Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 4
4- LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 Slægingarþjónusta á Isafirði Nýtt fiskvinnslufyrirtæki, Fisktak, hefur hafið starfsemi á Isafirði, en í nýju húsnæði, þ.e. í húsnæði rækjuverksmiðjunnar Rits, sem hætt hefur starfsemi. I húsinu verður rekin margþætt þjónusta, m.a. slæg- ingarþjónusta. Það er Gunnar H. Guðmundsson, sem áður stjórnaði Fiskverkun Asbergs í Hnífsdal, sem er eigandi þessa nýja fyrirtækis, en starfsemi Asbergs hefur verið flutt suður. Ný flugstöðvarbyggmg Flugstöðvarbyggingin á Isaljarðarflugvelli hefur verið stækkuð verulega, og var viðbótin nýlega tekin formlega i notkun að viðstöddum sam- gönguráðherra, flug- málastjóra, þingmönn- um kjördæmisins, gest- um og fyrirmönnum kjördæmisins. Heildar- kostnaður nam 82 millj- ónum króna, sem er töluvert umfram kostn- ísfirðingar hafa fengiö nýja flugstöð. aðaráætlun. Hlutfall flugfarþega er eðlilega mjög hátt á Vestíjörð- um, eða 11 farþegar á íbúa á ári, meðan hlutfallið er 7 við Eyjaíjörð og á Austijörðum, en er eðlilega mun hærra í Vestmannaeyjum. Isfang færir út kvíarnar ísfang á Isafirði hefur keypt meirihluta í rækjuverksmiðjunni Meleyri á Hvammstanga af Guðmundi Tr. Sigurðssyni en fyrirtækið er elsta starfandi rækjuverksmiðja landsins. Kaupin treysta enn frekar marg- þættan rekstur ísfangs, en það er m.a. í útfiutningi á fiski og skelfiski auk útflutnings rækju af togurum sem eru á veiðum á Flæmingja- grunni við Nýfundnaland. Valdabarátta í Básafelli? Seld hafa \'erið um 7,7% hlutabréfa í Básafelli á Isa- firði fyrir 58 milljónir króna og er kaupandi Guð- mundur Kristjánsson, út- gerðarmaður í Rifi á Snæ- fellsnesi, en hann gerir m.a. út línufrystiskipið Tjald. Talið er að þessi kaup Guðmundar séu gerð með tilstilli Olíufélagsins, Ishafs og ýmissa Flateyr- inga, en fullyrt er að Arnar Kristinsson, framkvæmda- stjóri Básafells, njóti ekki lengur stuðnings stærsta hluthafans, Olíufélagsins. Úr Framhaldsskóla í menntaskóla Um 150 nemendur og kennarar Framhaldsskóla Vestfjarða hafa lagt fram undirskriftalista til skólanefndar skólans. Þar er skólanefndin hvött til þess að breyta nafni skólans í Menntaskólinn á ísafirði eða í Skóla Jóns Sigurðssonar, sem væri vel við hæfi, en Jón Sigurðsson forseti var sem kunnugt er Vestfirðingur, fæddur að Hrafnseyri við Arnarfjörð. Framhaldsskólinn hét um tíma Menntaskólinn á Isafirði (MI) en fyrsti skólameistari hans var Jón Baldvin Hannibalsson, nú sendiherra í Washington. A skólanefndarfundinum var samþykkt að stofna Hollvinasamtök skólans og að stuðla ákveðið að breyttri ímynd hans. Gamla sjúkrahúsið á ísafirði fær styrk Sjúkrahúsið fékk húsfriðunarstyrk. Gamla sjúkrahúsið á Isafirði, sem fær innan tíðar hlutverk safnahúss, fékk nýverið tveggja milljóna króna styrk úr Húsfriðunarsjóði, en hús- ið er nú í mikilli endurbyggingu vegna þessa nýja hlutverks, en það var byggt 1925. Önnur hús sem fengu svo háa styrki eru m.a. Fríkirkj- an í Reykjavík, sem er byggð 1913, Þingeyrarkirkja í Húnavatnssýslu. sem er byggð á árunum 1864 - 1877, Breiðbólstaðarkirkja í Fljótshlíð í Rangárþingi, sem er byggð 1912 og elsta hús Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, sem var byggt var 1883. Ttopir Davíð Oddsson á stjórnmálafundi á Akureyri í fyrrakvöld. Fögnum nýjum hugmyndum í kvótamálum sem geta stuðlað að sátt. - mynd: sbs Samfylkmgm jmfst á óánægju Davíð gagnrýndi Sam- fylMngima harkalega á fimdi á Akureyri. IIún væri ótrúverðug og til- húiu að spreugja upp góðau árangur í efna- hagsmálum. „Samfylkingin þrífst á óánægju og öfund og fer ekki að ganga vel nema illa gangi f landinu. Við skulum ekki heldur kjósa þetta fólk svo ekki fari að ganga illa hjá okkur,“ sagði Davíð Öddsson, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, á almennum- stjórnmálafundi á Akureyri í fyrra- kvöld. I framsögu sinni þar skaut hann föstum skotum að Sam- fylkunni, einni stjórnmálaafla. Sagði hana vera ótrúverðuga á ýmsa lund. A hinn bóginn lofaði hann góðan árangur ríkisstjórnar- innar undir fory'stu Sjálfstæðis- flokksins. Fögniun sáttahugmyndum „Okkur hefur miðaða áleiðis, en hvort eigum við í kosningunum nú að velja út frá fagurgala og meitl- uðum setningum eða því sem við þekkjum og höfum sjálf reynt,“ sagði Davíð í framsöguræðu sinni. Hann gerði þar málefni öryrkja og aldraðra í því samhengi að sér- stöku umtalsefni og benti á að kjör þeirra hefðu batnað um nær- fellt fjórðung á síðustu árum. Það væri mun betri árangur en þeir flokkar sem standa að Samfylking- unni hefðu náð þegar þeir voru við völd. Þó sagði Davíð að fjarri væri í sfnum huga að fólk í þessum þjóðfélagshópum lifði við neinar vellystingar. Davíð sagði að hverri nýrrí hug- mynd sem fram kæmi í kvótamál- um myndi Sjálfstæðisflokkurinn taka fagnandi gæti hún stuðlað að því að meiri sátt næðist um núver- andi stjórnkérfi fiskveiða, sem hann annars lofaði fyrir ábata- semi. Hugmyndir Samfylkingar í kvótamálum sagði hann vera óskýrar. Talað væri um að koma á fót nýju fiskveiðistjórnarkerfi með byggðatengingu árið 2002 án þess að skýrt væri hvað byggi að baki þessum hugmyndum. Össitr er inni í kliikkiumi „Eg vil að börnin okkar Iærí sem mest, en ég vil ekki að þau læri og reyni hvernig verðbólgan var og er,“ sagði Davíð og Iagði áherslu á að ríkjandi stöðugleiki og hagvöxt- ur í efnahagslífi þjóðarinnar héld- ist. Undanfarin fjögur ár hefði til dæmis verið 4,5% hagvöxtur hér á Iandi sem væri helmingi meira en í ríkjum ESB. „Þetta ætlar Sam- fylkingin hinsvegar að sprengja allt upp og er tilbúin með tíma- sprengjuna, búið er að fóðra hvell- hettuna og inni í klukkunni er Össur Skarphéðinsson." — SBS Kjósendiun á Vest- fjÖrðuin snarfækkar Á sama tíina og fólki fjölgar á kjörskrá nm 5% á landinu öllu fækkar því um 10% í Vestíjarðakjördæmi. Kjósendur á öllu landinu í alþing- iskosningunum 8. maí eru 201.525 og hefur þeim fjölgað um 9.552 si'ðan 1995 eða 5%. Þetta er í fyrsta sinn sem kjósendur á Is- Iandi eru yfir tvö hundruð þúsund. A sama tíma hefur kjósendum á Vestfjörðum fækkað um hvorki meira né minna en 635 manns eða 10%. A kjörskrá í Vestfjarðakjör- dæmi eru 5.699 manns þannig að hér er ekki um neitt smáræði að tala. Þessi staðreynd hlýtur að gera frambjóðendum nokkuð erfitt fyr- ir, því ekki vita menn hvaða flokka hinir brottfluttu kusu síðast og því mikið breytt pólitískt landslag sem frambjóðendur eru að vinna í. En kjósendum fækkar umtalsvert víð- ar á landinu. 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 Vesturíjaröa- Noröurlands- Austfjaröa- kjördœmi kjördæmi kjördæmi vestra Liðlega 200 þúsund íslendingar eiga rétt á að kjósa í þingkosning- unum um næstu helgi. MIMI fjölgun í Reykjanesi Næst mest fækkunin hefur orðið í Norðurlandskjördæmi vestra eða um 351 sem er 4,9%. I Austljarða- kjördæmi er líka umtalsverð fækk- un á kjörskrá eða 382 sem er 4,2%. I Vesturlandskjördæmi fækkar um 0,7% og í Suðurlandskjördæmi um 0,2%, og í Norðurlandskjördæmi eysta fækkar á kjörskrá um 0,2%. Greinilegt er að þessi straumur utan af Iandi hefur að stærstum hluta stöðvast í Reykjaneskjör- dæmi, því þar hefur fjölgað á kjör- skrá um 6.142 eða 12,6%. í Reykjavík hefur fjölgað á kjörskrá um 4.833 sem er 6,2%. Nýir kjósendur, þeir sem orðið hafa 18 ára á kjörtímabilinu, eru 17.668 og kjósendur sem búsettir eru erlendis eru 7.984. Fjölmeiiiiur hópur eldri borgara Af 201.525 manns á kjöskrá eru 29.745 á aldrínum 18 til 24ra ára, 21.028 á aldrinum 25 til 29 ára, 21.335 á aldrinum 35 til 39 ára, 38.960 á aldrinum 40 til 49 ára, 26.797 á aldrinum 50 til 59 ára og 41.599 manns eru 60 ára og eldri. Á þessu sést að hópur eldri borg- ara er stór og því skiljanlegt að stjórnmálaflokkarnir keppast nú um að lofa þeim bættum kjörum en þeir, ásamt öryrkjum hafa kvartað mjög yfir kjörum sínum undanfarið. — s.nÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.