Dagur - 12.05.1999, Qupperneq 9

Dagur - 12.05.1999, Qupperneq 9
8- MIOVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 19 99 - 9 FRÉTTASKÝRING Ð^ur Engin leiö til baka SIGURDÓR SIGURDORS- SON SKRIFAR Forystufólk Samfylk- mgariunar virðist vera sammála um að næsta skrefið sé að hefja ímdirbiinmg að flokksstofnim. Jóhann Ársælsson alþingis- maður segir enga leið til haka í gegnum gðmlu fiokkana. Niðurstöður alþingiskosninganna voru ákveðin vonbrigði fyrir Sam- fylkinguna. Þar á bæ höfðu menn vonast til að að fara yfir 30% í fylgi. Það tókst ekki og ýmsar kenningar á lofti um ástæðurnar, sem allir eru sammála um að séu fleiri en ein og fleiri en tvær. Þar sem um samfylkingu fjögurra flokka er að ræða hljóta að vakna upp spurningar um hvað nú taki við. Þeir eru til sem óttast að Samfylkingin liðist í sundur en aðrir segja að kosningaúrslitin verði bara til þess að herða menn upp til að gera bestur næst. Allt samfylkingarfólk sem Dag- ur hefur rætt við segir að næsta skrefið hljóti að vera að breyta Samfylkingunni úr kosninga- bandalagi í formlegan stjórn- málaflokk. Það sem menn greinir á um í þvf sambandi er hvort stofna eigi flokkinn strax í haust eða á næsta ári. Margir telja að undirbúningur að stofnun stjórn- málaflokks, og að Ieggja niður flokkana fjóra sem að Samfylk- ingunni standa, sé meiri en hægt sé að Ijúka á nokkrum sumar- mánuðum. Sighvatur Björgvins- son telur að stefna eigi að flokks- stofnun haustið 2000 en Agúst Einarsson vill stefna á flokks- stofnun strax í haust. Jóhann Arsælsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi, segir að það sé engin leið til baka ef einhverjir hugsi á þann veg. Hann segir að til að mynda fyrir alþýðubandalagsfólk hafi VG lok- að því að Alþýðubandalagið verði endurreist. Hann segir því að hefjast eigi handa strax við að undirbúa flokksstofnun. Þess vegna hafa flokkarnir, sem að Samfylkingunni standa á Vestur- Iandi, þegar boðað til samráðs- fundar um helgina til þess að ræða það mál. Þar verði lagðar fram tillögur sem fólk getí síðan skoðað í ró og næði í sumar. Markmiðin náðust ekki „Þau markmið sem við ætluðum okkur að ná í kosningunum náð- ust ekki. Við ætluðum að ná í það minnsta 30% atkvæða, það tókst ekki og menn verða að horfast í augu við það,“ segir Agúst Einars- son, fyrrum alþingismaður, sem var alveg við það að ná kjöri fyrir Samfylkinguna á Reykjanesi, en féll að lokum. Hann segir að þegar kosninga- baráttan hófst, fyrir tveimur og hálfum mánuði, hafi verið mögu- leiki á að fá 35% fylgi. Það hafi ekki náðst og forystumenn A- flokkanna verði að bera ábyrgð á því. Hann segir ennfremur að þótt Samfylkingin sé orðin næst- stærsti flokkurinn og að það séu kölluð tímamót, og menn ánægð- ir með það, þá hafi Iegið fyrir all- an tímann að með því að þessir fjórir flokkar byðu fram sameigin- lega yrðu það næststærsta stjórn- málaaflið. Það sé eins og menn séu að fagna því að Samfylkingin liðaðist ekki í sundur meðan á kosningabaráttunni stóð. „Það er engin ástæða til að reyna að bera höfuðið hærra en tilefni er til en menn verða að vinna sig út úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að strax í haust verði stofnaður stjórnmálaflokkur. Eg tel rangt að bíða. Þetta snýst ekki bara um þingkosningarnar heldur líka kosningar til sveitarstjórna. Það eru til bæjarmálafélög viðs- vegar um landið og menn vantar flokkslegt umhverfi ef menn ætla að starfa saman áfram sem ég tel að eigi að gera. Við stofnun hins nýja flokks mun veljast ný forysta og það koma kosningar eftir 3 ár tií sveitarstjórna og 4 ár aftur til þings. Ég reikna með að við verð- um í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil,“ segir Agúst. Hann var spurður hvort hann teldi það hafa verið mistök að stofna ekki flokkinn fyrir kosn- ingar? „Nei, ég held að það hafi ekki verið hægt að gera þetta öðru vísi en gert var. Eg tel að það hafi ekki verið hægt að leggja meira á stöð- una en að fara fram með kosn- ingabandalag að þessu sinni. All- ur ferillinn var erfiður og hann leiddi til klofnings í Alþýðu- bandalaginu. Eg er sannfærður um að það hefði ekki verið hægt að stofna flokk fyrir kosningar. Það var heldur ekki hægt að gera skýrari málamiðlanir í ýmsum málum en gert var. Eg held að menn hafi gert allt rétt nema hvað mönnum urðu mislagðar hendur í sjálfri kosningabarátt- unni. Að hluta til var þar um skipulagsatriði að ræða. Það Iá ekki nógu ljóst fyrir hvar ákvörð- unarvaldið lá í allri kosningabar- áttunni og upplýsingastreymi og samráð var ekki nægjanlega gott. Það var talað of óskýrt um of mörg mál. Menn lentu í vörn og héldu sig ekki alltaf við það mál- efnalega upplegg sem var tilbúið. Það eru því margar ástæður fyrir því að þetta gekk ekki eins vel og við höfðum vonast éftir,“ segir Agúst Einarsson. Flokksstofnim haustið 2000 „Næst á dagskránni hlýtur að vera að skipuleggja þingflokkinn og kjósa honum stjórn. Síðan að hefjast handa um að búa til form- lega stjórnmálahreyfingu. Menn tala um að það eigi að gera strax í haust. Því er ég ekki sammála, ég tel það ekki ganga upp. Astæðan er einföld, það þarf að fara með flokksmenn þessara fjögurra flokka inn í hinn nýja flokk, Sam- fylkinguna. Það gera menn ekki með því að boða til stofnfundar nýs flokks í haust og skilja bara félagasamtökin, sem fyrir eru, eftir rétt eins og þau séu sjálf- dauð,“ segir Sighvatur Björgvins- *****< Frá kosningavöku Samfylkingarinnar í Reykjavík um helgina. mm, son, formaður Alþýðuflokksins og guðfaðir Samfylkingarinnar. Hann segir að það séu tvær að- ferðir til við að stofna nýjan flokk og leggja niður gömlu flokksfé- lögin. Aðra kallar Sighvatur nei- kvæða aðferð sem felist í því að kalla saman flokksþing flokltanna og leggja þá niður. Hin sem hann kallar jákvæða aðferð sé í því fólg- in að fá félög flokkanna til ' að leggja sig inn í nýjan flokk Sam- fylkingarinnar. „Það tekur hins vegar nokkurn tíma. Það þarf að halda fundi í flokksfélögunum, kjördæmisráð- um og kalla flokksþingin saman til að framkvæma þetta. Þetta verður ekki gert í sumar. Menn fá ekki fólk á fundi yfir hásumarið. Þess vegna tel ég eðlilegt að menn stíli á að gera þetta haustið 2000. Þá er hægt að nota næsta vetur til að hafa það samráð við fólk sem við þurfum að gera og til alls annars undirbúnings," segir Sighvatur. Hann viðurkennir ekki að eitt- hvað hafi farið úrskeiðis í kosn- ingabaráttunni. Hins vegar segir Sighvatur að svo virðist sem fólk hafi ekki enn upplifað Samfylk- inguna sem samstæða hreyfingu heldur fólk úr sitt hvorri áttinni sem á eftir að sýna fram á að það geti unnið saman. Þetta sé höfuð- skýringin á því að verr fór en von- ast var til. Styrkja stoðimar „Eg held að það sé samdóma álit þeirra sem komið hafa nærri starfi Samfylkingarinnar að nú þegar eigi að hefjast handa við að styrkja stoðir hreyfingarinnar og byggja okkur upp skipulagslega, sem vantaði í þessari kosninga- baráttu. Það vantar að hreyfingin sé formlega skipulögð. Það er því verkefni sem bíður okkar að koma því skipulagi á og stefna að flokksstofnun. Eg vonast til að gengið verði í það hið allra fyrsta. Við höfum aldeilis ekki gefist upp við ætlunarverk okkar þótt þessar kosningar hafi ekki farið eins og bjartsýnustu menn voru að vona. Við erum enn jafn sannfærð og fyrr um að hér þurfi að vera öflug hreyfing fé 1 agshyggjufólks,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir alþingis- maður. Hún segir að vinstrimenn hafi átt þess kost að þessu sinni að kjósa framboð sem væri um eða undir 30%. Þess vegna muni menn halda áfram að styrkja stoðirnar og byggja samtökin upp fyrir næstu lotu. Ymsir hafa haft orð á því að Samfylkingin eigi ekki að fara í ríkisstjórn að þessu sinni, heldur vera í stjórnarandstöðu næstu fjögur árin meðan verið er að byggja nýjan flokk upp. Bryndís var innt álits á þessu? „Eg er ekki sammála þessu. Við getum ekkert skotist undan þeirri ábyrgð að setjast í ríkisstjórn ef möguleiki á því stæði til boða. Við megum ekki gleyma því að við erum hreyfing sem 30% lands- manna kusu. Það væri þM óá- byrgt af okkur að segja að við vilj- um ekki fara í rfkisstjórn vegna þess að við ætlum að fara að gera eitthvað annað næstu 4 árin. Stjórnarmyndunarviðræður eru í ákveðnu ferli nú og stjórnarflokk- arnir að tala saman eins og eðlilegt má telja, en ég útiloka það alls ekki að fara í ríkisstjórn ef tæki- færi býðst og málefnasamningur næst,“ segir Bryndís Hlöðversdótt- ir. Engin leið til baka „Eg hef fullmótaðar skoðanir á því hvernig framhaldið á að vera hjá okkur í Samfylkingunni. Það verð- ur ekki snúið til baka eftir þessar kosningar. Það er ekki fær leið aft- ur í gegnum gömlu flokkana, alla vega eldu í gegnum Alþýðubanda- lagið, því stofnun VG lokaði þeirri leið endanlega að mínu viti. Þess vegna tel ég að menn verði að ræða það í fullri alvöru nú strax að loknum kosningum, að stofna nýj- an stjórnmálaflokk. Við hér á Vest- urlandi erum búin áð ákveða að halda samráðsfund á laugardaginn kemur til þess einmitt að ræða þetta mál,“ segir Jóhann Ársæls- son alþingismaður. Hann bendir á, í þessu sam- bandi, að samfylkingarfólk á Vest- urlandi hafi frá upphafi verið skrefinu á undan í öllu sem við kemur þeirri samvinnu sem felst í Samfylkingunni. Samstarf A- flokkanna á Vesturlandi á sér lengri sögu en víðast annars staðar í gegnum bæjar- og sveitarstjórn- ir. Þess vegna sé það bara í takt við annað að Vestlendingar verði fyrst- ir til að boða til fundar um fram- hald Samfylkingarinnar. Jóhann segir að þetta mikla starf hafi áreiðanlega átt sinn þátt í að Vest- urlandskjördæmi er eina kjördæm- ið þar sem Samfylkingin vinnur mann, í þeirri varnarbaráttu sem kosningabaráttan var hjá Samfylk- ingunni. „Eg tel að næsta skrefið sé því að skoða það vandlega með hvað hætti best verður staðið að flokks- stofnun. Við hér á Vesturlandi vilj- um ræða þetta strax áður en fólk fer almennt í frí frá pólitíkinni svo það geti þá hujgsað málið í sumar,“ segir Jóhann Arsælsson. Sigbjörn Gunnarsson: Kjósendum ofbauð atburðarásin og þeim ofbauð að niðurstöður prófkjörsins væru ekki virtar. Lýðræðið var fótum troðið. Hér sést Sigurður Þór Salvarsson frá RÚVAK ræða við Sigbjörn eftir prófkjörssigurinn. Það mun aldrei gróa imt heilt Sigbjðm Guimarsson segir lítið fylgi Sam- fylkingar ekki koma á óvart, enda hafi kjós- endum ofboðið. Hann telur stjómarandstöð- una hafa farið iHa út úr kosningunum, enda ekki nógu vel unnið. Sigbjörn Gunnarsson sem varð í efsta sæti Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra samkvæmt prófkjöri, segir að aldrei muni gróa um heilt milli sín og ákveð- inna manna í Samfylkingunni. I fyrsta skipti frá því að Sigbjörn sagði sig frá fýrsta sætinu og dró sig í hlé, m.a. vegna meintra of- sókna og ávirðinga tengdum ( jár- hagserfiðleikum, gerir hann upp sín mál hér í Degi: - Iiafði vandræðagangurinn við uppstillinguna dhrif á kjörsókn og kjörfylgi Samfylkingar á Norð- urlandi eystra þar sern hún varð töluvert minni en annars staðar á landsvísu? „Já, hún hafði bæði áhrif á kjörsókn og niðurstöðu Samfylk- ingarinnar. Reyndar höfðu þessi Ieiðindi hér áhrif á fylgi Samfylk- ingarinnar á landsvísu. Kjósend- um ofbauð atburðarásin og þeim ofbauð að niðurstöður prófkjörs- ins væru ekki virtar. Lýðræðið var fótum troðið og frambjóð- endur Samfylkingarinnar víða um land voru stöðugt á þetta minntir.“ - Kom þá lítið kjörfylgi Sam- fylkingarinnar á Norðurlandi eystra þér ekki á óvart? „Nei, í sjálfu sér ekki. Eg vissi að Framsókn var að tapa, ég vissi að Streingrímur var í gífurlegri sókn.“ - Telurðu viðhúið að allmargir hafi snúist yfir á væng Stein- gríms, sem annars hefðu koSjð Samfylkinguna? „Já, á því leikur ekki vafi. Það fólk sem kosið hefur þessa A- flokka um langt skeið, því hugn- ast mörgu hverju ekki að kjósa Sjálfstæðisflokk og Framsóknar- flokk. Þá var enginn annar kost- ur en Steingrímur." „GaUinn við A-flokk- ana er að það eru svo óskaplega margar prímadoimur iirnan- borðs.“ - Ef þú hefðir orðið þingmaður nú, hefðirðu talið eðlilegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu áframhaldandi stjóm? „Já, fullkomlega eðlilegt. Stjórnin stendur keik eftir. Stjórnarandstaðan fer á hinn bóginn í heildina illa út úr þess- um kosningum." - Sumir henda á að Samfylk- ingin sé ekki reiðubúin til aðfara í stjóm? „Hún á eftir að slípa sín mál að miklu leyti eins og kom fram í kosningabaráttunni sem að mínu mati var veik. Síðan hefur það nú verið gallinn við A-flokk- ana um langt skeið að það eru svo óskaplega margar príma- donnur innanborðs." - Deilt hefur verið á forystu- hæfileika Margrétar Frímanns- dóttur. Telurðu einhvern annan hafa orðið sterkari í forysluhlut- ■ verkinu ? „Nei, í sjálfu sér ekki, en eins og ég sagði áðan þá eru þarna margar prímadonnur og það hef- ur löngum verið þannig í A- flokkunum, að menn hafa átt erfitt með að una félögunum að ná einhverjum árangri. Sá er helsti veikleiki A-flokkanna að menn hafa unnið i því að níða skóinn hver af öðrum í stað þess að standa saman. Við þekkjum þetta allt úr báðum þessum flokkum." - Muntu heita kröftum þt'nutn í Santfylkingu framtíðarinnar? „Eg á í sjálfu sér eftir að meta það, en ég átta mig ekki á því í augnablikinu. Ég veit ekki hvað gerist hér í kjördæminu, en það grær ekki um heilt milli mín og manna sem komu að þessu máli mínu.“ - Áttu þá við leiðtoga Samfylk- ingar á landsvísu eða ertu aðeins að tala um Norðurland? „Eg á við fjórðunginn. Eg á. fullt af vinum í Samfylkingunni út um allt land og fullt af vinum í öllum flokkum. Eg er pólitískur eftir sem áður og mun reyna að beita mér í pólitískum málum. Hvar og hvernig ég mun gera það, mun koma í ljós.“ - Það er sem sagt ekkert sem segir okkur að þú sért hættur op- inherum afskiptum af stjómmál- (( um. „Nei, ég held ég geti það ekki. Eg er bara með þetta í blóðinu." - BÞ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.