bara og það
hefur enginn yfirlit yfir það hvernig þeim
fjölgar. Mikið af þessu er um umhverfi,
mengun og mengunai-varnir. Við höfum
hinsvegar bara tekið þessi mál skrefinu
Iengra.“ - grh
l
4