Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu 200 kr. 82. og 83. árgangur -81. tölublað Laugardagur 1. maí 1999 Konur andvígar nekt arbúUimum Hert eftirlit með ráð- hemun Samkvæmt heimildum Dags hef- ur löggæsla við heimili utanríkis- og forsætisráðherra verið aukin eftir að loftárásir NATO á Júgóslavíu hófust fyrir nokkrum vikum. I flestum aðildarríkjum NATO hefur öryggisgæsla ráð- herra verið stórhert vegna átak- anna á Balkanskaga enda hafa sumir þeirra fengið hótunarbréf. Ekki hefur heyrst um neitt slíkt hér á landi. Þess má einnig geta að dauðasveitir Serba segjast bera ábyrgð á morði á breskri fréttakonu á dögunum en það hefur ekki verið sannað. Nágrannar utanríkisráðherra sem Dagur ræddi við segja að lögreglubíll sé þar reglulega í eft- irlitsferð og fylgist með umferð- inni við heimili ráðherrans. Lög- reglan hefur ekki viljað staðfesta það opinberlega enda ekki venja að gefa slíkt upp af öryggisástæð- um. — S.DÓR í dag er I. maí og óskar Dagur landsmönnum til hamingju með hátíðardag verkalýðsins. Þessir menn við Hafnarfjarðarhöfn létu ekki sitt eftir liggja þegar Ijósmyndara Dags bar að garði en vonandi njóta þeir frídagsins í dag líkt og mikill meirihluti íslendinga. - mynd: e.ól. Meirihlutiim telur nóg komið af nektarbúll- um. „Sá er eldurinu heitastur sem á sjálf- um brennur,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar á vegum Dags telur meirihluti Iandsmanna, eða 56% þeirra sem afstöðu taka, að stjórnvöld eigi að sporna við fjölg- un erótískra dansstaða, en 44% að það eigi þau ekki að gera. Þjóð- in er klofin í afstöðunni til máls- ins á annan hátt, því karlar og konur eru algerlega á öndverðum meiði. Könnunin náði til 600 manns og var svarhlutfallið 77%. Af heildinni voru 20,1% óákveðnir, hlutlausir eða neituðu að svara, 44,6% fylgjandi hugmyndinni en 35,3% andvígir. Af þeim sem af- stöðu tóku voru því 55,8% fylgj- andi en 44,2% andvígir. Eftirspumin er fyrir hendi Asgeir Davíðsson, veitingamaður á erótíska dansstaðnum Maxim’s í Hafnarstræti, segir niðurstöðurn- ar ekki koma á óvart. „Ég get ekki annað séð en að það sé í góðu lagi að það bætist fleiri svona staðir við. Eftirspurnin er fyrir hendi, því ég veit ekki annað en að allir þessir staðir gangi sæmilega og miðað við reynsluna hér er að- sóknin ekki mikið minni hjá kon- um en körlum.” Asgeir segir muninn á afstöð- unni eftir kynjum mikinn, en að afstaða kvennanna sé vart trú- verðug. „Ef kona fer úr fötunum ætlar allt að ganga af göflunum hjá kynsystrunum. Ef það kemur skip með 1.000-2.000 ítölskum tindátum þá er kvenfólkið ekki beint til fyrirmyndar. Imyndaðu þér upphrópanirnar hjá konum ef það kæmi skip með þúsund föngulegum dömum og karlarnir eltust við þær um allan bæ. Ætli það yrði ekki kallað viðbjóðslegt athæfi,“ segir Ásgeir. - FÞG Munurinn á afstöðu kynjanna til málsins er mjög afgerandi. Meðal karla voru 19,4% óákveðnir, hlutlausir eða neituðu að svara, en af þeim sem tóku afstöðu voru 38,3% fylgj- andi hugmynd- inni um að spoma við fjölg- un erótísku dans- staðanna, en 61,7% voru and- vígir. Meðal kvenna voru 20,9% óákveðnar, hlutlausar eða neituðu að svara, en af þeim sem tóku af- stöðu voru 73,1% fylgjandi hug- myndinni en 26,9% andvígar. LítUlækkandi fyrir konur Reykjavíkurborg fyrirhugar við- ræður við dómsmálaráðuneytið um nauðsyn þess að lagastoð verði sett undir rekstur erótískra dansstaða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir í samtali við Dag um niðurstöður könnunarinnar að hún hefði haldið að and- staðan yrði meiri en þarna kemur fram, miðað við þau viðbrögð sem mæta henni í þessu máli. „Munurinn er þó afgerandi. Og það kemur mér ekki á óvart hversu mikill munur mælist á af- stöðu kynjanna. Sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur. Eg held að konum finnist þessir staðir vera lítillækkandi fyrir kon- ur og lítill menningarauki. Mér virðist að karlar hafi ekki eins af- gerandi afstöðu til málsins og konur. Þessi munur endurspeglar að þetta mál brennur á kynjunum með mismunandi hætti,“ segir Ingibjörg Sólrún. Konum finnst nóg komið af „nekt- arbúllum", en karlar telja óþarft að stjórnvöld sporni við fjölgun þeirra. Forvitnileg viðtöl og fleira gott efni er að finna í helgarblaði Dags. Guðmimdur vill í Evópu- sambandið „Því miður er það svo að sumir forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar virðast vera uppteknari af því að tryggja eigin stöðu en að sinna hagsmunum félags- manna sinna," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðn- aðarsambandsins, í opinskáu helgarviðtali um verkalýðsbarátt- una og stjórnmálin á þessum há- tíðisdegi verkafólks. Guðmundur lýsir þeim ein- dregna vilja sínum að Islending- ar gangi í Evrópusambandið og telur að „það væri til mikilla hagsbóta og þá sérstaklega fyrir íslenska launamenn því þar er ákvarðað um réttindi þeirra og fyrirtæki og stjórnvöld eru skikk- uð til að haga sér innan ákveð- inna marka - og það er svo sann- arlega þörf á því hér á Islandi." Þá eru Islendingaþættir sérstak- lega helgaðir 1. maí að þessu Pjetur Sigurðsson knatt- spyrnudóm- ari er fyrsti Islendingur- inn sem tek- ur þátt í úr- slitakeppni HM í fótbolta. Hann er nýkom- inn úr öngþveitinu og agaleysinu í Nígeríu og lýsir reynslu sinni í viðtali við helgarblað Dags. Tugir manna stunda sadó- masókisma hér á landi. Dagur ræðir við einn fjölskylduföður sem varpar ljósi á þessa starf- semi. Og svo er það auðvitað allt hitt efnið í helgarblaðinu - sönn dómsmál, bókahillan, flugur, bíórýni, poppsíðan, krossgátan og margt margt fleira. Góða helgi! Sjáumst í Kosninga- miðstöðvunum Akureyri: Skipagötu 18. Húsavík: Snælandi. Dalvík: Hafnarbraut 7. Breytum rétt! samfyikinging-lgg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.