Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 - 9
tyupr
Viö tryggjum
hreina næringu
íslenskir bændur hafa um árabil verið í fararbroddi þeirra sem stuðla að
náttúruvernd og uppbyggingu íslensks gróðurlendis.
Áburðarverksmiðjan hefur staðið með bændum í þessari þaráttu með
þvi að framleiða vistvæna næringu fyrir gróðurinn, áþurð sem hentar
íslenskri náttúru betur en erlendar tegundir.
í framleiðslu sinni notar Áburðarverksmiðjan hráefni sem eru nær
algjörlega laus við þungmálma en þeir skaða náttúruna, menga
grunnvatnið, koma fram í þeim afurðum sem við neytum og safnast að
lokum upp í líffærum dýra og manna.
Með því aö nota vistvænan áburð, þróaðan fyrir íslenskar aðstæöur,
tryggja islenskir bændur hreinleika þeirrar næringar sem náttúran hefur
veitt okkur í aldanna rás.
ÁBURÐARVERKSMIÐJAN HF.
Gufunesi -128 Reykjavík - Sími 580 3200 - Fax 580 3209
www.aburdur.is