Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 11
n^ur
ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 - 11
A nisierdainsál (niáliim
teknr gildi í dag
Ráðamenn Evrópusambansins um það leyti sem þeir voru að samþykkja
Amsterdamsáttmáiann.
Stríðið í Kosovo hefur
þjappað aðildarríkjum
Evrópusamhandsins
saman.
Amsterdamsáttmálinn hefur
margvísleg áhrif á störf ESB þótt
breytingarnar séu ekki eins rót-
tækar og til stóð. Almennt séð
verður lögð meiri áhersla á lýðræði
og réttindi einstaklinga. Akvarð-
anatökuferli sambandsins verður
töluvert einfaldara, völd forseta
framkvæmdastjórnarinnar verða
aukin, félagsleg réttindi í aðildar-
ríkjunum verða betur tryggð og
nánara samstarf verður í utanríkis-
málum, svo nokkuð sé nefnt.
Skipaður verður sérstakur tals-
maður Evrópusambandsins í utan-
ríkismálum, og það verður senni-
lega það sem vekur mesta athygli
af þeim breytingum sem gerðar
verða. Auk þess getur ráðherraráð-
ið tekið ákvarðanir um sameigin-
Iegar aðgerðir í utanríkismálum og
framkvæmdastjórnin fær einnig
aukin völd í alþjóðamálum.
Amsterdamsáttmálinn var sam-
þykktur þann 17. júní 1997 á
ríkjaráðstefnu Evrópusambands-
ins. ÖIl aðildarríki sambandsins
hafa lögfest sáttmálann og tekur
hann gildi í dag, fyrsta dag annars
mánaðar eftir að síðasta aðildar-
ríkið staðfesti hann, en það voru
Frakkar sem lögfestu hann síðast-
ir í mars síðastliðnum.
Gildistaka sáttmálans hefur fall-
ið nokkuð í skuggann af umfjöllun
um Evruna, sameiginlegu myntina
sem hóf göngu sína í ársbyijun. En
ekki síður hefur gildistakan, sem
tvímælalaust verður að teljast
tímamót í sögu Evrópusambands-
ins, fallið í skuggan af
Kosovostríðinu sem geisað hefur í
mánuð.
Nokkur kaldhæðni er í því að
Kosovostríðið hefur þjappað ráða-
mönnum Evrópusambandsins
saman og virðast þeir eiga auð-
veldara með að taka sameiginlegar
ákvarðanir án þess að eyða mikl-
um tíma í innbyrðis deilur og
samningaþóf. Sömuleiðis hafa
tengsl Evrópusambandsins við ná-
grannaríkin í austri verið með
besta móti eftir að Kosovostríðið
hófst fyrir alvöru.
Gúnter Verheugen, Evrópu-
málaráðherra þýsku stjórnarinnar,
segir þessa þróun vera „heillandi“.
Hann sagði nú í vikunni að „í
skugganum af þessu alvarlega
ástandi er Evrópa að ná betur
saman.“
Það sem helst spillir fyrir
stemmningunni meðal ráðamanna
Evrópusambandsins er að Roma-
no Prodi, fyrrverandi forsætisráð-
herra Italíu, hefur enn ekki tekið
við embætti forseta framkvæmda-
stjómarinnar, sem sagði af sér fyr-
ir skömmu vegna Ijármálaóreiðu.
V ffSanna
áAkureyr1^ j^ai
1999
13:30 safnast saman við Alþýðuhúsið.
14:00 lagt upp í kröfugöngu undir leik Lúðrasveitar Akureyrar.
HÁTÍÐARDAGSKRÁ í BORGARBÍÓIAÐ LOKINNI KRÖFUGÖNGU.
Ávarp: Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar.
Ávarp: Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara.
Aðalræða dagsins: Guðmundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins.
FJÖLBREYTT SKEMMTIDAGSKRÁ
Hundur í óskilum skemmtir.
Kór Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga syngur.
Bíó fyrir yngstu gestina.
Kl. 16:00 opnar Guðmundur Ármann sýninguna „Nokkrar myndir úr
atvinnulífinu" í Iðnaðarsafninu í gamla Hekluhúsinu.
Kaffiveitingar í tilefni dagsins.
VINNAN - MENNTUN - FJÖLSKYLDAN
eru kjörorð dagsins
Maímerki og pennar verða seld í tilefni dagsins
IÐJA - EINING - STAK - MM - FBE - FVSA - RFN - AN
DOLBY
CerGÁrbic
uperöly íiasty hladr fomcdy
Very Bad Things i
http://WWW.NET.IS/BORGARBIO
RÁÐHÚSTORGI
Sýnd laugard. kl. 5 og 9
Sunnud. kl. 5, 9 og 11.30
Mánud. kl. 5,9 og 11
POWER SÝNING
Sýnd laugard. kl. 7 og 11
Sunnud.-mánud. kl. 6.45 og 9
E (
FÍtllTY
Sýnd laugard. kl. 9 og 11
Sunnud.-mánud. kl. 11
MIGHTY
JOE
YOUNG
Sýnd lau. og sun. kl. 3
VEISLAN
Sýnd laugard.-sunnud. kl. 7
Mánud. kl. 5 og 7
BUG'S LIFE
Sýnd lau. og sun. kl. 5
horgar
innar er
svínmed
Sýnd lau. og sun. kl. 3
«■