Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 6
22 - FÖSTUDAGUK 2 1. MAÍ 19 9 9 -----------------------------------------------Xfc^wr ■ iffrv___________________________________________ nasiá ffo r Frá oq med 17. maí hefst sumartiminn hjá okkur. t>á opnum vid kl. 8.00 oq lokum kl. 16:00. Gledileqtsumar. SP-FJÁRMÖGNUN HF Veqmúli 3, sími 588 7200, iax 588 7250, www.sp.is Lífæðar til Akureyrar Þá er farandsýningin Líf- æöar, sem inniheldur bæði myndlist og ijóð, komin til Akureyrar, nánar tiltekið á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Hún verður opnuð þar í dag kl. 15 og er Akureyri fimmti viðkomustaður sýningarinnar en hún verður þar um kyrrt til 22. júní. Að venju sýna 12 myndlistarmenn samtals 34 myndverk og 12 Ijóðskáld birta 18 Ijóð og þykja þessir listamenn endurspegla helstu strauma og stefnur í myndlist og Ijóðagerð frá síðari heimsstyrjöld til dagsins í dag. Dönsku augun kveðja Myndlistarsýning danska myndlist- armannsins Carsten Lyngdrup Madsen í Gallerí Svartfugl á Akur- eyri framlengist um eina viku og lýkur henni um hvítasunnuna. ' Þema sýningarinnar er (sland séð með dönskum augum. Carsten flutti til íslands með fjölskyldu sína K7 fyrir tveimur árum, vildi komast frá ^ ^ erlinum og þéttbýlinu ytra og nær náttúru og menningu Islands. Sýning Carstens er tvennt í senn, áhrifin sem ísland hafði á hann og nokkurskonar kveðja til landsins en fjölskyldan er á leið aftur til Danmerkur. Svartfugl er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. ■ HVAD ER Á SEYDI? TÓNLIST Niels-Henning prsted Pedersen íslandsvinurinn Niels-Henning hcim- sækir Island í 11. sinn í lok maí og heldur tvenna tónleika, fyrst í Vest- mannaeyjum svo f Reykjavík. Niels kom síðast með tríó til lslands á RúRek djasshátíðina 1994 og voru þá með honum Ole Kock Hanscn ogAIex Ricl. 1 þetta skipti kemur hann með tríó sitt, er leikur með honum á nýjasta diski hans: „This is all I ask“. Þar leik- ur á gítar Ulf Wakenius og á trommur JonasJohanssen. Þetta er í lyrsta skipti sem Niels-Henning leikur utan Reykjavíkur. Tónleikarnir í Reykjavtk verða í Þjóðleikhúsinu og heljast kl. 21. Kvöldið áður leikur tríóið í Agóges- húsinu í Vestmannaeyjum og eru þeir tónleikar í samvinnu við Listvinafélag- ið og tileinkaðir minningu Eyjólfs Páls- sonar, er fór fyrir djasshátíð Eyja- manna til dauðadags. Miðaverð á tón- leika Niels er kr. 2.300. Miðasala er hafin í Þjóðleikhúsinu. Rúdolf í Salnum Söngkvartettinn Rúdolf heldur tón- leika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa- vogs, þriðjudaginn 25. maí kl. 20:30. A efnisskrá eru íslensk og erlend lög bæði klassísk og af léttara taginu. A fyrri hluta tónleikanna verður frum- flutt lagið „Frændi þegar fiðlan þegir“ eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Halldórs Kiljan Laxness í útsetningu Skarphéðins Hjartarsonar. Einnig verða flutt 3 lög eftir Benjamin Britten úr Iagaflokknum „Five Flower Songs“ og ástarvalsar eftir Johannes Brahms. I völsunum munu feðginin Marteinn H. Friðriksson og Þóra Marteinsdóttir leika undir íjórhent á píanó. Seinni hluti tónleikanna verður að mestu helgaður Iéttari tónlist. Sungin verða Iög eftir Sigfús Halldórsson, Jón Múla Arnason, Stuðmenn, ABBA o.fl. Kvart- ettinn Rúdolf skipa: Sigrún Þorgeirs- dóttir, sópran, Soffía Stefánsdóttir, alt, Skarphéðinn Hjartarson, tenór og Þór Asgeirsson, bassi. Miðasala í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs frá kl. 17:00 tónleikadaginn. Tena Palmer syngur Billie Holiday Hljómlistarhátíð til heiðurs BiIIie Holi- day verður haldin í Iðnó þriðjudaginn 25. og 26. maí kl. 20:30. En 25. maí 1959 íyrir 40 árum söng Billie Holiday sinn svanasöng í New York Citys Phoenix Theatre. Næstkomandi þriðjudags- og miðvikudagskvöld er svo komið að kanadíska söngfuglinum Tenu Palmer að túlka tíð Billie Holiday í söng í Iðnó. En þar koma fram valin- kunnir hljóðfæraleikarar, þeir: Oskar Guðjónson - tenor saxófónn, Samúel Samúelsson - básúna, Kjartan Valde- marsson - píanó, Thórður Högnasson - kontrabassi og Pétur Grétarsson trommur. Ætlunin er að teygja og toga tóna jassins til hins ítrasta en á laga- listanum er m.a. að finna: God Bless the Child, Sophisticated Lady, What A Little Moonlight Can Do, YouVe Changed, Get Out Of Town, Billies Blues; Now Or Never. Lágmenningarborgin Tónleikaröðin „Lágmenningarborgin Reykjavík“ heldur áfram um helgina og verða næstu tónleikar laugardaginn 22. maí á Kaffi Thomsen í Hafnarfirði. Það eru sem íyrr Wiseguys og Les ryt- hmes digitales sem troða upp og nú ásamt PS Daða. SÝNINGAR Myndasögur í mýrinni Sýning á myndasögum eftir 18 norræna teiknara með Bjarna Hinriksson sem fulltrúa Islands hefur staðið yfir í sýn- ingarsölum Norræna hússins frá 27. mars sl. Myndasöguhöfundarnir eru allir í fremstu röð teiknara á Norður- löndum og víðar. Sýningin er opin þessa viku frá 14-18 og henni lýkur laugardaginn 22. maí, en Norræna húsið verður lokað á hvítasunnudag 23. maí. I anddyri Norræna hússins hefur staðið yfir sýning á myndasögum eftir íslenska höfunda sem hafa birst í íslenskum dagblöðum og tímaritum. Þessi sýning verður tekin niður mánu- daginn 24. maí. Nesstofusafn opnað aftur Nesstofusafn hefur opnað aftur eftir vetrarlokun. Eins og undanfarin ár verður safnið opið yfir sumarmánuöina á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtu- dögum og Iaugardögum, kl. 13.00 - 17.00. Nesstofusafn er læknaminja- safn. Þar gefur að líta muni tengda sögu heilbrigðismála á Islandi síðustu aldirnar. Safnið er til húsa í Nesstofu á Seltjanarnesi. Nesstofan var byggð fyr- ir íýrsta Iandlækninn á Islandi á árun- um 1760 - 1763. Húsið er því eitt af elstu steinhúsum á Islandi, samtíða Bessastaðastofu og Viðeyjarstofu. Nes- stofa stendur í útjaðri byggðar vestast á Seltjarnarnesi. FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Málstofa efnafræðiskorar Dr. Arvi Freiberg, eðlisfræðideild há- skólans í Tartu, Eistlandi, flytur erindi á málstofu efnafræðiskorar föstudag- innn 21. maf kl. 13:15 f stofu 158, VR- II, Hjarðarhaga 4-6. Erindið nefnist Excitons in Photosynthesis. Þróuð hafa verið einföld Iíkön sem hafa svip- aða ljósefnafræðilega eiginleika og Ijóstillífunarkerfi í bakteríum. Dr. Freiberg hefur starfað lengi við eðlis- fræðideild eistnesku vísindaakademí- unnar og nú við háskólann í Tartu, en hann hefur einnig verið gistivísinda- maður í Bandaríkjunum, Hollandi og Svíþjóð. Hann hefur einkum rannsak- að ljósefnafræði mjög hraðra efna- hvarfa, eins og í ljóstillífun. Allir eru velkomnir að hlýða á erindið. Yfírvald og ímynd þess Þriðjudaginn 25. maí 1999 flytur Ein- ar Hreinsson sagnfræðingur fyrirlestur í boði Sagnfræðingafélags Islands sem hann nefnir: „Vor ástkæri amtmaður. Imynd æðri embættismanna og stjórn- sýsla íslands 1770-1870. - Orðæða um aðferð.“ Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu (12:05-13:00) og er hluti af íyrirlestr- arröð Sagnfræðingafélagins sem nefnd hefur verið: Hvað er félagssaga? Málþing um kristna trú Kjalarnessprófastdæmi efnir til mál- þings um kristna trú og önnur trúar- brögð laugardaginn 22. maí í Strand- bergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju. Fyrirlesarar verða þrír: Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, sr. Þór- hallur Heimisson og dr. Pétur Péturs- son. Málþingið hefst kl. 13.30, er öll- um opið og aðgangur er ókeypis. OG SVO HITT.,. Sumardagskrá í Viðey Sumardagskráin í Viðey hefst um helg- ina. Gönguferð verður farin laugardag- inn 22. maí kl. 14.15, gengið verður um suðureyjuna. Viðeyjarferjan fer frá Bjóðum úrvals ÚTSÆÐI Aburður, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf Ráðgjöf sérfræðinga um garS- og gróðurrækt fl I? Ó I í O UA DTID flxL ?LJP knL VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 • 200 Képovogl • Sími: 554 3211 • Fax: 554 2100 <r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.