Dagur - 12.05.1999, Qupperneq 11

Dagur - 12.05.1999, Qupperneq 11
MlfíVlKVDAGVR 12. MAÍ 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Samkomulagið komið í rúst Gerry Adams [t.h.J ásamt tveimur félögum sínum úr Sinn Fein. Fátt virðist geta kom- ið frið arunil eitimimi á Norður-írlandi úr sjálfheldimui. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins BBC að sam- komulagið sem gert var á föstu- daginn langa í fyrra sé rústir ein- ar, en bætti því við að Tony Blair forsætisráðherra Bretlands gæti hugsanlega komið því saman á ný. David Trimble, leiðtogi sam- bandssinna á Norður-írlandi, var heldur ekki bjartsýnn að loknum fundi sfnum með Tony Blair í gær. „Það lítur út fyrir að okkur bafi ekki tekist að ná þeim fram- förum sem hefðu getað orðið,“ sagði hann. Hins vegar sagði hann e.t.v. „óþarflega svartsýnt" af Adams að segja samkomulagið vera komið í rúst. Trimble og Adams hittu Blair hvor í sínu Iagi í gær. Friðarsam- komulagið hefur verið í sjálf- heldu mánuðum saman vegna deilna um afvopnun Irska lýð- veldishersins (IRA). Sambands- sinnar vilja að afvopnun IRA hefjist áður en mynduð verði sameiginleg stjórn á Norður-Ir- landi, en IRA vill ekki afvopnast fyrr en síðar. „Tony Blair hefur lykilinn í höndum sér,“ sagði Adams, ef hann gæti komið málunum í „nýtt samhengi". Adams vill að Tony Blair kalli báða deilendur saman til nýrra samningavið- ræðna til þess að koma málunum úr þeirri sjálfheldu, sem afvopn- unarviðræðurnar eru komnar í. „Þessar viðræður gætu haldið áfram endalaust," segir Adams. „Það hefur engan tilgang að við séum að þramma fram og til baka inn og út úr Downing- stræti að eilífu." Samkvæmt samkomulaginu sem gert var í apríl 1998 er gert ráð fyrir að komið verði á fót tak- markaðri heimastjórn á Norður- Irlandi. Meiningin er að tveir fulltrúar frá Sinn Fein verði í héraðsstjórn Norður-írlands, en David Trimble sitji í forsæti þeirrar stjórnar. Trimble hefur því vald til að samþykkja ráð- herralistann, og hefur jafnan haldið fast í að Sinn Fein geti ekki setið í stjórninni fyrr en af- vopnun IRA hefst. Sinn Fein segir þetta sldlyrði hins vegar ekki samrýmast samkomulaginu sem gert var, og heldur því auk þess fram að það sé ekki á valdi forsvarsmanna Sinn Fein að skipa IRA að afvopnast. Óðum fer að styttast í þann árstíma sem spenna milli kaþ- ólskra og mótmælenda er í há- marki á Norður-írlandi, þegar mótmælendur fara í skrúðgöngur sínar sem jafnan hafa farið í taugarnar á kaþólskum. Þá er lík- legt að spenna aukist vegna þess að brátt verður gengið til kosn- inga á þremur fulltrúum Norður- Irlands á Evrópuþinginu. - GB Jeltsín sætir kæru RÚSSLAND - Neðri deild rúss- neska þingsins samþykkti í gær að taka fyrir á fimmtudag ákærur á hendur Boris Jeltsín forseta sem varða embættismissi. Málflutning- urinn á að standa yfir í þijá daga, en ákæruatriðin eru fimm talsins. Jeltsín er kærður fyrir að hafa stuðlað að hruni Sovétríkjanna árið 1991, beitt ofbeldi gagnvart þingmönnum árið 1993, hafið stríð í Téténíu árið 1994, lagt her landsins í rúst og sömuleiðis efna- hag landsins, og þar með steypt landsmönnum í fátækt, en sam- kvæmt ákærunum er það sagt jafn- ast á við þjóðarmorð. Jafnvel þótt Jeltsín verði sakfelldur í neðri deildinni er talið ólíldegt að hann þurfi að víkja úr embætti. Fyrst þyrfti efri deildin ásamt hæstarétti landsins og stjórnarskrárdómstólnum að samþykkja niður- stöðuna, sem litlar líkur eru á að gerist. Málaferlunum var frestað á síðustu stundu í síðasta mánuði, og telja ýmsir að það geti gerst að nýju. Morðmgjar Gandhis hlióta dóm INDLAND - Hæstiréttur Indlands staðfesti í gær dauðadóma yfir fjórum sakborningum vegna morðsins á Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands árið 1991, en mildaði um leið dóm 22 annarra sakborninga. Þrír þeirra fengu lífstíðarfangelsi, tveir voru sýknaðir og 17 var sleppt úr haldi þrátt fyrir fangelsisdóm þar eð þeir höfðu þegar setið í fangelsi Iengur en dómurinn kvað á um, eða í nærri átta ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skæruliða- hreyfing Tamíla á Srilanka hafi staðið að morðinu á Gandhi. Hæstiréttiu kom í veg fyrir lokun ISRAEL - Hæstiréttur Israels kom í gær í veg fyrir að stjómvöld þar í landi létu loka miðstöð Palestínumanna í austurhluta Jerúsalem- borgar, en það hefði getað valdið miklum uppþotum skömmu fyrir kosningar. Benjamin Netanjahu forsætisráðherra hugðist láta loka miðstöðinni ef ekki hefði tekist samkomulag milli ísraelsmanna og Palestínumanna um framhald hennar, og rann frestur til þess að ná því samkomulagi út á mánudag. Hæstiréttur krafðist þess að bæði Palestínumenn og Israelsmenn skýrðu hvernig á því stæði að sam- komulag hafi ekki tekist, og fengu þeir sjö daga frest til þess. Aburður, yfirbreiðslur og öli verkfæri sem til þarf I\V/ JRVORUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA SmiSjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100 bjóðum úrvals ÚTSÆÐI 'fj |_____| j L.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.