Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 6
6 -LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 SD^tr ÞJÓÐMAL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Frostrásin Dagur verkalýösins í fyrsta lagi „Verkalýðsbaráttan er óaðskiljanlegur hluti af pólitískri bar- áttu, baráttu sem snýst um betra líf fyrir alla landsmenn - ekki bara suma!“ Þetta segir í fyrsta maí ávarpi verkalýðshreyfing- arinnar. Þar er sett fram kröftug gagnrýni á það sem miður hefur farið í góðæri síðustu ára og gerðar kröfur um að kjör hinna verst settu verði lagfærð. Það á sérstaklega við um líf- eyrisþega og öryrkja - en þeir hópar hafa af eðlilegum ástæð- um verið mjög ofarlega í umræðunni að undanförnu. í öðru lagi Kröfur dagsins taka augljóslega mið af því að kjarasamningar eru í gildi og verða það fram á næsta ár. Þótt stéttarfélög séu vafalaust farin að undirbúa kröfugerð sína er enn langt í að al- vöru viðræður um gerð næstu kjarasamninga fari í gang. Við þann undirbúning er mikilvægt að læra af reynslunni. Síðustu kjarasamningar hafa skilað mörgum verulegri kaupmáttar- aukningu. Mismununin milli einstakra hópa launafólks er hins vegar mikill. Sumar stéttar hafi náð jafnvel margföldum kjarabótum á við þá sem minnst báru úr býtum. Það hlýtur að verða forgangsverkefni í næstu kjarasamningum að tryggja stöðu þeirra sem verst eru settir. Þrátt fyrir ítrekuð loforð hef- ur það ekki tekist sem skyldi á Iiðnum árum. í þriöja lagi Verkalýðshreyfingin þarf einnig að líta í eigin barm og huga að því hvort hún sé að öllu leyti á réttri leið. Sumir efast um það. I helgarblaði Dags er til dæmis birt hressilegt viðtal við einn skeleggasta verkalýðsforingann, Guðmund Gunnarsson, for- mann Rafiðnaðarsambandsins, en þar gagnrýnir hann suma félaga sína harðlega. Meginatriðið er að forystumenn stéttar- félaganna séu þess ávallt minnugir að hreyfingin er til fyrir fólkið en ekki foringjana. Félagsmennirnir hljóta að meta hreyfinguna fyrst og síðast eftir þeim beina árangri sem bar- áttan skilar í vasa fólksins - það er hvernig stéttarfélögunum tekst að bæta lífskjör sinna manna. Til hamingju með daginn! Elías Snæland Jónsson Garri er mikill aðdáandi Ríkis- útvarpsins og tilbúinn til að veija það með Oddi og Eggerti þegar á það er ráðist eða hall- að. Þessvegna er Garri að hugsa um að hætta að lesa Dag því þar er í tíma og ótíma verið að fjalla um ástandið innan RÚV-veggjanna með sama hætti og aðrir þölmiðlar með- höndla átandið í Kosovo. Sem sé eins og þar ríki stríðs- elleg- ar umsátursástand. I vikunni mátti til dæmis Iesa frétt í Degi þar sem meðal annars stóð: „Samskipti stjórnenda og starfsmanna Útvarps RÚV við frostmark." Og mætti af þeim orðum draga þá ályktun að rík- isúrvarpið væri orðið einhvers- konar „Frostrás allra lands- manna." Þetta þykir Garra með ólíkind- um því að hans mati stafar ein- ungis hlýju frá viðtækinu þegar ríkisútvarpsrásin er í loftinu og ekki síst leggur ylinn frá kliðmjúkum röddum þulanna. Og það eru einmitt þulirnir sem einkum virðast vera ástæða síðustu stríðsátaka innan RÚV. Vinstri eldisþulir Raunar skilur Garri ekki al- mennilega um hvað deilan snýst, nema að þetta er fyrst og ffemst þuladeila. Líkast til hef- ur einhver gamall vinstri þulur misst röddina og verið látinn fara og annar enn eldri hægri þulur ráðinn í staðinn, eða ein- hver slík svívirða verið í gangi. Hinsvegar má gera því skóna að pólitík sé þarna með í spil- inu, því svo langt aftur sem Garri man hafa verið pólitísk átök innan útvarpsins eða utan þess um málefni útvarpsins. Sjálfstæðismenn hafa löng- um talað um ríkisúvarpið sem helsta vígi og gott ef ekki upp- eldisstöð kommúnista og mein- tra byltingarseggja sem hafa það helst markmið að klekkja á íhaldinu, einkum þó og aðal- Iega í kringum kosningar, sam- anber kvartanir Davíðs eftir síðustu borgarstjómarkosning- ar. Og ugglaust hefur eitthvað verið til í því að fleiri vinstri- menn hafi starfað á fréttastofu eða við þularstörf en hægri menn í gegnum tíðina. Síð-hippískar fréttir Og ástæðan einkum sú að vin- stri menn almennt, ekki bara á íslandi, sækja af eínhverju or- sökum meira í störf blaða- og fréttamanna en hægri menn. Þetta tengist hugsaníega þeirri útbreiddu skoð- un að gróðavon- in stjórni gjarn- an starfsvali hægri manna (auðhyggjufólks), en vinstri menn (fijálslyndir, húmanistar, eða hvað skal kalla þá) láti hug- sjónir fremur ráða. Að minnsta kosti er það stað- reynd að Sjálfstæðismenn hafa gegnt helstu valdastöðum í út- varpinu mjög lengi. Þannig að í krafti þess valds hefði þeim verið í lófa lagið að hrekja allra vinstrimenn og meinta vinstri- menn frá stofnunni og ráða í staðinn efnilega Heimdellinga og Verslinga í jakkafötum með bindi í staðinn fyrir galla- og flauelsbuxnaliðið - leyfar síð- hippatímans - sem þar iðkar nú sína afar hlutdrægu þjóðfélags- rýni. En því miður virðist hafa verið hörgull á hentugum hægriöfgamönnum sem áhuga hafa á að starfa á ríksútvarpinu fyrir það kaup sem vinstri menn sætta sig við. GARRI * m ODDUR ÓLAFSSON skrifar „Sáuð þið hvemig ég tók haiui“ Mikið er kosið á íslandi þótt þjóðaratkvæðagreiðslur séu nán- ast bannaðar. Stjómmálamenn vilja heldur hafa vitið fyrir Iands- mönnum í meiri háttar málum, þótt þeir geti með engu móti tek- ið stórar ákvarðanir né útskýrt stefnumál sín. Ruggandi stefnu- leysi í afstöðu til Evrópumála, kvótaþruglið er orðið að óskiljan- legri flækju í munni frambjóð- enda, orkuöflun og náttúruvernd og eignarhald á óbyggðum er allt falið í þokumekki tvíræðra yfirlýs- inga. Svona má lengi telja því eina takmark stjórnmálaflokka og -manna er að biðla til kjósenda og fá umboð til þingsetu. Þeir geta ekki einu sinni svarað afdráttar- laust og heiðarlega hvers konar stjórnarmjmstur þeir aðhyllast. Melónuflokkurinn hefur nokkra sérstöðu og treystir því að ekki reyni á staðfestu hreinskilninnar með því að hann þurfi að standa við stóru orðin eftir kosningar. Hvergi á jarðarkringlunni, nema á íslandi, fá kjósendur að velja sér ffambjóðendur. Prófkjör eru óþekkt meðal annarra þing- ræðisríkja. Þar er álitið að það sé eitt af megnihlutverkum stjórn- málaflokka að tilnefna frambjóð- endur. Svo var einnig hér á landi þar til flokkaspillar fundu prófkjörin upp, sem er eitthvert skrítn- asta lýðræðisform, eða öllu heldur formleysa, sem tíðkast í þingræð- inu. Úrslit ákveðin Eftir prófkjörsslag, sem ekki rís undir öðru nafni en að vera skipulagslaust kaos, þar sem úr- slitin eru jafnvel lagfærð með handafli til að fá „rétta“ útkomu og kynjajöfnun og sitthvað fleira, sem sýnir að skipuleggjendur prófkjöra hafa ekki græna glóru um í hverju þingræði og fulltrúa- lýðræði felst, hefjast síðan skoð- anakannanir. Þær tölur sem fást út úr því að fá nokkur hundruð manns til að skýra frá því hvað þeir ætla að kjósa, eru síðan Iagðar til grund- vallar þeim áróðri sem líklegastur er til að auka fyigi flokka og draga úr aðdráttarafli annarra. Þannig er verið að kjósa næstum daglega allt fram á kjör- dag og stórnmálatæknar lesa úr tölum og útskýra hvemig atkvæðin munu skiptast á kjördag. Svara eigin spurning- imi Um hvað verið er að kjósa skiptir minna máli og er engu líkara en að frambjóðendur séu fegnir að úrlausnarefni framtíðarinnar eru ekki á dagskrá nema í hálfkveðn- um vísum og loðinni stefnumörk- un. Athyglislausir fjölmiðlamenn yfirheyra stjórnmálaforingja dög- um oftar og passa vel upp á að þeir komi helst aldrei heillegum setningum frá sér. Spytjendur Iáta sér ekki nægja að kasta fram spuringum, heldur svara þeir þeim Iíka og vilja helst ekki víkja frá ávirðingum fortíðarinnar og setja sjálfa sig í spor rannsóknar- dómara. Með því móti tekst þeim að draga alla athygli frá vesalings stórnmálamönnunum, sem sagt er að steinhalda kjafi um leið og þeir opna munninn. Þetta vill því verða einleikur, þar sem fjöl- miðlamennirnirnir eru í hlutverki Jóns sterka, sem sagði þá frægu setningu: „Sáuð þið hvernig ég tók hann.“ Meira að segja orðlagður kjaft- hákur frjálslyndra komst ekki upp með moðreyk þegar ríkisupplýs- iningin lét týrur sínar skína yfir höfuðsvörðum hans. Og enginn veit um hvað kosn- ingarnar á laugardaginn snúast, enda skiptir það kannski minnstu máli. svarad Á Biskup íslands að tjá sig opinberlega umpóli- tísk dægurmál? Rögnvaldur Skíði Frið- bjömsson bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar: „Það er erfitt fyrir biskupinn að komast hjá því að tjá sig um mál sem æru að gerast í þjóðfé- Iaginu í kring- um hann. Hins vegar er ekki sama hvernig það er sett fram, og um það verður oft ágreiningur ef menn lesa út úr því einhverja pólitík." Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umfetóamíðs: „Mér dettur ekki í hug að dæma Biskup Islands í svona máli. Eg met það hveiju sinni sjálfur hvað sé við hæfi að ég geri og ég treysti fáum betur til að gera það einnig en herra Karli Sigurbjörnssyni til að meta hvenær það á við í hans tilvik- um.“ Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur: „Það er vel þekkt að kirkj- unnar menn hafi skoðun á ýmsu sem teng- ist stríðsrekstri og mannúðar- málum. Mér finnst það ekki viðeigandi rétt fyrir kosningar, þar sem slfkt er hægt að túlka pólitískt en ég get alveg skilið röksemdir biskupsins varðandi stríðsreksturinn í Kosovo, en það er hæpið gagn- vart innlendum málum eins og sett er fram í auglýsingu Öryrkja- bandalags Islands. Þetta þarf að gera almennari orðum eins og Forseti íslands hefur gert varð- andi jöfnuð milli þegnanna." Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari í handknattleík: „Já. Þetta er frjálst land og ef hann finnur hjá sér þörf til að tjá sig um einhver mál sem eru í umræðu í þjóð- félaginu, þá á hann að gera það. Það verður að virða rétt hans til að hafa skoðun eins og allra annara.“ Óuiar Benediktsson framkvæmdastjóri tslandsflugs: „Ég velti pólitík lítið fyrir mér. Búum við ekki í frjálsu landi þar sem allir mega tjá sig um það sem þeim langar til, burtséð frá því hvaða embættum þeir þjóna? Biskupinn á samt ekki að skipta sér af öllu en kirkjunnar menn eiga auðvitað að tala gegn ör- birgð til hagsbóta fyrir þá sem eru undirmáls í þjóðfélaginu."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.